Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 38. tölublaš, Kaupfélag Žingeyinga 100 įra og Mbl. 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson
135. þáttur
Nokkra, sem hafa sent mér
góð bréf, hlýt ég að biðja að
sýna mér nokkra biðlund. Mál
þeirra er geymt, en ekki
gleymt.
Breiðfirsk kona, sem vill
ekki sjá nafnið sitt á prenti,
leggur orð í belg vegna þess
sem ég sagði um orðið svinnur
og mismunandi merkingar
þess. Hún segir að á heima-
slóðum sínum hafi þetta orð
verið mest notað í „merking-
unni nískur, eða fastur á fé".
Þessu til staðfestingar tilfærir
hún það sem stendur í orðabók
Blöndals, og er það allt rétt og
satt. Mér var kunnugt um
þessa merkingu orðsins, þótt
ég gæti hennar ekki á dögun-
um. Til ályktunar um þetta set
ég hér svo það sem Orðabók
Menningarsjóðs greinir um
margnefnt orð, svinnur:
„1. vitur, spakur, ágætur, 2.
aðsjáll, naumur, nískur, 3.
strangur, straumharður." Af
þessu síðasta sést að frum-
merkingin sterkur er ekki með
öllu dauð. En gefum Breið-
firskri konu aftur orðið: „Eng-
um er jafnnauðsynlegt að
leggja sig eftir réttu og fögru
orðavali, og þeim er koma
fram í fjölmiðlum og skrifa í
blöð, en í því sambandi vor-
kenni ég aumingja blaðamann-
inum, (Mbl. 7. þ.m.) hann hafði
aldrei heyrt um málsnilling-
inn, Sig. Kristófer Pétursson,
nefndan.
Þá langar mig að minnast á
orðið kvæntur, það virðist vefj-
ast fyrir mörgum, er fást við
skriftir minningargreina, því
oftar og oftar sé ég að sagt er
um konur „hún kvæntist
o.s.frv.", en það liggur nokkuð
ljóst fyrir að kvænast er komið
af kvonfang, þá býst ég við að
allir þekki kvonbænir og þýð-
ingu þess. I ritningunni stend-
ur: „Þar kvænast ekki menn,
og giftast ekki konur.""
A þetta efni hefur verið
drepið fyrr í þessum þáttum.
Kván þýddi eiginkona, þar af
kemur að kvángast. Samkvæmt
því lögmáli tungunnar að vá-
breyttist fyrst í vó- og síðan
(oftast) í vo- er þetta orðið
kvon og kvongast, sbr. og
kvonfang, sem hin breiðfirska
kona tiltók. Um þjóðkunnan
glapyrðing var sagt að hann
tæki svo til orða um nafn-
greindan konung, að svo marg-
ar væru dætur hans, að hann
ætti fullt í fangi að afla þeirra
kvonfangs.
Af kván myndast svo með
hljóðvarpi sögnin að kvænast,
og það geta að sjálfsögðu
karlmenn einir, ef allt er eðli-
legt. Konur voru að fornu gefn-
ar, að því er sagt er, ég held nú
reyndar allt eins seldar. En
hvað sem því líður, þá tek ég
ekki til þess, þó sagt sé að
karlmaður giftist. Karl og kona
gefast hvort öðru, ef vel er, og
má þá hafa sögnina að giftast
um slíkt án tillits til kynferðis.
Hákon Bjarnason sendir
mér sem fyrr hressilegt bréf
og taki þeir sneiðar sem eiga.
Heimilt er þeim að svara fyrir
sig í þáttum þessum. Hákon
segir:
„Gísli minn elskulegur.
Mig hefur lengi furðað á
auglýsingamáli ýmsra fyrir-
tækja. Bjagað mál auglýsinga
áður fyrr var afsakanlegt, þeg-
ar kaupmennirnir urðu sjálfir
að lýsa vörum sínum og þýddu
lýsingarnar úr dönsku, ensku
eða þýsku (sbr. heimtið verð-
lista = forlang prisliste).
Nú munu auglýsingafyrir-
tæki sjá um alla gerð auglýs-
inga fyrir flestar meiri háttar
verslanir. T.d. lætur Mjólkur-
samsalan hér auglýsingagerð í
Kópavogi sjá um allt slíkt, en
útkoman verður hrognamál.
