Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982
17
r austan lágeyjunnar inn með Skershalanum.
(Ljóem. R.R.)
Helgi Hálfdanarson:
Uppblástur
Fyrir skömmu var ég á ferð
uppi í óbyggðum. Á leið minni
skiptust á grösugir heiðaflákar,
skóglendi, blómgrónar lyng-
brekkur, blásnir melar og eyði-
sandar.
Víða leitaði á hugann hið
skógi vaxna land milli fjalls og
fjöru, sem um getur á góðum
stað, og upphaf þeirrar eyðingar,
sem svo sárt er að líta. Tregi og
kvíði horfast á þar sem vindsorf-
in rofabörð flaka við stórgrýttar
urðir.
Ömurlegast er þó til þess að
vita, hve þar veldur miklu
mannleg fákænska og stundum,
því miður, vítavert hirðuleysi.
Þar kemur/leira til en rányrkja,
sem einatt var ill nauðsyn í
harðri lífsbaráttu fyrr á tíð.
Nútíma ferðatækni lætur
óþyrmilega að sér kveða um
gróðurspjöll, og oftast án þess
nokkra nauðsyn beri til. Víða má
sjá, að ekið hefur verið yfir gróð-
urlendi í stað þess að rölta smá-
spöl fótgangandi. Hjól hafa tætt
sig niður í svörðinn og opnað
vatni og vindum leið til að hefja
uppblástur sem ekki sér fyrir
endann á. Sumsstaðar hafa af
þeim sökum myndazt mikil flög
á stuttum tíma. Eftir fáein ár
verða þar örfoka melar.
Þegar horft er á þessar land-
skemmdir, sem svo auðvelt er að
hefja en örðugt að stöðva og
bæta fyrir, koma í hug spjóll á
öðrum þjóðarverðmætum, sem
ekki eru síður viðkvæm en gróð-
ur landsins. Sjálf þjóðtungan er
í vaxandi hættu, sem oft er að
líkja við uppblástur gróðurlendis
eftir misþyrmingar að þarf-
lausu.
Erlend málkenni, sem böðlast
inn í talmál og ritmál, líkjast oft
jeppahjólförum á grónu landi.
Hjólförin valda ekki aðeins upp-
blæstri; þau kalla á fleiri hjólför
og hraðari eyðingu. Líkt er um
óþurftar mál-meingun, hvort
heldur í orðavali eða setningar-
gerð. Slettur hrinda ekki aðeins
burt íslenzkum orðum, sem oft
eru tiltæk; þær ryðja fleiri slett-
um braut inn í málið, svo að til-
finning fyrir eðli tungunnar
slævist smám saman og öll rækt
við hana slaknar.
Margur virðist halda dauða-
haldi í þarflausan slæðing fyrir
einhvers konar tilgerð. Hvað
skyldi koma til, að ýmsir eru enn
að tala um „karboratorinn" og
„sílundrana" í skrjóð sínum, þó
að allir viti að til eru bráðgóð
íslenzk heiti á þessum hlutum?
Dæmi gripið úr annarri átt er
orðskrípið „gallerí", sem ein-
hverjir heiðursmenn hafa dekr-
að við að undanförnu og reynt að
festa í málinu í afkáralegum
samsetningum. Þessi kauðalega
sletta er að sjálfsógðu þarflaus
með öllu, það mætti hverjum ís-
lendingi ljóst vera; hún á sér
enga hliðstæðu í góðu máli og er
móðgun við íslenzka tungu; þetta
er orðleysa, sem er íslenzku
myndlistarfólki til vanvirðu. Nú
er auglýst í þaula matartegund,
sem nefnd er hvorki meira né
minna en „pizza". Það var naum-
ast við fórum að afnema setuna!
Ætli réttur þessi þætti eitthvað
ókræsilegri, ef ess væru sett í
staðinn fyrir seturnar? Sé til
þess ætlazt, að framburður sé á
annan veg, hvers vegna skyldi
það þá ekki vera sýnt með ís-
lenzkri stafsetningu?
Þessi stöku handahófs-dæmi,
sem eingöngu taka til slettna,
segja fátt af öllum þeim rofa-
börðum, sem nú breiða úr sér í
máli voru. Þar eiga skólar og
fjölmiðlar drýgstum skyldum að
gegna. Ef ekki verður að gert
með aukinni fræðslu og vand-
virkni, mun uppblásturinn sækja
í sig veðrið. Ef til vill lætur hann
ekki mikið á sér bera frá ári til
árs. Stunda-vísir klukkunnar
veit beint upp á hádegi og virðist
standa kyrr. Hann sýnist enn
hreyfingarlaus sex stundum síð-
ar, en vísar þá beint niður.
Krisiín og Erik Frantz f einu atriði leikritsins.
Islensk stúlka leik-
ur Elviru í Svendborg
Áhugamannaútileikhúsið      í
Svendborg í Danmörku sýnir nú
um þessar mundir i Svendborg
MiiM-um leikritið Elviru. Elvira er
leikin af 25 ára gamalli islenskri
stúlku, Kristínu Ragnarsdóttur.
