Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 Kawasaki-mótið í badminton fór fram á Akranesi um síðustu helgi. Helstu úrslit urðu þau, að Kristín Magnúsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir sigruðu í tvfliðaleik kvenna, Guðmundur Adolfsson og Broddi Kristjánsson sigruðu í tvfliðaleik karla og þau Kristín Magg og Broddi sigruðu i tvenndarleik. Á meðfylgjandi myndum má sjá sigurvegarana í tvfliðaleiknum. IBK sigraði í hraðmóti 4. flokks SIJNNUDAGINN 3. jan. gekkst UMFG fyrir körfuknattleikshraðmóti fyrir leikmenn 4. flokks í íþróttahúsinu í Keflavík. Hófst mótið kl. 10 um morgun- inn og stóð til kl. 18.30. í hádeginu heiðraði landsliðshópurinn, sem nú lcikur við Portúgali, drengina með nærveru sinni og hafði klukkutíma æfingu sem allir fengu að fylgjast með. Kinnig var unglingalandsliðsnefndin mætt á staðinn til þess að fylgjast með drengjunurn og velja í drengjalandsliðið sem væntanlega tekur þátt í Kvrópukeppninni 1983. Leikið var í tveim riðlum, A og B og vann lið IBK A-riðilinn eftir mikla baráttu en lið UMFG vann alla sína leiki í B-riðli nokkuð auð- veldlega. Þessi tvö lið léku því til úrslita og náði IBK þá strax góðri forustu sem Grindvíkingum tókst ekki að jafna og sigraði með 30 stigum gegn 27. Einar Bollason afhenti sigurvegurunum verðlaun, boðsmiða á leik íslands gegn Portúgal í Njarðvík 4. jan. Að loknum úrslitaleiknum tilkynnti U-landsliðsnefndin um val tveggja úrvalsliða sem hún hafði valið þ.e. Reykjavíkurúrval og Suður- nesjaúrval. Leikmönnum þessara liða voru veitt verðlaun sem Henson gaf til keppninnar. Einnig gaf Henson verðlaun til fimm bestu leik- manna mótsins. Var nú komið að hápunkti mótsins þ.e. leik þessara úrvalsliða og er þar skemmst frá að segja að Reykvíkingarnir sáu aldrei neina glætu gegn góðu liði Suðurnesjamanna sem sigruðu með 30 stigum gegn 25. Að öðru leyti urðu úrslit í mótinu þessi: A-riðill: B-riðill UMFN - KR 28:25 Haukar - - ÍR 20:22 ÍBK - Vaiur 22:24 UMFG - Reynir 32:16 ÍBK - UMFN 24:17 UMFG - Haukar 22:19 UMFN - Valur 24:23 Reynir — ÍR 20:31 ÍBK - KR 28:10 Reynir — Haukar 18:35 Valur - KR 21:12 UMFG - ÍR 28:26 Stigahæstu leikmenn mótsins: Hjálmar Hallgrímsson UMFG Jóhannes Sveinsson UMFG 38 stig. Hópferð á heimsmeistara- keppnina í handknattleik Ferðaskrifstofan IJrval mun efna til hópferðar á HM-keppnina í hand- knattleik sem fram fer í VesturÞýskalandi í febr./mars. Dagana 2. til 9. mars verður um vikuferð að ræða til Dortmund og þar verður fylgst með undanúrslitunum og jafnframt úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Úrval hefur nú þegar tryggt farþegum sínum í hópferðinni miða á eftirtalda leiki: 2. mars kl. 19.00 Westfalenhalle Dortmund kl. 20.45 Westfalenhalle Dortmund 4. mars kl. 19.00 Westfalenhalle Dortmund kl. 20.45 Westfalenhalle Dortmund 6. mars kl. 15.30 Westfalenhalle Dortmund kl. 18.30 Westfalenhalle Dortmund 7. mars kl. 16.00 Westfalenhalle Dortmund kl. 18.00 Westfalenhalle Dortmund lið 1 í hóp A og lið 2 í hóp C lið 2 í hóp A og lið I í hóp C lið 1 í hóp A og lið 1 í hóp C lið 2 í hóp A og lið 2 í hóp C leikur um 5/6 sæti leikur um 3/4 sæti leikur um 7/8 