Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 39 Kristrún dóttir — Fædd 9. júlí 1894 Dáin 24. júlí 1982 Innan fárra ára mun hverfa af mannlífsleiksviðinu hin svokall- aða aldamótakynslóð. Þessi kyn- slóð sem óx upp við harðræði fyrri aldar, eða óhemju horfelli bú- stofns og hafís sem hamlaði fisk- veiðum seinni hluta nítjándu ald- ar. Með tilkomu ungmennafélag- anna er stefna mörkuð að ráða bót á umkomuleysi og úrræðaleysi fyrri tíma. Með kjörorðinu „ís- landi allt“ urðu hér aldahvörf. Þessi kynslóð reisti hornstein að þjóðlífi okkar í dag og við sem er- um á miðjum aldri nú finnum mæta vel hve traustur þessi hornsteinn hefur verið. Þrátt fyrir bjartar vonir, æsku- eld og óbilandi trú á framtíðina var líf þessarar kynslóðar óhemju hart og erfitt. Hvíti dauðinn herj- aði á börn hennar. Kreppuárin lömuðu kjarkinn og illur aðbúnað-- ur til lands og sjávar hjó oft stór skörð í besta kjarna barna hennar. En þrátt fyrir tvær stórstyrjaldir á æviskeiði sínu héldu þó flestir eða jafnvel allir trú sinni og stefnu á bætt mannlíf á landi voru og fyrri stefnu, að draga íslend- inga út úr umkomuleysi og ör- vætningu fyrri alda og byggja hér upp mannlíf með þjóðlegri reisn frumbyggja okkar, og hver getur ekki í dag dæmt réttilega árangur erfiðis þeirra? Kristrún Þórðardóttir frá Hvassahrauni var fædd að Vogs- ósum í Selvogi þann 9. júlí 1894, dóttir Þóðar óðalsbónda Eyjólfs- sonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Ættir þeirra beggja voru úr Árnessýslu. Aðeins fimm ára missir Krist- rún móður sína og hefur það Þórðar- Minning ábyggilega haft djúp áhrif á bernsku hennar. Þórður kvæntist síðar Guðrúnu Sæmundsdóttur frá Vindheimum í Ölfusi. Jafn- framt fluttist hann að Vindheim- um og reisti þau þar bú. Búnaðist þeim Þórði og Guðrúnu vel, enda var Þórður annálaður fjármaður á sinni tíð. Hálfsystkini Kristrúnar voru fjögur: Guðrún ekkja eftir Eggert heitinn Kristjánsson stór- kaupmann, Vigdís gift Sæmundi E. Ólafssyni frv. framkvæmda- stjóra, og Guðmundur loftskeyta- maður sem látinn pr fyrir mörgum árum. Einkar kær vinátta var með þeim öllum systkinum alla tíð og samgangur og tryggð mjög mikil. Örlögin höguðu því þannig að árið 1914 giftist Kristrún Sigurði Sæmundssyni frá Vindheimum, hálfbróður Guðrúnar stjúpu sinn- ar. Sigurður var hvers manns hugljúfi, hlýr í viðmóti og með af- brigðum glaður og söngvinn á gleðistundum. Þau reistu bú að Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar þar til þau brugðu búi og flutti til Hafnarfjarðar. Sambúð þeirra Kristrúnar og Sigurðar var eindæma góð. Hún með afbrigðum myndarleg hús- móðir, stjórnsöm og ráðdeildar- söm og bráðmyndarleg við allar hannyrðir sem annálaðar voru. Bæði unnu þau skepnum sínum, umgengust þær með varfærni og alúð eins og þær væru börn þeirra. Þeim hjónum varð sex barna auðið: Þórður skipstjóri, kvæntur Ólafíu Auðunsdóttur frá Vatns- leysu, þau eru bæði látin og létu eftir sig fjögur börn. Ársæll lést úr berklum á æskuskeiði. Elías Sæmundur skipstjóri og útgerða- maður í Hafnarfirði, kvæntur Halldóru Aðalsteinsdóttur. Hann er látinn. Þau eignuðust þrjá syni. Hulda Guðrún, gift Björgvini Jónssyni kaupmanni og eiga þau fimm börn. Guðmundur banka- starfsmaður, ókvæntur. Gunnar verkamaður í Hafnarfirði, ókvæntur. Eins og sjá má fór Kristrún ekki varhluta af mótlæti sinnar kyn- slóðar. Næstelsti sonur hennar og mesti efnisunglingur lést úr berkl- um. Einnig hefur oft verið þröngt í búi hjá þeim hjónum á fjórða tug aldarinnar með stóran barnahóp. Svo missir hún eiginmann sinn og lífsförunaut. Síðar verður hún, þegar elliárin fara að sækja á , að sjá á eftir tveim sonum sínum og tengdadóttur á besta aldri sem allt var annálað dugnaðar- og drengskaparfólk. Ég get ímyndað mér að hún hafi oft átt erfiðar einverustundir eftir þennan missi. En þetta bar hún allt í hljóði, kvartaði ekki en trúði á endur- fundi. Eftir að þau Sigurður hættu búskap í Hvassahrauni fluttu þau til Hafnarfjarðar og reistu sér hús að Hlíðarbraut 4 og þar bjó hún sín eiliár. Löngum höfðu þau sauðfé við húsið og jafnvel eftir að Sigurður lést fóðraði hún nokkrar kindur í kofa hjá húsi sínu. Slíkt var ást- fóstrið við sauðkindina. Fundum mínum og Kristrúnar og Sigurðar bar fyrst saman vor- nótt eina árið 1946 er við höfðum setið saman fermingarveislu inn- an fjölskyldunnar. Lauk því svo að við nokkrir veislugestir ókum þeim hjónum til Hafnarfjarðar upp úr miðnætti. Blíðskaparveður var, en loft dimmt