Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 PÓLÝFÓNKÓRINN Á SPÁNI X • RLUTI Sungið í Malaga og Texti: Arnaldur Indridason Myndir:: Ragnar Axelsson Marbella Pólýfónkórinn og hljómsveit fóru til Spánar i byrjun júli'. Haldnir voru tónleikar i fimm borgum, Malaga, Marbella, Nerja, Granada og Sevilla. Tónleikarnir voru haldnir i stórum kirkjum þeirra Spánverja og alltaf var húsfyllir. Hellarnir i Nerja voru skoðaðir, Alhambrahöllin i Granada, Spænski garðurinn í Sevilla og margt annað. Það var ekið i marga klukku- tíma fram og til baka, til Granada og þaðan til Sevilla og aftur til Malaga, stundum á daginn og stundum á nóttunni. Fólkið var á einu máli um að aldrei hafi samhentari og skemmtilegri hópur ferðast i söngferðalagi. Og það gerðist svo margt. Veislan eftir síðustu tónleikana i Sevilla, þar sem skálað var minnst 100 sinnum og ferðin til Malaga um nóttina eru ógleymanlegar og lokahófið á hótel Alay og fyrstu tónleikarnir, næturlifið, kirkjurnar og fólkið sjálft. Frá sumu verður aldrei sagt. En það er best að hefja ferðasöguna. Klukkan var rúmlega 10 fimmtudagsmorguninn 1. júlí þeg- ar Flugleiðavélin hóf sig á ioft af Keflavíkurflugvelli og stefndi til Spánar. Það var rok og rigning í Keflavík. Hreint ágætisveður fyrir Spánarfara. Flugvélina fyiltu kringum 90 meðlimir Pólý- fónkórsins og um 50 manna hljómsveit á leið í fimm daga söngferðalag, til Spánar í tilefni af 25 ára afmæli kórsins. Syngja átti í fimm borgum, Malaga, Marbella, Nerja, Granada og Sev- illa, allar syðst á Spáni, við Mið- jarðarhafið ekki langt frá Gíbralt- arsundi. Þessi hópur tónlistar- fólks frá Islandi var eitt af fleiri atriðum, sem Spánverjar lögðu áherslu á að fá í heimsókn á með- an að heimsmeistarakeppnin í fótbolta stóð yfir. Hljómleikaskráin Eftir um tveggja tíma flug var borinn fram gómsætur matur eins og vera ber. Flogið var í um 30.000 feta hæð og Pólýfónkórinn var rétt eins og í stofunni heima hjá Fólk reis úr sætum og klappaöi vel og lengi að fyrstu tónleikum Pólýfónkórsins á Spáni loknum. Var mikill mannfjöldi í dómkirkjunni í Malaga þar sem tónleikarnir voru haldnir. sér. Fólkið gekk á milli sæta og spjallaði saman, tók lagið og skellihló. Maður fékk það fljótt á tilfinninguna að meðlimir Pólý- fónkórsins létu alltaf eins og þeir væru heima hjá sér. Jafnvel á tunglinu. Vel vönduð hljómleikaskrá var prentuð sérstaklega fyrir ferðina og hafði hún að geyma efnisskrá og kynningu á tónlistarfólkinu, fallegar litmyndir frá íslandi og svipmyndir af starfi Pólýfónkórs- ins. Gluggaði ég lauslega í hana á leiðinni. A efnisskrá var tónlist fyrri alda, sem og verk tónskálda þessarar aldar, bæði íslensk og erlend. Efnisskráin hófst á Vatna- músík eftir Hándel og síðan flutt kantatan „Befiel dem Engel dass Er kornrn," fyrir kór og strok- hljómsveit eftir Buxtehude. Þá tveir fiðlukonsertar, þar sem Unn- ur María Ingólfsdóttir lék einleik í þeim fyrri eftir Bach, en Þórhallur Birginsson einleikari í þeim síðari. eftir G. Tartini. Síðast fyrir hlé voru kórar úr Messíasi eftir Hánd- el og arían „The trumpet shall sound“, og söng þar Kristinn Sig- mundsson, bassi, einsöng. Er það barrok-tónlist, sem fyllir þennan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.