Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 179. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SÍÐUR
179. tbl. 69. árg.
MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Mitterrand:
„Skipulögð
skæruliða-
starfsemi
:••
París, 17. ágúst. Al'.
„I'RSSI skæruliðastarfsemi i París er
skipulögð af ákveðnum aðilum til þess
að hegna Frakklandi fyrir þá friðar-
stefnu, sem landið hefur aðhyllst í
Mið-Austurlöndum," sagði Francois
Mitterrand, Frakklandsforseti, í
ávarpi, sem hann flutti í beinni sjón-
varpsútsendingu í dag þar sem hann
sat fyrir svörum. „Stefna Frakklands í
Arabalöndunum getur ekki, hefur ekki
og mun ekki mótast af andúð i garð
ísraela," sagði Mitterrand ennfremur.
Enn ein upp-
reisn á Seyc-
helles-eyjum
Nairobi, Kenya, 17. igúst. AP.
HERMENN úr herliði Seychelles-eyja
gerðu í dag vopnaða uppreisn til að
knýja á um kröfur sinar þess eðlis að
nokkrir herforingjar segi af sér. Þeir
tóku á sitt vald útvarpsstöð stjórnar-
innar og hóta að taka af lífi yfir 200
gísla ef herinn verði sendur gegn þeim.
Fréttum um þessa sérkennilegu
uppreisn var komið frá eyjunum
gegnum síma og telex-samband við
Nairobi, London og aðrar borgir, en
enn sem komið er eru allar fregnir
óstaðfestar.
Hermennirnir segjast ekki hafa
neitt á móti forseta eyjanna, France
Albert Rene, sem er sósíalisti og
kom til valda eftir byltingu er gerð
var 5. júní 1977. Hins vegar fara þeir
fram á brottrekstur nokkurra
ónefndra hershöfðingja.
Best að búa
í Danmörku
Philadelphia, 17. ígásL AP.
DANMÖRK er ákjósanlegasti
bústaður heimsins, verst er að
búa í Eþíópíu og Bandaríkja-
miinnum til sárra vonbrigða er
heimaland þeirra aðeins í 41.
sæti af 107 þjóoum, sem nýgerð
könnun starfshóps við háskólann
i Pennsylvaníu náði til.
Noregur varð í öðru sæti í
könnuninni, Austurríki í
þriðja, þá Holland og Svíþjóð í
5. sæti. íslands var ekki getið í
fréttaskeytum.
Þó að nokkurt lát hafi verið á loftárásum á Vestur-Beirút nú um skamma hríð, eni enn að finnast lík manna er fallið
hafa í valinn í hjarta borgarinnar vegna styrjaldarinnar.                                    sím.mjnd ap.
írland:
Haughey seg-
ir ekki af sér
Ihlblin, írlandi, 17. águ.si. AP.
FORSÆTISRÁÐHERRA írlands,
Charles Haughey, sagði i dag að
hann myndi ekki segja af sér vegna
hneykslis sem leiddi til afsagnar
Patrick Connollys saksóknara, en
hann var neyddur til þess eftir að
maður ásakaður um tvö morð var
handtekinn á heimili hans.
Haughey hitti blaðamenn að
máli í dag og varði þá sína hlið á
málinu eftir fremsta megni og
neitaði að verða við kröfum þess
eðlis að hann kallaði þingið heim
úr sumarleyfi til að meðhöndla
málið.
Hann var greinilega í miklu
uppnámi og neitaði að svara hvort
vitað væri hvort um einhver
tengsl væri að ræða milli Conn-
ollys, sem er 55 ára gamall pipar-
sveinn, og hins ákærða, Malcolm
McArthur sem er 36 ára að aldri
og var handtekinn á heimili Conn-
ollys sl. föstudag og kærður fyrir
morð á hjúkrunarkonu og bónda.
Sjá bls. 14 „Connolly saksókn-
ari segir af sér embætti".
„Hægt að leysa það sem
eftir er á einum sólarhring"
— sagði Ariel Sharon eftir viðræður sínar við Philip Habib í dag
Beirút, Tel Atít, 17. igúaL AP.
VARNARMÁLARÁÐHERRA ísrael, Ariel Sharon, sagði eftir
fund sinn með Philip Habib í Beirút í dag ad þeir hafí stigið
skref í framfaraátt í mörgum atriðum er varöa lokasamkomu-
lag um brottflutning liðsmanna PLO frá Beirút.
Sharon sagði í viðtali við ísra-
elska útvarpið að þeir hefðu eink-
um beint augum sínum að þremur
atriðum sem enn er ósamið um:
listum yfir þá liðsmenn PLO sem
munu yfirgefa Beirút; að Sýrlend-
ingar kalli hcim liðsveitir sínar
frá Beirút og mikilvægasti þáttur-
inn að mati ísraela er síðan að
PLO skili flugmanni nokkrum er
þeir hafa haft í haldi frá innrás
Israela 1978.
Sharon sagði að í öllum þessum
atriðum hefði náðst einhver
árangur og það sem enn væri
ósamið um ætti að vera hægt að
leysa á næstu 24 klukkustundum,
en hann bætti við að ísraelskar
hersveitir í Beirút yrðu samt sem
áður að vera vel á verði.
