Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.05.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 jRlorxjxmí>Xíit>it> LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1982 20% hækkun á strætis- vagnafargjöldum — 13% hækkun hjá sundstöðum VcrAlags.stornun hcfur heimilað Strætisvögnum Keykjavikur aA hækka fargjöld sín frá og með deg- inum í dag um 20%, en nú hefur verið ákveðið að færa málefni SVK inn í Verðlagsráð, en þau voru áður á hendi Gjaldskrárnefndar. Þá hefur sömuleiðis verið ákveðið, að hækkanabeiðnir sund- staða verði eftirleiðis teknar til meðferðar í Verðlagsráði, sem nú hefur heimilað sundstöðum, að hækka gjaldskrár sínar um 13%. Kristinn Guðmunds- son fyrrum utanrík- isráðherra látinn Endanlegri afgreiðslu væntanlega frestað, en heimild gefin til áframhaldandi rannsókna — Ljósm.: RAX. — Sjá miðsíðu aðalblaðs Mbl. Forseti býður forseta tertu Myndin er tekin á ársþingi SVFÍ, sem hófst i gær. Þá tilkynnti forseti SVFÍ, Gunnar Friðriksson, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. Þingsetninguna í gær sat frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. KKISTINN Guðmundsson, fyrrum utanrikisráðherra, lést á sjúkrahúsi í Keykjavík í gærmorgun 84 ára að aldri. Var hann fæddur 14. október 1897 í Króki á Kauðasandi. Kristinn Guðmundsson lauk stúdentsprófi frá MR 1920 og las síðan hagfræði og lög við háskól- ana í Kiel og Berlín. Lauk hann doktorsprófi í hagfræði í Kiel 1926. Árin 1926 til 1929 vann hann m.a. við verslunarstörf, einka- kennslu í Kiel og Reykjavík og síð- an kenndi hann til ársins 1944 við MA. Næstu níu ár var hann skatt- stjóri á Akureyri, en tekur við embætti utanríkisráðherra í sept- ember 1953 og gegndi því starfi í 3 ár er hann var skipaður sendi- herra í London og jafnframt amb- assador í Hollandi. Starfaði hann æ síðan í utanríkisþjónustunni og var m.a. sendiherra í Rúmeníu, Ungverjalandi og Búlgaríu. Þá var Kristinn Guðmundsson bæjar- fulltrúi á Akureyri 1950—53 og hann sat tvisvar á Alþingi sem varaþingmaður Eyfirðinga. Einn- ig sat hann í skattanefnd Akur- eyrar, bókasafnsnefnd og stjórn Laxárvirkjunar. Kona Kristins Guðmundssonar var Elsa Alma Kalbow frá Berlín. Á FUNDI iðnaðarnefndar neðri deildar Alþingis í gærmorgun lagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, fram frávísunartil- lögu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um kísilmálmverksmiðju á Reyðarnrði. í tillögunni er lagt til, að málið verði tekið úr höndum iðnaðarráðherra og það falið sjö manna þingkjörinni nefnd til nánari umfjöllunar. Þessi tillaga Páls kom miklu róti á stjórnarliða og voru ráðherrar og fjöldi þingmanna á stöðugum fundum i hliðarsölum Alþingis í gær. Til harðra orðaskipta kom síðan á þingflokksfundi Framsóknar- flokksins síðdegis, en samkvæmt heimildum Mbl. hefur Páll meiri- hluta þingflokksins að baki sér í þessu máli. í gærkvöldi var því allt útlit fyrir að Alþingi fresti því að taka ákvörðun um kísilmálm- verksmiðju, en þess í stað verði samþykkt málamiðlunartillaga þess efnis, að athugunum verði haldið áfram í sumar og málið síð- an endanlega afgreitt á næsta Al- þingi. Þingmenn, sem Mbl. ræddi Álit fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar Alþingis: Ríkisstjórnin taki hið fyrsta ákvörðun um flugstöðvarbyggingu „NEÐRI deild Alþingis telur nauðsynlegt að ný flugstöð verði byggð á Keflavíkurflugvelli og að ríkisstjórnin taki ákvörðun um það hið fyrsta eftir að væntanlegt nefndarálit liggur fyrir. Þar sem Alþingi hefur veitt nauðsyn- lega heimild til lánsfjáröflunar vegna framkvæmda, geta þær hafizt þótt frumvarp á þingskjali 83 nái ekki afgreiðslu, og tekur dcildin þvi fyrir næsta mál á dagskrá," segir i nefndaráliti frá fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar, sem samþykkt var einróma i deildinni i gær. I nefndarálitinu segir