Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 178. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. ÁGÚST 1982
Föst starfsemi
Ríkisútvarpsins
hafin á Akureyri
AKUREYRARDEILD Ríkisútvarpsins hóf formlega starfsemi sína á laugar-
daginn. Af því tilefni var eins og bilfs tíma útvarpsdagskrá með norðlenzku
efni frá Hljóðhúsinu við Norðurgötu (Reykhúsinu). Menntamálaráðherra,
Ingvar Gíslason, flutti ávarp í upphafi dagskrárinnar og útvarpsstjóri, Andrés
Björnsson, ávarpaði hlustendur einnig. Að lokinni dagskránni bauð mennta-
málaráðherra gestum til samsætis.
Hörður Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að til-
efni þessarar dagskrár hefði verið
það, að ráðnir hefðu verið tveir
starfsmenn að Akureyrardeild-
inni, þeir Jónas Jónasson og Björn
Sigmundsson, tæknimaður. Sagði
hann að aðdragandi Akureyrar-
deildarinnar hefði hafizt 1979 er
með miklum eftirgangsmunum
hefði fengizt leyfi til að kaupa
þarna lágmarks aðstöðu eftir að
útvarpsmenn sjálfir höfðu greitt
húsaleigu tveggja mánaða úr eigin
vasa. Þar með hefði fyrsta aðstaða
útvarpsins á Akureyri fengizt og
yrði hún notuð þar til hús út-
varpsins að Fjölnisgötu 3a yrði til-
búið. Það væri 500 fermetra hús
og þyrfti að breyta talsverðu áður
en hægt væri að hefja starfsemi
þar. Stefnt væri að því að ljúka
þessum breytingum sem fyrst.
Þá sagði Hörður að safnað yrði
og útvarpað dagskrárefni af öllu
tagi frá öllu Norðurlandi. Tekin
yrðu upp leikrit og tónlist þarna
auk almennra dagskrárliða og
frétta.
•4*-*- A"/-íy^-trr__ .^Jt
Myndin er af gömlu umslagi sem fannst fyrir sktfmmu f Þjóðskjalasafni. Er
það stílað á landfógetann i íslandi.
Sýnlng á vegum Félags frimerkjasafnara:
Nýfundin þjónustu- og
skildingamerki til sýnis
í TILEFNI 25 ára afmælis Félags frímerkjasafnara verður haldin sýning á
Kjarvalsstöðum dagana 19.—23. ágúst þ.m. Þar verða m.a. 10 umslög með
fyrstu íslensku frímerkjunum. Hér er um að ræða skildingamerki sem gefin
voru út 1873. Er það í fyrsta skipti sem þessi umslög koma fyrir sjónir
almennings, en þau fundust sem kunnugt er fyrir skemmstu í Þjóðskjalas-
afni íslands. 4 þessara umslaga eru með almennu fjögurra skildinga merki,
en 6 með fjögurra og átta skildinga þjónustumerki. Að sögn Þórs Þorsteins-
sonar, sem vinnur við flokkun og skrásetningu frimerkjanna, er þessi
fundur einstæður í sinni röð. Það sem yki gildi hans væri m.a. að ár- og
dagsetningar kæmu fram á þessum bréfum. Þannig fengju menn nákvæma
vitneskju um hvenær þau hefðu verið notuð. Þá væri það gleðiefni aö
þjónustumerki hefðu fundist sökum þess að þau eru afar sjaldgæf. Hefðu
einungis 6 bréf af því tagi verið varðveitt fram að þessu. Ennfremur sé
ásigkomulag bréfanna öldungis gott. Mætti mætla að ekki hafi verið hróflað
við þeim um langan aldur.
Það kom m.a. fram á blaða-
mannafundi, sem efnt var til
vegna sýningarinnar, að nokkur
þeirra bréfa sem komu nú í leit-
irnar hafi fylgt peningasending-
um milli landfógeta og embætt-
ismanna úti á landi á ofanverðri
19. öld. Einnig má ráða af þessum
bréfum að póstburðargjald hefur
verið mjög mismunandi eftir árst-
íðum hér á landi. Á fundinum var
greint frá því að nýfundin bréf
með hinum svokölluðu aura-
merkjum, en þau voru í notkun
hér á árunum 1876—1902, verði
líka á afmælissýningunni.
En auk framangreindra bréfa
kennir ýmissa grasa á þessari
sýningu. T.a.m. verður safn ís-
lenskra frímerkja, sem er í eigu
enska  kaupmannsins  C.  Angus
Parker, til sýnis. Einnig verður
hluti úr bréfasafni Tryggva
Gunnarssonar sýndur. Þá má
nefna sænskt frímerkjasafn, sem
hlotið hefur fjölda gullverðlauna
á alþjóðlegum sýningum.
Auk þess verða þar frímerkja-
söfn frá Finnlandi, Tékkóslóva-
kíu, Bandaríkjunum, Englandi,
Hollandi, Þýskalandi, Færeyjum
og Danmörku. Ennfremur verður
hluti trjáviðarsafns Haralds
Ágústssonar og gömul póstkort
frá Reykjavík og ýmsum þorpum
landsins á sýningunni.
Og gömlum póstmunum verður
þar einnig til að dreifa, en þeir
heyra Póst- og símamálastofnun.
Loks má geta þess að kynning fer
fram á Póstmannafélagi íslands
með myndum og menjum á þess-
ari sýningu á Kjarvalsstöðum.
Forsvarar Félags frimerkjasafnara: Þór Þorsteins, Ólafur Elíasson, Páll
Asgeirsson og Jón Aðalsteinn Jánsson.
KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI 22, LAUGAVEGI 66, GLÆSIBÆR.
\tm\i ??     Simi tra shiptihorði 850S5     ^^^i
GrertarKiwxj,        r'UÍ|flA
Austurstrawi 22,            ,_  .____   ~ ¦
2 hæð Simi 85055
Uugnigi 20. Simi rré ikiptiborei IS0SS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44