Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 62. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
21
Fimmtíu ár voru i gær liðin frá
því að systir Gabriella gekk í reglu
heilags Jósefs og hefur hún mest-
an þann tíma varið starfsævi sinni
hérlendis, á St. Jósefsspítala í
Landakoti. Við biskupsmessu í
Landakotskirkju í gær var þessa
áfanga minnst og að henni lokinni
buðu systurnar til móttöku i bú-
stað sínum við Bárugötu, þar sem
systur Gabriellu voru færðar
heillaóskir.
En hver er systir Gabriella?
Hana þekkja flestir starfsmenn á
Landakoti og margir sjúklingar
sem þar hafa legið. Mbl. heimsótti
hana á Bárugötuna og bað um við-
tal:
„Nei, ég er ekkert fyrir það að
tala við blöðin, ég kann ekkert á
það — það er ómögulegt." Trúlega
ekki í fyrsta sinn sem hún sat við
sinn keip. Hinar systurnar á
Bárugötunni hvöttu hana til að
ræða við blaðamenn, en allt kom
fyrir ekki. Hún leit á þær stórum
augum og tók þetta sem stríðni.
Þetta var fráleitt. Við spjöllum
samt, en hver setning endaði jafn-
an: „Nei, ég kann ekkert að tala
við blöðin. Bg skal tala við þig
þegar ég verð áttræð. Hvenær?
Ég segi það ekkert." Lái henni
hver sem vill. Hún gekk í reglu St.
Jósefs fyrir 50 árum og hún vill fá
að þjóna Guði og mönnum í kyrr-
þey-
Systir Gabriella kom til íslands
1937 og starfaði hún sem skurð-
stofuhjúkrunarkona á Landa-
kotsspítala. Ekki hefur hún alveg
sleppt hendinni af spítalanum eft-
ir að systurnar seldu hann, því nú
seinustu árin hefur hún hellt upp
á könnuna í kaffistofunni í turn-
inum. Og systurnar sakna spítal-
ans og starfsfólkið saknar þeirra.
Ekki væri það systur Gabriellu að
skapi að fjölyrða um starf hennar
á Landakoti öll þessi ár, en seint
munum við sem landið erfum gera
okkur fullljóst hvert framlag St.
Jósefssystra hefur verið til heil-
brigðismála landsins.
Við biskupsmessu í Landa-
kotskirkju í gærmorgun minntist
Hinrik Frehen, biskup, þessara
tímamóta í lífi Gabriellu.
Biskup Frehen óskar systur Gabrielhi til hamingju, en í gær voru liðin 50 ár frá því hún gekk i reglu St.
JÓ8efssystra.                                                                 Ljósm. rax.
Systir Gabriella á Landakoti:
Heftir starfað í 50 ár í
reglu heilags Jósefs
— Þið skuluð heldur heiðra heil-
agan Jósef, hafði Gabriella sagt,
en í gær var dagur heilags Jósefs.
Biskup Frehen minnti á texta
Orðskviðanna þar sem segir:
„Væna konu hver hlýtur hana?
Hún er miklu meira virði en
perla."  Sagði  hann  einkenna
Gabriellu látleysi og þjónustu-
lund og í starfi sínu í 50 ár hefði
hún látið Drottin vaxa í sér og
hjörtum annarra manna.
Starfsfólk Landakots og aðrir
gestir heimsóttu systurnar á
Bárugötuna eftir messu og voru
Gabriellu færðar hamingjuóskir
og gjafir. Dr. Bjarni Jónsson fyrr-
um yfirlæknir hafði þar orð fyrir
læknum. Greindi hann m.a. frá
fyrsta fundi þeirra systur Gabri-
ellu í þorrabyrjun 1941, þá er
hann var nýkominn heim eftir
framhaldsnám ytra:
„Eitt af því fyrsta sem ég gerði
eftir að hafa stigið fæti á land,
var að heimsækja Landakot.
Læknaherbergi var í gamla spít-
alanum, sem nú er horfinn og ská-
hallt á móti því var lítið herbergi
fyrir sótthreinsun. Við opnar dyr
á litla herberginu stóð ung systir,
lítil og grönn. Ég spurði hvort
„Tante Braun" væri komin og
gekk að læknaherberginu, en hún
snaraðist á eftir og ætlaði að
koma mér í skilning um að utan-
sveitarmenn ættu ekkert erindi
þangað. Henni var vorkunn. Á
leiðinni heim hafði ég safnað al-
skeggi og var það sjaldgæft þá.
Tveir menn skörtuðu slíkri and-
litsprýði í Reykjavík, Matthías
Einarsson og Oddur sterki. Hefir
henni væntanlega fundist ég bera
meiri svip af Oddi en Matthíasi.