af þoku. Er við komum á hálsinn upp af Arnar- nesi var staðnæmst og gengið út og lagið tekið. Átti raunar að vera eitt, en þetta féll þeim hjónum svo vel í geð að ég býst við að megnið af ættjarðarljóðum Fjárbókarinn- ar hafi verið sungið og þeim hjón- um í lífsgleði sinni fannst þetta sjálfsagt og voru leiðandi með hvað næst yrði sungið til að syngja íslenskri náttúru voróð. Þau hjónin og síðar Kristrúnu hitti ég svo síðar margoft og hafði tækifæri til þess að gleðjast með þeim, og oft urðu þessar gleði- stundir eins og ung þörn væru að leik fremur en eldra fólk — og alla tíð var Kristrún hrókur alls fagn- aðar. Nú við fráfall Kristrúnar er mér litið yfir æviskeið hennar sem ber svo til að öllu leyti merki kynslóð- ar hennar, sorg, mótlæti og harð- ræði, en kjarkur og skap bugaðist aldrei. Lífsgleðin ljómaði á hátíðastundum eða við frásöng af góðu samferðafólki og góðum skepnum. Slíkar voru valkyrjur hennar kynslóðar, stórar og rausnarlegar, bjart hár og bjart enni, mikill brjóstfaldur, en geisluðu af blíðu og dugnaði. Ég votta ættingjum Kristrúnar og afkomendum virðingu mína og samúð. Slíkar konur renna manni seint úr minni. M.I. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell ........ 10/8 Arnarfell ......... 23/8 Arnarfell ......... 6/9 Arnarfell ......... 20/9 ROTTERDAM: Arnarfell ........ 12/8 Arnarfell ........ 25/8 Arnarfell ........ 8/9 Arnarfell ........ 22/9 ANTWERPEN: Arnarfell ........ 13/8 Arnarfell ........ 26/8 Arnarfell ......... 9/9 Arnarfell ........ 23/9 HAMBORG: Helgafell ........ 20/8 Helgafell ........ 10/9 Helgafell ........ 30/9 HELSINKI: Dísarfell ........ 16/8 Dísarfell ........ 10/9 LARVIK: Hvassafell ....... 16/8 Hvassafell ....... 30/8 Hvassafell ....... 13/9 Hvassafell ....... 27/9 GAUTABORG: Hvassafell ....... 17/8 Hvassafell ....... 31/8 Hvassafell ....... 14/9 Hvassafell ....... 28/9 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ....... 18/8 Hvassafell ........ 1/9 Hvassafell ....... 15/9 Hvassafell ....... 29/9 SVENDBORG: Hvassafell ........ 5/8 Disarfell ........ 19/8 Helgafell ........ 24/8 Hvassafell ........ 2/9 Helgafell ........ 13/9 AARHUS: Helgafell ......... 5/8 Dísarfell ........ 20/8 Helgafell ........ 25/8 Helgafell ........ 14/9 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell ........ 10/8 Skaftafell ........ 9/9 HALIFAX, KANADA: Jökulfell ........ 12/8 Skaftafell ....... 11/9 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 + Innilegar þakkir til allra er auösýndu samúö og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar, móöur og dóttur, ÁSDfSAR SKÚLADÓTTUR, Stórahjalla 37, Kópavogi. Eggert Guómundason og börn, Málfriöur Snjólfsdóttír. t Alúöar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HALLDÓRU NARFADÓTTUR, Hrísateigi 7. Guörún Hjörleífsdóttir, Jón Á. Hjörleifsson, Þurlöur Hjörleifsdóttir, Leifur Hjörleifsson, Narfi Hjörleifsson, Jón R. Hjálmarsson, Lilja Jónsdóttir, Jón Sveinsson, Gyöa Theodórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför LÍNHULDAR BJÖRNSDÓTTUR, Furugrund 58. Óttar Geirsson, Hrafn Óttarsson, Hjördís Guömundsdóttir, Magnús Sörensen, Lára og Bert Jóhannsaon, Birgir Magnússon, Þórdis Einarsdóttir, Guömundur Magnússon, Auöur Kristjánsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR BJÖRGVINSSONAR, lögregluvaröstjóra, Miklubraut 84. Sérstakar þakkir færum við lögreglunni í Reykjavík. Inga Jónsdóttir. Sjöfn Jóhannesdóttir, Reynir Guömundsson og barnabörn. “ + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, STEINS ERLENDSSONAR. fv. netageröarmanns, Lokastíg 20A. Erlingur Steinsson, Guörún Melax, Gunnar Steinsson, Bergþóra Skarphóðinsdóttir, Guðmundur Steinsson, Þorbjörg Ingólfsdóttir og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför ÓSKARS MAGNÚSSONAR, fré Tungunesi. Sérstaklega þökkum viö starfsfólki Landspítalans alúö og umönn- un. Rigmor Magnússon, Magnús Óskarsson, Elín Siguröardóttir. + Þökkum auösýnda vináttu og samúð viö andlát og jaröarför éig- inkonu minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUDRÚNAR GUOMUNDSDÓTTUR fró ísafiröi. Siguröur Sigurösson, Sigríður Siguröardóttir, Tryggvi Friölaugsson, Sigrún Siguröardóttir, Höröur Bergþórsson, Jóhanna Siguröardóttir, Garöar Einarsson, Guðmundur Sigurösson, Mildrid Sigurösson, Katrín Sigurðardóttir, Gíali Bjarnason, Guörún Þ. Siguróardóttir, Ólafur E. Einarsson, Jón Sigurösson, Hanna Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.