ennfrem- ur: „í 6. grein fjárlaga hefur Ai- þingi veitt heimild til 10 milljóna króna lántöku vegna byggingar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Ríkisstjórnin skipaði þriggja manna nefnd allra stjórnarlið- anna til að taka flugstöðvarmálið til athugunar, meðal annars hönn- un byggingarinnar og hugsanlega áfangaskiptingu. Nefndinni var falið að gera tillögur til ríkis- stjórnarinnar um það, hvernig áð- urgreind lántaka yrði nýtt, og mun hún skila áliti á næstunni. Kru nefndarmenn í fjárhags- og viðskiptanefnd sammála um að leggja til að frumvarpið komi því til annarrar umræðu í deildinni, svo kostur gefist á að ræða málið fyrir þinglausnir." IJndir nefndarálitið rita alþing- ismennirnir Halldór Ásgrímsson, Sighvatur Björgvinsson, Ingólfur Guðnason, Albert Guðmundsson, Matthías Á. Mathiesen, Matthías Bjarnason og Guðrún Hallgríms- dóttir, með fyrirvara. Nefndarálitinu fylgir greinar- gerð frá flugráði, þar sem segir meðal annars svo: „Flugráð álítur að brýnt sé að taka ákvörðun um nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli sem fyrst, og byggingu hennar verði hraðað sem kostur er.“ Flugstöðvarmálið verður vænt- anloga rætt í neðri deild á mánu- dag. við í gærkvöldi, töldu einsýnt að ef Páll héldi fast við tillögu sína um að málið verði tekið úr höndum iðnaðarráðherra geti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á stjórnarsamstarfið. Iðnaðarnefnd hefur leitað álits ýmissa aðila, svo sem venja er í störfum þingnefnda. Mbl. hefur þegar skýrt frá hluta af áliti Þjóð- hagsstofnunar og brezks fyrirtæk- is, en Þjóðhagsstofnun telur m. a. að staðsetning fyrirtækisins á Reyðarfirði hafi í för með sér meiri stofnkostnað en ef verk- smiðjan væri reist nær þéttbýli. Þá hefur nefndin nýverið fengið álit Seðlabanka íslands á verk- smiðjubyggingunni. í niðurlagi álits bankans segir m.a., að kísil- málmverksmiðja sé vænlegur kostur, en þær athuganir, sem fram hafi farið að undanförnu, virðist ekki vera komnar á það stig, að tímabært sé að taka ákvörðun. Þá segir í áliti Seðla- bankans, að svo virðist sem fjár- mögnun verksmiðjunnar sé þáttur sem hafi nánast verið lagður til hliðar í skýrslu verkefnisstjórnar. Sú málamiðlunarlausn, sem rædd var í gær, er fólgin í því að Alþingi veiti umboð til frekari rannsókna og jafnvel hluta af undirbúnings- og hönnunarstarfa á komandi sumri. Ríkisstjórnin fór í upphafi samningaumleitana í gærmorgun fram á 40—50 millj- ónir króna til þessa verkefnis, en um kvöldmatarleytið var sú upp- hæð, sem ríkisstjórnin taldi sig geta komizt af með, komin niður í 20 milljónir króna. Næsti fundur iðnaðarnefndar neðri deildar Alþingis er á sunnu- dag kl. 17 og var reiknað með í gær að þar yrði reynt að ganga frá málamiðlunartillögu. Kuldakastið tefur laufgun trjánna — Þessi kuldi virkar náttúrlega sem hcmill á þroskann, því víða er farið að bruma á þeim runnum, sem eru fljótir á sér, en ég held ekki að nein hætta sé á ferðum fyrir gróður- inn, sagði Hafliði Jónsson, garð- yrkjustjóri Reykjavíkurborgar, er Mbl. spurði hann hvort kuldakastið um þossar mundir myndi hafa áhrif á gróður. — Ég hef oft séð það svartara en þetta og nú stendur yfir þetta venjubundna hret. Það tefur eitthvað fyrir laufgun og grænk- un, en ég held að áhrif kuldans verði vart meiri en það. Ef fólk vill huga að páskaliljum er kannski rétt að hlífa þeim með einhverjum hætti, en ég held að ekkert sé að óttast, sagði Hafliði Jónsson að lokunt. LESBOK Morgunblaðsins fylgir blaðinu ekki í dag, laugardaginn I. maí. Lesbókin kemur næst út laugardaginn 8. maí. Morgun- blaðið komur ekki út á morgun, sunnudag. Blaðið kemur næst út á þriðjudag. Stjórnarfrumvarp um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði: Stjórnarliði vill frávísun og að málið sé tekið af Hjörleifi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.