Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.07.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 27 var mætur maður og vel liðinn. En erfiðir tímar áttu eftir að hafa sín áhrif á athafnalífið þar og skömmu fyrir 1930 voru sölumögu- leikar fyrir saltfisk mjög slæmar. Þá urðu margir til þess að hætta útgerð og jafnvel einnig verzlun. Þannig fór þá fyrir Jónasi, sem um það leyti missti heilsuna. Guð- ný bjó þó enn búi á Bakka í nokkur ár eftir 1930 með aðstoð Bjarna, sem tók síðar við búsforráðum, en 1938 brá hann búi og tóku systir hans Guðný og Elías eiginmaður hennar við búsforráðum. Bjarni fluttist til Hafnarfjarðar, þar sem hann hóf störf við Raftækjaverk- smiðju Hafnarfjarðar, sem þá var nýstofnuð. Vann hann síðan þar í nokkur ár, en fór að fást við eigin heildverzlun yið lok síðari heims- styrjaldar. Árið 1962 hóf hann störf hjá Skattstofu Reykjanes- umdæmis og vann þar, þar til hann þurfti að láta af þeim störf- um fyrir aldurs sakir, árið 1972, þá 72 ára að aldri. Árið 1947 giftist Bjarni Svövu Haraldsdóttur, Þórarinssonar, prests í Mjóafirði og konu hans Margrétar Jakobsdóttur. Svava átti tvo bræður, Eggert Eggerts- son, aðalbókara, sem var hálfbróð- ir hennar, nú látinn, og Sverri Haraldsson, sem er albróðir henn- ar. Sverrir er nú prestur á Borgar- firði eystra. Svava er lærð hjúkrunarkona og starfar við Borgarspítalann í Reykjavík. Þau eignuðust fjóra syni og misstu þau elzta drenginn aðeins fárra mánaða gamlan. Hann hét Bjarni Svavar. Næstur er Haraldur, plötusmiður og vinn- ur hjá Björgun hf., þá Bjarni, húsasmiður og yngstur er Jónas, hann býr með móður sinni. Lengst af bjuggu þau í Hafnarfirði og síð- ar í Garðabæ, en síðustu árin í Reykjavík. Bjarni var hár maður, vel vax- inn, andlitsfríður og bauð af sér góðan þokka. Á yngri árum var hann mikið fyrir útiveru, þó eink- um skíðaferðir, sem hann hafði mikinn áhuga á. Átti hann stóran þátt í hönnun og framleiðslu skíðabindinga, sem hann stóð að á árum síðari heimstyrjaldarinnar og næstu ár þar á eftir. Bindingar þessar voru seldar undir vöru- merkinu Vatnajökull og þóttu góð- ar göngubindingar. Bjarni var mikill og góður heim- ilisfaðir, sem tók virkan þátt í heimilisstörfum með eiginkonu sinni. Minningin um góðan eigin- mann og föður mun áreiðanlega verða styrkur Svövu, eiginkonu hans, nú þegar hann er horfinn sjónum okkar. Blessuð sé minning hans. Bjarni Bjarnason. Lengst af ævinni bjuggu þau Rannveig og Ólafur að Strandgötu 33 og reistu þar stórglæsilegt heimili. Fram eftir árum var margmennt á heimili þeirra, því auk sonanna tveggja dvöldu for- eldrar Ólafs þar í umönnun til hárrar elli. Þá var það og til siðs að smíðanemar voru í fæði og þjónustu hjá meistara sínum, oftast einn og stundum fleiri. I heimilisstörfum var því í nógu að snúast, auk ofurlítils búskapar- umstangs sem var yndi Rannveig- ar. Af þessum ástæðum þurfti hún á aðstoðarstúlku að halda. Það hefur ekki verið borið á torg, en þeir vita sem þekkja, að þessar stúlkur voru aldrei neinar horn- rekur á því heimili, heldur ávallt litið á þær sem hluta af fjölskyld- unni. Óg ef þær seinna á lífsleið- inni þurftu á einhverri aðstoð að halda, áttu þær alltaf hauk í horni þar sem voru þau Rannveig og Ólafur. Marga vinsemdina sýndu þau hjón mér í æsku, en mesta og besta þegar ég þurfti verulega á að halda. Þá buðu þau mér að dvelja á heimili sínu í tvo vetur á meðan ég var