Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 92. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
23
Hljóðleikur og einlægni
Hugleiðing um málverkasýningu Höskulds
Björnssonar að Kjarvalsstöðum
eftir Steingrím
Sigurðsson
Málarinn Höskuldur Björnsson,
sem lézt fyrir allmörgum árum, virð-
ist hafa unnið að list sinni af ein-
lægni og hljóðleik og náð töluvert
langt í leit sinni að fegurðinni og í
þrotlausri vinnu við að leysa harð-
snúin myndræn vandamál. Hann bjó
langtímum í Hveragerði, sem á þeim
árum var athvarf eða eins konar vin
skálda og listamanna, enda þótt nú
sé af sú tíðin fyrir langa löngu. Þar
hefur hann trúlega oft unað sér á
sinn hátt og eignast sína sálufélaga
eða svo er að skilja á aðfaraorðum
Kristjáns skálds frá Djúpalæk, sem
hann skrifar af innilegleik í
myndskrá í tilefni af stórri sýningu
á verkum vinar síns, Höskulds, á
Kjarvalsstöðum. Sýning þessi var
opnuð 17. apríl síðastliðinn og lýkur
henni sunnudaginn 2. maí næstkom-
andi.
Þetta eru kynstrin öll af myndum,
sem eru þarna sýnd — allt frá æsku-
verkum til allra síðustu mynda hans
— og gefa góða hugmynd um „heim"
málarans og listræna vitund, ef svo
má að orði kveða. Flestar myndanna
eiga það sameiginlegt, að þær sýna
inn í tilfinningalíf listamanns, sem
gerir sér far um að vera sannur og
villa ekki á sér heimildir, — það ber
ekkert á galdra-, gjörninga- og sjón-
hverfingabrögðum, hvorki í ytri né
innri tækni, enda þótt falinn galdur
sé í tjáningu og stílfæringu á mynd-
um eins og nr. 92 Uppstilling og nr.
93 Úr vinnustofu. Tilfinning lista-
mannsins fyrir áhrifum ljóss og
skugga — fléttum þeirra og and-
stæðum og samspilí — birtist í þess-
um tveim verkum og sýnir, hversu
næmt auga Höskuldur sálugi hefur
haft fyrir næsta umhverfi sínu —
eða öllu heldur fyrir því, sem virðist
vera falið hinu venjulega auga.
Á hinn bóginn virðist ríkjandi sú
tilhneiging hjá málaranum að skapa
rómantíska stemmningu úr hverri
fyrirmynd, einvers konar ljóðrænu
eða óð um Hfið og náttúruna í kring-
um okkur, hvort sem það eru rjúpur
eða hrafnar eða endur í sefi, og við
hvönn, ellegar þá ævagamlar biblíur,
uppstilling, blóm eða sveitabær eða
interiör í vinnustofunni hans austur
í Hveragerði.
Það er þægileg kennd, sem gagn-
tekur hugann, þegar komið er inn á
þessa sýningu á verkum Höskulds
heitins á Kjarvalsstöðum. Þó hvarfl-
ar að manni fljótlega sú sorglega
hugsun, að málarinn hafi ekki fengið
að njóta hæfileika sinna sem skyldi í
lifanda lífi — hann hafi verið latinn
liggja í þagnargildi og lengi og ekki
verið kynntur eins og hann átti og á
skilið. Hins vegar á ekkja hans, frú
Hallfríður Pálsdóttir, heiður skilinn
fyrir að hafa verndað verk hans og
gætt þeirra „eins og fjöreggs síns,
sem þau og eru" eins og skáldið aust-
firzka frá Djúpalæk segir í aðfara-
orðum sínum. Og auk þess ber að
geta þess, að ekkja listamannsins,
sem enn er búsett í Hveragerði,
sýndi af sér það framtak og þann
kjark, að reka kaffistofu í húsi
þeirra hjóna, bókstaflega inni í
gömlu vinnustofu kúnstnarans, þar
sem myndirnar blöstu við sjónum,
gestum og gangandi til gleði. En
Hveragerði er á stundum innilega
afskekkt, hvernig sem á því stendur,
þrátt fyrir alfaraleiðina og Eden og
jafnvel fleira.
Höskuldur Björnsson virðist hafa
verið einn þessara þöglu yfirlætis-
lausu  listamanna, sem eru gæddir
myndverkunum. Bréfin bera málar-
anum fagurt vitni.