Áður hafði verið tilkynnt að
skotbardagar hefðu orðið milli
liðsmanna PLO og ísraelskra her-
manna í Austur-Líbanon, en ekki
er kunnugt um mannfall á þeim
vígstöðvum.
Forsætisráðherra     Líbanon,
Shafik Wazzan, sagði í dag að
lokasamkomulag um brottflutning
liðsmanna PLO frá Beirút hefði
náðst og bætti við að yfirvöld í
Líbanon muni fara fram á það við
stjórnvöld í Bandaríkjunum,
Frakklandi og ítalíu að þau sendi
alþjóðlegar friðargæslusveitir til
Líbanon.
Aðspurður um það hvort
brottflutningurinn hæfist á laug-
ardag eins og talað hefur verið
um, sagði hann: „Setjum ekki
ákveðin tímamörk. Látum frekar
Vopnasölusamkomulag
Kína og Bandaríkjanna
Washington, Peking. 17. agúsL AP.
RONALD REAGAN forseti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að samkomulag
hefði náðst milli Bandaríkjanna og Kína varðandi vopnasölu til Taiwan, sem
verði takmörkuð í framtíðinni og hætt alveg er fram líða stundir.
Forsetinn sagði að samkomulag
þetta myndi styrkja „frekari
þróun vinsamlegra tengsla milli
stjórnvalda og almennings í
Bandaríkjunum og Kína".
Stjórnvöld í Kína höfðu hótað
að stöðva stjórnmálaleg tengsl
landanna í millum ef ekki yrði
samþykkt að stöðva endanlega
alla vopnasölu til Taiwan, en
stjórnvöld í Bandaríkjunum neit-
uðu í dag að gefa upp dagsetningu
fyrir samkomulagið eins og kín-
versk stjórnvöld höfðu krafist.
Málgagn kínversku stjórnarinn-
ar lýsti samkomulaginu í dag sem
upphafi lausnar vandamálsins, en
varaði bandarísk stjórnvöld við
því að samkomulag þetta gæti
haft alvarlegar afleiðingar í för
með sér varðandi samskipti Taiw-
an og Bandaríkjanna, en Banda-
ríkjastjórn hefur ítrekað að tengsl
milli þeirra og Taiwan séu ekki
bein stjórnmálatengsl.
Stjórnvöld í Taiwan lýstu í dag
yfir miklum áhyggjum sínum
vegna þessa samkomulags og köll-
uðu það „alvarleg mistök".
verkin tala."
Alþjóðleg ráðstefna lögfræð-
inga, sem hefur fundað á Kýpur að
undanförnu, ályktaði í dag að
ísraelar  væru  sekir  um  stríðs-
glæpi í Líbanon og hvöttu ísra-
elska hermenn til að óhlýðnast
skipunum yfirboðara sinna ef þeir
vilji komast hjá að vera taldir
ábyrgir fyrir þessum glæpum.
Jaruzelski snýr
aftur til Póllands
Varsjá, Póllandi, 17. ágúst AP.
WOJCIECH Jaruzelski hershófðingi
sneri í dag heim frá Sovétríkjunum,
en þar hafði hann verið í stuttri
heimsókn til að ræða við Leonid I.
Brezhnev um ástand niála í heima-
landi sínu, samkvæmt heimildum
pólsku fréttastofunnar í dag.
Fundur þessi var hinn fyrsti er
leiðtogarnir hafa haldið frá því
herlög tóku gildi í Póllandi fyrir
átta mánuðum og sjálfstæða
verkalýðshreyfingin Samstaða var
bónnuð.
Samkvæmt heimildum frá
pólsku fréttastofunni mun Jaruz-
elski hafa tjáð Brezhnev að gagn-
byltingaröfl hefti mjög allar
framfarir efnahagsmála innan-
lands og mun hann hafa nefnt í
því sambandi Bandaríkin sér-
staklega, en bætt við því að fram-
farir í Póllandi hefðu þegar orðið
þó nokkrar.
Jaruzelski mun einnig hafa rætt
sérstaklega um Samstöðu og neð-
anjarðarstarfsemi hennar, en hún
hefur nú boðað til friðsamra mót-
mæla um allt Pólland þann 31. ág-
úst, en þann dag eru liðin tvö ár
frá því sjálfstæð verkalýðsfélóg
voru leyfð þar í landi.
Á sama tíma og fundur Jaruz-
elskis og Brezhnevs var haldinn,
var vatni sprautað með kraftmikl-
um útbúnaði á 300 manns eru lágu
á hnjánum og báðu bænir við
blómakrossinn á Sigurtorginu í
Varsjá og er það í annað skiptið
frá því á föstudag að lögreglan
dreifir mannfjölda er þar hefur
safnast saman.
Innflytjendur
fá sakaruppgjöf
Washington, 17. ágúst. AP.
FYRSTU meiriháttar breyt-
ingarnar á innflytjendalöggjöf-
inni í Bandaríkjunum voni sam-
þykktar í dag af öldungadeild
Bandaríkjaþings. Nái breyt-
ingarnar fram að ganga fela þær
m.a. í sér að vinnuveitendur með
ólöglega innflytjendur í vinnu
verða sóttir til saka. Um leið
myndu þessar breytingar færa
þeim milljónum ólöglegra inn-
flytjenda, sem nú búa í Banda-
ríkjunum, sakaruppgjöf.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32