Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982
Vilhjálmur Þ. Gísla-
son — Minningarorð
Fsddur 16. september 1897.
Diinn 19. maí 1982.
Samferðamenn hverfa sýnum
og í dag er til moldar borinn eftir
langt og gifturíkt æviskeið einn
þeirra manna, sem hiýddu í ár-
daga þessarar aldar gjallandi
herhvöt skáldsins Hannesar Haf-
stein.
Aldar á morgni vöknum til að vinna
vöknum ojj tygjumst, nóg er til aó sinna.
Hátt ber aA stefna, von vid traust aó tvinna
takmark og beit og efndir saman þrinna.
Vilhjálmur Þ. Gíslason var bor-
inn og barnfæddur Reykvíkingur,
sonur hjónanna Þorsteins Gísla-
sonar ritstjóra og skálds og Þór-
unnar Pálsdóttur. Ólst hann upp á
menningarheimili foreldra sinna
og bar þess alla tíma merki í orði
og æði. Mun uppeldi hans snemma
hafa aukið honum víðsýni og
áhuga á fjölbreytilegum málefn-
um umfram flesta aðra jafnaldra
hans.
Mjög unni Vilhjálmur bernsku-
og æskuslóðum sínum í Reykjavík
og Þingholtunum öllu framar.
Átti hann ótalin spor að húsi for-
eidra sinna í Þingholtsstræti alla
ævi og kvaðst verða annar maður,
þegar hann gengi þá götu. Trygg-
lyndi var sterkt einkenni hans.
Hann unni mjög foreldrum sínum,
ættmennum og venslafólki norð-
an- og austanlands og var tröll-
tryggur öllum sem hann batt vin-
fengi við.
Vilhjálmur varð stúdent 1917,
lagði stund á íslensk fræði og fet-
aði þar í fótspor föður síns. Meist-
araprófi í norrænum fræðum lauk
hann 1923, en fór þá erlendis til
frekara náms. Varð hann brátt at-
hafnasamur rithöfundur. Samdi
hann og gaf út á langri ævi fleiri
bækur um margvísleg efni í sinni
grein en hér eru tök að nefna.
Meginstörf Vilhjálms voru í
Verzlunarskóla íslands, þar sem
hann var skólastjóri í 22 ár, og hjá
Ríkisútvarpinu, þar sem hann
starfaði frá upphafi þess og var
útvarpsstjóri síðustu 15 ár
starfsævi sinnar. Að öðru leyti
kom hann við sögu á flestum svið-
um menningarmála alla sína daga
og skal aðeins nefna störf hans í
Menntamálaráði og Þjóðleikhús-
ráði, þó að hann léti til sín taka
miklu víðar í borgar- og landsmál-
um.
Auk sagnfræði og fagurbók-
mennta var fréttamennska Vil-
hjálmi alltaf hughaldin og mun
það hafa verið arfur frá æskuár-
unum, er hann var með föður sín-
um í blaðaútgáfu. Varð hann
fréttamaður útvarpsins við stofn-
un þess og brátt landskunnur fyrir
efnisflutning á öldum ljósvakans
og vann sér aðdáun almennings
með skörulegum og fáguðum
flutningi máls og allri framkomu.
Árið 1935 varð Vilhjálmur bók-
menntaráðunautur útvarpsins og
naut víðtækrar þekkingar sinnar
einnig með ágætum á því sviði.
Eftirminnilegir eru annálar þeir,
sem hann flutti þjóðinni á gaml-
árskvöld um margra ára skeið.
Voru þetta aukastörf, en útvarpið
átti mjög sterkar taugar í Vil-
hjálmi frá fyrstu tíð, og 1953 var
hann skipaður útvarpsstjóri.
Gegndi hann því embætti til sjö-
tugs eða til ársloka 1967. Útvarps-
stjórnarárin urðu mikill annatími
á æviferli Vilhjálms Þ. Gíslason-
ar, enda urðu þar miklar breyt-
ingar og framfarir. Ný tækni
leysti aðra af hólmi eins og jafnan
gerist. Útvarpið fluttist í nýtt hús-
næði og loks hófst undirbúningur
íslensks sjónvarps, sem hafði
markað sín fyrstu spor, þegar
hann lét af störfum.
