Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.08.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 37 Hressingarhúsið stendur vid höfnina. Helena Svavarsdóttir við störf. Ljósm. Siguróur Baldursson Sauðárkrókur: Nýr veitingastaöur opnaður Sauðárkróki, 4. ágúst 1982. NÝLEGA var opnaður hér nýr veit- ingastaóur, Hressingarhúsið. Stendur það á Eyrinni, sem er aðal athafnasvæði bæjarins, í næsta nágrenni hafnarinnar. Á Eyrinni starfar jafnan fjöldi fólks í frystihúsum, sláturhúsum og við afgreiðslu skipa. Hress- ingarhúsinu er ekki síst ætlað að þjóna þessu fólki, auk þeirra mörgu bæjarbúa og ferðamanna, sem eiga þarna leið um. Veit- ingastaðurinn hefur sæti fyrir 15 manns, en einnig er afgreitt út um lúgu til þeirra er þess óska og á góðviðrisdögum er hægt að njóta veitinga utanhúss á hellu- lögðu svæði við húsið. Hress- ingarhúsið er opið alla daga frá kl. 9—23. Á boðstólum er að sjálfsögðu kaffi, gosdrykkir, tóbak o.þ.h. auk þess heitar og kaldar samlokur að ógleymdum rjómaís og hamborgurum, sem hér eru nefndir Króksborgarar, enda væntanlega ijúffengari en þeir venjulegu. Eigandi og framkvæmdastjóri Hressingarhússins er Helena Svavarsdóttir. KÁRI Stjörnubíó frumsýn- ir nýja gamanmynd tfTJÖRNlIBÍÓ frumsýnir í dag kvikmyndina „Just you and me, kid“, bandaríska gamanmynd með George Burns, Brooke Shields og Burl Ives í aðalhlutverkum. Hér er um að ræða afar skemmtilega gamanmynd að sögn bíóins og efni hennar er kynnt þannig: „Gamli Bill Grant, ekkjumaður og ellilífeyrisþegi, lifir fábrotnu lífi. Hann lifir á gömlum endur- minningum frá þeim dögum, er hann var skemmtikraftur. Eina til- breytingin í lífi hans er hin daglega heimsókn hans til Max, vinar síns, er lifir í þögn á sjúkrahúsi og sam- verustundin með gömlum félögum yfir pókerspili. Dag nokkurn finnur Bill nakta 14 ára gamla stúlku í skottinu á bíl sínum. Hún er á flótta undan smá- glæpamanni, Demesta að nafni. Bill gamli, sem enn kann að slá á létta strengi, fer með stúlkuna Kate heim til sín. Hún hefur í hyggju að strjúka við fyrsta tæki- færi, en ökklabrýtur sig í fyrstu tilraun. Bill tekur tilbreytingunni með þakklæti og lofar Kate öruggu hæli, henni til mikils hugarangurs. Hún er munaðarleysingi og er sannfærð um að Bill gamli sé snarbrjálaður og hafi illt eitt í huga.“ Hópferðabílar 8—50 farþega bílar í lengri og skemmri ferö- ir. Kjartan Ingimarsson Símar 37400 og 32716. Útsala - - Útsala Stórkostleg verölækkun. Glugginn, Laugavegi 49. Spónlagðar innihurðir fyrir aðeins 2.200.- krónur Spónlagðar innihurðir úr furu og eik. Karmbreidd 10, 11.8 og 13 cm. Afhentar tilbúnar til ísetningar, járnaðar,með spónlögðum karmi, þröskuldi og „gerektum." Stuttur afgreiðslufrestur. HKalmar Innréttingar, Skeifunni 8, 108 Reykjavík, sími 82011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.