Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.05.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ1982 5 Sinfóníuhljómsveit íslands: 19. og næstsíðustu áskriftartónleikar vetrarins a NÍTJÁNDU og næstsíðustu áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða í Háskólabíói á morgun, fimmtudag 6. maí, kl. 20.30. Efnisskráin er eftirfarandi: Mozart: Forleikur að Brúð- kaupi Fígarós. Mozart: Fiðlu- konsert í G-dúr. Glaszunow: Fiðlukonsert. De Falla: E1 am- or brujo. Stjórnandi er Jean- Pierre Jacquillat, aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Einleikari er Kernst Kovacic. Hann er tal- inn meðal fremstu fiðluleikara af yngri kynslóðinni í Austur- ríki. Hann naut víðtækrar tón- listarmenntunar, m.a. í fiðlu- leik, orgelleik og tónsmíðum morgun og hefur hann þegar að baki alþjóðlegan listferil sem hefur einkennst m.a. af frumflutn- ingi margra nýrra tónverka fyrir fiðlu jafnhliða flutningi á einleikssónötum Bachs og fiðlukonsertum Mozarts, svo eitthvað sé nefnt. Kovacic hef- ur unnið til fjölda verðlauna í fiðlukeppnum, m.a. í Genf, Múnchen og Barcelona, og leikið á tónleikum í útvarp og sjónvarp víða í Evrópu, í Mið- austurlöndum og Austurlönd- um nær og fjær. Hann hefur einnig komið fram á mörgum stærstu tónlistarhátíðum í Evrópu, m.a. í Berlín, Salzburg og Vín. Kovacic leikur á fiðlu frá árinu 1759, smíðuð af Gio- vanni Battista Guadagnini. (Kréttatilkynning.) Halldór Laxness kjör- inn heiðursfélagi Leik- félags Reykjavíkur Á AÐALFUNDI Leikfélags Reykja- víkur, sem haldinn var 3. maí sl., var Halldór Laxness kjörinn heióursfé- lagi Leikfélags Reykjavíkur. Halldór Laxness hefur verið tíð- ur gestur Leikfélagsins um árabil. Fyrsta leikrit hans, Straumrof, var frumsýnt hjá Leikfélaginu haustið 1934 og flutt síðar öðru sinni á vegum félagsins árið 1977. Dúfnaveislan var leikin hjá Leik- félaginu árið 1966, leikgerð á Kristnihaldi undir jökli árið 1970, leikgerð á Atómstöðinni árið 1972, og loks leikgerðin á Sölku Völku, sem valin var til sýningar á 85 ára afmæli Leikfélagsins í janúar sl. og sýnt til heiðurs skáldinu átt- ræðu. Þess má geta, að þetta er í þriðja sinn, sem leikritahöfundur er kjörinn heiðursfélagi Leikfé- lagsins, en Indriði Einarsson og Einar H. Kvaran voru kjörnir heiðursfélagar árið 1934. Laxness Aðrir heiðursfélagar Leikfé- lagsins eru Ragnar Jónsson í Smára og leikararnir Auróra Halldórsdóttir, Valur Gíslason, Vilhelm Norðfjörð og Þóra Borg. Sérstök sýning myndar um KGB NÆSTKOMANDI fimmtudag, 6. maí, kl. 20.30 gangast Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu (SVS) fyrir sýningu á nýlegri kan- adískri sjónvarpsmynd um sovézku leyniþjónustuna, KGB. Myndin verður sýnd í Kristalssal Hótels l.oftleiöa og hefst sýningin kl. 20.30. Öllum er heimill aðgangur að mynd- inni, sem ekki hefur áður verið sýnd hér á landi, en sýning hennar tekur um l'/2 klst. Hér er um að ræða ítarlega heimildarmynd um sögu, skipulag Hafnarfjörður: Páfagauk- ur týndist Um kvöldmatarleytið í gær tapaðist gulgrænn