sæti heimsmeistaratitill Hópur A A1 Rússland A2 V-Þýskal. A3 Tékkar A4 Asía II Hópur B Bl Ungverjar B2 Spánn B3 Svíþjóð B4 Afríka Hópur C C1 A-Þýskal. C2 l’ólland C3 Asía I C4 Sviss Hópur D D1 Rúmenía D2 Júgóslavía D3 Danmörk D4 Ameríka Verð á ferðinni er 5.800 krónur innifalið í því verði er: Flugferðir Reykja- vík — Dússeldorf — Reykjavík, flutningur frá flugvelli í Diisseldorf á hótel í Dortmund og til haka, gisting á hótel DRKKS í Dortmund í tveggja manna herbergjum með baði og morgunverði, aðgöngumiðar í sæti á ofantalda leiki og fararstjórn. Fararstjórar: Jóhann Ingi Gunnarsson, Olafur H. Jónsson. Lokakaflinn færði Þrótti sigur MJÖG góður lokakafli færði Þrótti góðan sigur yfir Val í gærkvöldi er liðin léku í I. deildarkeppninni í handknattleik. Þróttur sigraði 24—18, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12—10 fyrir Þrótt. Leikurinn var lengst af mjög jafn og oftast voru það aðeins tvö mörk sem skildu liðin að. Þróttarar höfðu frumkvæðið og voru mun ákveðnari í öllum leik sínum. Þegar 46 mínútur voru liðnar af leiknum náðu þó Valsmenn að jafna leikinn og staðan var 17—17. Kn þá náðu leikmenn Þróttar mjög góðum leikkafla og kafsigldu Valsmenn. Breyttu stöðunni úr 17—17 í 23—17. Valsmenn skoruðu aðeins eitt mark síðustu 14. mínútur ieiksins. Ólafur H. Jónsson, þjálfari Þróttar, sagði eftir leikinn að hann hefði ekki búist við sigri í leiknum. Ólafur Benediktsson markvörður var veikur og Páll Ólafsson meiddur og vegna þess var útlitið ekki bjart. En með bar- áttu'og samstöðu tókst okkur að sigra og við höfum að sjálfsögðu sett stefnuna á titilinn sagði Ólaf- ur. Ólafur taldi lið Þróttar eiga góða möguieika á honum. En leik- ur FH og Þróttar sem verður í lok þessa mánaðar mun ráða miklu um úrslit sagði Ólafur. Jón Karlsson liðsstjóri Vals sagði að þegar staðan hefði verið jöfn í leiknum, 17—17, hefðu Valsmenn misst tök á sóknar- leiknum. Leikið stjórnlaust og mjög illa, en bætti svo við að það væri fjarlægur draumur núna að vinna mótið. En Valur hefði áður tapað sjö stigum í móti og unnið samt. Þeir hefðu ekki gefið upp alla von. Lið Þróttar lék leikinn allvel. Allir leikmenn voru vel virkir í spilinu og í varnarleiknum. Ólafur H. Jónsson var sterkur í vörninni og Sigurður Sveinsson að venju mjög ógnandi í sóknarleiknum þrátt fyrir að hann væri tekinn úr umferð lengst af í síðari hálfleik. Lið Valsmanna var hinsvegar rekar slakt. Það hélt í við Þrótt fram í miðjan síðari hálfleik en síðan ekki söguna meir. Og nú á liðið litla möguleika á að vera í efstu sætum í mótinu. Allavega ef Þróttur — Valur 24—18 það leikur ekki betur en það gerði í gærkvöldi. Þorbjörn Jensson var skástur Valsmanna í vörn og sókn. