Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982
ptofgtus&Iftfcffe
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Askrift-
argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 8 kr. eintakiö.
Lúalag fjár-
málaráðherrans
Atímabilinu frá 1977 til 1982, er vinstri menn hafa ráðið
skattastefnu, hefur skattbyrði eignarskatta hjá einstak-
lingum hækkað um 100% en tekjuskattbyrði um 50%, ef
miðað 'er við tekjur þess árs, sem fólk er að greiða skattana.
Skattar til ríkisins vóru 25% af þjóðarframleiðslu 1977. Fjár-
lög 1982 spanna 28,4% hlutfall. Þetta er hækkum sem nerrrur
um 3,4% af þjóðarframleiðslu eða tæpum 1000 milljörðum
g.króna. Það, að herða skattaróðurinn í launaumslög fólks á
sama tíma sem þjóðartekjur dragast saman, þýðir einfald-
lega, að kaupgildi ráðstöfunartekna almennings skreppur
mun meira saman en sem nemur rýrnun þjóðartekna.
Þessu til viðbótar liggur núverandi fjármálaráðherra á því
lúalagi að leggja tekjuskatta á fólk langt umfram tekjuáætl-
un og heimildir fjárlaga. Þetta er gert með því að láta skatt-
vísitölu ekki hreyfast til samræmis við tekjubreytingu milli
ára. Hvert skattvísitölustig, sem er lægra en tekjubreyting
milli ára, er talið gefa ríkissjóði 15—16 m.kr. Þannig var
skýrt frá því í fjölmiðlum í gær að tekjuskattur einstaklinga
við álagningu 1982 verði um 130 m.kr. hærri en gert var ráð
fyrir í fjárlögum!
Þrátt fyrir það að nýir og hækkaðir beinir og óbeinir skatt-
ar hafi hækkað um 20 þúsundir nýkróna á hverja fimm
manna fjölskyldu í landinu frá hausti 1978, hefur hlutfall
lána í heildarráðstöfunarfé fjárlaga hækkað úr 6,9% í 13,5%
frá 1978 til 1982. Það er því ekki verið að sníða ríkisútgjöldun-
um stakk eftir þróun þjóðartekna.
Þegar þjóðartekjur rýrna um 3—6%, eins og nú er, þarf
ríkisvaldið að ganga á undan með góðu eftirdæmi og draga
saman segl í ríkisútgjöldum og skattheimtu. Óverjandi er að
ríkisstjórnin taki af skattgreiðendum 130 m.kr. í tekjuskött-
um umfram fjárlagaheimildir með skattvísitöiubrellum.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna er nógu bágborinn fyrir. Þess-
ari umframskattheimtu á að skila til þeirra, sem oftekið er
af. Það gæti mildað efnahagsráðstafanir, sem nú er verið að
sjóða saman — að sögn.
Utanaðkomandi vandi
gerður að skattstofni
Frá því í ársbyrjun 1978 hefur benzínverð á íslandi hækkað
um liðlega 870%. Hér er langhæsta benzínverð í Evrópu.
Kaupverð benzíns, flutningskostnaður og dreifingarkostnað-
ur spanna þó samtals innan við helming af sóluverði. Stærst-
ur hluti þess eru ríkisskattar, sem leggjast prósehtvís ofan á
kostnaðarverð. Því meira sem benzín hækkar í verði á heims-
markaði — þeim mun fleiri krónum smyrja skattapostularnir
ofan á söluverðið hér. Þannig gera þeir utanaðkomandi vanda
að skattstofni. Þeir eru á góðri leið með að gera rekstur
heimilisbifreiðar að forréttindum hinna betur megandi.
Stefnir verðbólgan í 80%?
Irúman áratug viðreisnar, 1959—1971, varð verðlag á ís-
landi stöðugt að kalla, verðbólga um og innan við 10%. í
lok viðreisnartímabilsins 1971 var verðbólga komin í um 5%
ársvöxt. Á ferli viðtakandi vinstri stjórnar, 1971—1974, varð
óðaverðbólgan til og náði yfir 50% ársvexti. Þessi verðbólga
náðist niður í 26—27% í byrjun árs 1977, á stjórnarárum
Geirs Hallgrímssonar, en tók snöggan vaxtarkipp á síðari
hluta þess árs, í kjölfar óraunhæfra kjarasamninga, sem þá
vóru knúðir fram. Frá 1978 hefur verðbólgustig hér verið frá
45—60%. I forsíðufrétt Þjóðviljans í fyrradag segir, að hér
stefni í 80% verðbóigu á næsta ári, að öllu óbreyttu. Hvað
varð af ákvæði stjórnarsáttmálans um 10% verðbólgustig
þegar árið 1982?
Komið úr róðri
við Dyrhólaey
ÚTI fyrir Suöurlandi eru víða gjöful fískimið og ekki þarf langt að sækja
til að ná í soðninguna. Sjósóknarar í Mýrdal hafa róið til fiskjar í sumar
og afíi á tíðum verið ágætur. Er meðfylgjandi myndir voru teknar voru
tveir bátar úr Mýrdal að koma úr róðri og sigla inn í Dyrhólaós austan við
Dyrhólaey. Afli í þessum róðri á handfæri var 1200 kíló á öðrum bátnum
og 1450 á hinum. Tveir menn voru á hvorum báti og höfðu farið út 8
stundum áður. Nú er unnið að lendingarbótum á Dyrhólaey og vonast
menn til að aðstaða til sjósóknar verði orðin betri á næsta vori.
— R.R.
Aflanum landað.
