Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 17 Áhrif Sjálfstæðisflokksins væru minni án Heimdallar - segir Pétur Sveinbjarnarson Á þessari mynd sjást Heimdellingar á bryggjunni í Vestmannaeyjum í hvítasunnuferð félagsins 1955. Stofnun Heimdallar „Heimdallur hefur og hefur alltaf haft mikilvægu hlutverki að gegna innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Pétur Sveinbjarnarson, „og áhrif Heimdallar hafa náð langt út fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Innan félagsins hafa orðið til mörg góð mál, og þar hafa fjölmargir góðir menn hafið stjórnmálaafskipti sín, sem síðar hefur komið þeim að miklu gagni. Áhrif þau er Heimdallur hefur á stjórnmálabaráttuna eru að sjálf- sögðu mismikil, og þau eru misjafn- lcga sjáanleg, en þegar til lengri tíma er litið, efast enginn um mikil- vægi starfsins í Heimdalli," sagði Pétur ennfremur. „Þá er Heimdallur nokkurs kon- ar félagsmálaskóli, og staðreynd er, að væri félagið ekki til, væru áhrif Sjálfstæðisflokksins í ís- lensku þjóðlífi mun minni en raun ber vitni. Hið beina stjórnmála- lega hlutverk Heimdallar er mik- ilvægt, en þó má alls ekki gera lítið úr hinu félagslega hlutverki. Aðeins fáir þeirra, sem starfa í félaginu, komast að vísu á topp íslenskra stjórnmála, en sá breiði fjöldi sem þar hefur hlotið þjálfun og æfingu í félags- og stjórnmála- starfi, hefur gífurleg áhrif á gang þjóðmála og gengi Sjálfstæðis- flokksins á hverjum tírna." — Áhrif ungra sjálfstæð- ismanna, eru þau nægilega mikil í flokknum? „Sú gagnrýni ungra sjálfstæð- ismanna, að þeir hafi ekki nógu mikil áhrif á gang mála, er sjálf- sagt að mörgu leyti réttmæt. Hafa verður það þó í huga að ungt fólk er óþolinmótt, bæði varðandi eigin frama og um afgreiðslu sinna mála. En almennt séð, tel ég, að „Félagið hefur ákaflega mikil- vægu hlutverki að gegna í starfi Sjálfstæðisflokksins, og í íslenskri stjórnmálabaráttu yfirleitt," sagði Kjartan Gunnarsson. „Heimdallur og ungliðasamtökin í heild, eru vaxt- arbroddur flokksins, og miklu skipt- ir hvernig til tekst við að ná til ungs fólks og fylkja því undir merki Sjálfstæðisflokksins og í baráttu fyrir Sjálfstæðisstefnunni," sagði Kjartan ennfremur. „Þessu fjölþætta og mikilvæga hlutverki gegnir félagið mjög vel um þessar mundir. Stór hópur ungs fólks er í miklu starfi innan Heimdallar og daglega er fólk að koma á skrifstofur Sjálfstæðis- flokksins tl að ganga í félagið. Allt finnst mér þetta bera vott um hið mikla starf sem nú er unnið í fé- laginu, og um hið jákvæða hugar- far sem þar ríkir." — Þú ert fyrrum formaður Heimdallar, og nú framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins. Hvað finnst þér um þá gagnrýni ungra manna, sem oft heyrist, að áhrif ungs fólks í stjórnmálaflokkunum séu of lítil. Hafa skoðanir þínar á þessum málum breyst eftir að þú lést af formennsku í Heimdalli? „Nei, skoðanir minar í þessu efni hafa ekki breyst. Ég tel æski- legt, að ungt fólk hafi mikil áhrif á gang mála í stjórnmálaflokkun- um, og ungir sjálfstæðismenn þurfa ekki að kvarta yfir því að ekki sé tekið tillit til þeirra. Gagn- rýni ungra manna af þessu tagi á hins vegar vafalaust mjög mis- munandi mikinn rétt á sér, þar sem hlutirnir eru breytilegir frá einu tímabili til annars. En hin síðari ár hefur í mjög auknum mæli verið tekið tillit til ungra sjálfstæðismanna, og áhrif þeirra Pétur Sveinbjarnarson Sjálfstæðisflokkurinn væri nú betur á vegi staddur ef áhrif ungs fólks hefðu verið meiri, og staða Sjálfstæðisflokksins væri nú sterkari ef