Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 169. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982
31
Scott McGarvey skallar knöttinn f netið hjá KA, eitt af fjónim mörkum hans í leiknum.    sím.mynd Krfagia Einamoo.
Engin mörk í Eyjum
IBV oe UBK skildu jöfn, 0—0, í 1.
deild fslandsmótsins í knattspyrnu í
gærkvöldi, er liðin mættust í Vest-
mannaeyjum. Markalausir leikir eru
gjarnan daufir og leiðinlegir, en svo
var ekki að þessu sinni, hraði og
barátta einkenndu leikinn, en færin
sem buðust voru hreinlega ekki nýtt
og því fór sem fór.
Blikarnir byrjuðu mjög frísk-
lega, þeyttust fram og til baka
fyrstu 15 mínúturnar eða svo. En
alla stefnufestu vantaði og herslu-
muninn vantaði. Má segja að
framherjum beggja liða hafi orðið
fótaskortur í góðum færum. Kári
Þorleifsson fékk gott færi á 8.
mínútu og Helgi Bentsson annað á
13. mínútu. Og Jóhann Georgsson
það þriðja á 17. mínútu. Reyndar
fengu Eyjamenn fleiri færi, en það
skipti ekki máli þegar upp var
staðið, því ekkert færanna var
nýtt, menn hittu varla rammann.
Þorsteinn Hilmarsson átti
glæsilegt skot að marki ÍBV á 53.
mínútu, sýndi „Zico-takta", en
Páll Pálmason varði meistaralega
á síðustu stundu. Nokkru síðar
varði Páll aftur mjög vel skot Sig-
urðar Grétarssonar, en Blikarnir
hófu síðari hálfleikinn eins og
þann fyrri, eða mjög líflega. En
Eyjamenn komu meira inn í
myndina er á leið og sóttu miklu
meira undir lokin. Besta færi
Eyjamanna kom á 69. mínútu, er
Örn Óskarsson spyrnti sannköll-
uðu þrumuskoti á mark UBK úr
aukaspyrnu rétt utan vítateigs.
Guðmundur markvörður varði
hreint snilldarlega. Á síðustu
mínútunum fengu liðin síðan sitt
færið hvort, en bæði fóru í súginn
eins og önnur, lokatölur því 0—0.
nkj/gg-
KR jafnaði metin í lokin
LAGLEGT mark Sæbjarnar Guð-
mundssonar þremur minútum fyrir
lcikslok tryggði KR-ingum jafntefli,
1—1. geg" Víkingum í 1. deild ís-
land.smoi.sins í knattspyrnu. Jafn-
tefli voru réttlát úrslit því þótt segja
megi að Víkingar hafi fengið hættu-
legri færi þá átti KR síst minna í
leiknum og réði reyndar lögum og
lofum síðasta hálftímann.
En það var sama sagan og áður.
Broddinn vantaði í sóknina, auk
þess sem leikmönnum, þá Víking-
um jafnt sem KR-ingum, virtist
fyrirmunað    að    nota    kantana.
Menn voru því farnir að búa sig
undir 1—0 sigur Víkinganna þegar
KR loks jafnaði.
Long sending barst fram völlinn
þar sem þeir Sæbjörn og Óskar
áttu í höggi við Stefán Halldórs-
son. Óskar lokaði Stefán snyrti-
lega af þótt ekki hafi verið laust
við að „lykt" hafi verið af þeim
aðgerðum. Sæbjörn sat því einn að
knettinum og skoraði örugglega
rétt utan vítateigs framhjá Ög-
mundi Kristinssyni, sem kom
hlaupandi út á móti.
Eina  mark Víkings í  leiknum
Einkunnagjölin
Víkingur:		LIÐ ÍBV:	
Ögmundur Kristinsson	6	Páll Pálmason	7
Ragnar Gíslason	5	Snorri Rútsson	6
Magnús Þorvaldsson	5	Viðar Eliasson	6
Jóhanncs Bárðarson	5	Örn Óskarsson	6
Stefán Halldórsson	7	Valþór Sigþórsson	7
Jóhann Þorvarðarson	6	Ómar Jóhannsson	5
Sverrir Herbertsson	7	Sveinn Sveinsson	7
Aðalsteinn Aðalsteinsson	6	Þórður Hallgrímsson	5
Heimir Karlsson	6	Jóhann Georgsson	6
Helgi 1 lelgason	4	Sigurlás Þorleifsson	6
Ómar Torfason	5	Kári Þorleifsson	6
KR:		LIÐ UBK:	
Stefán Arnarso.:	6	Guðmundur Ásgeirsson	6
Jósteinn Einarsson	7	Þórarínn Þórhallsson	6
Birgir Guðjónsson	5	Helgi Helgason	6
Jakob Pétursson	4	Valdemar Valdemarsson	6
Guðjón Hilmarsson	6	Olafur Björnsson	6
Sigurour IndrUVason	5	Vignir Baldursson	7
Magnús Jónsson	6	Ágúst Gunnarsson	5
Sæbjörn Guðmundsson	7	Þorsteinn Hilmarsson	5
Ágú.st Jónsson	6	Sigurður Grétarsson	7
Hálfdán Örlygsson	5	Helgi Bentsson	6
Óskar Ingimundarson	5	Sigurjón Kristjánsson	6
Elías Guðmundsson (varam.)	5	Ómar Kafnsson vm.	4
Björn Rafnsson (varam.)	4	Trausti Ómarsson lék of stutt.	
kom eftir aðeins 36 sekúndur.
