Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 57. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sunnudagur
14. marz
Bls. 49-88
RETTARGLÆPUR SEM SNERTI SAMVIZKU HEIMSINS
Þegar Dreyfus-málið kom til
sögunnar voru um tuttugu
og fimm ár liðin frá ósigri
Frakka fyrir Prússum í stríðinu
1870. Þriðja lýðveldið, sem reist
var á rústum ósigursins, stóð föst-
um fótum. Meirihluti kjósenda
hafði sætt sig við lýðveldisstjórn-
ina, þótt hún ætti erfitt uppdrátt-
ar í byrjun og mætti harðri mót-
spyrnu hættulegra andstæðinga.
Yfirleitt ríkti heilbrigt ástand í
stjórnmálum, en nokkur fjármála-
hneyksli komu upp, þeirra helzt
Panama-málið 1889, þegar 800.000
franskir hluthafar töpuðu rúm-
lega einum milljarði franka. En
það mál kastaði fremur rýrð á
þingmenn, sem höfðu alltaf verið
óvinsælir í Frakklandi, en ákveðn-
ar stéttir eða ríkisstjórnina.
Velsæld ríkti í Frakklandi og
frekar rólegt ástand á vinnumark-
aðnum, þótt stundum skærist í
odda. Talsvert orð fór af Frökkum
í listum og menningu og þeir stóðu
í fremstu röð í því vísindakapp-
hlaupi, sem hófst á síðari helm-
ingi aldarinnar.
Áhrif Frakka út á við höfðu
aukizt töluvert eftir ósigurinn
mikla fyrir Prússum 1870 („La
Debacle"). Þeir tóku þátt í
nýlendukapphlaupinu 1880—1900,
þó án verulegs áhuga, og stóðu
öðrum stórveldum álfunnar jafn-
fætis á ný. Samt áttu þeir ennþá
nokkuð erfitt uppdráttar. Banda-
lag Þjóðverja við tvíríkið Austur-
ríki-Ungverjaland og ítalíu ógnaði
þeim og nýlenduþrætur spilltu
sambúðinni við Breta. Þeim
fannst lítið öryggi í leynilegum
hernaðarsamningi, sem þeir höfðu
nýlega gert við Rússa.
Ástandið í alþjóðamálum
gegndi mikilvægu hlutverki í
Dreyfus-málinu. Stríðsótti, eða
öllu heldur ótti við að tapa öðru
stríði, var ein skýringin á við-
brögðum almennings. Frakkar
höfðu ekki afsalað sér tilkalli til
Elsass-Lothringen, sem þeir
misstu eftir ófriðinn við Prússa.
Þótt aðeins lítill hópur öfgafullra
þjóðernissinna vildi stríð við Þjóð-
verja taldi mikill meirihluti þjóð-
arinnar stríð óumflýjanlegt og var
staðráðinn í að sigra.
Þetta skýrir gífurlegan áhuga
venjulegra Frakka á hernum og
mikið álit yfirmanna hans. Nokkr-
ir þeirra leituðu að nýjum bjarg-
vætti í stað Georges Boulangers
hershöfðingja, sem gerði mis-
heppnaða tilraun til að ná völdun-
um 1889, sama árið og Eiffel-
turninn var reistur á 100 ára af-
mæli byltingarinnar, og er nú
frægastur fyrir ummæli Charles
Floquet forsætisráðherra: „Á þín-
um aldri, hershöfðingi, var Napol-
eon dauður."
Val manna í ábyrgðarstöður í
hernum hafði lítt breytzt frá því
fyrir        stofnun        lýðveldisins.
íhaldsmenn, konungssinnar og
kaþólskir höfðu einokunaraðstöðu
í yfirstjórn hersins. En þótt ein-
stakir foringjar létu í ljós andúð á
lýðveldinu sætti herinn sig við
hlutverk sitt sem verkfæri ríkisins
og lýðveldið vildi efla herinn. Her-
inn var eins konar klúbbur utan
við þjóðfélagið.
Mikil njósnahræðsla ríkti og
magnaðist í hvert sinn sem njósn-
ari náðist. Margir Frakkar voru
haldnir óvild í garð útlendinga og
Gyðingahatri, sem var af sama
meiði. Fjöldi Gyðinga tvöfaldaðist
(úr 80.000) á tíma Dreyfus-máls-
ins. Andúð á Gyðingum hafði
færzt frá vinstri til hægri og varð
einkenni þeirra sem vildu vera yf-
ir aðra hafnir í þjóðfélaginu.
Édouard Drumont, stofnandi
And-Gyðingafélagsins og höfund-
ur „La France Juive", ól á þessu
íatri í daglegum greinum í „La
Libre Parole" (Hið frjálsa orð).
Blaðið barðist  fyrir brottrekstri
Alfred Dreyfus höfuosmaour hæfileikamaður en hrokafullur og Gyöingur í þokkabót.
Dreyfus-málið í Frakklandi um síðustu aldamót
klauf frönsku þjóðina, ýfði upp gömul sár og gagn-
tók heila kynslóð. Hatur og ótti jafnt sem hugrekki
og fórnarlund komu við sögu. Stuðningsmenn lýð-
veldisins töldu líf þess í hættu. Stuðningsmenn
hersins töldu líf hersins og varnir landsins í
hættu. Frakkar voru einangraðir og óttuðust Þjóðverja: herinn var
orðinn að kirkju og foringjar herráðsins klerkar hans.
Annar deiluaðilinn var fulltrúi arfsins frá 1789 („frelsi, jafnrétti,
bræðralag"). Hinn var fulltrúi gagnbyltingarinnar sem á eftir
fylgdi. Annar aðilinn vildi hreinsa nafn lýðveldisins. Hinn vildi
verja heiður föðurlandsins, hersins og kirkjunnar. Hvort höfuðs-
maður af Gyðingaættum væri raunverulega sekur eða ekki af
ákærum um njósnir virtist skipta litlu máli þegar heiður hersins
eða lýðveldisins væri í hættu!
Rithöndin sem leiddi til sakfell-
ingar Dreyfusar — sídasta blaöid
í skjalaskránni þar sem heitio var
upplysmgum um hernaðarmalefni
Sjá einnig
bls.: 68-69-70-71
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88