Sagan af Elviru er velþekkt í
Danmörku og hefur leikritið vak-
ið nokkra athygli þarlendra
blaða.
Söguþráðurinn í leikritinu er
velþekkt ástarsaga þeirra Elviru
Madigan og Sixten Sparre, sem
gerðist fyrir 92 árum. Elvira var
sirkusleikkona en Sixten Sparre
var sænskur aðalsmaður. Þau
hittust, urðu ástfangin og lifðu
saman í synd á hóteli nokkru í 14
daga. Þaðan stungu þau af frá
hárri skuld og flýðu til Troense,
en náðust og greifinn var dæmd-
.1- liðhlaup og hjóna-
...mdsbrot. Hann greip þá til þess
ráðs að skjóta Elviru ástmey
sína og sjálfan sig á eftir.
Þó að tæp hundrað ár séu liðin
síðan saga þessi gerðist er hún
velþekkt enn þann dag í dag, og
eins og áður sagði hefur leikritið
vakið nokkra athygli þar. Blöðin
hafa rifjað söguna upp og segja
stuttlega frá þeim Kristínu og
Erik Frantz, sem leikur Sixten
Sparre.
í Ugeavisen Svendborg segir
að Kristín sé 25 ára, hafi búið í
Svendborg í nokkur ár og vinni
nú sem sjúkraliði á Svendborg
Sygehus. Þar segir ennfremur að
hún sé fallegri en hin raunveru-
lega Elvira hafi verið, en í stað-
inn kunni hún ekki að ganga á
línu, tali suðurfjónsku með ís-
lenskum hreim, hafi aldrei setið
sirkushest en hafi komist í kynni
við íslenska hesta í foreldragarði
og leiki nú í fyrsta sinn sem
hestakona.
í viðtali við Ekstra Bladet seg-
ir leikstjóri leikritsins, Marianne
Kjær, að hún hafi verið búin að
leita lengi að stúlku í hlutverk
Elviru en loks rekist á Kristínu
þegar hún var úti að ganga. Hún
segir ennfremur að Kristín hafi
ekki þekkt til sögunnar af Elviru,
en það geri hún í dag og hafi oft
heimsótt gröf hennar.
Erik Frantz, sem fer með hlut-
verk Sixten, er 28 ára Dani og
Ugeavisen Svendborg segir um
hann að hann tali fullkomna
Kaupmannahafnardönsku hafi
tvo sænska blóðdropa í æðum sér
og hafi staðið sig vel sem leikari.
Heimilið og
fjölskyldan '82
Sýning, hátíð, kátína
Undirbúningur að vörusýningunni Heimilið og fjölskyldan '82 — sýning,
hátið, kátina, stendur nú yfir af fullum krafti, en hún verður opnuð í Laugar-
dalshöll tuttugasta ágúst og stendur yfir til fimmta september. Alls verða á
sýningunni rúmlega eitthundrað sýningarbásar, þar sem innlendir og erlendir
framleiðendur kynna framleiðslu og starfsemi sína.
Sýningunni verður skipt í þrennt.     Það er Kaupstefnan í Reykjavík
Aðalsýningin verður í stóra salnum    hf. sem stendur fyrir sýningunni,
í „Höllinni", en í anddyrinu verður
matvælasýning, þar sem m.a. sam-
tök franskra matvælaframleiðenda
(Sopexa) verða með kynningu á
frönskum matvælum. Þá verður
orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna
með orkusýningu um það nýjasta
sem er að finna í orkusparnaði.
Aðstandendur    sýningarinnar
hafa nú i annað sinn fengið til liðs
við sig tívolí, en nú er það stærra og
vandaðra en siðast. í tívoliinu verð-
ur skemmtipallur þar sem fram
koma m.a. þrír listamenn frá
Moskvu-sirkusnum. Ofurhuginn
Roy Fransen treður upp, en hans
kúnst felst í því, að hann klifrar
upp í hátt mastur þar sem hann ber
eld að sér og stekkur síðan ofan í
logandi vatnspott.
en meginverkefni Kaupstefnunnar
er að halda stórar alþjóðlegar vöru-
sýningar. Fyrsta vörusýningin á
vegum fyrirtækisins var haldin árið
1955. Sýningarsvæðið var í miðbæ
Reykjavíkur og stærsti hlutinn
skólalóðarport sem þaki var slegið
yfir. Aðsókn að slíkum vörusýning-
um hefur verið mjög mikil hér á
landi. Aðstandendur Kaupstefn-
unnar sögðu, að þeir byggðu þessa
sýningu upp með það fyrir augum,
að hana myndu sækja 60—80 þús-
und manns og miðuðu þá við fyrri
reynslu.
Framkvæmdastjóri Kaupstefn-
unnar er Guðmundur Einarsson, en
í stjórn eru Halldór Guðmundsson,
Bjarni Ólafsson, Páll B. Kristjóns-
son, Pétur Sveinbjarnarson og Þor-
valdur Mawby.
Fyrirtæki vinna nú af krafti við að koma sér upp sýningarbásum í Laugard-
alshöll, en þar byrjar vörusýningin Heimilið og fjöiskyldan '82 þann 20.
ágúst.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32