Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 139. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1982
**
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Eitt framlag Kjarvalsstaða til
Listahátíðar 1982 er nýstárleg
kynning á lífsverki Jóhannesar
Sveinssonar Kjarval í litmyndum,
textum og frummyndum.
Svo sem þetta er skilgreint í
sýningarskrá og rétt er að hafa
orðrétt eftir, þá er sýningin, sem
nú er í Kjarvalssal, „með öðru
yfirbragði en fyrri sýningar, og
hefur líka einnig annan tilgang.
Það er að sjálfsögðu, sem fyrr,
reynt að gefa hugmynd um Kjar-
valssafn borgarinnar, en farnar
aðrar leiðir. Hér má ganga að
ljósmyndum af öllum þessum
122 verkum, jafnt þeim sem
veggina prýða og hinum. í annan
stað er gerð tilraun til að lýsa
listferli Kjarvals með myndaröð,
tilraun, sem í framtíðinni gæti
orðið vísir að annars konar að-
ferð í fræðslu um Kjarval og list
trönum Kjarvals
hans. Þannig yrði ef til vill
ennfremur en áður ástæða fyrir
listelska pílagríma að leggja leið
sína á Kjarvalsstaði ekki síður
en Bakkagerðiskirkju, auk þess
sem myndaröðina sjálfa — og þá
væntanlega í enn fullkomnara
formi — mætti líka senda á
flakk út um land og út um lönd
til að boða og kynna list meistar-
ans ..."
Ofanskráð er lokakafli for-
mála listráðunauts Kjar-
valsstaða, Þóru Kristjánsdóttur,
og það má strax koma fram að
tilraunin er mjög lofsverð og
boðar væntanlega ný viðhorf í
skipulagningu Kjarvalssýninga
á þessum stað í framtíðinni.
Fram að þessu hafa sýningar á
verkum Kjarvals í eigu borgar-
innar verið mjög einhæfar þótt
fátt hafi verið hægt að setja út á
sjálfar upphengingarnar. Nema
þá að þær geta alltaf verið betri
á öllum sýningum.
Það var því kominn tími til að
leita að nýju formi til að gera
sýningarnar forvitnilegri og laða
fólk í enn ríkari mæli að þeim.
Þóra réði Gylfa Gíslason,
myndlistarmann, til að sjá um
útlit sýningarinnar en aðrir í
sýningarnefnd voru hún sjálf og
Jóhannes S. Kjarval, sonarsonur
meistarans.
Það var hárrétt stefna hjá
Þóru að velja myndlistarmann
til þessa verks því að þeir eru
yfirleitt færastir um að skil-
greina feril starfsbræðra sinna.
Gera það með tilfinningalegri
dýpt en ekki með kaldri, rök-
fræðilegri yfirvegan listsagn-
fræðinga, — sem þó er nauðsyn-
legt  að  séu  með  í  leiknum.
Reynslan segir að slík samvinna
skili jafnan skilmerkilegustum
árangri og er fjöldi stórsýninga
til yitnis um það.
Ég held, að það hafi verið al-
veg nýtt fyrir Gylfa Gíslason að
sjá um slíka sýningu og að
reynsluleysi hafi háð honum að
nokkru. En hann lagði líf og sál í
framkvæmdina og lagði nótt við
dag til þess að skila hlutverki
sínu sem hnökralausustu. Ég
segi hér af ásettu ráði „hnökra-
lausustu" því að frumraun á
slíku sviði getur aldrei orðið full-
komin og því hefur Gylfi gert sér
grein fyrir frá upphafi.
Þetta form á uppsetningu sýn-
ingar er langt frá því að vera
nýtt og hef ég séð sýningar svip-
aðar þessari víða á ferðum mín-
um og á köflum öllu skilmerki-
legri. En það rýrir ekki  hlut
Gylfa. Það, sem hér skortir á
öðru fremur, er fullkomnari
tækjabúnaður, t.d. við stækkun
mynda og leturs. Þá er það hálf-
gert slys að láta letrið vera inni í
römmunum í stað þess að hafa
það í stærra formi utan ramm-
anna. Menn geta einungis borið
saman þær myndir þar sem ekk-
ert letur er og þar sem letur er í
meira eða minna mæli, — þá
kemur í ljós hve fyrrnefndu
myndirnar eru miklu heillegri og
skila sér betur til áhorfandans.