meira tillit hefði verið tekið til skoðana yngri manna í flokknum. Úrelt kjördæmaskipan á þó meiri þátt í því að halda aftur af ungu fólki innan stjórnmála- flokkanna en flokkarnir sen> slík- ir. Núverandi fyrirkomulag kemur beinlínis í veg fyrir það að ungt fólk fái þau tækifæri sem það á skilið. Að lokum vil ég láta þá ósk í ljós, að Heimdalli megi vel vegna í framtíðinni, og víst er, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ríka þörf fyrir Heimdall nú sem endranær. Það er von mín og trú, að það verði yngra fólkið í Sjálfstæðisflokkn- um, sem losa muni flokkinn úr þeirri herkví sem hann nú er í.“ — AH Kjartan Gunnarsson eru margfalt meiri en jafnaldra þeirra í öðrum stjórnmálaflokk- um.“ — Ungliðahreyfingar stjórn- málaflokkanna, eiga þær rétt á sér? „Já, tvímælalaust. Aldursskipt- ing í félagsstarfinu er bæði æski- leg og nauðsynleg. Ungt fólk á að fá að ráða málum sínum sem mest sjálft, og ekki aðeins taka ákvarð- anir, heldur einnig bera ábyrgð á starfi sínu. Ég vildi svo að lokum óska Heimdalli allra heilla á 55 ára af- mælinu, og vona, að félagið verði áfram sá frjóangi öflugs félags- starfs og jákvæðra hugsjóna, sem það hefur verið í meira en hálfa öld.“ — AH í tilefni af 55 ára afmæli Ileimdallar hefur félagið lát- ið rita sögu félagsins. Verk þetta vann Hannes H. Giss- urarson sagnfræðingur. Sag- an verður birt í heild í afmæl- isriti Heimdallar sem er að koma út. Hér á eftir fer hluti af fyrsta kafla sögunnar, um upphaf og fyrstu ár Heim- dallar. íhaldsflokkurinn var stofnaður 24. febrúar 1924 með yfirlýsingu 20 þingmanna. Nafnið hlaut hann ekki af því, að hann væri íhaldsflokkur í hefðbundnum skilningi Norðurálfu- manna, heldur töldu stofnendur hans nauðsynlegt að halda S al- mannafé eftir eyðslu undanfarinn- ar ára, enda tók hann við af „Sparn- aðarbandalaginu“, sem nokkrir þingmenn undir forystu Jóns Þor- lákssonar höfðu myndað. Jón skýrði síðan nafnið svo í ritgerð í Eimreið- inni 1926, að flokknum væri ætlað að halda í fengið frelsi, hann væri því hvort tveggja, frjálslyndur flokkur og íhaldssamur, en and- stæðingar hans væru stórlyndir menn og umrótsgjarnir. Ihalds- flokkurinn var í byrjun lítið annað en þingflokkur, en smám saman var þó fylgismannalið hans skipulagt að fyrirmynd samhyggjumanna (sósiaíista), en fjöldaflokkar komu til sögu með sambyggingunni. Það var til marks um þessa skipulagn- ingu, þessa breytingu úr þinglokk í fjöldaflokk, er Heimdallur var stofnaður 16. febrúar 1927. íhalds- flokkurinn sameinaðist að vísu frjálslynda flokknum, sem var miklu fámennari. 25. maí 1929, er Sjálfstæðisflokkurinn var stofnað- ur. En Heimdallur starfaði áfram undir sama nafni. Þetta var fyrsta æskulýðsfélag Sjálfstæðisflokksins og á þessum blöðum getur að líta ágrip af sögu þess. Stofnun Hcimdallar Æskulýðsstarf hefur alltaf skipt meira máli í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðubandalaginu (sem tók við af Sósíalistaflokknum 1968, en hann hafði tekið við af Kommún- istaflokknum 1938) en í „miðflokk- unum“ tveimur, Framsóknar- flokknum og Alþýðuflokknum. Skýringin kann að vera sú, að ungir menn hafi fremur laðst að þessum tveimur flokkum, sem höfðu orðið til utan um hugsjónir, en í „mið- flokknunum", sem minntu stundum á varnargarða í kringum hagsmuni. En meginskýring þess, að ungir menn hafa alltaf verið áberandi í Sjálfstæðisflokknum, er sú, að hann er og hefur alltaf verið langfjöl- mennasti íslenski stjórnmálaflokk- urinn, í honum var sveit ungra manna, sem var tilbúin til að leggja