Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982
Kartöflubænd-
ur búast við með-
aluppskeru í ár
„ÁSTANDIÐ er nokkurn veginn svipad og um sama tíma í fyrra
og því útlitið nokkuð gott. Enn hafa engin stórveður gert strik í
reikninginn og þróast þetta því í áttina," sagði Magnús Sigurlás-
son, oddviti í Þykkvabæ, er Morgunblaðið innti hann eftir því
hvernig útlit væri fyrir kartöfluuppskeru nú í sumar.
„Það hefur verið ágætistíð í
sumar og meðan það gerir engar
frostnætur er útlitið bjart. í fyrra
tókst uppskeran þokkalega, engin
rokuppskera en ágæt. Við munum
byrja á krafti við að taka upp
seinni partinn í ágúst, en einstaka
bændur byrja kannske eitthvað
fyrr. Uppskerunni lýkur um mán-
aðamótin ágúst — september, en
það er ákaflega fljótlegt verið að
taka þetta upp með stórvirkum
vinnuvélum," sagði Magnús.
Sveinberg Laxdal, formaður fé-
lags kartöflubænda við Eyjafjörð,
sagði, að þeir teldu horfurnar á
uppskeru ágætar eins og sakir
standa. „Þetta eru betri horfur en
á sama tíma í fyrra og ég held að
vænta megi uppskeru í meðallagi.
Ef veður verður gott í ágúst og
fyrstu dagana í september gæti
það kannske orðið eitthvað betra
en í meðallagi," sagði Sveinberg,
Þórarinn B. Þorlaksson listmálari.
Helgafell:
Gefur út bók
um Þórarin
B. Þorláksson
listmálara
Bók um Þórarin B. Þorláksson
listmálara veröur meðal þeirra bóka,
er bókaútgáfan Helgafell gefur út í
haust, að því er Böðvar Pétursson hjá
tlelgafelli sagði í samtali við Morgun-
blaðið i gaer. Bókina sagði Böðvar
verða með svipuðu sniði og fyrri lista-
verkabskur forlagsins, sem meðal
annars hefur gefíð út bækur umm Jón
Stefánsson, Kjarval, Mugg, Blöndal
og fleiri.
í bókinni um Þórarin verða birtar
myndir af málverkum hans, dóttir
hans, Guðrún Þórarinsdóttir ritar
grein um föður sinn, og Valtýr Pét-
ursson listmálari og gagnrýnandi
skrifar um listamanninn Þórarin og
verk hans.
Þórarinn B. Þorláksson fæddist á
Undirfelli í Vatnsdal 14. febrúar
1867, og hann lést hinn 10. júlí 1924.
Hann nam bókband í Reykjavík og
Kaupmannahöfn og veitti um skeið
forstöðu bókbandsstofu ísafoldar.
Málaranám stundaði hann við
Listaháskólann í Kaupmannahöfn
1895 til 1902. Síðar varð hann kenn-
ari við Iðnskólann í Reykjavík og
skólastjóri þar 1916 til 1923. Hann
var fyrsti formaður Listvinafélags-
ins. Eftir hann iiggja fjölmargar
landslagsmyndir, sem hans mun
lengst verða minnst fyrir.
en þó hefur háð norðanmönnum
nokkuð hversu seint voraði og hve
mikið hefur verið um þurrka þar í
sumar. Sveinberg sagði að þrír
bændur í Eyjafirði hefðu komið
sér upp vökvunarútbúnaði til
reynslu á nokkra hektara og hafi
það gefist mjög vel. „Það er nauð-
synlegt fyrir þá er eiga afkomu
sína undir þessari grein að reyna
að tryggja sig gagnvart þurrkum
og frostskemmdum.
Ég notaði þennan útbúnað á
einn hektara hjá mér í fyrra. Þeg-
ar f rost gerði úðaði ég stanslaust á
hektarann, en svo skrítið sem það
má virðast veitir það vörn gegn
frostskemmdum. Þetta var eini
hektarinn sem gaf einhverja upp-
skeru að ráði hjá mér þá," sagði
Sveinberg.
(Ljóam. Ganalaugur.)
Fjórir ítalskir kepp-
endur í Ljómaralli '82
UNDIRBÍJNINGUR fyrir alþjóðlega
ralliö, svonefnt Ljómarall, er nú í
fullum gangi, en ralliö verður siðar í
mánuðinum. f gær komu til landsins
fjórir ítalskir rallbílar, sem taka
munu þátt í keppninni.
Á myndinni er einn bílanna
ásamt umboðsmanni ítölsku kepp-
endanna, Halldóri Gíslasyni (t.h.),
Pétri   Kristjánssyni   formanni
BIKR og Sigvalda Jósafatssyni
sölustjóra skipadeildar Sambands-
ins, sem sá um innflutning bíl-
anna.
Á minni myndinni má sjá hvern-
ig ítalirnir auðkenna einn bíla
sinna. Nánar verður sagt frá
ítölsku ökumönnunum síðar í
Morgunblaðinu.
AliMacGravvJ			<$Tj§£.--
	isE Bgjjjpí-._.,..		
¦'-]	illlÍÉÍ ¦¦'	CCrf' ^M       '",•'¦                                 . . Jj .. ¦    -  3 _'•- 'v Sr '•\Cfc_3y'     ", fáV1   *" *^j"l_íl "'   J»^^T!j.JiK_P^^_^_»ÍW_Sa^8__^f~g *:'':-^&'j&S8kb$.	' *    "'-V-**. ¦ *'¦> *^**frv«..,íí^í "
		-	sfjjSP'j; \
	Rí ^í1*^?		JP ''^j-í-kjjéjffi'' _ - S-Sá__^j_sr^
'^S|	jBWW^ ¦ i	^fPf	
	V	fW   ¦	
Eitt það mikilsverðasta, sem ég hefi nokkurn
tíma gert fyrir húðina var að velja Lux."
Allt frá því Ali MacGraw hóf leikferil sinn í
kvikmyndum taldist hún til f ámenns úrvalsliðs
alþióðlegra kvikmyndast jarna. Og innan þess hóps
hefur hún jafnan haldið eigin útliti,einstaklings-
bundnum fegurðarstíl.
Útlitið er mjög eðlilegt og Lux á þátt í að skapa það.
Það er vegna þess að hið ágæta löður Lux fer
betur með húð hennár en nokkur önnur sápa, mýkir
hana og sléttir á hinn fegursta hátt.
Umönnun sést á andlitinu. Þess vegna velur Ah
MacGrawLux.
iii>.\''«V>vii1'''.i'.m'\s ^V.1 l'  1
\V
Lux gerir hurtinj
mjúkaogtlétta
LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYND ASTJARNA HEIMSINS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32