Morgunblaðið - 19.02.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1982, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1982 Þannig skrifar Sigrún Júlíusdótt- ir í formála bókar sem blm. rakst á um daginn og heitir „Bók barn- anna um skilnaö" og er eftir barna- geölækninn Richard A. Gardner. Bókin kom fyrst út í Bandaríkjun- um 1970 og var þá fyrsta bók sinn- ar tegundar, þar sem sérfræöingur talar beint til ungra drengja og stúlkna um skilnaöarmál foreldra þeirra, þeirra eigin viöbrögö og hvaö heppilegt er og óheppilegt í þvi sambandi. Bókin er sérstak- lega skrifuö fyrir börn á aldrinum 9—14 ára og á aö veita þeim svar viö ýmsum spurningum sem koma upp í huga þeirra. Þar sem bækur af þessu tagi eru sjaldséöar á bókamarkaöinum, veröur sagt frá helstu hugmyndum Gardners. Oftast betra aö alast upp meö einu foreldri en í óhamingjusamri sambúö foreldra Gardner gengur út frá svipuöum forsendum og flestir fjölskyldu- ráögjafar og telur aö barninu sé betur borgiö meö einu foreldri en aö alast upp í óhamingjusamri sambúö foreldra. Margt ber þó aö varast. Fráskiliö foreldri ætti að Bók barna um skilnað Paglegt Valgeröur Jónsdóttir varast aö láta barn sitt taka viö hlutverki hins foreldrisins, því börn sem veröa fljótt fulloröin eiga oft erfitt meö aö eignast vini og kunn- ingja á svipuöum aldri og þau eru sjálf. Foreldrar eiga oft í miklum erfiö- leikum eftir skilnaö og kemur þaö niður á öllu umhverfi þeirra, ekki síst börnunum. Ákvöröun um skilnaö er alltaf erfið, foreldrarnir fyllast sektarkennd yfir því aö særa börnin, því í flestum tilfellum vilja börnin að sambúö foreldr- anna haldi áfram. Barniö kennir oft sjálfu sér um skilnaöinn og heldur aö skilnaöurinn sé þeim aö kenna, þau hafi veriö of óþekk og því hafi skilnaöur átt sér staö. Oft reyna þessi börn aö vera óvenju þæg og góö, og vonast aö meö því móti taki foreldrarnir saman aftur. Þetta er atriði sem Gardner leggur áherslu á aö gera börnunum grein fyrir. Foreldrar skilja ekki vegna þess aö börnin hafa veriö óþekk, þeir skilja vegna þess aö þeir voru óhamingjusamir í hjónabandinu og vildu ekki búa saman lengur. Eitt þaö mikilvægasta sem börnunum veröur að skiljast er því aö þau sjálf geta ekkert gert til að koma foreldrunum saman aftur, þau geta ekkert gert til aö stjórna lífi for- eldranna. Barniö er einnig oft mjög óöruggt um hvort foreldri þess þyki vænt um þaö, sérstaklega því foreldri sem flytur aö heiman. Gardner leggur áherslu á að annaö foreldriö þvingi hitt foreldriö ekki til að sýna barninu áhuga og um- hyggju ef hún er alls ekki fyrir hendi. Heppilegra er fyrir barniö að viöurkenna og sætta sig við þá leiöu staöreynd, án þess aö leggja fæö á foreldriö sem í hlut á. Einnig „Aö mínu áliti liggur einmitt styrkur bókarinnar um börn og skilnaði í einfaldri og hispurslausri umræðu um viðkvæm mál. En ekki síöur þykja mér gagnlegar hug- myndir höfundarins um mögulegar lausnir eða viöbrögö sem eru uppbyggileg fyrir barniö og raunhæf miðað við forsendur foreldranna.“ Húsgagnasýning á Kjarvalsstöðum ****** % Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning húsgagna sem hönnuö eru af arkitektunum Rud Thygesen og Johnny Sörensen, en þeir eru meðal kunnustu hönnuöa í Danmörku. j byrjun sl. áratugar hófu þeir náiö samstarf viö fyrirtækið Magnus Olsen í Drurup og síöar fyrirtæk- in Erik Boisen Möbelfabrik í Vejen og Botium í Bonder- up. í þessari samvinnu þróuöu arkitektarnir nýjar teg- undir formspenntra húsgagna sem vakið hafa mikla athygli. Sýningin á Kjarvalsstööum er haldin í samvinnu danska sendiráösins og verslunarinnar Epal, en þar hægt aö fá flest þessi húsgögn. Flest húsgögn sem hönnuö eru af þeim félögum eru unnin úr náttúrulegum efnum svo sem tré, ull, bómull o.fl. eöa efnum sem eldast „meö reisn“. Húsgögnin eru mikið notuö í opinberar byggingar aö sögn Sörensens. Þau eru stílhrein, sterk og þægileg. Barnahúsgögn er hægt aö fá í ýmsum stæröum og mörgum af stólunum má ráöa saman þannig aö þeir taki sem minnst pláss í geymslu, enda mikið notaöir í fundarsali og þess háttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.