Virðingarvert er, þegar ís-
lenskar verslanir láta þrykkja
leiðarvísa á íslensku, en slíkt
fer á stundum úrskeiðis.
Því til sönnunar sendi ég þér
plastmiða utan af tveim
skeinipappírsrúllum, sem SÍS
mun flytja inn. Þar heitir
þetta WC-pappír og látum það
vera, ef orðið skeinipappír fell-
ur fyrir brjóst mönnum. En
svo kemur — Innihald: Allir
geta séð að rúllurnar eru tvær
í plastumbúðum. Og síðan —
Að meðaltali 240 arkir á hvorri
rúllu. Væri nú ekki nær að
segja 240 blöð á rúllu? Og svo
kemur þyngdin. Það er nú
meiri hátíðleikinn og ná-
kvæmnin í þeirri setningu. Svo
klykkir út með stærð arkanna.
Gott það var ekki folio. Hér
vantar ekkert nema leiðbein-
ingar um notkun.
Þetta sýni, sem ég sendi hér,
er ekkert einsdæmi. Þú munt
geta séð svipað á mörgum
vörutegundum, en ég held það
þyrfti að benda auglýsinga-
stofunum á það, að það er ekki
nóg að kunna dráttlist. Þær
verða að temja sér sæmilegt
málfar.
Ég hef því miður engin mál-
blóm frá Mjólkursamsölunni
við hendina, en þau eru sum
bæði hryllileg og heimskuleg."
Svo stór voru orð Hákonar.
Sýnið af skeinipappírsumbúð-
unum var svo:
WC-pappír
Innihald: 2 rúllur úr tvöföld-
um kreppappír. Að meðaltali
240 arkir í hvorri rúllu.
Þyngd:  u.þ.b.  145  g.  hvor
rúlla.
Arkarstærð: 11,5x14,0 cm.
Legg ég þetta fyrir góðfúsan
lesara og þau fyrirtæki sem
hlut eiga að máli eða telja sér
koma þetta efni við.
Páll Helgason á Akureyri
hefur enn sent mér hið
merkasta bréf og lýkur þessum
þætti á fáeinum glepsum úr
þessu Pálsbréfi (til mín):
Miklir hæfileikar
„Árið  1977 tók ég þátt í
hæfileikakeppni,  sem  haldin
var um alla Svíþjóð, og tókst
að sigra hana."
Dilkar teknir að reskjast
„Alls var slátrað 14.309 dilk-
um, þar af var 1.712 af full-
orðnu."
Misjafn sauður
„Þar verða keppendur víða að
og óvíst að segja að Kristján
verður þar í góðum félags-
skap."
Nógar reglur
„Það er nóg af lögreglum á
Vellinum: ein fyrir sjóherinn,
ein fyrir flugherinn, ein fyrir
landherin og loks íslenska
lögreglan."
I síðasta þætti laumuðust
inn nokkrar villur. Lakast var
að tvær vísur komu ekki alveg
laukréttar. Vísa Einars í Ey-
dölum er svo:
Kvæðin hafa þann kost með sér,
þau kennast betur og lærast ger,
en raálið laust úr minni fer.
Mörgum að þeim skemmtun er.
Vísa Arnar Snorrasonar
(Aquilae) um Snorra Sturlu-
son:
Snorri fékk hinn félausi
fnllan sekk með Herdísi.
Vel hann bjó á Borginni,
burt fór þó að Reykholti.
Vestmannaeyjar:
Unnið á vökt-
um við loðnu-
frystingu
UM HELGINA var unnið á vöktum
við loðnufrystingu í Vestmannaeyjum
og var fenginn sá vinnukraflur sem
var laus frá öðrum fiskvinnslustörfum
í þessa vinnu.
Sigurgeir Jónasson, fréttaritari
Mbl. í Vestmannaeyjum, sagði að
loðnan væri nú komin að Pétursey
og hefði til dæmis Kap 2. landað
fjórum sinnum í Eyjum um helgina
og loðnan hefði öll farið í frystingu.
Loðnan sem nú veiðist er stór og góð
og því vel fallin til frystingar.
83000
3ja herb. við Skeggjagötu
Vönduð og falleg íbúö á 1. hæó.
Afhendist viö samning.
FASTEICNAÚRVALID
SÍMI 83000 Sirfurteigii
Sölustjóri: Auðunn Hermannsson, Kristján Eiríksson hæstaréttarlögmaour.