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Þróttur — Valur 24—18 (12-10) Mörk Þróttar: Sigurður Sveins- son 9 (2v), Gunnar Gunnarsson 6, Ólafur H. Jónsson 4, Jón Viðar 3, Jens Jensson 1 og Lárus Lárusson 1. Mörk Vals: Þorbjörn Jensson 5, Brynjar Harðarson 5 (2v), Jón Pétur Jónsson 4, Friðrik Guð- mundsson 2, Gunnar Lúðvíksson 1, og Steindór Gunnarsson 1. Brottrekstur af velli: Ólafur H. Jónsson í 4 mín., Jón Pétur í 2 mín., og Þorbjörn Jensson í 2 mín. Brynjari Harðarsyni mistókst vítakast á 46. mín., skaut í stöng. — ÞR. Jens Jensson, Þrótti, brýst í gegn úr horninu og skorar. Ljósm. Emilía. Hrottaskapur Islendinga: Flísaðist úr tönn eins Danans Sjálfsagt verða Danir lengi að gleyma 21—32 rassskellinum sem handknattleikslandslið þeirra hlaut hér á landi rétt fyrir áramótin. í hlaðinu í gær var greint frá ýmsum viðbrögðum danskra blaða. Síðast barst Mbl. nýlegt eintak af danska blaðinu BT. Þar er að flnna mikinn grát og gnístran tanna. í 4ra dálka yfirfyrirsögn yfir frásögn blaðsins af leiknum stend- ur: „Dómararnir leyfðu allt.“ Að- alfyrirsögnin segir síðan: „Hatte- sen úr leik eftir hrottaleik“. Blaðamaður BT byggir mikið á samtali sínu við Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfara Dana. Mikkelsen segir strax í upphafi samtalsins, að sigur íslenska liðsins hafi verið gott dæmi um hversu langt sé hægt að ná með réttum liðsanda, en íslenska liðið hafi leikið með smitandi eldmóði. Þá úthúðar Mikkelsen liði sínu fyrir ömurlega sóknarnýtingu og hræðilegan varnarleik. Mikklesen getur þess, að danska liðið hafi átt 16 stang- arskot í leiknum. Loks minnist Mikklesen á þýsku dómarana og segir: „Mig hryllti við dómgæzlu þeirra, þeir leyfðu svo ótrúlega mikla hörku að það væri grunnt í árinni tekið að segja að leikurinn hafi verið hrotta- legur. Leikmenn komust upp með miklu grófari leik heldur en áður, er gömlu reglurnar voru við lýði.“ Sem dæmi um ruddaskap íslensku leikmannanna getur BT þess, að flísast hafi úr tönn einni í munni Hans Henrik Hattesens! Landskeppni í borðtennis við Færeyinga ÍSLENDINGAR og Færeyingar leika landsleik í borðtennis þann 10. janúar og fer hann fram í nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Færeyjum, Tvöreyri á Suðurey. I>eir, sem munu spila fyrir íslands hönd eru: Karlar: A landsl. I landsl. Bjarni Kristjánsson UMFK 7 7 Tomas Sölvason KR 1 5 Kristján Jónasson Víkingi 0 5 Inglingar 17 ára og yngri: Björ^vin BjörKvinsson KR 1 4 Friörik Berndsen Víkingi 0 0 Kristján V. Haraldss. HSÞ 0 0 íslendingar og Færeyingar hafa leikið 8 A-landsleiki í borðtennis og hafa íslendingar sigrað 7 sinn- um en Færeyingar 1 sinni, árið 1973. íslendingar hafa sigrað í. samtals 113 leikjum en Færey- ingar í 40. Síðast léku liðin saman á Evrópumeistaramótinu í Bern árið 1980 og sigruðu íslendingar þá 6—2. í unglingaflokki hefur yfirleitt verið leikið í tveimur flokkum, það er í flokki eldri og yngri unglinga. Nú verður hins vegar aðeins leikið í einum flokki. í flokki eldri ungl- inga hafa verið leiknir 6 leikir og hafa íslendingar sigrað í þeim öll- um og unnið 64 leiki en tapað 5. í flokki yngri unglinga hafa íslend- ingar sigrað þrisvar en Færey- ingar einu sinni, en það var ein- mitt þegar síðast var leikið, árið 1979 hér í Mosfellssveit, þá sigr- uðu Færeyingar með 6—3. Má því búast við góðu unglingaliði hjá Færeyingum og spennandi leik. Fram að þessu hafa Islendingar unnið í 20 leikjum en Færeyingar í 13 leikjum. Fararstjóri í ferðinni verður Birkir Þór Gunnarsson og mun liðið koma heim þann 13. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.