Við fráfall Vilhjálms Þ. Gísla-
sonar hrannast að minningarnar
um okkar fyrstu kynni og nána
samvinnu um áratuga skeið. Sam-
starfið hófst um leið og ég kom til
útvarpsins 1944 og við tókum að
vinna saman að dagskrárgerð,
tveir menn, ólíkir um margt. Ég
þekkti Vilhjálm auðvitað eins og
öll þjóðin, en hann ekki mig, en
hann tók mér tveim höndum þegar
í stað og á vináttu okkar, sem þá
tókst, bar aldrei nokkurn skugga,
hvort sem hann var samstarfs-
maður minn við dagskrárgerð eða
húsbóndi, og honum á ég að ævi-
lokum margt gott upp að inna,
sem seint verður goldið nema með
hlýjum hug.
Ef gefa ætti Vilhjálmi Þ. Gísla-
syni einkunnarorð, þá nefndi ég
hann gæfumann. Hann var frið-
samur maður og óáleitinn, en
djúphugull, og störfum hans
fylgdi gifta. Hann var góður borg-
ari í beztu merkingu þess orðs, og
höfuðborginni var sómi að þessum
virðulega og vörpulega syni sínum
hvar sem hann fór. Hann var mað-
ur hófs og góðrar reglu, glaðlynd-
ur og vingjarnlegur í allri fram-
komu. Skoðanir hans voru fast-
mótaðar af erfðum og uppeldi, en
hann var samt óvenju víðsýnn og
umburðarlyndur og átti auðvelt
með að setja sig í annarra spor.
Vilhjálmur Þ. Gíslason var einnig
mikill gæfumaður í einkalífi sínu.
Eftirlifandi kona hans er Inga,
dóttir Árna Jónssonar prófasts á
Skútustöðum við Mývatn, hin
mesta sæmdarkona og styrkasta
stoð manni sínum, unz yfir lauk.
Þeim hjónum varð þriggja barna
auðið; þau eru Þór, hæstaréttar-
dómari, Ingibjörg, launamála-
fulltrúi Vitamálaskrifstofu, og
Auður Eir, sem fyrst kvenna á ís-
landi varð þjónandi prestur. Fjöl-
skylda Vilhjálms skapaði honum
gott og friðsælt ævikvöld eftir
langan starfsdag og hann sinnti
hugðarefnum sínum meðan heils-
an leyfði. Það var ánægjuefni að
sjá frá hendi hans fyrir tveimur
árum skemmtilega og stórfróðlega
bók um Jónas Hallgrímsson og
Fjölni. Þar var engin ellimörk að
sjá, þó að höfundur væri vel yfir
áttrætt.
Vilhjálmur Þ. Gíslason var trú-
aður kristinn maður. Hann er nú
fæddur inn í annað ljós, og gefi
Guð honum raun lofi betri.
Eftirlifandi ástvinum hans vott-
um við hjónin samúð okkar og
þökk fyrir liðna tíð.
Andrés Björnsson
Skólastjórinn okkar er látinn.
Vilhjálmur Þ. Gíslason var fædd-
ur 16. september 1987, dáinn 19.
maí 1982. Að öðru leyti ætla ég
ekki að rekja æviferil hans, aðeins
minnast nokkrum orðum á við-
kynningu mína og okkar skólafé-
laganna, sem útskrifuðumst i
fyrsta stúdentahópnum vorið
1945, af þessum merka manni og
konu hans frú Ingu Árnadóttur.
Ég kynntist Vilhjálmi fyrst vet-
urinn 1939, þegar ég hóf nám í
öðrum bekk Verzlunarskóla ís-
lands. Þá var hann maður á bezta
aldri. í mínum augum virðulegur
og ráðsettur í fasi, stjórnsamur en
þó ekki einstrengingslegur. Þótt
hann væri stundum strangur, þá
var alltaf stutt í kímnina og góð-
vildina, sem undir bjó.
Kynni mín af Vilhjálmi þessi
fyrstu tvö og hálft ár, þangað til
ég lauk verzlunarprófi, voru ekki
veruleg önnur en sem góðs ís-
lenzkukennara og virðulegs skóla-
stjóra.
