Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1981 Rætt við Davíð Oddsson um sjónvarpsleikrit hans Kusk á hvítflibbann Þegar Ragnar Axelsson Ijós- myndari Morgunblaðsins var að munda myndavél sína á heimili Davíðs aö Lynghaga 5 kom kött- urinn Snotra á fullri ferð og hljóp í fang Davíös. Ljósm. Sjónvarpið. Úr Kuski á hvítflibbann: Frá vinstri: Árni Ibsen, Guðrún Lilja Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Arnardóttir og Siguröur Sigurjónsson. Jólaleikrit Sjónvarpsins að þessu sinni á annan dag jóla verður nýtt leikrit Davíðs Oddssonar og ber það nafnið Kusk á hvítflibbann. Upptaka fór fram í júní og var lokið við sjónvarpsleikritið í ágúst, og strax að því loknu var það sýnt á sameiginlegum fundi sjónvarpsmanna frá Norður löndunum og keyptu allir aðilar sýningarrétt á þessu leikriti Davíðs, en sömu sögu er að segja af fyrra sjónvarpsleikriti hans, Róbert Elíasson kemur heim frá útlöndum. Eru sjónvarpsleikrit hans bæði í hópi fárra leikrita sem íslenzka sjónvarpið hefur selt til allra Norðurlandanna af tugum leikrita alls. Andrés Indriðason leikstýri Kuski á hvítflibbann og stjórnaði jafnframt upptöku, Gunnar Baldursson sá um leikmynd, kvik- myndun annaðist Ómar Magnússon, hljóðupptöku sá Baldur Már Arn- grímsson um, lýsingu annaðist Ingvi Hjörleifsson. Sýningartími er um það bil ein klukkustund. Grein: Árni Johnsen Mynd: Ragnar Axelsson „Jú, auk þessara sjónvarpsleik- rita hef ég unnið að öðrum leikrit- um,“ svaraði Davíð, „við skrifuð- um þrír saman Ég vil auðga mitt land, en það sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1974 á um 40 sýningum. Við skrifuðum leikritið saman Þórar- inn Eldjárn og Hrafn Gunnlaugs- son. Við Hrafn skrifuðum síðan sama revíuna íslendingaspjöll sem var sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1975—1976 á fjöl- mörgum sýningum og síðan var það flutt í Austurbæjarbíói." „Hvað er upphafið að Kuski á hvítflibbann?" „Upphafið að þessu leikriti má rekja til þess að ég sótti um að fá að taka þátt í námskeiði sem sjón- varpið hélt fyrir leikritahöfunda ádeiluleikritum, að ég tali nu ekki um þegar þau eru orðin lítið annað en skýrsla sem félagsfræðingar gætu rétt eins verið að skrifa hver fyrir annan. Þetta er miklu frem- ur lítil saga, ein vika í lífi næsta venjulegs borgara, sem lendir í óvenjulegum aðstæðum. Ég býzt við að þetta verk teljist ekki eins létt verk og Róbert Elíasson, en ef til vill er það einhvers staðar mitt á milli gamans og alvöru, ber kannski keim af hvoru tveggja." „Hvenær sinnir stjórnmálamað- urinn og forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur ritstörfum?" „Það má segja að skriftir séu eitt aðal tómstundagamanið sem ég hef áhuga á og leikhúsjð hefur lengi blundað með mér. Ég fór í leiklistarskóla fyrir 20 árum og starfaði sem eini leikhúsritarinn hjá LR í tvö ár í tíð Sveins Ein- arssonar árin 1970—1972. Á þess- um árum og þeim næstu á eftir vorum við með mikið af þáttum í útvarpinu, ekki aðeins venjulega viðtals- og umræðuþætti heldur vorum við félagarnir Þórarinn og Hrafn með þætti sem skrifaðir voru frá orði til orðs, rétt eins og leikrit, svo sem Útvarp Matthildi, sem kom reyndar síðar að hluta út á samnefndri hljómplötu. Mér finnst ákaflega mikil hvíld í því að skrifa sig út úr öðrum verkefnum. Þá býr maður sér á meðan til dálitla nýja veröld og getur dvalið þar um stund án þess að daglegt amstur ónáði mann á meðan. