Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 172. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982
HCBAAWl
198? Unntrnl Prtss SynaiclH   |
y, Úg h'cl-t cub eQ ketéi sagt pér pað í opp.r-
ás£ er...
að  hallast
hvort aö ööru.
TM Reg US Pat Otf —atl rights reserved
•1982 Los Ano**tes T»n>*s Syrdicete
HOGNI HREKKVISI
(ierður G. Bjarklind.
Fylgist með
hræringum
í poppinu
Ánægour hlustandi skrifar:
„Velvakandi góður.
Mig langar til að koma á
framfæri þakklæti mínu til
Gerðar G. Bjarklind fyrir
frábæra frammistöðu í morg-
unhljóðvarpi á mánudag og
tvo aðra morgna í síðustu
viku. Hún tók fyrir ákveðið
efni og valdi lög í samræmi við
það og skaut inn líflegum
kynningum á milli, jafnframt
því sem hún las upp ljóð við
undirleik rólegrar tónlistar.
Gerður fylgist vel með
hræringum í popptónlistar-
lífinu, þótt aldin sé, þar sem
hún lek oll vinsælustu lögin.
Vil ég mælast til þess að hún
verði höfð miklu oftar í morg-
unhljóðvarpinu til að létta
okkur poppunnendum stund-
irnar.
Þá fær Ragnheiður Ásta
Pétursdóttir einnig hrós frá
mér, þar hún fylgist vel með
popptónlist og jazzi og tekur
syrpur fyrir með ákveðnu
efni."
Heilagar hval-
kýr eður ei?
Skúli Magnússon skrifar:
I Velvakanda miðvikudaginn 4.
ágúst máUi lesa grein Þorvalds
(lunnlaugssonar „Heilagar hval-
kýr". Fyrst vil ég taka undir
athugasemdir hans varðandi land-
búnaðarstefnuna. Síðan vil ég
þakka honum fyrir að draga rott-
una inní umræðuna. Þar hangir
nefnilega mun meira á spýtunni en
hann órar fyrir. Að öðru leyti er ég
ósammála Þorvaldi. Þorvaldur
skrifar:
„Hver dæmir þorskinn guði van-
þóknanlegri skepnu en hvalinn? Ef
greindarvísitala er lögð til grund-
vallar væri fróðlegt að vita hvaða
gáfnapróf eru notuð og hvort rottan
á ekki betri meðferð skilið vegna
greindar sinnar."
Jú, svo sannarlega á rottan betri
meðferð skilið. En með leyfi að
spyrja: hvar og hvenær spillti hval-
urinn fyrir rottunni beint eða
óbeint? Nefndu dæmi, Þorvaldur
minn. Hins vegar er rottan vanda-
mál vegna þess hversu mikill
smitberi hún er og einnig vegna
þess að verulegur hluti (sumstaðar
er hann áætlaður Vr> af því korni
sem maðurinn ræktar endar í
rottukjöftum.
Engin aðferð er þekkt sem ber
saman greind hinna ýmsu dýra-
tegunda: t.d. hvals, þorsks, rottu og
„homo sapiens". Sannleikurinn er
samt sá að mannskepnan er með
prófskrekk og þorir ekki í það próf.
Miklum erfiðleikum er bundið að
bera saman greind mismunandi
mannhópa sem alizt hafa upp við
ólík skilyrði — t.a.m. rokk-táninga í
NY og eskimóa eða „frumstæðra"
svertingja-ættflokka. Vonandi veit
Þorvaldur þótt hann spyrji.
Samt má bera saman a) tauga- og
heilagerð (struktur) hinna ýmsu
tegunda og b) einnig má huga að
hátterni hinna ýmsu tegunda.
a) Heilabú hvala (einkum höfr-
unga) er þannig gert að það minnir
á heilabú manna, er er þó öllu full-
komnara; þ.e.a.s. ef heilabú okkar
halda áfram að þróast í þá átt sem
þau hafa verið að gera undanfarið,
enda afkomendur okkar með heila-
bú svipuu höfrungsins eftir svosem
eina milljón ára. (b) Greind hvala
má ráða af hversu næmir þeir eru
að læra í haldi (sjódýragörðum).