páfagaukur frá Norðurbraut 22 í Hafnarfirði. Finnandinn er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 54657. og ýmsar starfsaðferðir og aðgerð- ir KGB. Kastljósunum er aðallega beint að starfsemi KGB í Norður- Ameríku, þ.e. Bandaríkjunum og Kanada, en efni myndarinnar á þó hvarvetna erindi. Myndin var gerð af óháðu kan- adísku fyrirtæki, Norfolk Communication Ltd. Hún skiptist í stutta 5—10 mínútna langa kafla. Inn i frásögn myndarinnar er fléttað viðtölum við ýmsa nú- verandi og fyrrverandi yfirmenn vestrænna leyniþjónusta og helztu leyniþjónustumenn austantjalds- ríkjanna, sem flúið hafa vestur yf- ir. Myndin geymir einnig mynda- og hljóðupptökur, sem framleið- endur myndarinnar tóku leynilega á þeim tveimur árum, sem gerð myndarinnar stóð yfir. Þess skal að lokum getið, að mynd þessi hefur vakið mikla at- hygli, þar sem hún hefur verið sýnd. Ekki er um að ræða sömu mynd og þá, sem nýlega var sýnd í íslenzka sjonvarpinu, en þar var á ferðinni brezk mynd gerð af BBC. (Kréttatilkynning.) Hið nýja skip Nesskips, sem verður afhent félaginu í maílok. Nýtt skip til Nesskips í stað Suðurlandsins NESSKIP hf. hefur gengið frá kaupsamningi um kaup á 999 brúttólesta flutningaskipi í stað Suðurlandsins, sem sökk undan Færeyjum á dögunum. Skipið er byggt í Vestur-Þýzkalandi árið 1972 undir eftirliti og samkvæmt kröfum Germanische Lloyds og hæsta ísklassa. Burðargeta skipsins er 2.500 tonn, en það er búið tveimur Hagglund-krönum með 12 tonna lyftigetu. Framrými er 160.000 kúbikfet á tveimur dekkjum og er ein lestarlúga, sem er 51x10,2 metrar að stærð. Aðalvél skipsins er af Deutz- gerð um 2.400 hestöfl og er með sjálfvirknibúnaði frá German- ische Lloyds. Skipstjóri á þessu nýja skipi Nesskips verður Halldór Alm- arsson, sem stýrði Suðurlandinu, og yfirvélstjóri verður Þorsteinn Sverrisson, sem þegar er kominn um borð til að kynnast skipinu, sem verður afhent í Evrópu í lok maímánaðar. Evrópudagur- inn í dag í DAG er „Dagur Evrópu“ og hefur Samband íslenzkra sveitarfélaga hvatt sveitarfélög til að minnast Evr- ópudagsins með því að hafa við hún þjóðfánann og fána Evrópu, sem er með 12 gulum stjörnum á bláum feldi. I ár er þess minnst, að 25 ár eru liðin frá stofnun sveitar- og hér- aðsstjórnarþings Evrópuráðsins og um þessar mundir er kynnt uppkast að Evrópusáttmála um w sjálfforræði sveitarfélaga, sem væntanlega hlýtur fullgildingu síðar á árinu. Samband ísl. sveitarfélaga hef- ur lagt til að almenn kynning á starfi sveitarfélaga fari fram frá Evrópudegi til vikuloka. „Hvað er að gerast...“ ÞEIR sem vilja koma að frétt- um í þáttinn „Hvað er að ger- ast um helgina", eru beðnir um að skila þeim inn á ritstjórn Morgunblaðsins eigi síðar en fyrir kvöldið í kvöld. Berist fréttir seinna er ekki hægt að tryggja birtingu þeirra í þætt- inum. H€RRfl RÍKI Snorrabraut 56 Glæsibæ Miðvangi Þrumujakkar meö gamla laginu og enginn eins. Á undraveröinu 350,00 og skyrtur viö á kr. 100,00. Austurstnrti K)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.