Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. AGÚST 1982
Skattaálagning á Austurlandi:
Rúm 63% hækkun
skatta einstaklinga
KgilMKltrflum, 5. ágúst                                                      ^^
ÁLAGNINGU skatU á Austurlandi er lokið. Skattskriin verður þó ekki lögð
fram fyrr en 13. igúst. Heildarskattlagning á menn, 16 ára og eldri, er
175.245.154 sem er 63,37% hækkun frá síðustu álagningu, á börn, yngri en 16
ára, var lagt 787.616 sem er 74,48% hækkun frá síðustu álagningu og á
lögaðila var lagt 44.710.700 sem er 62,7% hækkun frá síðustu álagningu.
Helstu gjaldaflokkar hjá ein-   Helstu gjaldflokkar einstaklinga
staklingum eru íhækkun frá síð-
ustu álagningu innan sviga):
tekjuskattur 85.979.016 (65,16%),
útsvör 74.721.980 (60,69%),
aðstöðugjald 2.997.450 (81,9%) og
eignaskattur  2.117.150  (62,35%).
eru: Aðstöðugjald 11.889.410
(77,11%), tekjuskattur 6.735.705
(28,76%) og eignaskattur 4.350.214
(36,31%).
Ólafur
Hélt upp á
afmælið
á sjónum
EIRÍKUR Kristófersson skip-
herra, sem víðfrægur varð í
þorskastríðinu 1958, varð 90 ára
ígær.
Eiríkur er enn við beztu
heilsu þrátt fyrir háan aldur
og hann hélt upp á afmælis-
daginn um borð í varðskipinu
Tý. Bárust honum heillaskeyti
víðs vegar að. Eiríkur hætti
störfum hjá Gæzlunni fyrir
u.þ.b. 20 árum en hefur síðan
af og til skroppið á sjóinn með
varðskipum sér til hressingar
og heilsubótar.
Akureyri:
Júlímánuður einni gráðu
hlýrri en í meðalári
JÚLÍMÁNUÐUR var úrkomusamur og sólarlítill í Reykjavík. Einhver úr-
koma mældist alla daga nema fimm, en heildarúrkoma var 83 millimetrar.
Síðustu þrjátíu ár hefur úrkoma aðeins fjórum sinnum verið meiri en 80
millimetrar í júlí, mest 92 1971. Sólskinsstundir voru 120 eða 58 færri en í
meðalári. Meðalhiti var 10,7 gráður, aem er hálfri gráðu kaldara en í
meðaliri. Hiti komst hæst í 16,8 stig þann fimmtánda.
Á  Akureyri  var  mjög  hlýtt,   meðallag.
Fri eimim af fundum stjórnarskrárnefndar i Húsavik i vikunni. Á myndinni eru, Ulið fri vinstri: Þórarinn
Þórarinsson, Sigurður Gizurarson, Ragnar Arnalds, Ólafur R. Grímsson, dr. Gunnar Thoroddsen, formaður nefndar-
innar, Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin Hannibaisson, Matthías Bjarnason, Tómas Tómasson og Gunnar Schram,
riðunautur nefndarinnar. Fjær til hægri er Guðmundur Benediktsson, riUri nefndarinnar.
MorgiinblaðiA/Borkur Arnvioarson.
„Störf gengu vel en
mikil vinna er eftir"
— segir Matthías Bjarnason um störf stjórnarskrárnefndar
meðalhiti var 11,7 gráður sem er
tæpu stigi hlýrra en í meðalári.
Síðustu þrjátíu ár hefur aðeins
tvisvar orðið hlýrra í júlímánuði,
en það var árin 1955 og 1976, hlýj-
ast var 13,2 gráður 1955. Hiti
komst hæst í 25 gráður þann 21.
júlí. Úrkoma var 40 millimetrar,
sem er þrettán prósent umfram
Á Höfn í Hornafirði var meðal-
hitinn 10,2 gráður, sem er tæplega
hálfri gráðu kaldara en í meðalári.
Úrkoma mældist 114 millimetrar
eða tæplega 40 prósent umfram
meðallag.
Á HveravöIIum var meðalhiti
7,2 gráður og úrkoma 63 milli-
metrar. Sólskinsstundir voru 139.
