Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982 3 Kartöflubænd- ur búast við með- aluppskeru í ár „ÁSTANDIÐ er nokkurn veginn svipad og um sama tíma í fyrra og því útlitid nokkuð gott. Enn hafa engin stórveður gert strik í reikninginn og þróast þetta því í áttina,“ sagöi Magnús Sigurlás- son, oddviti í Þykkvabæ, er Morgunblaöið innti hann eftir því hvernig útlit væri fyrir kartöfluuppskeru nú í sumar. „Það hefur verið ágætistíð í sumar og meðan það gerir engar frostnætur er útlitið bjart. I fyrra tókst uppskeran þokkalega, engin rokuppskera en ágæt. Við munum byrja á krafti við að taka upp seinni partinn í ágúst, en einstaka bændur byrja kannske eitthvað fyrr. Uppskerunni lýkur um mán- aðamótin ágúst — september, en það er ákaflega fljótlegt verið að taka þetta upp með stórvirkum vinnuvélum," sagði Magnús. Sveinberg Laxdal, formaður fé- lags kartöflubænda við Eyjafjörð, sagði, að þeir teldu horfurnar á uppskeru ágætar eins og sakir standa. „Þetta eru betri horfur en á sama tíma í fyrra og ég held að vænta megi uppskeru í meðallagi. Ef veður verður gott í ágúst og fyrstu dagana í september gæti það kannske orðið eitthvað betra en í meðallagi," sagði Sveinberg, l>órarinn B. Þorláksson listmálari. Helgafell: Gefur út bók um Þórarin B. Þorláksson listmálara Bók um Þórarin B. Þorláksson listmálara verður meðal þeirra bóka, er bókaútgáfan Helgafell gefur út i haust, að því er Böðvar Pétursson hjá Helgafelli sagði í samtali við Morgun- blaðið i gær. Bókina sagði Böðvar verða með svipuðu sniöi og fyrri lista- vcrkabækur forlagsins, sem meðal annars hefur gefið út bækur umm Jón Stefánsson, Kjarval, Mugg, Blöndal og fleiri. í bókinni um Þórarin verða birtar myndir af málverkum hans, dóttir hans, Guðrún Þórarinsdóttir ritar grein um föður sinn, og Valtýr Pét- ursson iistmálari og gagnrýnandi skrifar um listamanninn Þórarin og verk hans. Þórarinn B. Þorláksson fæddist á Undirfelli í Vatnsdal 14. febrúar 1867, og hann lést hinn 10. júlí 1924. Hann nam bókband í Reykjavík og Kaupmannahöfn og veitti um skeið forstöðu bókbandsstofu ísafoldar. Málaranám stundaði hann við Listaháskólann i Kaupmannahöfn 1895 til 1902. Síðar varð hann kenn- ari við Iðnskólann í Reykjavík og skólastjóri þar 1916 til 1923. Hann var fyrsti formaður Listvinafélags- ins. Eftir hann liggja fjölmargar landslagsmyndir, sem hans mun lengst verða minnst fyrir. en þó hefur háð norðanmönnum nokkuð hversu seint voraði og hve mikið hefur verið um þurrka þar í sumar. Sveinberg sagði að þrír bændur í Eyjafirði hefðu komið sér upp vökvunarútbúnaði til reynslu á nokkra hektara og hafi það gefist mjög vel. „Það er nauð- synlegt fyrir þá er eiga afkomu sína undir þessari grein að reyna að tryggja sig gagnvart þurrkum og frostskemmdum. Ég notaði þennan útbúnað á einn hektara hjá mér í fyrra. Þeg- ar frost gerði úðaði ég stanslaust á hektarann, en svo skrítið sem það má virðast veitir það vörn gegn frostskemmdum. Þetta var eini hektarinn sem gaf einhverja upp- skeru að ráði hjá mér þá,“ sagði Sveinberg. (LJónn. GannUugur.f LOa^ NOo- Fjórir ítalskir kepp- endur í Ljómaralli ’82 UNDIRBÍJNINGUR fyrir alþjóðlega rallið, svonefnt Ljómarall, er nú í fullum gangi, en rallið verður síðar i mánuðinum. í gær komu til landsins fjórir ítalskir rallbílar, sem taka munu þátt í keppninni. Á myndinni er einn bilanna ásamt umboðsmanni itölsku kepp- endanna, Halldóri Gíslasyni (t.h.), Pétri Kristjánssyni formanni BÍKR og Sigvalda Jósafatssyni sölustjóra skipadeildar Sambands- ins, sem sá um innflutning bíl- anna. Á minni myndinni má sjá hvern- ig ítalirnir auðkenna einn bíla sinna. Nánar verður sagt frá ítölsku ökumönnunum síðar í Morgunblaðinu. Ali MacGra Eitt það mikilsverðasta, sem ég hefi nokkurn tíma gert fyrir húðina var að velja Lux." AlltfráþvíAliMacGrawhófleikferilsinn í 1 hAU I kvikmyndum taldist hún til fámenns úrvalsliðs alþjóðlegra kvikmyndast jarna. Og innan þess hóps hefur hún jafnan haldið eigin útliti,einstaklings- bundnum fegurðarstíl. Útlitið er mjög eðlilegt og Lux á þátt í að skapa það. Það er vegna þess að hið ágæta löður Lux fer betur með húð henn&r en nokkur önnur sápa, mýkir hana og sléttir á hinn fegursta hátt. Umönnun sést á andlitinu. Þess vegna velur Ah MacGrawLux. LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYNDASTJARNA HEIMSINS. Lux gerir húöina mjúkaogslétta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.