Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 11 Kjarvalsstaðir: Sýningu í tilefni árs aldraðraslitið Sýningu á Kjarvalsstöðum í tilefni árs aldraðra, var slitið síð- astliðið sunnudagskvöld, en hún hafði staðið í þrjár vikur. Megin- viðfangsefni hennar voru hand- menntasýning, sýning á alþýðu- list, sýning á höggmyndum As- mundar Sveinssonar og Sigur- jóns Ólafssonar, myndbanda- sýning, ráðstefna Lífs og lands og málþing. Málþingið hið 6. í röðinni og síðasta var haldið sl. sunnu- dagskvöld. Þar mættu Svavar Gestsson, heilbrigðisráðherra, Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, Sigurður H. Guðmunds- son, formaður Öldrunarráðs og Pétur Sigurðsson, alþingismað- ur. Skýrðu þeir frá alþjóðafund- inum í Vínarborg, hver hefðu verið meginvandamál þau, sem þar voru tekin til meðferðar og hvert hlutverk hefði verið ís- lands í ráðstefnunni. Sigurður Guðmundsson sagði, að sýningin á Kjarvalsstöðum hefði vakið athygli. Væri stefnt að ámóta sýningum og umræðum víðar. Sérstaklega hefði verið rætt meðal Afríkuþjóða að beita sömu aðferð og hér hefði verið, að taka upp vinnubrögð og handmenntir aldraðra upp á myndbönd. UN- ESCO hefði óskað eftir því, að Norðurlöndin settu upp svipaða sýningu, og væri áhugi á að fá út- drátt úr myndböndum Friðriks G. Friðrikssonar. Pétur Sigurðsson, alþingismað- ur skýrði frá vinnubrögðum á Vín- arfundinum og framkvæmdaáætl- un þeirri, sem samþykkt var. Pét- ur taldi, að framlag okkar væri verðmætt, og sennilega gætum við veitt ýmislegt til alþjóðlegra framfaramála á vettvangi öldrun- armála og öldrunarþjónustu. Pét- ur saknaði aldraðra úr hópi is- lenzku fulltrúanna. En þeir hefðu verið í sendinefndum ýmissa ann- arra þjóða. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri skýrði frá undirbúningi ráðstefnunnar og ályktunum hennar. Hann greindi frá stjórn- málalegum árekstrum, sem urðu á ráðstefnunni vegna Líbanonófrið- arins. Páll sagði þjóðirnar skipt- ast í þrennt: — þær þjóðir, sem teldust þróaðar og væru að ráðg- ast um til hverra ráða bæri að grípa, öldruðum í hag. — Þróunarlöndin, sem væru að ganga í gegnum breytingar á stór- fjölskyldunni, og væru með ráða- gerðir um að halda í það fjölskylduform. — Síðast væru það múhameðs- trúarmenn, sem veifuðu Kóranin- um og læsu upp úr honum, því Mú- hamed spámaður hefði svar á reiðum höndum við öllum vanda- málum. Páll sagði, að stefnt væri að al- þjóðlegum degi aldraðra. Að Sam- einuðu þjóðirnar settu á fót upp- lýsingabanka á sviði öldrunar og reynt yrði að koma upp alþjóðleg- um sjóðum til að vinna að málefn- um aldraðra. Allar ályktanir voru samþykktar samhljóða nema sú, sem fjallaði um Líbanon. Páll sagði það sem merkast hefði kom- ið fram væri, að nú ættu Samein- uðu þjóðirnar að safna þekkingu og miðla henni til aðildarland- anna. Páll taldi, að unnt hefði ver- ið að koma öldrunarmálum í sviðsljósið. Kæmi það til með að hafa áhrif í framtíðinni með auk- Fundarsalur Kjarvalsstaða var þéttskipaóur og fundarmenn hátt á annaö hundrað. inni þekkingu og bættu almenn- ingsáliti. Á eftir urðu miklar umræður og voru bornar fram fyrirspurnir