„Störf nefndarinnar gengu nokk-
uð vel þessa þrji daga en mikið starf
er eftir þritt fyrir það," sagði
Matthías Bjarnason alþingismaður,
sem sæti á í stjórnarskrirnefnd, eft-
ir fundi nefndarinnar norður i
Húsavík, sem lauk í gær.
„Við erum búnir að fara yfir
mest alla stjórnarskrána, og þar á
meðal höfum við rætt kjördæma-
málið ítarlega, meðal annars allan
síðasta fundardaginn," sagði
Matthías. „Þá er ætlunin að halda
fundum áfram af fullum krafti og
næsti fundur hefur þegar verið
boðaður á þriðjudaginn."
Varðandi það hvort kjördæma-
máiið væri erfiðast viðfangs í
nefndinni vildi Matthías lítið
segja, sagði ýmis sjónarmið uppi
en ekki rétt að tíunda slíkt um of
utan  nefndarinnar.  „En  það er
skilningur á því að æskilegt er að
ná samstöðu um sem flest mál til
að unnt verði að koma fram nauð-
synlegum leiðréttingum á því sem
miður hefur farið frá því stjórn-
arskráin var samþykkt."
60 Norðmenn hér við
skógræktarstörf
— og 60 íslendingar í Noregi
„HÉR i landi dvelja þessa dagana
60 norskir skógrækUrmenn, sem
meðal annars vinna við gróðursetn-
ingu i Heiðmörk, i Laugarvatni og í
Skorradal í Borgarfirði. Norðmenn-
irnir eru hingað komnir í skiptiferð,
sem tíðkast hefur miili norskra og
íslenskra skógræktarmanna allt fri
Forsetinn færði grænlensku
þjóðinni Landnámabók að gjöf
(iræaUndi, 5. igátfi, (rá blaðam. Mbl. Hirii íiísiasyni.
FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, færði Græn-
lensku þjóðinni að gjöf Landnámabók í hátíöarútgáfu frá
1974 en gjöfína afhenti hún við opinbera hátíðarsamkomu
í íþróttahúsi Qaqortoq í kvöld. Á samkomunni fluttu þjóð-
hófðingjarnir, sem hér eru staddir, ávörp, skipst var á
gjöfum og ýmis önnur atriði voru á dagskrá.
I ræðu sinni um kvöldið vék     Henrik  Lund  borgarstjóri  í
Vigdís Finnbogadóttir m.a.  að   Qaqortoq flutti einnig ræðu og
þeim ljóma sem ávallt hefur ver-
ið í kringum siglingar, í kringum
þá list að sigrast á fjarlægðum,
finna ný lönd og kynnast öðrum
þjóðum.
Forsetinn vék að góðum mót-
tökum Grænlendinga nú er 1000
ár eru liðin frá því að norrænir
menn sigldu til Grænlands.
Margt væri sameiginlegt með
Grænlendingum nútímans og ís-
lendingum, báðar þjóðirnar ættu
mikils að minnast. „I tvö eða
þrjú hundruð ár misstu Græn-
lendingar og íslendingar sjónar
hvorir á öðrum, en nú höfum við
fundið hvorir aðra fyrir tilstuðl-
an nútímasiglingatækni." Að
síðustu flutti forsetinn kveðjur
íslensku þjóðarinnar, sögueyjar-
innar í austri sem nú fylgdist af
áhuga með hátíðahöldunum á
Grænlandi.
bauð gesti velkomna. Fjallaði
hann m.a. um lífsbaráttu og
sögu þjóðar sinnar og tengslin
milli Grænlands og annarra
nágrannalanda og komst hann
m.a. þannig að orði: „En nú verð-
um við að gera hvorir öðrum
skiljanlegt að við verðum að
vinna til þess að við lærum að
bera virðingu hvorir fyrir öðr-
um, að bera virðingu fyrir nábú-
anum, að hjálpa, varðveita og
byggja upp. Þetta verk getum
við aðeins unnið ef við vinnum
að því að kynnast nágrannanum,
að mætast augliti til auglitis,
mætast maður gegn manni, mál
gegn máli og list gegn list. Án
mannlegs skilnings og sam-
skipta, án mannlegs skilnings og
án þess að hittast verðum við
ætíð ókunnug hvor öðru. Þá
munum við líta niður hvorir á
aðra, taka fisk nágrannans, seli
og fé, menga vatn og loft ná-
grannans og að lokum viður-
kenna að við eigum skömm skil-
ið."