Haustið 1943 var svo fyrir til-
stuðlan Vilhjálms stofnuð svoköll-
uð lærdómsdeild við skólann. Áð-
ur voru menntaskólarnir í landinu
aðeins tveir, MR og MA, og þótti
mörgum sem það væri yfrið nóg og
óþarfi að veita fleiri skólum rétt-
indi til að brautskrá stúdenta.
Vilhjálmur var framsýnn maður
og vildi veg síns skóla sem mestan.
Hann barðist þessvegna fyrir því,
að afla skóla sínum þessara rétt-
inda og fékk þvi framgengt eins og
fyrr segir með atbeina Magnúsar
Jónssonar þáverandi mennta-
málaráðherra. Þetta var talsvert
hitamál á sínum tíma, en nú held
ég, að öllum finnist það sjálfsagt
mál, enda þróunin orðin sú, að
margir skólar hafa öðlast slík
réttindi.
Við vorum sjö strákarnir, sem
hófum nám í lærdómsdeildinni
1943 og útskrifuðumst síðan vorið
1945. Á þessu tímabili kynntumst
við Vilhjálmi náið. Hann lagði að
sjálfsögðu áherzlu á að þessi til-
raun sin tækist sem bezt. Ég held,
að við og kennaraliðið höfum
smitast af áhuga hans, og að allir
hafi viljað gera sitt bezta. Ég held,
að þarna hafi myndast einskonar
hóptilfinning og hópmetnaður
með samspili kennaranna og
okkar, undir handleiðslu Vil-
hjálms.
Á þessu tímabili lærðum við að
meta hvílíkur mannkostur Vil-
hjálmur var. Við höfum síðan
haldið kunningskapnum við Vil-
hjálm og konu hans og notið þeirr-
ar ánægju að mæta með þeim við
skólauppsögn á fimm ára fresti og
átt með þeim ánægjulegar stund-
ir.
Með þessum skrifum vil ég fyrir
hönd okkar sjömenninganna og
eiginkvenna okkar færa þeim
þakkir fyrir allt gamalt og gott og
færa frú Ingu og börnum þeirra
innilegar samúðarkveðjur okkar.
Árni J. Fannberg
Kveðjuorð frá
Norræna félaginu
Ungur drengur á 4. áratug ald-
arinnar hafði af fáu meiri ánægju
og unun á vetrarkvöldum en
hlusta á útvarp.
Það varð gjörbreyting í lífi hans
þegar Ijós kviknaði á Telefunken-
tækinu í fyrsta sinn á þorranum
1933.
Eitt af því sem ekki fór framhjá
honum voru fræðsluþættir Vil-
hjálms Þ. Gíslasonar um bækur og
menn. Góð og yfirveguð fræðsla,
aldrei fullyrt um of, leiðum haldið
opnum til margra átta, og gáð um
gættir allar.
Því miður hafa niður fallið
reglubundnir þættir í hljóðvarpi
um það sem efst er á baugi í
bókmenntum og listum hjá ná-
grönnum okkar og öðrum íbúhm
jarðkringlunnar. /
Væri vel ef þeir yrðu upp teknir
að nýju og verðugt verkefni hljóð-
varps í minningu þess forystu-
manns Ríkisútvarpsins sem hér er
kvaddur.
H»er qruadi ron á i IjÓHÍnu heiu*
því Itf er «A vaka, en ekki aA dreyma,
kveður Einar skáld Benediktsson í
hinu snjalla kvæði Morgni.
Mikill elju- og vökumaður er
allur.
Vilhjálmur Þ. Gíslason var einn
af stofnendum Norræna félagsins
fyrir tæpum sextíu árum, 20. sept-
ember 1922.
Hann var jafnan með áhuga-
sömustu félagsmönnum þess og
sat i stjórn þess um hálfrar aldar
skeið, lengur en nokkur annar
maður.
Norræna félagið, sem nú starfar
í 40 deildum víðs vegar um landið,
var í fyrstunni aðeins ein deild i
Reykjavík.
Vilhjálmur átti sæti í stjórn
hennar allt fram til hinstu stund-
ar. Hann var sá maður sem gjör-
þekkti starf Norræna félagsins frá
upphafi vega.
Við höfum bundið nokkrar vonir
við, að honum ynnist tími til að
rifja upp ýmislegt úr ferli félags-
ins, sem ekki er skjalfest i gögnum
þess, en þvi miður bönnuðu annir
það meðan starfskraftar leyfðu.
