Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1982, Blaðsíða 1
52 SÍÐUR 175. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Henry Fonda „Ekki til viðræðu meðan höfuð- borg mín er jöfnuð við jörðua — sagði Shafik Wazzan að loknum viðræðum við Habib Henry Fonda Los Angeles, 12.ágúst. AP. LEIKARINN Henry Fonda lést í dag, 77 ára að aldri. Hann hafði nú um langt skeið háð baráttu við hjartasjúk- dóm, sem varð honum að aldurtila. Eiginkona hans, Shirlee, var við rúmstokk hans, er hann lést, en dóttirin, Jane, og sonurinn Peter, komu á sjúkrahúsið rétt eftir andlátið. Fonda, sem var gífurlega af- kastamikill leikari jafnt á sviði sem í kvikmyndum og sjónvarpi, lék þrátt fyrir háan aldur og hjartaveilu allt til ársins 1981, en þá varð hann að láta af störf- um sökum sjúkdóms síns og hef- ur verið meira og minna á sjúkrahúsum síðan. Hann vann til Óskarsverð- launa 1982 fyrir bestan leik í kvikmyndinni „On Golden Pond“, en var þá orðinn of sjúk- ur til að geta veitt þeim viðtöku. Þetta var í fyrsta sinn sem hann vann til Óskarsverðlauna, þrátt fyrir nokkrar útnefningar áður, en honum voru veitt heiðurs- verðlaun árið áður fyrir frábær- an leikferil. Haft er eftir konu hans, að óskarsverðlaunin hafi verið honum mikils virði, hann hafi tárfellt er hann frétti af valinu. Ólíklegt er talið að efnt verði til jarðarfarar, þar sem haft er eftir Fonda: „Jarðarfarir eru mér á móti skapi... og það er í erfðaskrá minni að ekki verði efnt til neinnar að mér látnum.* Veggmynd þessi í Belfast lýsir tengslum milli PLO og IRA og var tekin sunnudaginn 8. ágúst er fulltrúi PLO ávarpadi írska lýðveldisherinn þar í borg. Londondem: Skotið á hermenn og kveikt í húsum Londonderry, N-írlandi, AP. MENN vopnaöir bvssum skutu í dag á breska hermenn og kaþólskir ungl- ingar kveiktu í tryggingafyrirtæki með bensínsprengjum snemma i morgun, en í dag eru þrettán ár liðin frá því að þessi lota blóðugra bardaga hófst á N-Irlandi. Bardaginn braust út er 12.000 mótmælendur söfnuðust saman og gengu gegnum hverfi mótmælenda. Það gerðu þeir til að minnast sigurs forvera sinna, er héldu borginni í 105 daga undir stöðugum árásum hins kaþólska hers James konungs II árið 1689. Óeirðir þessar minntu marga á að það var ganga þessari lík sem árið 1969 varð til þess að blóðugir bardagar loguðu í borginni í þrjá daga samfleytt milli mótmælenda og kaþólskra , en í þeim bardögum létu 2.210 manns lífið og meira en 20.000 manns slösuðust. Enginn mun hafa særst í bardag- anum í dag, en nærliggjandi hús skemmdust af vatni og eldi eftir að kveikt hafði verið í tryggingafyrir- tækinu. í Belfast var kaþólskur maður skotinn í nótt , en hann mun ekki hafa særst lífshættulega. JerÚMlem, Beirút, Washington, 12. ágúst. AP. „Ég hef sagt Philip Habib að ég geti ekki tekið þátt í áframhaldandi viðræöum meðan að þúsundir tonna af sprengjum dynja á höfuðborg minni,“ sagði Shafik Wazzan, forsætisráðherra Líbanon, að loknum viðræðum við Philip Habib í dag. Hann talaði í dag við Habib, sérlegan sendimann Bandaríkja- stjórnar í Miðausturlöndum, um friðsamlega flutninga liðsmanna PLO frá Beirút, en bætti við að greinilegt væri að ísraelar væru ákveðnir í að þurrka höfuðborg Líbana út af kortinu. Menachem Begin forsætis- ráðherra tilkynnti í kvöld eftir stormasaman fund með ráðherr- um sínum að hann hefði fyrir- skipað að loftárásir á Beirút yrðu stöðvaðar. Ákvörðunin kom í kjölfar harðorðustu mótmæla sem Bandaríkjastjórn hefur sent ís- raelum frá upphafi innrásarinn- ar, en þar sagðist Reagan vera sleginn yfir fregnum um þessar hörðustu loftárásir ísraela á V-Beirút frá upphafi stríðsins nú Portúgal: Ný stjórnar- skrá samþykkt Lissabon, l2.