28611
Vallargeröi Kóp.
Falleg  2ja  herb.  kjallaraíbúö.
Góðar innréttingar. Verö 430
þús.
Melabraut
Seltjarnarnesi
3ja—4ra herb. 110 fm íbúö á
efri hæö í tvíbýlishúsi. Sérinn-
gangur. Bílskúrsréttur.
Austurberg
4ra herb. um 100 fm íbúð á
annarri haeð. Suður svalir.
Skólavöröustígur
Hús á tveimur hæðum, með
tveimur 3ja herb. íbúðum. Selst
til flutnings.
HÚS OG EIGNIR
Bankastræti 6
Luðvik Gizurarson hrl.,
kvöldsími 17677.
HUSEIGNIN
*-... 28511  15?
Opiö í dag
KÓPAVOGUR — 4RA
HERB.
4ra herb. ibúð með 3 svefn-
herb. við Efstahjalla á fyrstu
hæð. Suðvestursvalir. 110 fm.
Verð 850 þús.
HAFNARFJÖRÐUR
3ja—4ra herb. íbúð, 90 fm.
REYKJAVÍK —
4RA HERB.
4ra herb. íbúö við Hverfisgötu á
3. hæð, 90 fm. Vérð 600 þús.
4RA HERB.
í GAMLA BÆNUM
4ra herb. risibúð, 120 fm. Verð
780 þús.
VITASTÍGUR — 5 HERB.
5  herb.  risíbúð  við  Vitastíg.
íbúðin er 2 stofur, 2 barnaherb ,
1 hjónaherb., litlar svalir 90 fm
ibúð. Verð 730—750 þús.
SÉRHÆÐ —
KÓPAVOGUR
Sérhæð við Hlaðbrekku í tvíbýli
ca. 125 fm ásamt 40 fm bílskúr.
Mjög stór stofa, 3 svefnherb.,
svalir. Mjög gott útsýni. Verð
ca. 1150 þús.
KOPAVOGUR—
3JA HERB.
3ja herb. kjallaraíbúö við Hóf-
gerði 75 fm. Verð 590 þús.
KÓPVOGUR —
2JA HERB.
2ja herb. íbúö viö Vallartröö. 60
fm. Verð ca. 500 þús.
FLYÐRUGRANDI —
2JA HERB.
2ja herb. /búö á jarðhæð, 67
fm. Fæst í skiptum fyrir 3ja
herb. íbúö í Vesturbæ.
KÓPAVOGUR —
3JA HERB.
3ja herb. íbúö viö Löngubrekku
á jaröhæö í tvíbýlishúsi, 84 fm.
Bílskúrsréttur. Verö 750 þús.
BALDURSGATA —
4RA HERB.
4ra herb. íbúö viö Baldursgötu,
86 fm. Nýjar innréttingar í eld-
húsi og á baöi. Verð ca. 600
þús.
VESTURBÆR —
4RA HERB.
4ra herb. ibúð. Nýstandsett í
gömlu steinhúsi, 95 fm. Verð
800 þús.
HRAUNBÆR —
2JA HERB.
2ja herb. ibúð á jaröhæö, 55
fm. Verð 480 þús.
KÓPAVOGUR —
3JA HERB.
3ja herb. íbúö á 3. hæö viö
Lundarbrekku, 86 fm. Verð ca.
700 þús., útb. 590 þús.
EYJABAKKI —
2JA HERB.
2ja herb. íbúð á 2. hæð, 68 fm.
Verð 560 þús.
EINBÝLISHÚS —
HVERAGERÐI
Mjög fallegt 4ra herb. einbýlis-
hús, 113 fm asamt nýjum 50 fm
bílskúr. Losnar strax.
EINSTAKLINGSÍBÚÐ —
NJÁLSGATA
Lítiö  einstaklingsherb.   meö
eldhúskrók ásamt aögangi aö
baöi i góðu ásigkomulagi i kjall-
ara við Njálsgötu. Útb. ca. 80
þús.
PARHÚS —
HVERAGERÐI
4ra herb. parhús við Borgar-
heiði aö stærri geröinni, 98 fm.
Útb. 350 þús.
HÚSEIGNIN
Pétur Gunnlaugsson lögfr.,
Skólavöröustíg 18, 2. hæð.