um atvinnumál aldraðra, þátt áhuga- manna, eða hvort hér væri stefnt alfarið að því, að hið opinbera starfaði að þeim málum. Svavar Gestsson, heilbrigðis- málaráðherra lagði áherslu á það, að aldraðir bindust samtökum. Þar með lauk 6. málþinginu á Kjarvalsstöðum. Eggert Ásgeirsson, formaður framkvæmdanefndar sýningar- innar skýrði frá árangri hennar og meginþáttum. Taldi hann sýning- una hafa fengið góða dóma og stuðning, þar sem aðsókn hefði verið mikil. Eggert þakkaði sam- starfsfólki, ekki hvað síst Magnúsi Eggertssyni sem hefði unnið að málþingum fyrir hönd Samtaka lifeyrisþega ríkis og bæja. Eggert skýrði frá því, sem hann taldi að hæst hefði borið í umræð- um á málþingum. Lögskipaður ellilífeyrisaldur væri á leiðinni með að skipa öldruðum í sérstak- an þjóðfélagshóp. Misrétti væri mikið í lífeyrismálum. Réttur lít- ilmagnans væri í höndum manna, sem heyrðu þeim til, sem hefðu tryggt sinn rétt bezt. Heilbrigðis- þjónustan hefði verið ofmetin sem Málshefjendur á 6. málþinginu. Eggert Asgeirsson, Magnús Eggertsson, Svavar Gestsson, Páll Sigurðsson, Siguróur H. Guðmundsson og Pétur Sig- urðsson. Ljósm. Mbl. KEE. þáttur í heilbrigði þegnanna og lengri meðalævi. Aldraðir verði að ráða yfir sínum málum og hafa yngri sér til samstarfs. Vinnan yrði ekki ofmetin, sem þáttur í heilbrigði elliáranna. Það væri komið inn hjá fólki, að þjónusta stofnana væri góðgerðir í þeirra þágu. Afleiðingin væri stofnana- dýrkun, sem vanmæti framlag fólksins sjálfs. Að iokum sleit Svavar Gestsson sýningunni með ræðu. Hánn ræddi um gagn Vínarfundarins, en sagðist vilja spyrja að leikslok- um. Hann lét i ljós efasemdir sín- ar um réttmæti fastákveðins líf- eyrisaldurs. 67. aldursárið hefði verið tekið upp af Bismark fyrir öld síðan. Lagði Svavar áherzlu á eftirfarandi: — virða bæri rétt ellilífeyris- þega, þótt þeir þurfi á aðstoð að halda, — sjálfsákvörðunarréttur ein- staklinganna væri mikils virði. Þeir mættu ekki glata sérkennum og sjálfsvirðingu, — réttur þeirra til áhrifa og þátttöku væri frumskilyrði, — komið verði til móts við aldr- aða í atvinnumálum. Ráðherra taldi baráttuna hafa einkennzt af vörn, sem hann teldi að snúa bæri í sóknarátt. Sýningin væri merkilegt framlag í þá átt, að sýna fram á, að þáttur aldraðra hefði verið vanmetinn. Hann þakkaði aðstandendum sýningar- innar og sleit henni. Einstakt tækifæri fyrir ungt fólk sem vill eignast húsnæöi á hagstæöum kjörum. 2x100 fm sérhæðir í viröulegu eldra steinhúsi i Vestmannaeyjum. Verð 530—420 þús. Útb. má greiöast meö nýlegum bíl. Önnur skipti koma til greina. Athugið opiö mánudag. FASTEIGNASALAN ASkálafell Bolholti 6, 4. hæö Brynjólfur Bjarkan, viöskiptafr. Sölumenn: Sigrún Sigurjónsdóttir og Ómar Másson. 