Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 3. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982
Bæjarstjórnarmeirihlutinn á Akureyri:
Klofnaði f afstöðu
til lóðahækkunar
M-EIRIHLUTl bæjarstjórnar Akureyrar klofnadi í gær í afstöðu til
tilllögu meirihluta bæjarráðs, um hækkun á byggingargjaldi fyrir
einbýlishúsa- og raðhúsalóðir við göturnar Jörvabyggð og Háhlíð.
Lagði meirihluti bæjarráðs, þeir Ingólfur Árnason, kosinn af Sam-
tökum frjálslyndra og vinstri manna, Freyr Ófeigsson frá Alþýðu-
flokki og Sigurður OIi Brynjólfsson frá Framsóknarflokki, til að
byggingargjöld af raðhúsalóðum hækkuðu um 30 þúsund, en af
einbýlishúsalóðum um 50 þúsund krónur.
Þessi tillaga var lögð fram á   þykkt  tillaga  frá  Tryggva
bæjarstjórnarfundi í gær, og
var hún felld. Atkvæði á móti
greiddu        bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins,     þeir
Gísli Jónsson, Sigurður J. Sig-
urðsson og Sigurður Hannes-
son, og þau Helgi Guðmunds-
son og Soffía Guðmundsdóttir
frá Aiþýðubandalagi, og
Tryggvi Gíslason frá Fram-
sóknarflokki. Jóhannes Sig-
valdason frá Framsóknar-
flokki sat hjá, en fylgjandi
voru Sigurður Óli Brynjólfs-
son F., Ingólfur Árnason SFV.,
og Freyr Ófeigsson og Þor-
valdur Jónsson Alþýðflokki.
Meirihluta bæjarstjórnar Ak-
ureyrar mynda fulltrúar Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags,
Framsóknarflokks og Samtak-
anna, og klofnaði meirihlutinn
því í afstöðunni til þessarar
auknu skattheimtu á hús-
byggjendur.
Á  hinn  Boginn  var  sam-
Gíslasyni, um að nefnd kanni
og endurskoði bygginga-
gjaldskrá, en slík endurskoðun
fór fram fyrir skömmu, og ný
gjaldskrá var samþykkt í vor
er leið, að tillögu bæjar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
I.jósm. Mbl.: Emilía.
Frá fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins, sem hófst klukkan 17 í gær og lauk röskri klukkustund
síðar. Fulltrúar kaupenda eru til vinstri, þeir Friðrik Pálsson og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, oddamaður
nefndarinnar, Ólafur Davíðsson, við borðsendann og fulltrúar seljenda, þeir Kristján Ragnarsson og Ingólfur
Ingólfsson, eru hægra megin með borðið.
Hafnarstjórn:
SÍS vill útvega milljón dollara
lán til byggingar eigin legukants
- í annað sinn, sem stefnt er að óeðlilegri fyrirgreiðslu til SÍS, segir Birgir ísleifur Gunnarsson
Á FUNDI hafnarstjórnar Reykja-
víkur fyrir skömmu kom fram til-
boð frá SÍS um milligöngu til úi
Gluggagægir hrellir
íbúa efra Breiðholts
MAÐUR sem hefur haft í frammi ósiðlegt atferli hefur hrellt íbúa efra
Breiðholts um nokkurt skeið. Maðurinn, en líkur benda til að einn og sami
maðurinn hafi verið á ferli, hefur legið á gægjum við glugga og ummerki hafa
vegunar láns hjá ('ily Bank að upp-
hæð 1 milljón dollara. Því fylgdi sú
ósk að féð yrði notað til byggingar
legukants í Sundahöfn, sem yrði
athafnasvæði SÍS. Afgreiðslu máls-
ins var frestað til næstkomandi
miðvikudags, en síðan mun borgar
stjórn taka endanlega afstöðu til
lántökunnar, verði hún samþykkt í
hafnarstjórn.