Líka hefði mátt númera mynd-
irnar og hafa skýringartextana í
sýningarskránni — slíkt hefði
haft þann kost, að gestirnir
hefðu haft vizkuna með sér í
malnum heim og þar með hluta
af sýningunni. Eg nefni hér
vizku, vegna þess að yfirleitt eru
sótt föng til háfleygra ummæla
RÆTT VIÐ
JÓN I. BJARNASON
RITSTJÓRA
„Systir, Ijáðu
mér pott"
Hvað  hétu  bændurnir  sem
fundu þennan stað?
„Mig minnir að það hafi verið
þeir Ingvar Árnason í Bjalla og
Óskar Jónsson í Holtsmúla.
Seinna mun annar þeirra hafa
flutt í Lækjarbotna, sem er ná-
grannabær Bjalla og Holtsmúla.
Það minnir mig á þjóðsöguna um
Gissur bónda á þessum sömu
Lækjarbotnum. Þjóðsagan segir
að hann hafi verið að koma frá
silungsveiðum í Veiðivötnum og
reitt aflann á trússhesti. Þá er
sagt að þarna hafi búið tröllkonur
tvær, systur og mikil flögð, önnur
í Bjólfelli en hin í Búrfelii. Er
Gissur kemur fram á Kjallaka-
tungur gegnt Tröllkonuhlaupi
heyrir hann að kallað var í Búr-
felli með ógurlegri rödd:
„Systir, ljáðu mér pott"
Er þá gengt jafn ógurlega aust-
ur í Bjólfelli og sagt:
„Hvað vilt þú með hann"
Þá segir tröllkonan í Búrfelli:
„Sjóða í honum mann."
Þá spyr hin í Bjólfelli:
„Hver er hann?"
Hin svarar:
„Gissur á Botnum. Gissur á
Lækjarbotnum"
í þessu verður Gissuri bónda lit-
ið upp í Búrfell og sér þá hvar
tröllkonan riðst ofan eftir hlíðinni
og stefnir beint ofan að Tröllkonu-
hlaupi, en þar eru klettadrangar
tveir í Þjórsá og sagt að skessurn-
ar hafi stiklað þar yfir til að
bleyta sig ekki í fæturna. Gissur
slapp því að Klofamenn sáu til-
sýndar hvar hann reið allt hvað af
tók undan óvættinum, og hringdu
þeir öllum kirkjuklukkunum hvað
af tók, en við það ærðist skessan
og hljóp undan allt austur í
Tröllkonugil, þar sem hún sprakk.
Það er, skal ég segja þér, ekki
óalgengt að svona sögur rifjast
upp á ferðalögum um hálendið.
Þessir staðir leiða hugann ósjálf-
rátt að tróllum og útilegumönnum
— landslagið er víða hrikalegt og
þvílíkt að varla hentar það til bú-
setu mennskum mönnum. Það eru
Þessi mynd sýnir vel hversu bergið slútir fram yfir kofatóftirnar.
margar sögur sagðar í svona há-
fjallaferðum og mikið sungið. Ég
man að einu sinni fór ég sem far-
arstjóri hjá Útivist með hóp ungs
fólks upp í útilegumannabústað-
inn við Snjóöldu. Þetta var afar
samstilltur hópur — þetta var
ungt fólk og ástfangið, og ég man
að það var óvenju mikið spilað og
sungið á kvöldvökunni. Þarna var
eitt kærustupar sem gerði sitt til
að halda uppi gleðskapnum, og
ástin geislaði frá þeim. Ég var
beðinn að semja brag til að
syngja. Átti bragurinn að vera um
útilegumannabústaðinn fyrir ofan
Snjóöldu og var mér bent á að
undanskilja ekki ástina. Nú, ég
varð við þessum tilmælum og eru
vísurnar svona:
Draumur útilegumannsins
Er laufið gíKr um landsins auðn
við legKjumst út við Snjóöldu.
Þú hjúfrast blitt vio hjarta mitt
f Hreysinu við Snjóoldu.
Kr laufið deyr um landsins auðn
og lindin frýs vid Snjóöldu.
Þú hjúfrast blitt vio hjarta mitl
i Hreysinu við Snjóóldu.
Er vetur frr með veðurhljóð
og veðragný um Snjóöldu.
Þu hjúfrasl blítt vio hjarta miit
i Hreysinu við Snjótildu.
Er hylur Ijórann hélurós
og herðir frost við Snjóöldu.
I*ii hjúfrast blítt við hjarta mitt
i Hreysinu við Snjóöldu.
Kr vorin fer um vötnin blá
með villiblóm til Snjóöldu.
I'u hjúfrast blítt við hjarta mitt
i Hreysinu við Snjóðldu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48