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að á næstu mánuð- um og ef til vill árum mun minni til þess að kenna þeim sjónvarps- tækni og skynsamleg vinnubrögð við upj)byggingu á sjónvarshand- riti. I lok námskeiðsins lögðu bátttakendur fram hugmynd að leikriti og úr þeim hugmyndum voru valin sex leikrit til frekari úrvinnslu og jafnframt ákveðinn upptöku- og leikstjóri til að vinna með höfundinum. Það eru yfir 30 hlutverk í Kuski á hvítflibbann, en í hópi leikara eru Árni Ibsen, Guðrún Gísladótt- ir, Þóra Kristjánsdóttir, Jón Sig- urbjörnsson, Borgar Garðarsson, Steindór Hjörleifsson, Róbert Arnfinnsson, Jóhannes Norðfjörð og Sigurður Sigurjónsson. Kusk á hvítflibbann var ein af þeim hugmyndum sem var valin og ég fékk Andrés Indriðason sem leikstjóra og upptökustjóra og átti við hann mjög gagnlega og ánægjulega samvinnu, ekki sízt við myndræna úrvinnslu verksins. Leikritið er þannig, að það er ekki skynsamlegt að segja fyrir fram mjög mikið frá efnisþræðin- um. Það fjallar um ungan mann sem Iendir í nokkrum atburðum sem í raun og veru eru æði hvers- dagslegir og flestir okkar gætu hæglega lent í og hafa jafnvel oft lent t svipuðu, en þessum unga manni verða atvikin æði skeinu- hætt og menn sjá hvernig um- hverfið bregst við honum og jafn- vel dæmir hann á litlum forsend- um. Efnið á rót í nokkrum raun- verulegum atburðum, reyndar óskyldum, sem er hrært saman og blandað í einn og bætt inn í eftir þörfum. Jú, það má segja að leikritið sé með ádeilubroddi, en það er ekki þrungið af þeirri fyrirætlað höf- undarins að leysa allan þann vanda sem aðrir hafa kunnað að láta hjá líða að leysa. Ég er ekki mjög spenntur fyrir svokölluðum tími gefast til þessara tómstunda- iðkana en áður. Stjórnmálin ræna æ fleiri stundum, sem betur fer vil ég segja, fyrst ég er að þvælast í þessu á annað borð. Það eru þó ekki aðeins stundirnar við að skrifa sem eru jákvæði þátturinn. Um leið og unnið er við skriftir, bæði fyrir sjónvarp og leikhús, kemst ég í tæri við nýtt fólk, sem hugsar kannski ekki eftir sömu brautum og það fólk sem ég um- gengst að staðaldri. Hins vegar er það dálítið merkilegt að það getur verið hættulegt fyrir mann sem er að vasast í stjórnmálum, að vera þekktur fyrir að vera að föndra við leikhús eða aðrar listir. Ég tek eftir því að mínir ágætu vinir en jafnframt andstæðingar í stjórn- málum leggja mjög út af þessu í skrifum sínum og baráttu og þykj- ast sjá í þessu að maður sé léttúð- arfullur og ábyrgðarlaus. Til að mynda hefur Þjóðviljinn haft ákaflega miklar áhyggjur af því að ég sé að fást við grínaktuga hluti, en húmor er eins og kunngt er mjög illa séður á þeim bæ enda ekki algengur. Þar verða menn flokksformenn á unga aldri og eru ekki fyrr komnir í þann stól en þeir nötra af reiði og þótta eld- guðsins í hvert skipti sem þeir koma fram í útvarpi eða sjón- varpi. Ef til vill eru þeir að reyna að tryggja sér með þessu að and- stæðingarnir fari ekki að gefa í skyn að þeir séu mannlegir og skemmtilegir." „Hefur þú þurft að sitja á strák þínum vegna þátttöku í pólitík- inni?“ „Ég hef aldrei fundið til þess. Satt bezt að segja hefur mér alltaf fundist sjálfum að ég sé heldur alvörugefinn og harla ólíkur þess- um snillingum sem sífellt eru með gamanmál á vör. Hins vegar áskil ég mér rétt til þess að loka ekki alveg augunum fyrir því spaugi- lega í tilverunni. Það kemur auð- vitað ýmislegt spaugilegt upp á vettvangi stjórnmálanna, enda væri óbúandi í þeim ella, alvaran situr þó jafnan í fyrirrúmi. Það sem kannski er mest lýj- andi fyrir þá sem fást við stjórn- mál er það að smámál sem litlu skipta virðast bezt ná athygli fólks, en það sem stærra er í snið- um virðist oft fara fyrir ofan garð og neðan." „Og hvað er svo stjórnmálamað- urinn Davíð Oddsson með á skrifborðinu sínu í nafni rithöf- undarins?" „Ég hef mikið að snúast í öðrum hlutum um þessar mundir og svo verður næstu mánuði, en þó er maður aðeins byrjaður að stelast í að punkta niður, svo það er ekki alveg loku fyrir það skotið að úr verði barn í brók.“ Úr Kuski á hvítflibbann, frá vinstri, Borgar Garðarsson, Guðjón Sverr isson og Gunnar Rafn Guðmundsson. „Þá býr maöur sér tíl dálítla nýja veröld“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.