Að sögn Birgis ísleifs Gunn-
arssonar, fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í hafnarstjórn, töldu
fulltrúar flokksins ekki  mögu-
leika á þessari lántöku, þar sem
nú væri nær allur rekstrarhagn-
aður hafnarsjóðs bundinn til af-
borgana og vaxta af lánum
næstu 4 árin og bættist þetta lán
við, yrði ekkert af framkvæmd-
um þennan áratuginn miðað við
að núverandi gjaldskrá héldi
verðmæti sínu. Úm þetta urðu
nokkrar deilur og flutti formaður
hafnarstjórnar, Björgvin Guð-
mundsson, tillögu um að gengið
yrði til viðræðna við SÍS á þess-
um grundvelli og fulltrúar ann-
arra vinstri flokka voru honum
fylgjandi. Þetta væri í annað
skiptið, sem stefnt væri að því að
SÍS fengi mjög óeðlilega fyrir-
greiðslu í hafnarstjórn, þvert
ofan í allar reglur og eðlileg
vinnubrögð. Yrði þetta afgreitt
væri eðlilegast að halda fundi
hafnarstjórnar á skrifstofum
SÍS frekar en á skrifstofu hafn-
arstjóra.
Eins og áður sagði hefur af-
greiðslu málsins verið frestað.
verið um, að hann hafi fróað sér.
Tvær kærur hafa borist. Hin
fyrri í Spóahólum. Þar var maður
á gægjum í vor og haust. Honum
var lýst sem grannvöxnum, með
ljóst og nokkuð þykkt hár og um
eða yfir tvítugt. Hann var þar á
gægjum og ummerki voru um, að
hann hefði fróað sér. Hin kæran
Seldu í Grims-
og Hull
by
TVÖ íslenzk skip seldu afla í Hull
og Grimsby í gærmorgun. Vigri
RE seldi 139,4 tonn í Hull fyrir
1.469,7 þúsund krónur og var með-
alverð á kíló kr. 10,54. Þá seldi
Arinbjörn RE 141,3 tonn í
Grimsby fyrir 1.173,3 þúsund kr.
og var meðalverð á kíló kr. 8,30.
barst úr Austurbergi og var hann
á ferð í sumar og í október. Þar
voru svipuð ummerki og sagt að
ljóshærður maður hefði verið á
ferð.
Þann 29. desember vék maður
sér að konu í stigagangi í fjölbýl-
ishúsi í Hólahverfi og gerði sig
líklegan til að ráðast á hana. Mað-
urinn hafði hulið andlit sitt með
því, að reima úlpuhettu þétt að
andliti sínu. Hann lagði á flótta
þegar konan veitti mótspyrnu.
Óvíst er hvort sami maðurinn hafi
verið á ferð, þó líkur þyki benda til
þess.
Lögreglan hefur vegna þessa
haft uppi nokkurt eftirlit, en vill
beina þeim tilmælum til fólks að
láta vita ef það sér grunsamlega
menn á ferli.
Vonum að ráðherra svipti
okkur ekki atvinnunni
- teljum siilu stöðvarinnar fyllilega lögmæta, segja forsvarsmenn bifreiðastöðvar Steindórs
„VIÐ teljum þessi kaup okkar á Bif-
reiðastöð Steindórs sf. fyllilega
lögmæt. Atvinnuleyfin eru gefin út á
fyrirtækið og tilheyra því. Hér er því
ekki um neina sölu atvinnuleyfa að
ræða. Með þessu erum við að
tryggja okkur áframhaldandi at-
vinnu og treystum því að ráðherra
svipti okkur henni ekki," sögðu hin-
ir nýju forráðamenn bifreiðastöðvar
innar í samtali við Morgunblaðið.
Þeir sögðu ennfremur, að þegar
ljóst hefði verið að fyrri eigendur
Bjarni Bragi Jónsson:
„Örðugt til lengdar að
hafa öfugan vaxtamun"
- Kostnaðarverð fjármagnsins meira en afurðalánanna
„ÞAÐ gefur auga leið að örðugt er til lengdar að hafa öfugan vaxtamun í
þessu lánakerfi," sagði Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabank-
ans, er Morgunblaðið spurði hann um þann mun, sem er á vöxtum á
afurðalánum og því fé, sem Seðlabankinn notar til afurðalána. Þau lán
eru að mestu fjármögnuð með fé af bindiskyldu viðskiptabanka og
sparisjóða hjá Seðlabankanum og eru vextir á þeim :u\% frá Seðlabank
anum, en vextir á afurðalánum hafa verið 2H% trá Seðlabankanum.