Þá sagði Henrik Lund enn-
fremur: „Stofnun heimastjórn-
arinnar, vilji okkar til að varð-
veita menningu okkar, óskir
okkar um að læra að endur-
skapa, tilheyrir hinum sagn-
fræðilega ramma. Allir hinir
mörgu hlutir svo sem sími, sjón-
varp, flug og aðrir þættir menn-
ingarinnar gefa okkur styrk,
samheldni, en þó ógna þessir
sömu hlutir okkur með óöryggi
og með því að vilja útmá allt sem
við höfum erft frá forfeðrum
okkar og svo sem okkur er í dag
kært og trútt. Við fórnum mikl-
um upphæðum í ýmsa hluti, í ör-
yggi sem þó er ekki hægt og ekki
þess virði. í lífsgæða-
kapphlaupinu eyðileggjum við
náttúruna og að lokum mann-
eskjuna sem verður þvinguð
undir ok menningarinnar.
Manneskjan er rík en þó fátæk,
en full af von en þó vonlaus.
Þróunin hér í Grænlandi gefur
okkur mörg dæmi um þetta. Við
kynnumst ónærgætni og mann-
vonsku sérhvern dag. Við þekkj-
um verðið sem við verðum að
borga fyrir það. Þess vegna verð-
um við að leggja áherzlu á okkar
mannlegu eiginleika, viðhalda og
tryggja þá. Við verðum að læra
aftur að það er ekki allt hægt að
gera með fjármagni og umræðu.
Einhverntímann verðum við að
rísa upp, finna aðferðir og leiðir,
við verðum að hjálpast að til að
skapa lífsaðstæður til að mann-
eskjan geti hist og til að við get-
um varðveitt menningu okkar
sem er hornsteinn framtíðarinn-
ar og sem er okkur lífs-
nauðsynleg," sagði Henrik Lund.
Það hefur vakið athygli frétta-
manna hér hve slakt skipulag er
á hátíðahöldunum og hefur það
komið mjög niður á fréttaöflun
þeirra. Vegna þessa hafa þegar
nokkrir fréttamenn hætt að
fylgjast með hátíðahöldunum og
haldið til heimalanda sinna,
vegna þessarar óánægju og
vegna þess að ekki hefur tekist
að leysa þau vandamál sem upp
hafa komið. En skipulagið hefur
þó ekki farið verulega úr skorð-
um hvað varðar dagskrá þjóð-
höfðingjanna sem hér eru.
1949. Eru skiptiferðirnar farnar
þriðja hvert ír, og er þetta í 12.
skipti sem skipst er i heimsóknum.
A sama tíma og Norðmennirnir
eru hér dvelja 60 íslendingar við
skógræktarstörf í Noregi, en
skiptiferðirnar taka hálfan mán-
uð, frá 1. til 14. ágúst. Norðmenn-
irnir, sem hér eru að þessu sinni,
eru fólk á öllum aldri og af báðum
kynjum, frá Möre og Raumsdal í
Noregi.
Það er Skógræktarfélag íslands
sem sér um skiptiferðirnar af ís-
lands hálfu. Hulda Valtýsdóttir
borgarfulltrúi og formaður félags-
ins sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að ferðir þessar
væru ekki eingöngu farnar í gróð-
ursetningartilgangi, heldur þjón-
uðu þær einnig og ekki síður
menningar- og félagslegum til-
gangi.
Bílstjórar á
Suðurlandi
sömdu í gær
SAMNINGAR tókust með bílstjóra-
félögunum i Suðurlandi og viðsemj-
endum þeirra, VSÍ og VMSS, um
hidegisbilið í gærdag og var fyrir-
huguðu verkfalli bílstjóranna frest-
að, en ef til þess hefði komið, hefði
..II dreifing í mjélk lagst niður.
Bílstjórarnir kröfðust þess að fá
16% launahækkun, en vinnuveit-
endur buðu þeim hins vegar sam-
bærilegan samning og öðrum
verkalýðsfélögum. Aðilar vildu í
gærdag ekkert tjá sig um innihald
samningsins, en samkvæmt upp-
lýsingum Mbl. fengu bílstjórarnir
nokkra hækkun umfram það, sem
samið var um í samningi ASÍ og
VSÍ, en þó ekki þau 16%, sem þeir
fóru fram á.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32