Undirritaður átti þess kost með-
al annars að starfa með Vilhjálmi
að undirbúningi norræns blaða-
mannanámskeiðs á vegum Nor-
ræna félagsins sem haldið var á
öndverðu sumri 1973, ef rétt er
munað. Það var mjög ánægjulegt
að njóta reynslu og tilsagnar
þessa margfróða og lífsreynda
fræðara og er ljúft að minnast
þeirra stunda sem við unnum
saman. Námskeiðið tókst með
ágætum og áttum við það ekki síst
hugkvæmni Vilhjálms að þakka.
A sambandsþingi Norræna fé-
lagsins 1977 var Vilhjálmur kjör-
inn heiðursfélagi fyrir langt og
heilladrjúgt starf í þágu félagsins.
Ein síðasta ritsmíð, sem þessi
eljusami öðlingur vann að og lauk,
var endurskoðun og endurútgáfa
mikils ritverks um listaskáldið
góða Jónas Hallgrímsson, sem svo
kvað um norrænar hugsjónir á lið-
inni öld:
Hrejsti, ráásnilli
«* ú°l[prýái
TÍM Htjdji TOIl.
Sijrri Hjinnindi
og Mambeldni.
Ánt fruóe öllum hllfí.
í þessum anda vann Vilhjálmur
Þ. Gíslason að sameiginlegum
áhugamálum okkar félaganna í
Norræna félaginu.
Hans verður lengi minnst í
okkar hópi með þakklæti og virð-
ingu.
Við sendum eiginkonu hans,
Ingu, börnum þeirra og öðru
venslafólki innilegustu samúð-
arkveðjur.
Til heimkynna sinna kveður
konungur lífsins góðan þegn.
Hjálmar Ólafsson
Árið 1931 var mikið tímamótaár
í sögu og starfsemi Verzlunar-
skóla íslands. Skólinn flutti í eigið
húsnæði að Grundarstíg 24, og
Vilhjálmur Þ. Gíslason, magister,
var ráðinn skólastjóri þ. 24. ágúst.
Þetta reyndust vera hin mestu
gæfuspor. Nýtt og merkilegt
þroska- og vaxtarskeið Verzlun-
arskóla íslands hófst með komu
Vilhjálms að skólanum, og hélt
það áfram stöðugt þau 22 ár, sem
hann gegndi skólastjórastarfinu.
Vilhjálmur var vel menntaður
ungur maður. Hann varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1917, magister í íslenzkum fræð-
um 1922, stundaði nám við ýmsa
erlenda háskóla, og hafði unnið
margháttuð bókmenntastörf, er
hann tók við stjórn Verzlunar-
skóla íslands.
Vilhjálmur var maður fremur
stór vexti, en persónuleiki hans
var svo stór, að hann bar hvar-
vetna höfuð og herðar yfir aðra.
Vilhjálmur varð snemma lands-
þekktur útvarps- og ræðumaður,
svo að af bar, en nærvera hans ein
nægði til þess, að áhrif hans segðu
til sín, hvar sem hann var staddur.
Verzlunarskólinn var stöðugt í
mótun undir stjórn Vilhjálms.
Hann bryddaði upp á ýmsum nýj-
ungum, bæði í námsefni og félags-
lífi nemenda, auk sýninga í skól-
anum á nýtízku skrifstofuvélum
og kennslutækjum. Hann sá til
þess, að Verzlunarskóli íslands
væri í fremstu röð framhaldsskóla
og fylgdist gaumgæfilega með
breytingum tímans.
Vilhjálmur Þ. Gíslason unni
Verzlunarskólanum og nemendum
hans af alhug til æviloka. Við,
nemendur hans, bárum ósjálfrátt
óttablandna virðingu fyrir skóla-
stjóra okkar. Við lengri og námari
kynni vék óttinn, en virðingin óx,
og ekki leið svo ár, að Vilhjálmur
væri ekki hylltur af fyrrverandi
nemendum sínum á hátíðum
NSVÍ.