85788 29555 29558 Opið í dag frá 9—21 Skoðum og verðmetum eignir samdægurs. Höfum veriö beönir aö útvega fallega 3ja herb. íbúö í Hafnarfyröi fyrir mjög fjársterkan kaupanda. Aöeins you eign kemur til greina. Eignanaust Skiph.ni5 Þorvaldur Lúövíksson hrl., Sími 29555 og 29558. Hús við Skipasund Var aö fá í einkasölu timburhús á steyptum kjallara viö Skipasund, ásamt bílskúr. í kjallara er 2ja herb. íbúö. Á hæöinni eru 3 herbergi, eldhús, snyrting o.fl. í risi eru 2 lítil herbergi. Grunnflötur hússins er um 80 fm. Húsiö má einnig nota sem einbýlishús. Húsiö er í ágætu standi. Góöur garður. Breytingar á húsinu eru auöveldar. Teikning til sýnis á skrifstofunni. /Eskilegt er aö fá 3ja—4ra herbergja íbúö á góöum staö upp í kaupin. Árni Stefánsson, hrl. Málflutningur. Fasteignasala Suöurgötu 4, sípii 14314. Kvöldsími: 34231. Farmenn: Boða verkfall 17.—19. og 24.—26. ágúst nk. YFIRMENN á farskipum hafa nú boðað vinnustöðvun á farskipum dagana 17,—19. ágúst nk. og aftur 24.-26. ágúst nk. hafi samningar ckki tekizt fvrir þann tíma, en samn- ingaviðræður þeirra og útgerðar- manna hafa staðið yfír undanfarnar vikur. Vegna málsins hefur Far- manna- og fiskimannasambandið sent frá sér eftirfarandi frétta- tilkynningu: „Svo sem kunnugt mun vera slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum yfirmanna á far- skipum og útgerðanna um klukk- an 06.00 að morgni fimmtudagsins 5. ágúst 1982 eftir 15 klukku- stunda samningafund. Óhætt mun vera að segja, að þá hafi verið komið samkomulag um flest at- riði, jægar farmenn urðu ásáttir um að taka yfirlýsingu útgerð- anna um lífeyrismál. Eftir að það samkomulag var orðið kvað hins vegar við annað hljóð úr strokki útgerðarmanna og er þeir gengu á bak fyrri vilyrða sinna um að ef samkomulag næðist í lífeyrismál- um mundi ekki standa á samkomulagi um bætur fyrir fækkun í áhöfnum skipa né aukn- um fríréttindum. Um þetta gönu- hlaup útgerðanna ályktaði samn- inganefnd farmanna á fundi sín- um fyrir helgi og fylgir sú ályktun hér með: Til að knýja á um að útgerðirn- ar standi við þau gefnu vilyrði sem á þeim mátti skiljast að frágengin væru skömmu áður en slitnaði upp úr viðræðum hefur samninga- nefnd farmanna afráðið að boða til frekari vinnustöðvana á kaup- skipum, ferjum, hafrannsóknar- skipum og sanddæluskipum. Hef- ur verkfall á þessum skipum verið boðað dagana 17.—19. ágúst svo og dagana 24.-26. ágúst 1982. Enn er í gildi algjört yfirvinnu- bann á sömu skipum á „heima- hafnarsvæðinu" við Faxaflóa og Grundartanga, Akureyri, Grinda- vík og Þorlákshöfn. Var þetta yfir- vinnubann boðað frá og með 29. júlí sl. og mun það gilda uns samninganefnd farmanna kann að ákveða annað. Samninganefnd farmanna álítur að hún hafi teygt sig eins langt í átt að samkomu- lagi við útgerðir og nokkur var kostur en útgerðirnar hafi hunsað einlægan samningsvilja farmanna og nú síðast undir lokin með því að ganga á bak fyrri vilyrða um lausnir á vinnudeilunni". Stykkishólmur. Útibússtjóri Búnaðarbank- ans hættir Stykkishólmi, 1. ágúst. Utibú.sstjóraskipti við útibú Bún- aðarbanka íslands í Stykkishólmi standa nú fyrir dyrum, en Guðmund- ur Eiðsson, sem hér hefír starfað undanfarin ár, lætur nú af störfum og flyst til sinna gömlu átthaga þar sem hann mun sinna sínum áhuga- málum. Um stöðuna, sem auglýst hefir verið laus til umsóknar, hafa sótt 5 manns en umsóknarfrestur rann út fyrir skömmu. Enn er ekki búið að ráða í stöðuna þegar þetta er ritað. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.