Siglt inn rennuna að Dyrhólaós, farið
Skattstjórinn í Reykjavík:
Mun meira um áætl-
anir á lögaðila en áður
ÞEGAR álagning skatta var kunn-
gerð nú í vikunni vakti það sérstaka
athygli hvað skattar lögaðila (fé-
laga) hækkuðu mikið í Reykjavik
og fleiri skattumdæmum. Til dæmis
hækkuðu heildarskattar lögaðila í
Reykjavík um 101,9%, þar af hækk-
aði tekjuskattur um 183,8%,
aðstöðugjald um 85,5% og lífeyris-
tryggingagjald um 82,8%. Aftur á
móti hækkuðu heildarskattar ein-
staklinga „aðeins" um 66,9%. Á
Suðurlandi hækkuðu heildarskattar
lögaðila um 95,3%, þar af hækkaði
tekjuskattur um 173,8% en heildar-
skattar einstaklinga „aðeins" um
52,6%. Tekjuskattur lögaðila á
Reykjanesi hækkaði um 112,5% á
meðan tekjuskattur einstaklinga í
sama skattumdæmi hækkaði „að-
eins" um 66,2%.
Gestur Steinþórsson skatt-
stjóri í Reykjavík sagði í gær, í
samtali við Mbl. þegar hann var
spurður um ástæður þessarar
hækkunar, að stærsti hluti hækk-
unarinnar væri vegna þess að
mun fleiri lögaðilar hefðu ekki
verið búnir að skila skattframtöl-
um sínum þegar álagning fór
fram en í fyrra og hefðu skattar
þeirra því verið áætlaðir. Margir
þessara aðila ættu engan tekju-
skatt að bera og væri heildar-
skattálagningin því of há. Gestur
sagði að þetta væri aðalskýringin
en einnig væri um 10% fjölgun
lögaðila á skattskrá.
Sagði Gestur að skattstjórum
bæri að áætla skatta þeirra sem
ekki skiluðu skattframtölum sín-
um innan tiltekins frests það ríf-
lega að ekki væri hætta á að þeir
væru það lágir að menn sæu sér
hag í því að sleppa skattframtali.
I flestum tilvikum liggja fyrir
einhverjar upplýsingar í gögnum
skattstjóra sem hægt er að styðj-
ast við, en þegar svo væri ekki
gæti áætlun verið erfið viðfangs.
Aðspurður sagðist Gestur
Steinþórsson ekki telja að meira
hefði verið um áætlanir á ein-
staklingum nú en í fyrra.
Formaður félags lögg. endurskoðenda:
Vegna lagabreytinga
hafa uppgjör dregist
„ÞETTA á sér tveggja ára aðdrag-
anda. Kftir að skattalagabreytingarn-
ar voru gerðar 1978 þá gerðum við
fyrst upp samkva-mt þeim fyrir
rek.strarárið 1979. Þá áttu sér start
langt fram á árið 1980 veigamiklar
breytingar á skattalögum sem töfðu
mikið alla vinnu endurskoðenda,
þetta átti sér stað aftur árið 1981, þá
var verið að breyta lögum alveg fram i
mai 1981, þannig að uppgjör fyrir
1980 voru einnig mjög seint á ferðinni
mörg hver. Þetta óhagræði var viður-
kennt af skattyfirvöldum á þann hátt
að þau felldu niður »11 viðurlög, ekki
bara af lögaðilum, heldur einnig af
óllum skattþegnum þó framtól ka-mu
seint fram. Þetta hafði þær afleið-
ingar að við sem vinnum við þessi
framtöl byrjum miklu seinna á að
vinna arið 1981 heldur en venja hafði
verið áður."
Þetta voru svör Sigurðar Tómas-
sonar,  formanns   Félags  löggiltra
endurskoðenda, þegar hann var í
gær spurður um ástæður þess að
fleiri lögaðilar en áður skiluðu ekki
inn framtölum sínum á tilsettum
tíma, þannig að skattar þeirra voru
áætlaðir.
Sigurður sagðist telja að megn-
inu af framtölum, sem Iöggiltir
endurskoðendur sæu um, hefði ver-
ið skilað en sagðist þó vita til að
eitthvað hefði verið eftir.
Sigurður sagði einnig: „Þessi
seinkun kom mjög greinilega fram í
konnun, sem félagið gerði meðal fé-
lagsmanna sinna í maí/júní, á því
hvernig menn væru staddir vinnu-
lega séð. Menn voru miklu seinna á
ferðinni en verið hafði áður en
skattalagabreytingarnar tóku gildi.
Menn kenndu því fyrst og fremst
um hversu langt fram eftir árinu
1981 þeir voru að ganga frá upp-
gjörum ársins 1980. Við teljum því
að vinnan við rekstraruppgjör 1980
hafi komið niður á rekstraruppgjöri
lögaðilanna 1981 og þetta sé frum-
orsök þess að mikið sé um áætlanir
á lögaðila að þessu sinni.
Það hvað þetta er seint á ferðinni
í ár kemur sér ekki einungis illa
fyrir okkur sem að þessu störfum,
heldur einnig skattyfirvöldin. Þó
þetta sé svona seint í ár erum við þó
vinnulega talsvert á undan því sem
við vorum í fyrra og erum við að
vona að við náum þessu á réttum
tíma á næsta ári.
Þessa seinkun má ekki eingöngu
rekja til skattalagabreytinganna,
það er einnig komin ný hlutafélaga-
löggjöf sem gerir vinnu við uppgjör
á hlutafélögum meiri og erfiðari, nú
er t.d. gerð krafa til endurskoðunar
á hlutafélögum af vissri stærðar-
gráðu. En aðalástæðan er samt
skattalagabreytingin sem skapaði
meiri vinnu við uppgjör."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32