við skólanám. Þá var ég orðinn gestur í fæðingarbænum og átti ekki í mörg hús að venda. Og við mig var breytt eins og ég væri þriðji sonurinn. Svo miklar mannkostamanneskjur voru þau hjón. Á þessari stundu ríkir því gleði í huga mínum yfir bjartri minningu um þessi góðu hjón og ég kveð þau ekki með sorg í hjarta, slíkt væri ekki að skapi Rannveigar. Hún gerði sér fulla grein fyrir að þau Ólafur voru komin á þann aldur og stundin stóra nálgaðist. Og síðast þegar ég ræddi við hana fann ég það á henni að hún þráði raunar þá stund. Ef trú hennar reyndist rétt hefur hún nú endurheimt kæran eiginmanninn og soninn sem hún tregaði alla tíð sem og aðra ástvini sem hugur hennar var ávallt bundinn við í lifandi lífi. Rannveigu Þórarinsdóttur og Ólaf Ágústsson kveð ég með þökk og virðingu. Ágústi syni þeirra, Lilju konu hans, börnum og barnabörnum þeirra votta ég samúð mína og minna. Akureyri á útfarardegi Rannveigar 2. júlí 1982. Eiríkur Eiríksson. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubiii. Gísli Þorsteinsson Geirshlíð - Minning Fæddur 6. ágúst 1896 Dáinn 8. júli 1982 Á morgun, laugardaginn 17. júlí, verður til moldar borinn vin- ur minn, Gísli Þorsteinsson, bóndi Geirshlíð, Miðdölum, fyrrum oddviti Miðdalahrepps. Hann var 86 ára að aldri. Með honum er genginn mikill sæmdarmaður og ógleymanlegur persónuleiki. Við þessi þáttaskil, langar mig að skrifa r.okkrar línur til minningar um þennan vin eða afa eins og ég kallaði hann, alveg frá því ég fyrst Leiðrétting í minningargrein um Maríu Sól- veigu Helgadóttur, hér í blaðinu á miðvikudaginn, misritaðist ártal. Þar stóð að hún hefði árið 1976 gifst Ágústi Elissyni. Hér átti að standa ártalið 1946. Þetta leiðrétt- ist hér með. kynntist honum þá ég giftist Gísla Eiríkssyni, dóttursyni hans. Þessi gamli maður vann hug minn og hjarta frá því við fyrstu kynni. Hlýjan, vináttan og tryggðin skein úr hverju hans brosi. Hann var ævinlega svo hress og ánægður með lífið og tilveruna, og það litla sem við hjónin gátum fyrir hann gert. Honum þótti svo gaman að fá heimsókn, þá var hann fyrst í essinu sínu, helst vildi hann hafa fullt hús af fólki, móttökurnar og hlýjan var alltaf sú sama hjá hon- um afa, sem okkur þótti svo síung- ur. Stúlkurnar okkar sakna stóru hlýju handanna, sem klöppuðu á kollana þeirra, hans afa í sveit- inni, eins og þær kölluðu hann. Gísli var veikur í mánuð og lá á sjúkrahúsinu á Akranesi. Þar lést hann 8. júlí. Þegar hann er horfinn af sjón- arsviði þessa heims, söknum við hans, en minnumst jafnframt þeirrar gæfu að fá tækifæri til að kynnast slíkum sómamanni. í hugum okkar lifir hann. Slíkir menn gleymast aldrei, þeir lifa í hugum okkar, sem vorum svo rík að fá að kynnast þeim. Við þökkum Gísla Þorsteinssyni allt það sem hann var okkur, já, umhyggjuna, tryggðina frá hlýju hjarta. En lífsins starfið launar Drottinn honum. Legstað signir vorið fagra og bjarta. Fari vinur minn í Guðs friði. Dýrleif Frímannsdóttir. - . e=. - ^ Við erum í sumarskapi og bjóðum glænýjar og eldri vörur á stórlækkuðu verði næstu daga með allfc afr 65% afisloefcfci. Hér býðst óvenjulegt tækifæri til að kaupa splunkunýjar vörur; fatnað, búsáhöld, húsgögn, myndavélar, sportvörur, leikföng og margt margt fleira af hinu fjölbreytta vöruúrvali okkar a BKlKflL€Gfl vcré'í/ Allir fá ókeypis TAB-Cola og nú er líf í tuskunum. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.