Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						50
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 20. MAÍ1982
Þaðgetur
oltíð á þér
\
Texti: Jakob F. Ásgeirsson / Myndir: Ólafur K. Magnússon
„Ég óttast ekkert nema andvaraleysið. Látum ekki mistökin frá '78 endurtaka sigl"
Hvað heitir þú?
Ég heiti Þorsteinn.
Er hann pabbi þinn heima?
Nei, pabbi er á fundi. En mamma er
heima.
Og Ástríður býður mér að gjöra svo vel
og ganga í bæinn; hann Davíð sé rétt
ókominn af fundi. Davíð Oddsson, borg-
arstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Kona
hans er Ástríður Thorarensen, dóttir
Unu Petersen og Þorsteins Thorarensen,
borgarfógeta.
Eg er Reykvíkingur í húð og hár, segir
Ástríður. Fædd á Þórsgötunni og alin
þar upp og í Hlíðunum. Það má kalla að
ég hafi ekki farið innfyrir Elliðaár og ég
vona að það eigi ekki fyrir mér að liggja
að enda á Rauðavatnssvæðinu!
Það er friðsæl gata Lynghagi. Ástríður
segir að þau Davíð kunni prýðilega við
sig í húsi númer fimm. I kjallaranum er
ein af kosningaskrifstofum Sjálfstæðis-
flokksins.
Við áttum heima við þessa götu fyrstu
fimm árin í okkar hjúskap, segir Ástríð-
ur. Það var í 2ja herbergja íbúð í húsi
númer tuttugu. Annars höfum við átt
heima á fjórum stöðum í borginni síðan
við giftum okkur. Fyrst á Lynghaganum,
8VO í Hlíðunum, þá á Reynimel og nú
erum við komin aftur á Lynghagann.
Hér verður væntanlega framtíðarbústað-
ur okkar, ef guð lofar.
Astríður bregður á siggúmmíhönskum
og þvær í snarhasti upp nokkra diska og
glös.
Ég var að koma úr prófi, segir hún. Já,
ég stunda nám í Háskólanum. Læri þar
hjúkrunarfræði. Ég hafði starfað í nokk-
ur ár sem læknaritari og fékk mikinn
áhuga á hjúkrunarstarfinu. Nú á ég að-
eins eftir eitt ár í náminu, ef allt gengur
vel.
Þorsteinn kallar á mömmu sína. Hann
vill sýna henni nýju íþróttapeysuna sína,
fagurgræna markmannsskyrtu.
Eg held með Skagamönnum, segir
hann. Ég er æstur Skagamaður! Ég veit
eiginlega ekki af hverju, en ég hef alltaf
verið það síðan ég vissi hvað knattspyrna
var, og er að hugsa um að vera það
áfram. Þó held ég líka svolítið með KR,
af því að ég æfði með þeim.
Ekki með Víkingum? spyr ég og bendi
á litia mynd af íslandsmeisturum Vík-
ings á eldhúsborðinu.
Nei. Það var vinkona hennar mömmu
sem sendi mér þetta kort bara til að
skaprauna mér! segir Þorsteinn fullorð-
inn tíu vetra.
Við göngum til stofu. Það er bjart; sér
útum stóran gluggann í vel hirtan garð.
Það er komið vor, segir Ástríður. Ég
hafði áhyggjur af garðinum, eins og
fleiri sjálfsagt, þegar það gerði hretið, en
síðustu dagar hafa verið góðir og mér líst
orðið ágætlega á garðyrkjuna í sumar.
Ég brenn í skinninu að komast út í garð.
Heyrðu, segir Þorsteinn. Finnst þér
gaman að vera blaðamaður? Ég og
frændi minn einn gefum út blað og það
tekst ágætlega. Það heitir Þor-Þór. Það
eru þrír fyrstu stafirnir í nöfnunum
okkar. Nei, Þor-Þór kemur ekki út reglu-
lega. Stundum ekki nema einu sinni í
mánuði. Við seljum það bara ættinni.
Ömmunum og öllu því liði. Okkur vantar
eiginlega fleiri áskrifendur.
Og hvað skrifiði í blaðið?
Allt milli himins og jarðar ...
Þeir taka viðtöl við valinkunna ætt-
ingja, segir Ástríður brosandi.
Svo höfum við fréttaritara á Húsavík,
segir Þorsteinn. Það er frændi minn.
Okkur finnst stundum erfitt að taka við-
tölin, því það þekkjast allir í ættinni og
það getur verið strembið að finna spurn-
ingar.
En hver skrifar leiðarana?
Ég.
Og fylgirðu ekki pabba í pólitíkinni?
Jú, það geri ég.
Kötturinn Pollý gengur til atofu
að heilsa uppá gestinn. Það er mikill
selskapsköttur, Pollý.
Hefurðu nokkurn tíma lent í því að
taka viðtal við kött, spyr Þorsteinn. Það
hafa ábyggilega fáir gert, en við gerðum
það í gærkveldi. Tókum öll mjálmin
hennar uppá segulband.
Nú birtist bóndinn. Hann var að koma
af borgarráðsfundi.
Við byrjuðum klukkan ellefu í morgun,
segir Davíð, og ég var að losna núna
klukkan hálf fjögur.
Davíð er varla kominn inn úr dyrun-
um, þegar spurt er eftir honum í símann.
Ég spyr Ástríði hvort hún sé jafn póli-
tísk og bóndi hennar.
Nei, ekki get ég sagt það. Ég var ákaf-
lega lítið pólitísk þegar við Davíð kynnt-
umst, en þú getur rétt ímyndað þér,
hvort maður fari ekki að fylgjast með
þegar naumast er talað um annað í
kringum mann en pólitík. Maður vill ekki
vera utangátta og smám saman hefur
myndast með sér töluverður áhugi á póli-
tík. Við getum sagt að hann sé „hæfi-
legur" minn pólitíski áhugi, en auðvitað
reyni ég að fylgjast með þjóðmálaum-
ræðunni.
Varstu sátt við það að Davíð gæfi sig
að stjórnmálum?
Já. Davíð hefur geysilegan áhuga á
borgarmálefnum og þjóðmálum yfirleitt.
Ég tel að hann eigi fullt erindi í stjórn-
málabaráttu og geti komið góðu til leið-
ar. Mér hefur aldrei dottið í hug að draga
úr þessari löngun hans að helga sig
stjórnmálum. Hann hefur heldur ekki
reynt að gera úr mér fyrirmyndareigin-
konu stjórnmálamannsins. Við erum
sammála um að reyna að halda einkalífi
okkar hæfilega aðskildu frá stjórnmála-
lífinu. En ég hef fundið það, að mörgum
finnst ég sem eiginkona formanns borg-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80