Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 102. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. MAÍ1982
27
Félagsvistin er mjög vinsæl hjá eldri borgurum í Reykjavík.
Félagsstarf eldri borgara í Reykjavík:
Vetrarstarfinu lýkur
með sýningu á Kjarvalsstöðum um helgina
FELAGSSTARF eldri borgara í Reykjavík hefur verið með mikl
um blóma í vetur eins og undanfarna vetur. Þar hefur verid bodið
upp á félagsstarf ýmis konar, námskeið, handavinnu og margvís-
lega þjónustu. Ekki liggja fyrir tölur um þátttökuna í vetur en
alls tóku um 40 þúsund manns þátt í félagsstarfinu veturinn
1980, samkvæmt upplýsingum Geirþrúðar Hildar Bernhöft elli-
málafulltrúa og Helenu Halldórsdóttur forstöðukonu.
100 sjálfboðaliðar
Starfinu verður framhaldið í
surnar þó með mánaðarhléi á
hverjum stað, þannig verður lok-
að vegna sumarleyfa í ágúst í
Norðurbrún 1, í júlí í Lönguhlíð
3 og : ágúst í Furugerði 1. Engin
tök eru á því að gera grein fyrir
öllu því sem Félagsstarf eldri
borgara býður upp á í þessari
fréttagrein en þeir, sem áhuga
hafa á því að kynna sér hvað
boðið er uppá, geta hringt í
skrifstofu Félagsstarfsins í
Norðurbrún 1, sími 86960.
Frá upphafi hafa sjálfboðalið-
ar frá kirkjufélögum kvenna í
Reykjavík, kvennadeild Rauða
krossins og eldri skátum unnið
við Félagsstarf eldri borgara.
Hafa þannig yfir 100 manns
unnið þarna sjálfboðaliðstarf á
ári hverju og enn starfar 21, sem
unnið hefur frá upphafi þessa
starfs árið 1969.
Sýning á Kjarvalsstöðum
Segja má að nú séu vertíðarlok
í vetrarstarf inu og verður sýning
á ýmsum munum sem hafa verið
unnir í vetur opnuð á Kjarvals-
stöðum   föstudaginn    14.    maí
1982, kl. 16.00. Lúðrasveit Laug-
arnesskóla leikur fyrir utan við
opnunina.
Sýningin verður opin frá kl.
16.00 til 22.00 föstudaginn 14. og
frá kl. 14.00 til 22.00 laugardag-
inn 15. og sunnudaginn 16. maí.
Sala á munum unnum í Fé-
lagsstarfinu verður að Norður-
brún 1, laugardaginn 15. og
sunnudaginn 16. maí nk. frá kl.
13.00 til 18.00 báða dagana.
Starfíð eykst stöðugt
Þær Geirþrúður Hildur
Bernhöft og Helena Halldórs-
dóttir veittu Morgunblaðinu eft-
irfarandi upplýsingar:
Félags- og tómstundastarf
eldri borgara á vegum Félags-
málastofnunar Reykjavíkur-
borgar hófst í apríl 1969. Send
voru út rúmlega 5.000 bréf til
þeirra, sem þá voru 70 ára og
eldri til kynningar á væntanlegu
starfi. Síðan hófst félagsstarfið
tvo eftirmiðdaga í viku frá kl.
13.00—18.00 í Tónabæ.
Vorið 1972 fluttist félagsstarf-
ið í Félagsheimili Fóstbræðra.
Vorið 1974 hófst félagsstarfið
einnig að Hallveigarstöðum við
Túngötu tvo eftirmiðdaga í viku.
Vorið 1974 hófst félagsstarfið
á jarðhæð hússins Norðurbrún 1,
en það er fyrsta leiguhúsnæðið,
sem sérstaklega var hannað í
þágu aldraðra. Gafst þá tæki-
færi að auka félags- og tóm-
stundastarfið verulega í eigin
húsnæði og varð nú þar fimm
daga vikunnar.
I árslok 1979 var hafið skipu-
legt félags- og tómstundastarf
að Furugerði 1 og Lönguhlíð 3 til
viðbótar starfseminni að Norð-
urbrún og Hallveigarstöðum.
Þar er nú unnið fjóra daga vik-
unnar á hvorum stað.
Vorið 1981 fluttist félagsstarf-
ið frá Hallveigarstöðum í
Oddfellowhúsið. Ævinlega er
haldinn jólafagnaður að Hótel
Sögu, Súlnasal, farið er í leik-
húsferðir, haldnar kvöldvökur,
haldin sundnámskeið í Sundhöll
Reykjavíkur o.fl.
Sumarið 1969 hófst einnig
sumarstarf. Farið var í nokkrar
ferðir um Reykjavík og ná-
grenni. Sú starfsemi hefur auk-
ist sem annað.