ágúsL AP. PORTÚGALSKA þingið samþykkti í dag breytta stjórnarskrá, sem felur m.a. í sér afnám átta ára beinna af- skipta hersins af stjórn landsins. Frumvarp þetta hlaut meira en tvo þriðju hluta atkvæða þingsins eftir að um það hafa staðið hat- rammar deilur nú síðastliðna mánuði. Samkvæmt lögum fer þessi nýja stjórnarskra til Eanes, forseta landsins, til undirritunar innan þrjátíu daga og verður síðan send þinginu aftur til staðfestingar þegar talið er stutt í að samning- ar náist um brottflutning liðs- manna PLO frá Beirút. Ekki kemur fram í fréttum frá Hvíta húsinu hvort Reagan hafi sett Begin einhverja úrslitakosti, en talsmaður þess segir að Reag- an hafi sett skýrt fram að vopna- hlé sé algjör forsenda þess að samningaviðræðurnar geti hald- ið áfram. Bardagarnir í dag stóðu linnu- laust í tíu klukkustundir og eru þeir hörðustu frá upphafi stríð- sins. Mikinn reykjarmökk leggur látinn fsraelar búa sig undir næstu lotu i Vestur-Beirút, en skotmarkið er sem fyrr stöðvar liðsmanna PLO í borginnL upp frá borginni og er talið að mannfall hafi verið mikið, þó nákvæmar tölur hafi ekki enn borist. Öryggisráð SÞ. hélt í kvöld skyndifund til að íhuga ástandið í Israel með tilliti til nýjustu fregna þaðan að beiðni Sovétríkj- anna, en eftir að hann hafði stað- ið í rúma klukkustund var hon- um frestað að beiðni Bandaríkj- anna. Tilboði Spadolini hafnað Kóm, 12.Ágúsi. AP. SOSÍALISTAR höfnuðu í dag boði Spadolini um að taka þátt i nýrri stjórn hans og koma þannig í veg fyrir að hann geti endurmyndað rík- isstjórn sína, fimm flokka sam- steypustjórn. Þessi ákvörðun sósíalista kom í kjölfar nýrra stjórnarmyndunar- viðræðna Spadolini, sem gerir nú allt sem í hans valdi stendur tii að ekki þurfi að koma til kosninga, sem annars eru ráðgerðar árið 1984. Spadolini neitaði að gefa upp hverjar yrðu næstu aðgerðir hans, en án sósíalista minnka líkurnar til muna að honum takist að mynda starfhæfan meirihluta. Leiðtogi sósíalista, Bettino Craxi, er talinn vera áfjáður í að verða fyrsti forsætisráðherra á ít- alíu úr röðum sósíalista frá stríðslokum. Fréttaskýrendur þar i landi telja að sósíalistar, sem hafa aukið nokkuð fylgi sitt í minni háttar kosningum, telji sig eiga auknu fylgi að fagna verði kosningar haldnar nú og gætu því unnið til fleiri þingsæta eða jafn- vel myndað starfhæfan meiri- hluta. Bresk sjúkrahús: Neyðar- ástand Ixindon, 12. áfpíiit. AP. RUSLAHAUGAR hrönnuðust upp á göngum sjúkrahúsa í Englandi, sjúklingarnir urðu að sætta sig við að nærast á „fish ands chips", og þúsundum skurðaðgerða varð að fresta er 750.000 starfsmenn á sjúkrahúsum héldu verkfalli sínu áfram fjórða daginn í röð. Bíða nú um 650.000 manns eftir að komast í aðgerð. Verkfallið, sem lýkur á morgun, hefur gert pað að verkum að öll sjúkrahús hafa orðið að skera daglegan rekstur niður i lág- mark og hafa þau aðeins sinnt bráðum tilfellum. í sjö fylkjum áttu sjúkrahús í erfiðleikum með að halda úti neyðarþjónustu. Þá var ólga í breska blaða- heiminum er formaður prentarafélagsins þar í landi var ásakaður um lítilsvirðingu við réttinn í yfirheyrslum sl. föstu- dag vegna verkfalls 1000 tækni- manna í prentiðnaðinum á mið- vikudag í síðustu viku. Hótuðu stjórnarmenn því að ef formað- urinn færi í fangelsi myndi fé- lagið grípa í taumana og stöðva öll dagblöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.