«*r-------Aar44 «wa4a ooota
MtOBORG
fasteignasalan i Nyja biohusinu  Reykjavik
Símar 25590,21682
Jón Rafnar sölustj. Heima 52844.
Vilhelm Ingimundarson,
heima 30986.
Einstaklingsíbúö
Stofa, svefnherb., eldhúskrók-
ur. Ákveðið í sölu.
Móabarð Hafnarf.
2ja herb. íbúð, 80 fm á jaröhæð
auk fokhelds bílskúrs. Ákveðiö í
sölu.
Lundarbrekka Kóp.
3ja herb. 90 fm ibúð á 3. hæð.
Ákveöiö í sölu.
Lynghagi
3ja herb. 90 fm ibúð. Ákveðið í
sölu.
Mjósund Hafnarf.
3ja—4ra herb. íbúð ca. 90 fm.
Ákveöiö í sölu.
Kinnahverfi Hafnarf.
3ja herb. 85 fm íbúð. Suður-
svalir. Ákveðið í sölu.
Laufás Garðabæ
3ja herb. 80 fm ibuð i risi. Laus
strax og samþykkt. Ákveðið í
sölu.
Hagar
4ra herb. 110 fm íbúð á annarri
hæð. Ákveðið í sölu.
Krummahólar
4ra—5  herb.  ibúö,  115  fm.
Bilskúrsréttur. Ákveöiö í sölu.
Þverbrekka Kóp.
6 herb. íbúð, 120 fm. Þvotta-
herb. í íbúöinni. Ákveöiö í sölu.
Hjallabraut Hafnarf.
5—6 herb. íbúð, 130 fm á fyrstu
hæö. Ákveöiö í sölu.
Víghólastígur Kóp.
5—6 herb. íbúð i tvíbýli. Bíl-
skúrsréttur. Ákveðið í sölu.
Einbýlishús Kóp.
með 10—12 herbergjum, 2 eld-
hús og 2 böð. Bílskúrsréttur.
Ákveöiö i sðlu.
Einbýlishús Garðabæ
Einingahús, 160 fm og óinnrétt-
aður kjallari og innbyggöur
bílskúr. Vantar tréinnréttingar.
Aö mestu tilboð. Ákveðið í sölu.
Seljahverfi
Raðhús á þremur hæðum. Sér
íbúö í kjallara. Ákveöiö í sölu.
Eignaskipti
Seltjarnarnes
Stór sérhæö með bílskúr. Fæst
í skiptum fyrir minni sérhæð.
Fossvogur
Raðhús í skiptum fyrir stóra
sérhæö.
Einbýlishús Garðabæ
í skiptum fyrir raðhús í Foss-
vogi.
Fossvogur raðhús
275 fm á tveimur hæðum. Fæst
í skiptum fyrir stóra sérhæö eöa
lítiö einbýlishús.
Einbýlishús Seljahverfi
200 fm  fullfrágengiö.  Fæst  í
skiptum fyrir 250—300 fm ein-
býlishús. Milligjöf.
Einbýlihsús óskast
t.d. í skiptum fyrir 120 fm neöri
sérhæö á Teigunum.
Raöhús óskast
Á byggingarstigi. Eignaskipti
möguleg.
Höfum kaupendur I mörgum
tilfellum mjög fjársterka aö 2ja,
3ja og 4ra herb. ibúðum, víðs
vegar um borgina. Meöal ann-
ars mjög háar greiöslur viö
samning á 3ja og 4ra herb.
ibúðum.
Höfum kaupanda
að 3ja—5 herb. íbúð á jaröhæð
sem hentar fyrir hjólastól. Bíl-
skúr eða bílskúrsréttur nauö-
synlegur.
Fjársterkur kaupandi
að 3ja herb. íbúð með góðu út-
sýni i lyftuhúsi við Hamraborg í
Kópavogi.
Guðmundur Þóröarton, hdl.
Einbýlishús við Hvannarlund
Til sölu og afhendingar fljótt lítiö einbýlishús meö
bílskúr. Söluverð kr. 1,3 millj. Teikning á skrifstof-
unni.
Fasteignamiðstöðin Austurstræti 7.
S/mar 14120 — 20424.
Heimasímar 85482 Jón Baldvinsson,
30008 Sig. Sigfússon.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48