Þorvaldur hefir heyrt talað um
höfrungasýningar. Margar vottfest-
ar sögur eru til um afburðagreind
höfrunga í náttúrunni, t.d. við
björgun mannslífa. Þeir eru einu
dýrin sem hafa haft frumkvæði að
samskiptum við manninn. Þeir eru
einu dýrin sem lært hafa í haldi af
hreinni forvitni og námsáhuga —
án þess atferli þeirra þurfi að verð-
launa alá Pavlo.
Þorvaldur getur líka spurt ís-
lenzka loðnusjómenn um greind há-
hyrninga. Ýmsir þeir sem staðið
hafa að háhyrningaveiðum —
kannski allir — munu bera háhyrn-
ingunum afburða vel söguna.
Ég verð að taka fram að gáfnafar
útaf fyrir sig skapar ekki rétt til
lífs. Treggáfaður einstaklingur hef-
ir sama rétt til lífsins og gáfnaljós-
ið. En ef litið er til tegunda (ekki
einstaklinga) eru miklar gáfur yfir-
höfuð samfara ríku tilfinningalífi
og háum andlegum þroska.
Gefum svo Þorvaldi orðið:
„Algert hvalveiðibann er líklegra
til að valda sveiflum í lífkerfi sjáv-
arins en áframhaldandi veiðar."
Hvalveiðimenn hafa undanfarið
„I»að verður semsé að veiða
hvali (helst útrýma þeim) til
að geta vitað hvort óhætt sé
að veiða þá. Það verður fyrst
að detta í vökina til að vita
hvort óhætt sé að fara út á
ísinn. Hvalveiðimenn munu
hafa lært rökfræði hjá
Munchhausen."
Hverfilþjappa -
þotuhreyfill
Gerólík tæki — og þó!
I>orbjörn Karlsson prófess-
or í vélaverkfræði í Háskóla
íslands, skrifar:
„Hinn 4. ágúst sl. birti
Velvakandi bréf frá Snorra
Guðmundssyni, þar sem
hann fjallar um misskilning,
sem hann telur, að komi
fram í skrifum tveggja ís-
lenskra blaða um svokallaða
„túrbó"-bíla, þ.e. bíla, sem
búnir eru forþjöppu til að
auka afköst hreyfla þeirra.
Fann Snorri að því, að
greinahöfundar sögðu bíla
þessa búna „túrbínu". Þar
sem skýringum Snorra er í
ýmsu áfátt, langar mig að
leggja nokkur orð í belg.
Forþjöppur á sprengi-
hreyflum (bensín eða dísil)
eiga sér alllanga sögu eins og
Snorri getur réttilega um.
Þessar þjöppur heita á er-
lendu máli „supercharg-
er(s)",  og  eru  þær  ýmist
knúnar af ás hreyfilsins eða
af gashverfli, sem fær sitt
afl úr útblástursgasi hreyf-
ilsins. í síðari gerðinni
mynda þjappan og hverfill-
inn oft eina samstæða heild,
sem þá er kölluð hverfil-
þjappa („turbocharger"),
sem er einmitt sú gerð, sem
túrbóbílar  eru  búnir.  Að
segja, að bíllinn sé búinn
hverfli (túrbínu) er því alls
ekki eins vitlaust og Snorri
vill meina
Snorri kallar þotuhreyfla
hverfla (túrbínu) og má
segja, að það sé jafnrétt (eða
jafnrangt) að segja, að
hverfilþjappa sé hverfill. í
báðum tilfellum er hverfill-
inn aðeins hluti af því, sem
um er að ræða. í þotuhreyfl-
inum er hverfillinn tengdur
þjöppu og knýr hana á sama
hátt og gerist í hverfilþjöpp-
unni. Að þessu leytinu má
því segja, að þessi tvö annars
gerólíku tæki, hverfilþjapp-
an og þotuhreyfillinn, séu al-
veg hliðstæð!"
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til
ro.siudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. MeoaJ efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pi.stla
og Niuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja iillu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ásta-ða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48