P'jölmargir vallargesta voru
hreinlega ekki búnir að koma sér
fyrir í sætunum er knötturinn lá í
netinu. Heimir Karlsson vann
boltann af einum KR-ingi og lék
síðan inn í vítateiginn vinstra
megin. Birgir Guðjónsson fylgdi
honum eftir eins og skugginn, en
Heimir gafst ekki upp. Reyndi
skot að marki úr þröngu færi.
Knötturinn skall í fæti Birgis, sem
reyndi að blokkera það og þaðan
skaust hann af krafti í nærhornið
án þess að Stefán Arnarson fengi
rönd við reist.
Eftir fjörlega byrjun datt leik-
urinn niður um stund, en undir lok
fyrri hálfleiksins fékk Ómar
Torfason algert dauðafæri eftir
laglega sendingu Heimis. Skot
hans var misheppnað og Stefán
varði auðveldiega. Þar hefði verið
hægt að gera út um leikinn.
Framan af síðari hálfleiknum
var jafnræði með liðunum en eftir
því sem á leikinn leið tóku
KR-ingar hann fastari tökum,
staðráðnir í að gefast ekki upp.
Þeir fengu umbun erfiðisins eins
og áður greindi, en tæpt var það.
Þeir hefðu e.t.v ekki getað kvartað
þótt Víkingar hefðu unnið, en
jafnteflið hefur vart talist annað
en sanngjarnt þegar á allt er litið.
Bestur hjá KR var Sæbjörn
Guðmundsson, en einnig áttu
Jósteinn, Ágúst og Magnús Jóns-
son prýðilegan leik. Hjá Víkingi
voru þeir Stefán Halldórsson og
Sverrir Herbertsson bestir.
Skammt að baki þeim voru Heim-
ir Karlsson og Aðalsteinn Aðal-
steinsson.
Arnþór Óskarsson dæmdi og
hefði mátt taka fastar á sumum
brotum stundum.
-SSv.
Siö mörk hiá
Manchester-lióinu
Manchester Utd. skoraði hvorki
fleiri né færri en sjö mörk í bráðfjör-
ugum sýningarleik gegn KA norður
á Akureyri í gærkvöldi. Lokatölur
loiksins urðu 7—1 fyrir United, eftir
að staðan í hálfleik hafði verið 3—0.
KA styrkti lið sitt með þeim Arnóri
Guðjohnsen og George Best, en allt
kom fyrir ekki, þeir sýndu reyndar
góða takta en það var ekki nóg gegn
sterku liði United.
Lou Macari skoraði fyrsta
markið strax á 12. mínútu leiks-
ins, skallaði að marki eftir
hornspyrnu Ray Wilkins og Aðal-
steinn missti knöttinn inn fyrir
marklínuna. Best klúðraði góðu
færi fyrir KA áður en Scott
McGarvey skoraði fyrsta af fjór-
um mörkum sínum í leiknum eftir
undirbúning þeirra Macari og
Whiteside a 32. mínútu. Þremur
mínútum síðar skoraði McGarvey
aftur, að þessu sinni eftir góðan
undirbúning Gordons McQueen.
George Best skaut yfir úr góðu
færi fyrir leikhlé, en hann varð
síðan fyrir meiðslum, tognaði í
tánni og lék ekki með í seinni hálf-
leik.
Kevin Moran kom inn á fyrir
Ray Wilkins í síðari hálfleik og
skoraði fjórða mark United með
skalla eftir fyrirgjöf frá Bryan
Robson á 55. mínútu. Mörkin hlóð-
ust upp og McGarvey bætti enn
einu markinu við á 61. mínútu, að
þessu sinni eftir undirbúning
þeirra Robson og Whiteside. KA-
menn voru skeinuhættir á næstu
mínútunum og Arnór var tvívegis
nærri því að skora áður en honum
var skipt út af á 67. mínútu.
En Scott McGarvey var hreínt
óstöðvandi að þessu sinni, hann
skoraði sitt fjórða mark á 82. mín-
útu með hörkuskoti og nokkrum
mínútum síðar tókst KA loks að
svara, er Eyjólfur Ágústsson skor-
aði úr víti sem Ásbjörn Björnsson
fiskaði. Fimm mínútum fyrir
leikslok skoraði Bryan Robson síð-
an fallegasta mark leiksins,
spyrnti þrumuskoti efst í mark-
hornið af 25 metra færi.
illoviuiulilntiitt
íbróttir
Arnór Guðjohnsen i kröppum dansi. aðþrengdur af leikmönnum United.
Arnór átti ágætan leik með KA.
Stiiðmenn Vals
til ísaf jarðar
Á laugardaginn kemur, þann 7. ágúst á Valur leik
viö ÍBÍ á ísafiröi í hinni geysihöröu 1. deildar
keppni sumarsins.
Stuömenn Vals beita sór fyrir hópferö á leikinn.
Lagt verður upp frá afgreiöslu Flugleiöa ó
Reykjavikurflugvelli kl. 12.30 en leikurinn hefst kl.
14. Flogið veröur til baka strax að leik loknum.
Verö báðar leíðir alls kr. 590. Þatttakendur láti
skrá sig hjá Flugleiöum í síma 26622 sem allra
fyrst.
Stuðmenn Vals eru hvattir tíl aö fjölmenna og taka
þannig þátt í hinni tvísýnu baráttu, undir kjörorð-
inu: Vinnum sigra — og líka stig!
Stuömenn Vals.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32