sig fram fyrir þá hugsjón, sem hún trúði á. Hún gekk ekki síst út á vettvang stjórnmálanna undir merki Heimdallar. Aðdragandinn að stofnun Heim- dallar var í fæstum orðum sá, að Magnús Jónsson hafði hreyft því á Varðarfundi 18. desember 1926, að nauðsynlegt væri að útvega ungum mönnum í Ihaldsflokknum vettvang við sitt hæfi. Þessu var vel tekið, og tveir flokksmenn, Sigurbjörn Þor- kelsson í Vísi og Gísli Jónasson kennari, voru einkum áhugasamir í málinu. Jón Þorláksson hafði einnig hvatt þá Lárus H. Blöndal og Pétur Hafstein til að stofna æsku- lýðsfélag íhaldsmanna. Undirbún- ingsfundur var haldinn 9. febrúar 1927, sem valdi í nefnd til að vinna að þessu þá Lárus H. Blöndal, sem var formaður nefndarinnar, Þor- grím Sigurðsson, Ólaf H. Jónsson, Sigurð Haukdal og Jón Vestdal. (Þess má geta til gamans, að tveir núverandi þingmenn flokksins eru synir undirbúningsnefndarmanna, en að vísu báðir kjörnir úr strjál- býlinu. Þeir eru Halldór Blöndal frá Norðurlandi eystra og Eggert Haukdal frá Suðurlandi.) Stofn- fundur Heimdallar var siðan 16. febrúar 1927 í Kaupþingssalnum í Reykjavík. Lárus H. Blöndal setti fundinn, Gunnlaugur Briem var fundarstjóri og Jón Vestdal ritari. Umræður voru fjörugar, lög voru samþykkt fyrir félagið, en því var frestað að gefa því nafn. Á þessum stofnfundi var Pétur Hafstein kjör- inn formaður félagsins, en aðrir í fyrstu stjórn þess voru Ólafur H. Jónsson, Gunnlaugur Briem Ein- arsson, Lárus H. Blöndal og Torfi Jóhannsson. Á fundi 8. mars var félaginu síðan gefið nafnið „Heim- dallur" eftir hinum forna ás. Var það valið úr þremur nöfnum, en hin tvö voru „Stefnir" og „Félag ungra íhaldsmanna". Stofnendur félagsins voru sam- kvæmt þessu fundarmennirnir í kaupþingssalnum 16. febrúar 1927. Þeir voru 32, Ólafur H. Jónsson, Lárus H. Blöndal, Gunnlaugur Briem Einarsson, Torfi Jóhanns- son, Magnús Thorlacius, Björn Blöndal, Sigurður Haukdal, Einar Ásmundsson, Pálmi Jónsson, Magnús Finnbogason, Hafliði Helgason, Jóhann G. Möller, Sig- urður Jóhannsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Karl Þorfinnsson, Snorri Ólafsson, Baldur Jónsson, Daníel Ólafsson, Jón Geirsson, Þorgrímur Sigurðsson, Ragnar Lár- usson, Tómas Pétursson, Hörður Þórðarson, Kjartan Jóhannsson, Helgi Konráðsson, Hálfdán Helga- son, Guðjón Einarsson, Jón Vest- dal, Sigurður Einarsson, Magnús Björnsson og Ólafur Þorsteinsson. Stefnuskrá Heimdallar 1931 Jónas H. Haralz sagði í grein í afmælisriti Varðar 1976, að krepp- an á fjórða áratugnum hefði gert hugsandi menn róttæka, en krepp- an á hinum áttunda íhaldssama. Ástæðan til þess er sú, að menn telja fyrirnefndu kreppuna umfram allt vera vegna of lítilla ríkisaf- skipta, en hina síðarnefndu vegna of mikilla ríkisafskipta. (Frjáls- lyndir hagfræðingar, t.d. Milton Friedman hafa að vísu efast um það, að heimskreppan á þriðja ára- tugnum hafi verið vegna þess, að markaðserfið sé „í eðli sínu óstöð- ugt“.) Það er að minnsta kosti eng- inn ágreiningur um það, að heims- kreppan breytti miklu um stjórn- málaskoðanir manna, Frjáls- hyggjumenn misstu margir sjálfs- traustið. Sú hefð, sem menn eins og Jón Sigurðsson, Hannes Hafstein og Jón Þorláksson voru sprottnir upp úr, rofnaði. Eitt dæmið um þá hægu stefnubreytingu, sem krepp- an olli, var stefnuskráin, sem Heimdallur samþykkti á félags- fundi 13. febrúar 1931, en hún hafði verið samin að frumkvæði stjórnar- innar, Thors Thors, Guðmundar Benediktssonar, Jóhanns G. Möller, Gunnars Thoroddsens og Ragnars Lárussonar. Eitt atriði stefnuskrárinnar