Sumarið 1973 var efnt til
orlofsdvalar að Löngumýri í
Skagafirði í samstarfi við Þjóð-
kirkjuna. Þá dvöldu tveir 24
manna hópar í 12 daga. Nú verða
5 hópar í 12 daga hver, en þátt-
takendur eru 35 í hverri ferð.
Haustið 1977 hófust utan-
landsferðir til sólarlanda fyrir
aldraða.
Nánar verður sagt frá félags-
starfi eldri borgara í sumar í
Mbl. síðar.
Nýtt kerfi heilsugæslu
Reykjavík skipt niður í heilsugæslusvæði
ÁÆTLAÐ er að byggja á næstu ár-
um 12 heilsugæslustöðvar í Reykja-
vík, sem staðsettar verða á jafti-
mörgum svæðum víðs vegar um
borgina. Með tilkomu heilsugæslu-
stöðvanna verður eldra kerfi heim-
ilislækninga og heilsuverndar lagt
niður og tekið upp hið nýja kerfi
heilsugæslu. Heilsuverndarstöðin
við Barónsstíg verður að heilsu-
gæslustöð við Barónsstíg og verður
þar aðsetur stjórnar heilsugæslu-
stöðva, heilbrigðisráðs o.fl.
Gert er ráð fyrir að á tímabilinu
1983 til 1987 verði samtals veitt til
heilsugæslustöðva í Reykjavík 94
milljónum króna og er gert ráð
fyrir að það fé nægi til að byggja
upp eina stöð á ári á þessu árabili.
Ekki er búið að fastsetja í hvaða
röð þessar stöðvar verða byggðar
en þegar hefur verið byggð heilsu-
gæslustöð í Árbæjarhverfi, í
Breiðholti og í Fossvogi. Hefur á
undanförnum árum uppbygging
heilsugæslunnar út um landið
haft forgang.
Nefnd, sem undirbúið hefur að
nokkru leyti hið nýja heilsugæslu-
kerfi hefur lagt fram nýjan sam-
komulagsgrundvöll í stað samn-
ings um heimilislæknishjálp, sem
áður gilti og hafa læknasamtök
fallist á hann. I samningnum er
þess m.a. getið að starfandi heim-
ilislæknar skuli hafa forgangsrétt
að stöðum í heilsugæslustöðvun-
um. Þeir heimilislæknar, sem
hætta störfum vegna aldurs með
tilkomu þessarar breytingar,
hljóta lífeyrissjóðsréttindi, sem
sambærileg eru við réttindi opin-
berra starfsmanna með sama
starfsaldur.
Á síðasta borgarstjórnarfundi
fyrir kosningar var ákveðið að
fresta atkvæðagreiðslu um heilsu-
gæslustöðvakerfið vegna óvissu
um fjármálahliðina og verður því
málið ekki tekið aftur upp fyrr en
í haust. Borgarstjórnarmenn
óttast að kostnaður við byggingu
heilsugæslustöðva verði of mikill
en Svavar Gestsson hefur bent á
að ríkið muni koma til móts við
borgina hvað varðar kostnaðinn
með frumvarpi til laga um mál-
efni aldraðra þar sem væri gengið
til móts við kostnað Reykvíkinga
af heimilisþjónustu aldraðra.
Skipting borgarinnar í heilsu-
gæslusvæði er á þessa leið: 1. Ár-
bær/ Selássvæði að Hraunbæ 102.
2. Breiðholtssvæði I, „Mjóddin"
samkv. staðfestu deiliskipulagi. 3.
Breiðholtssvæði II, samkv. stað-
festu deiliskipulagi. 4. Breið-
holtssvæði III, samkvæmt stað-
festu deiliskipulagi. 5. Gerða-
svæði, óákveðið. 6. Fossvogssvæði,
Borgarspítalinn. 7. Heima-/ Voga-
svæði, óákvæðin staðsetning. 8.
Laugarnes-/ Kleppsholtssvæði,
óákveðið. 9. Háaleitis-/ Túna-
svæði, staðsetning óákveðin. 10.
Miðbæjarsvæði og Norðurmýrar-
og Hlíðasvæði, Heilsug.st. v/ Bar-
ónsstíg. 11. Melasvæði og Vestur-
bæjarsvæði, staðsetning óákveðin.
12. Seltjarnarnessvæði, Mela-
braut, Seltjarnarnesi.
FISHER
toppurinn i dag
LÁGMULA7
REYKJAVÍK SÍMI 85333
SJÓNVARPSBÚDIN
Nýja platan meö Willie Nelson heitir „Always on My
Mind".
Gamli góoi Willie Nelson flytur ný lög og endurnýjar
gamlar dægurflugur á þessari plötu.
Haföu Willie í huga næst þegar þú kaupir hljómplötu.
Heildsöludreifing
steÍAorhf
Símar 85742 og 85055.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48