Þegar á heild er litið, vitnast, að
Höskuldur hefur verið sterkari mál-
ari en alkunna er og ætti að vera
lýðum ljóst. Borið saman við ýmsa
þekkta málara okkar, sem hafa öðl-
azt frægð og nafn, hefur hann í ýms-
um tilfellum drjúgmikið fram yfir
„þessa með nöfnin" — það er niður-
staðan, þegar öll þessi verk eru skoð-
uð vandlega: Þau eru sum hver gædd
sálrænu gildi eða eins og Þorvaldur
Skúlason, sá þrælgreindi húnvetnski
listmálari, sagði eitt sinn um verk
kollega síns á samsýningu íslenzkra
hæfni til að sjá skýrum og skörpum
augum hinn dulda seið í næsta um-
hverfi — list hans er í beinum
tengslum við mannlífið og náttúruna
á sama hátt og trúin á að vera eðli-
leg og hlnti af daglegu lífi. Það er
ekki að ófyrirsynju að málarinn tek-
ur sér fyrir hendur að gera myndir
af ævagömlum biblíum og handrit-
um með guðsorði — hann finnur sál
og list í stafagerðinni gömlu, enda
hefur hann sjálfur verið lista-
skrifari, sbr. myndskreyttu jóla-
bréfin til móður hans, frú Lovísu Ey-
mundsdóttur frá Dilksnesi í Horna-
firði og sömuleiðis tilskrifin til dótt-
ur hans, Ingveldar, en þessi Hst-
rænu, merkilegu bréf eru sýnd með
smekklegum     hætti     ásamt     með
listamanna í gamla daga: „Það er
eitthvað „spiritúelt" við þetta ..."
Með öðrum orðum: Það dyljast
andlegheit og sálrænn fínleikur á
bak við hógværðina í línum og litum
málarans Höskulds.
Á dögunum sagði Kristmann Guð-
mundsson í símspjalli við þann sem
þetta skrifar um Höskuld, þegar
sýningu hans bar á góma: „Hann var
fjári slunginn teiknari." Svo bætti
hann við: „Hann var skrýtinn maður
hann Hðskuldur." Kristmann var
Höskuldi samtíða lengi í Hveragerði
og þekkti hann töluvert, en þessi at-
hugasemd „skrýtinn" hljomaði alls
ekki neikvætt nema síður væri —
það gerði manninn einungis athygl-
isverðari.
Sjálfstæöisfélöqin í Reykjavík
Veiðifélag Elliðavatns
Stangaveiöi á vatnasvæöi Elliöavatns hefst 1. maí.
Veiöileyfi eru seld í Vesturröst, Vatnsenda, Elliöa-
vatni og Gunnarshólma.
Veiðifélag Elliöavatns.
Ársfjórðungsþing
Rauðsokkahreyfingarinnar
veröur haldiö sunnudaginn 2. maí 1982 í Stokk-
holti og hefst kl. 10 f.h. Fundarefni verour: póli-
tískur grundvöllur, lög og skipulag hreyfingarinnar
og starfio framunda.
Fram hafa komiö tillögur um breytingar á stefnu-
skrá og lögum hreyfingarinnar og liggja þær
frammi í Stokkholti og eru félagar hvattir til aö
koma og kynna sér þær. Einnig eru félagar minntir
á aö greioa hússjóösskuldir sínar fyrir þingiö.
Miðstöð.
Reykvíkingar athugið!
Á næstu dögum gengst Kvennaframboöiö fyrir eftir-
farandi fundum á Hótel Vík viö Vallarstræti.
Laugardaginn 1. maí kl. 15.15. — hverfafundur fyrir
Miöbæ, Þingholt og Vesturbæ nyröri á Hallærisplan-
inu. Kaffi og meölæti á Hótel Vík á eftir.
Þriðjudaginn 3. maí kl. 20.30. — Fundur um skipu-
lagsmál í Reykjavík. Gestir fundarins: Guðrún Jóns-
dóttir o.fl. frá Borgarskipulaginu.
Fimmtudaginn 6. maí kl. 20.30. — Fundur um launa-
og atvinnumál kvenna. Gestir fundarins: Aöalheiður
Bjarnfreðsdóttir formaöur Sóknar, Ragna Bergmann
formaður Framsóknar o.fl.
Allir velkomnir! Geymiö auglýsinguna!
Kvennaframboðið í Reykjavík.
Opið
hús
í  Sjálfstæðishúsinu   Valhöll,   Háaleitis-
braut 1, á morgun, laugardaginn 1. maí.
Kl. 15.00 Píanóleikur — Hafliöi Jónsson.
Kl. 16.00 Samfelld dagskrá: Setning, formaður undirbún-
ingsnefndar. Strengjasveit Tonlistarskólans í
Reykjavík leikur undir stjórn Mark Reedan. —
Ræöa, Magnús L. Sveinsson, formaður Verslun-
armannafélags Reykjavíkur. — Einsöngur, Elisa-
bet F. Eiríksdóttir syngur lög viö Ijóö eftir Halldór
Laxness, við undirleik Jórunnar Viðar. — Avarp,
Margrét S. Einarsdóttir, sjúkraliöi. — Tónlistar-
flutningur, Magnús Kjartansson, hljómlistarmaö-
ur annast. — Kynnir, Ásdís Loftsdóttir.
kl. 15.00—18.00
Veitingar
1. msí nefndin
Kjörorðið er stétt meö stétt
Allir velkomnir
í Valhöll
1. maí
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32