var, að sambandinu við Dani yrði slitið og lýðveldi síðan stofnað. Um það var að vísu enginn ágreiningur á Íslandi, að sambandslagasamn- ingnum við Dani skyldi sagt upp svo fljótt sem auðið yrði, en um hitt var varla rætt á almannavettvangi, hvort konungssambandi yrði hald- ið. Heimdellingar voru í þessu rót- tækari en margir eldri menn í flokknum. Þau atriði önnur, sem þóttu einkum nýmæli, voru í 5., 6., 7. og 8. grein stefnuskrárinnar: 5. að kosningaréttur til Alþingis verði bundinn við 21 árs lág- marksaldur og að þeginn sveit- arstyrkur valdi eigi missi kosn- ingaréttar; 6. að komið verði á víðtækri og hagkvæmri tryggingarlöggjöf, einkum slysatrygginga, sjúkra- trygginga og ellitrygginga; 7. að yfirráð atvinnufyrirtækja í landinu verði í höndum íslenskra ríkisborgara; 8. að unnið verði að auknum skiln- ingi og samúð milli verkamanna og vinnuveitenda, meðal annars með því að verkamenn fái hlut- deild í arði þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna við, þar sem því verður við komið. Síðustu tillöguna, um arðgreiðsl- ur til verkamanna, hafði dr. Magn- ús Jónsson prófessor að vísu gert í grein í Stefni, en hinar tillögurnar voru varla samkvæmt frjálshyggju nítjándu aldar, sem enn lifði með nokkrum eldri þingmönnum flokks- ins. Frjálshyggjumenn hefðu varla haft neitt á móti einkareknum tryggingum, en þeir hlutu að snúast gegn ríkisreknum tryggingum, því að þær takmörkuðu frelsi manna og auðvelduðu þeim að slæpast á kostnað náungans. Þeir hlutu líka, ef þeir voru sjálfum sér samkvæm- ir, að vera alþjóðahyggjumenn og hafna þeim takmörkunum á flutn- ingi fjármagns á milli landa, sem hefðu falist í banni við, að útlend- ingar réðu yfir atvinnufyrirtækjum í landinu. Fjármagn varð að streyma í þá farvegi, sem voru hag- kvæmastir. Þeir hlutu líka að efast um, að hyggilegt væri að veita ómögum kosningarétt, því að í því fólst réttur án skyldu. Stefnuskráin var því fráhvarf frá frjálshyggju nítjándu aldar, hún var viðbragð við heimskreppunni. Þeir Jóhann G. Möller og Gunnar Thoroddsen höfðu báðir orð á því síðar, að ýmsir eldri flokksmenn hefðu hrokkið við. Jóhann sagði, að þessum málum hefði svipað til mála Franklíns D. Roosevelts Banda- ríkjaforseta. Það er að vísu hæpið. Roosevelt varð ekki forseti fyrr en tveimur árum síðar, og hann er einkum kunnur að því að hafa stór- aukið ríkisframkvæmdir, en á það er ekki minnst í stefnuskránni. Hugmyndin, sem er stundum kennd við Roosevelt, en stundum við John Maynard Keynes lávarð, er að jafna sveiflur með ríkisafskiptum, þenja ríkið út, þegar atvinnulífið dróst saman, og öfugt. Gunnar Thorodd- sen segir, að þessi stefnuskrá hafi verið til marks um frjálslyndi ungu mannanna í Sjálfstæðisflokknum. Það er einnig hæpið, ef lögð er sú merking í orðið „frjálslyndi”, sem Jón Þorláksson gerði. Jón sagði, að frjálslyndi væri „vöntun á tilhneig- ingu til að gerast forráðamaður annarra" og að andstæða þess væri því stjórnlyndi. En Heimdell- ingarnir voru að krefjast aukinna ríkisafskipta og takmarkana at- vinnufrelsis í stefnuskránni. Þessar kröfur kunna að hafa verið skyn- samlegar, en þær voru fremur í anda stjórnlyndis en frjálslyndis. Gunnar hlýtur því að nota orðið „frjálslyndi“ í annarri nierkin^u en Jón. En stefnuskrá Heimd illar 1931 er sennilega fremur afleiðing breyt- inga en orsök þeirra, hún sýnir, hvaða hugmyndir ungu mennirnir í Sjálfstæðisflokknum höfðu, en breytti litlu. Hlutverk Heimdallar afar mikilvægt - segir Kjartan Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.