En þegar ég opnaði dyrnar á
læknaherberginu gall við óp frá
„collegunum" og þótti henni þá
sýnt að ég myndi ekki allsendis
ókunnur á þeim bæ.
Aldrei síðar í fjóra tugi ára
reyndi hún að leggja stein í götu
mína, en oft hefir hún rutt úr vegi
hindrunum, sem hefðu getað orðið
að fótakefli og á það ekki við um
mig einan heldur alla lækna spít-
alans og sérlega þá sem fengist
hafa við handverk.
Ég hefi unnið á spítölum og
skurðstofum í þremur þjóðlönd-
um og hvergi hitt skurðstofu-
hjúkrunarkonu, sem ég kysi frek-
ur til samvinnu en þessa fíngerðu
konu, sem ætlaði að stugga mér
frá þegar við vorum bæði ung."
I lok ræðunnar tjáði dr. Bjarni
systur Gabriellu þakkir lækna og
landsmanna allra og afhenti
henni, sem þakklætisvott frá
læknum, farseðil til Rómar, Jerú-
salem eða Betlehem, eða þeirrar
suðurgöngu er hún óskaði og gæti
notað að vild þegar henni hentaði.
Þá talaði einnig Logi Guðbrands-
son, framkvæmdastjóri Landa-
kotsspítala og færði henni frá
öðru starfsfólki spítalans farar-
eyri til suðurgóngunnar. Einnig
flutti Páll Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóri heilbrigðisráðuneytisins,
kveðjur sínar og heilbrigðis-
stjórnarinnar.            jt.
t.
Fjölmenni var við biskupsmessu í Landakotskirkju og tóku kirkjugestir í hönd systur
Gabriellu í messulok.
Dr. Bjarni Jónsson (á miðri mynd) fyrrum yfirlæknir á Landakotsspitala talaði íyrir hona
læknanna, sem færðu systur Gabriellu að gjöf farmiða til suðurgöngu eins og dr. Bjarni
komst að orði.
innar Ream
Jóns Halldórssonar, fyrrverandi
aðalgjaldkera Landsbankans, hóf
myndlistarnám við Ameríska há-
skólann í Washington árið 1954.
Það var upphafið að langri
Bandaríkjadvöl, sem hefur án efa
mótað hana sem listamann. Þar
tók hún þátt í fjölda einka- og
samsýninga. Til marks um at-
hafnasemi Ragnheiðar ytra má
nefna að hún setti á stofn gallerí
ásamt nokkrum bandarískum
myndlistarmönnum til að koma
verkum sínum og annarra á fram-
færi.
Ragnheiður settist að hér á
landi ásamt manni sínum 1969.
Upp frá því tók hún að halda sýn-
ingar á verkum sínum hérlendis.
Hún tók einnig virkan þátt i
haustsýningum FÍM og öðrum
samsýningum.
Ragnheiður    var    öldungis
Á myndinni er Donald F. Ream við nokkur verka Ragnheiðar Ream.
atorkusöm í félagsmálum meðan   skeið  sæti  í  listráði  Kjarvals-
hennar naut við. Atti hún m.a.
drjúgan þátt í undirbúningi
myndlistarsýninga hér og erlend-
is meðan hún sat í sýningarnefnd.
Ennfremur átti Ragnheiður um
staða.
Það má geta þess að Jón Hall-
dórsson og Donald Ream standa
að þessari yfirlitssýningu sem
stendur yfir til 4. apríl nk.
Giselle:
Per Arthur Segerström
tekur við af Helga Tómassyni
ATTUNDA sýningin á ballettinum
Ciselle verður í Þjóðleikhúsinu
næstkomandi þriðjudagskvöld, 23.
mars, en uppselt hefur verið á allar
sýningarnar til þessa. Sænski dans-
arinn l'er Arthur Segerström tekur
þá við hlutverki Albrechts hertoga af
Helga Tómassyni. Dansar Seger-
ström einungis fjórum sinnum.
Hann hefur áður komið til íslands,
en hann var gestur Þjóðleikhússins
og íslenzka dansflokksins í desem-
bermánuði 1976.
Per Arthur Segerström fæddist
í Stokkhólmi 1952 og stundaði
dansnám við Konunglega sænska
listdansskólann, þar sem kennarar
voru meðal annarra Raymond
Frachetti og Rosella Hightower.
Segerström varð meðlimur Kon-
unglega sænska ballettsins við
óperuna í Stokkhólmi árið 1970, þá
aðeins 18 ára, og varð sólódansari
þar árið 1974. Sérgrein Seger-
ström eru klassísk.ir ballettar og
undanfarin ár hefur hann verið
aðaldansari ballettsins við Stokk-
hólmsóperuna.
Per Arthur Segerström.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40