Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 179. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1982
Jazzútsetning þjóðsöngsins:
Menntamálaráðuneytið telur ekki
ástæðu til aðgerða að svo stöddu
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að hafast ekki að, vegna hinnar
njju útsetningar á þjóðsöngnum í kvikmyndinni „Okkar á millí i hita og þunga
dagsins". — Upphaf málsins var það að Jón Þórarinsson tónskáld vakti athygli
ráðuneytisins á útsetningu tónverksins i kvikmyndinni, að þvi er ráðunevtið segir
i svarbréfi til Jóns. — f bréfí Jóns kemur á hinn bóginn fram, að Jón hafí kynnt
sér málið samkvæmt tilmælum ráðuneytisins.
Bréf Jóns Þórarinssonar til ráð-
uneytisins frá 20. júlí sl. er svohljóð-
andi:
„Hr.  ráðuneytisstjóri  Birgir Thor-
lacius,
Menntamálaráðuneytinu,
Hverfísgötu 4—6, R.
Samkvæmt tilmælum ráðuneytis-
stjórans hef ég kynnt mér tvær „út-
setningar" á þjóðsöng íslendinga,
sem Fálkinn hefur gefið út á
hljómplötunni „Okkar á milli í hita
og þunga dagsins", en á plötunni er
sögð vera músík úr kvikmynd með
sama nafni, sem boðað hefur verið
að frumsýnd verði á næstunni.
Önnur „útgáfa" þjóðsöngsins á
þessari plötu ber titilinn „Lofsöng-
urinn í hita og þunga". Á plötumiða
og umslagi er höfundur lagsins,
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, nafn-
greindur, en útsetningin sögð vera
eftir „Þursana", og flytja þeir lagið.
Lagið sjálft er hér ekki beinlínis af-
lagað. Hljómaval er að mestu hið
sama og í frumgerðinni, en radd-
skipan er með þeim hætti, að lagið
glatar með öllu eðlilegri reisn sinni.
Tónblær rafmagnshljóðfæranna,
sem notuð eru, er óviðfelldinn í
þessu sambandi, og frá eigin brjósti
hafa útsetjarar bætt inn í lagið
mjög ósmekklegum og algerlega til-
efnislausum „slagverkseffektum".
Lokalagið á plötu þessari er kall-
að „Lofsöngurinn okkar á milli".
Einnig þar er höfundur tilgreindur
með sama hætti og áður var sagt, en
útsetning sögð vera eftir Guðmund
Ingólfsson, og leikur hann lagið á
píanó. Hér er um að ræða algera
umritun í jazz-stíl, svo gagngera að
jafnvel má gera ráð fyrir, að skyld-
leiki þessarar tónsmíðar við þjóð-
sönginn hefði farið fram hjá ýmsum
hlustendum, ef ekki væri gefin
bending um hann með titlinum og
með því að nefna nafn Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar í þessu sambandi.
Það skal tekið fram, að þessi „para-
phrase" er á sinn hátt nokkuð snjall
og skörulega leikinn.
Slík meðferð á þjóðsöngnum, og
verkum látinna tónskálda yfirleitt,
er að áliti undirritaðs ákaflega
ósmekkleg, að ekki sé meira sagt.
Enginn vafi er á því, að
menntamálaráðuneytið hefur skv.
höfundarlögum (53. gr., sbr. 2.
málsgr. 4. gr.) fulla heimild til af-
skipta af málum af þessu tagi, og
mætti jafnvel segja, þar sem þjóð-
söngurinn sjálfur á í hlut, að ráðu-
neytinu beri skylda til að láta málið
til sín taka, t.d. fyrst um sinn með
því að stöðva sölu á umræddri
hljómplötu. En hvort sem ástæða
verður talin til aðgerða af opinberri
hálfu vegna plötu þessarar (og
kvikmyndarinnar), tel ég þetta at-
vik sýna ótvírætt, að brýn þðrf er á
sérstakri lagasetningu til verndar
þjóðsöngnum (eins og þjóðfánan-
um), svo að komið verði í veg fyrir
frekari misnotkun á honum og
óvirðingu við hann."
Bréf það er Birgir Thorlacius riðu-
neytisstjóri, fyrir hönd Ingvars Gísla-
sonar menntamálaráðherra, sendi
Jóni Þórarinssyni i gær, 17. ágúst er
svohljóðandi:
„Þér hafið, herra tónskáld, vakið
athygli ráðuneytisins á „útsetningu"
þjóðsöngsins sem nota á í kvikmynd
og einnig hefur lagið verið gefið út á
hljómplötu.
Að sjálfsögðu er meira en vafa-
samt að breyta listaverki sem þjóð-
inni er hjartfólgið, en á hitt er að
líta að fara verður varlega í að
hindra menn í að tjá sig, einnig þá
sem hentar þetta tjáningarform.
Eðlilegast er að þjóðin sjálf dæmi
í slíkum málum.
Telur ráðuneytið ekki ástæðu til
aðgerða í máli þessu, a.m.k. ekki að
svo stöddu, en vera má að nauðsyn-
legt reynist að setja ákveðnar reglur
um meðferð þjóðsöngsins."
Vitni vantar
ÞANN 11. ágúst síðastliðinn um
klukkan 14.00 var bifreið bakkað á
mann í Bankastræti á móts við Sam-
vinnubankann.
Þeir, sem vitni hafa orðið að at-
burðinum og gætu gefið upplýs-
ingar um hann, eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við slysa-
rannsóknadeild lögreglunnar.
Lírukassaspilararnir leika listir sinar í Austurstræti í gær.
Einhver eignast demant á sýn-
ingunni Heimilið og fjölskyldan
ARNARFLUG hefur fengið hingað
feðga tvo frá Amsterdam í Hol-
landi, í tilefni af sýningunni Heim-
ilið og fjölskyldan, sem verður í
Laugardalshöllinni, en þar hefur
Arnarflug bás, þar sem flug þess til
Amsterdam er meðal annars kynnt.
Feðgar þessir eru lírukassaspilarar
og munu fram að sýningunni, sem
hefst 20. ágúst, fara um götur borg-
arinnar og leika listir sinar fyrir
fólk, spila á lírukassanna og
syngja, en eftir að sýningin sem
stendur til 5. september, hefst,
verða þeir þar i bás Arnarflugs og
spila fyrír sýningargesti.
Þá hefur Arnarflug einnig
fengið hingað til lands hollensk-
an demantaslípara, til að stunda
iðju sína í bás þeirra á meðan á
sýningunni stendur, en eins og
vitað er stendur sú iðngrein á
gömlum  merg í Hollandi. Mun
einn þeirra demanta, sem hann
slípar meðan á sýningunni stend-
ur, verða eftir hér á landi, en enn
er óráðið með hvaða hætti það
verður.
Síðast en ekki síst mun Arnar-
flug fá, sem lið í Amsterdam-
kynningu sinni, hingað Hollend-
ing, sem vinnur við það úti að
smíða tréskó upp á gamla mát-
ann í höndunum og mun hann
vinna við það meðan á sýning-
unni stendur og koma einhverjir
gestanna til með að eignast
tréklossa.
Blómaval og Goði hafa sam-
vinnu við Arnarflug um bás á
sýningunni. Eru nú á leiðinni til
landsins 15 þúsund túlípanar til
að skreyta básinn með og er
hugmyndin að hann verði út-
búinn sem nokkurs konar úti-
garður. Mun Goði standa þar
fyrir veitingum.
OLLUM HÆDUM I TORGINU
B4TNƻUR A
A\XA FJÖLSKYLDUN4
Austurstræti 10
simi: 27211
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32