Vilhjálmur tók snemma ást-
fóstri við móðurmálið og íslenzk
fræði. Hann kenndi íslenzku í efri
bekkjum skólans, og naut þess
innilega að miðla af þekkingu
sinni. Islenzka er ekki oft vinsæl-
asta námsgreinin hjá nemendum,
en í tímum hjá Vilhjálmi var lögð
slík alúð við móðurmálskennsluna,
að nemendur hrifust með, og nám-
ið varð lifandi og áreynslulaust.
Vilhjálmur kunni námsefnið utan-
bókar, og gekk oft um gólf á með-
an nemendur lásu upp eða sögðu
frá, og leiðrétti jafnóðum, væri
einhver missmíði á. Markmiðið
var kjarngott, fagurt og rétt ís-
lenzkt mál.
Verzlunarskóli íslands og ís-
lenzka þjóðin nýtur í ríkum mæli
uppskerunnar af starfi Vilhjálms
Þ. Gíslasonar við skólann. Þeir
ungu menn og konur, sem hann
leiddi til þroska og útskrifaði, eru
af þeirri kynslóð, sem nú stendur
á hátindi í störfum sínum í þjóð-
félaginu. Vilhjálmur missti aldrei
sjónar á því, hve mikils virði það
er fyrir ísland að eiga vel mennt-
aða, dugmikla stétt manna, sem
stundar viðskipti og verzlun, inn-
anlands sem utan. Að þessu leyti
hefur landið okkar sérstöðu, vegna
tiltölulega einfaldra atvinnuhátta,
sem leiða af sér margbrotnara
viðskiptalíf.
Það fer ekki hjá því, að menn
eins og Vilhjálmur Þ. Gíslason
skilja eftir sig djúp spor alls stað-
ar, þar sem þeir leggja hönd á
plóg. Verzlunarskólinn býr enn
þann dag í dag að uppbyggingar-
starfi Vilhjálms í ríkum mæli,
tæplega 30 árum eftir að hann lét
af starfi skólastjóra.
Vilhjálmur hefur átt því láni að
fagna, að fá að lifa langa ævi, og
er það vel. Hann gat þess eitt sinn,
að sér hafi stundum fundizt árin
jaskast óþarflega, og eyðast í
störf, sem ekki sá áþreifanlegan
vott eftir. Þessu er í reynd á ann-
an hátt farið. Eftir Vilhjálm
liggja mörg og margvisleg rit-
störf, frumsamin sem og þýðingar,
auk aðalstarfa hans. Útvarpser-
indi hans og ræður spönnuðu flest
atriði þjóðlífsins, og hefur ekki
verið öllu meir hlustað með at-
hygli á mál manna en útvarpser-
indi Vilhjálms. Hann ávaxtaði sitt
pund vel.
Við ævilok merks manns er erf-
itt að flnna verðug kveðjuorð.
Skólanefnd Verzlunarskóla ís-
lands vill flytja Vilhjálmi Þ.
Gíslasyni þakkir fyrir mikið og
gott starf í þágu skólans, verzlun-
arstéttarinnar og íslenzku þjóðar-
innar allrar. Frú Ingu Árnadóttur
eru sendar hugheilar samúðar-
kveðjur, með þökk fyrir allan
þann stuðning, sem hún ávallt
veitti manni sínum í erilsömu
starfi skólastjóra Verzlunarskóla
íslands.
Sigurður (íunnarsson.
formaður skólanefndar.
Vilhjálmur Þ. Gíslason er allur.
Þar er genginn einn svipmesti
menningarmaður sinnar kynslóð-
ar á Islandi, atorkumaður á ýms-
um sviðum bæjarlífsins og þjóð-
lífsins, fjölfróður maður í ræðu og
riti með lifandi áhuga á flestum
heillamálum, klassiskur húman-
isti af gömlum góðum toga, sem
vonandi erfist frá kynslóð til
kynslóðar.
Hann var íslenskumaður að
uppruna, sonur skáldsins og
blaðamannsins Þorsteins Gísla-
sonar, og ætíð áttu skálskapur og
blaðamennska í honum rík tök.
Eitt síðasta og merkasta ritverk
Vilhjálms er t.d. saga blaða og
blaðamennsku, en um þau efni var
hann öðrum fróðari. Hann var
sagnfræðingur að mennt og mót-
un, meistari í norrænum fræðum
og samdi rit um Eggert ólafsson
og um Snorra Sturluson og goða-