Bjarni Bragi sagði, að munur-
inn væri þó ekki í raun 8% held-
ur um 5%, þar sem ávöxtun fjár-
ins á ári væri áætluð 31,1% hjá
Seðlabankanum, en bindiávöxt-
unin hins vegar 36% þannig að
munurinn væri um 5%.
„Þetta verður erfiðara er til
lengdar lætur og kostnaðarverð
fjármagnsins er meira heldur en
það sem lánað er, en þessir pen-
ingar hafa verið teknir af ávöxt-
un eiginfjár eða endurmati
gjaldeyrisforða Seðlabankans. í
þessu tilfelli er um það að ræða
hvort menn vilja veita vaxta-
styrki og spurningin er sú hvort
menn vilja veita slíka styrki, þó
þeir séu faldir í kerfinu," sagði
Bjarni Bragi Jónsson.
vildu selja bifreiðastöðina, hefðu
bifreiðastjórar séð fram á
atvinnuleysi og því talið það eina
möguleikann að stofna sameignar-
félag um kaup á stöðinni til að
varna því. Þeir teldu söluna fylli-
lega lögmæta og það væri rangt í
þessu sambandi að vitna í lög og
reglur um atvinnuleyfi bifreiða-
stjóra með það í huga að halda því
fram að salan væri ólögleg. í þess-
um lögum og reglum væri það alls
staðar tekið fram að um Bifreiða-
stöð Steindórs sf. giltu sérstakar
reglur. Bifreiðastöðinni hefði á
sínum tíma verið úthlutað 45 leyf-
um og þau tilheyrðu Bifreiðastöð
Steindórs sf., ekki eigendum henn-
ar. Fyrirtækið væri persóna að
lögum, atvinnuleyfin fylgdu henni
enn og því hefðu engin leyfi verið
seld.
Það væri augljóst að ágreining-
ur væri milli lögmanna kaupenda
og seljenda annars vegar og ráðu-
neytis hins vegar og því væri rétt-
ast að sú leið yrði farin að dóm-
Karl í
2.-5. sæti
KARL Þorsteins vann Carvalho
frá Brasilíu í fjórðu umferð al-
þjóðlega unglingamótsins í Rio de
Janeiro í gær og er Karl nú í 2.-5.
sæti með 3 vinninga, en efstur er
Saeed með 3,5 vinninga. í fimmtu
umferð teflir Karl við Correa frá
Brasilíu, en hann er með 3 vinn-
inga, eins og Karl.
stólar skæru úr því hvort salan
væri heimil samkvæmt lögum eða
ekki, en að þeirra mati væri hún
fyllilega lögmæt.
„Það er ekkert nýtt í þessu máli
í dag," sagði Brynjólfur Ingólfs-
son, ráðuneytisstjóri í samgöngu-
ráðuneytinu, er hann var spurður
um skoðun samgöngumálaráðu-
neytisins á sölu leigubifreiðaleyfa
bílastöðvar Steindórs, í gær.
Brynjólfur sagði hinsvegar, að
fundur yrði í ráðuneytinu í dag,
klukkan níu árdegis, þar sem
Steingrímur Hermannsson sam-
gönguráðherra myndi fara yfir
málið með embættismönnum í
ráðuneytinu.
97 í Blóð-
bankann
NÍUTÍU og sjö manns gáfu blóð
í Blóðbankanum í gaer, en mikil
þörf hefur verið á blóði síðustu
daga vegna fjölda uppskurða. Að
jafnaði þurfa um 50 manns að
koma daglega í Blóðbankann til
að gefa blóð til að anna þörfum.
Þó margir hafi komið í gær,
þá er það ekki met, raunar
ekki óvenjulegt. Það var sett
þegar flugvél og þyrla hröpuðu
á Mosfellsheiði 1979. Þá
streymdi að mikill fjöldi fólks
ótilkvaddur, og gaf blóð.
Blóðbankinn vill koma því á
framfæri, að um þessar mund-
ir er þörf á blóði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40