Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1982 23 Norðurlandameistaramót unglinga í fimleikum: Sænski pilturinn Johan Jonsson hlaut fimm gull Noröurlandameistaramót ungl- inga í fímleikum fór fram í Laugar- dalshöllinni um helgina. Fjörutíu unglingar frá öllum Noröurlöndun- um voru mættir til leiks. í flokki pilta sigraöi Svíinn Johan Jonasson örugglega, hlaut 54,30 stig. Annar varö landi hans Sven Jonsson með 52,30 stig. Þriöji varö svo Finninn Rasmus Jyry, hlaut 49,65 stig. Johan Jonasson var vel að sigrinum kom- inn. Hann sigraði í fimm einstakl- ingsgreinum á mótinu og sýndi mjög mikla færni í æfíngunum. Johan er álitinn efnilegasti fimleikamaöur á Noröurlöndum um þessar mundir og telja flestir fímleikaþjálfarar aö hann eigi eftir aö ná langt í íþrótt sinni. Sér í lagi var gaman að sjá til Johans á svifránni, á bogahestinum og í hringjunum. Enginn íslensku piltanna náði að komast í lokakeppnina á mót- inu. En Atli Thorarensen náði bestum árangri íslensku piltanna í einstaklingskeppninni, hlaut 37,30 stig. Guðjón Gíslason hlaut 33,80 og Þór Thorarensen 32,75 stig. I flokkakeppni pilta bar sveit Svíþjóðar sigur af hólmi, hlaut 156,80 stig, Noregur varð í öðru sæti með 145,75 stig, Finnland í þriðja sæti með 143,80 stig, Dan- mörk í fjórða sæti með 139,45 stig og ísland rak lestina með 106,70 stig. • lx>vísa Einarsdóttir, formaöur FSÍ setur Noröurlandamótið. Finnska stúlkan Tuija Manfyni- emi varð Norðurlandameistari í flokki stúlkna, hlaut 34,80 stig, önnur varð Anne Moberg Noregi með 34,30 stig, þriðja sænska stúlkan Anne Heedman með 34 stig. Keppni í flokki stúlkna var jafnari á mótinu og sigraði Tuija aðcins í tveimur einstaklings- greinum á mótinu í stökki og á tvíslá. Kristín Gísladóttir var mjög nálægt því að ná að komast í úrslitakeppnina. Kristínu vantaði aðeins 0,05 stig uppá að komast áfram. Minna gat það varla verið. Kristín hlaut 32,20 stig. Þannig að ekki var mikill munur á henni og efstu stúlkunum. Katrín Guð- mundsdóttir náði næst besta ár- angri íslensku stúlknanna, hlaut 28,95 stig. Svíþjóð sigraði í flokkakeppni stúlkna, hlaut 102,30 stig. Noregur varð í öðru sæti, hlaut 101,95 stig. Finnland varð í þriðja sæti, hlaut 101,15 stig. Danmörk í fjórða sæti með 93,10 stig og ísland hHlut 89,20 stig. Mjög mikill sómi var að fram- kvæmd mótsins sem gekk sérlega vel fyrir sig báða mótsdagana. Öll úrslit mótsins voru reiknuð út á tölvu og gátu áhorfendur séð ein- kunnir keppenda strax á sjón- varpsskermum sem komið hafði verið vel fyrir við áhorfendastæð- in. Þá er rétt að geta mótssetn- ingarinnar og verðlaunaafhend- inganna sem fóru fram af mikilli reisn. Svið Laugardalshallarinnar var fagurlega skreytt meðan á mótinu stóð. Mótsstjóri var Krist- ín Jónsdóttir. Fimleikasamband Islands getur verið stolt yfir því hversu vel tókst til við fram- kvæmd og skipulagningu mótsins. —ÞR. Ljósm. Kristján Kinarsson. • íslenska ungiingalandsliöið í fimleikum ásamt þjálfara sínum, Guöna Sigfússyni, viö setningarathöfnina. NMJj^FSÍ 1982 Ljósm. Kristján Kinarsson. • Frá setningarathöfninni i Laug ardalshöllinni. Þátttakendur ásamt dómurum hlýða á setninguna. Ljosm. Mai>nús Andersson. Svíinn Johan Jonsson hlaut fímm gullverðlaun í keppninni og vann Norður- landameistaratitil pilta. Sérlega efnilegur og fær fimleikapiltur. • Atli Thorarensen i gólfæfíngum. Ljósm. Kriaijin Einarsson. • Katrín Gísladóttir stóö sig vel á mótinu og mjög litlu munaói aó hún kæmist í úrslitakeppnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.