Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 11 HÍUSVÍXÍifff1 H FASTEIGNASALA LAUGAVEGI24, 2. HÆD SÍMI 21919 — 22940 L Seltjarnarnes — einbýli, ca. 230 fm meö innbyggö- um bílskúr, selst fokhelt. Bárugata — einbýli, ca. 100 fm auk kjallara. Verö 1.100 þús. Miklabraut — 5 herb. Verö 1.400 þús. Stórholt — sérhæö — 7 herb. Verö 1.500 þús. Leirubakki — 4ra—5 herb. Verö 1.100 þús. Kleppsvegur — 4ra herb. Verö 1.100 þús. Digranesvegur — 4ra herb. Verö 1.100 þús. Engihjalli — 4ra herb. Verð 1.050 þús. Hringbraut — Hafnarfiröi — 4ra herb. Verö 950 þús. Neshagi — 3ja herb. kjallara íbúö. Verö 850 þús. Karfavogur — 3ja herb. Verö 950 þús. Hringbraut — 3ja—4ra herb. Verö 900 þús. Nýbýlavegur — 3ja herb. glæsileg íbúö í nýlegu húsi. Verö 900 þús. Miðvangur — mjög góö 3ja—4ra herb. íbúö. Verö 1 millj. Hraunbær — 3ja herb. jaröhæö. Verð 900 þús. Þangbakki — 3ja herb. Verð 880 þús. Grundarstígur — 3ja herb. Verö 770 þús. Vesturberg — 3ja herb. Verö 800 þús. Laugarnesvegur 3ja—4ra herb. Verö 830 þús. Norðurbraut — Hafnarfiröi — 3ja herb. Verö 750 þús. Þverbrekka — 3ja herb. Verö 750 þús. Vallargerði — 3ja herb. Ákv. sala. Verð 950 þús. Lyngmóar — 2ja herb. ný íbúö. Verö 800 þús. Vesturberg — 2ja herb. Verð 690 þús. Þangbakki — einstaklings íbúö. Verö 600 þús. Vesturbær — verslunarhúsnæöi. Laust. Þórsgata — 3ja herb. íbúö á 1. hæö. Verö 650 þús. Vestmannaeyjar — glæsilegt einbýli við Dverg- hamar. Verö 1 millj. Þorlákshöfn — einbýli viö Eyjahraun. Verö 900 þús. SKOÐUM OG VERÐMETUM EIGN- INA SAMDÆGURS AÐ YDAR ÓSK. Guömundur Tómasson sölustj. Viöar Böövarsson viösk.fr. J Einbylishus í Hveragerði Glæsilegt innflutt sænskt í Heiöageröi, 3 svefnher- bergi, bílskúr. Laust fljótlega. Upplýsingar veitir dr. Gunnlaugur Þóröarson hrl., Suðurlandsbraut 20. Sími 82455, kvöldsími 16410. JAKOB HAFSTEIN HDL., SKÓLAVÖLLUM 9, SELFOSSI, SÍMI 1646. 1 S \ 27750 27150 Ð Ingólfsstræti 18, Sölustjóri Benedikt Halldórsson Viö Engjasel Góö 3ja herb. íbúö. Bílskýli fylgir. Við Eyjabakka Góð 3ja herb. íbúð á 3. hæö (efstu). Suöur svalir, víösýnt útsýni. Við Tjarnarból Úrvals 5 herb. endaíbúö. Tvennar svalir, ákveðin sala. 4ra herb. með bílskúr í Norðurbæ Hafnarfiröi Rúmgóö oq falleg íbúö við Breiövang. Akv. sala. Einbýlishús m/bílskúr og fallegum garöi á rólegum staö í Árbæ til sölu. Ákv. sala. Möguleiki aö taka 3ja—4ra herb. íbúö upp í hluta kaupverös. Helst í Breiöholti. Teikn. og uppl. á skrifstofu. Iljalfi Steinþórsson hdl. Efri sérhæð m/bílskúr 4ra herb. á eftirsóttum stað í austurborginni. Sér inngang- ur, sér hiti. Stórar suöur svalir. Innbyggður bílskúr. Laus fljótlega. Akveöin sala. 2ja herb. m/bílskúrsp. á jaröhæð viö Álfaskeiö, snotur ibúö. Ákveöin sala. Byggingarfram- kvæmdir Til sölu viö sjóinn á Kjalarnesi til byggingar strax. í Hraunbæ Glæsileg 3ja herb. íbúö í blokk, suður svalir. Ákveöin sala. Viö Brekkustíg — Vesturbæ Eldra steinhús, kjallari, hæö og ris m/ tveim íbúöum, 2ja herb. og 3ja—4ra herb. Laust 1. nóv. Ákveöin sala. Tilboö óskast. Teikn. og nánari uppl. á skrifstofu. (iústaf Þór TrygRvason hdl. Simar 20424 14120 Heimasímar 30008, 43690, Sölumaður Þór Matthíasson. Lögfrasöingur: Björn Baldursson. Austurbrún Einbýlishús á tveimur hæöum, nú notaö sem 2 íbúöir, góð og mikil lóö. Til sölu. Laust strax. Mjóahlíð Góö 3ja herb. íbúö i kjallara, 75—80 fm. Góö stofa, eldhús, bað og tvö svefnherbegi. Góö eign á góðum stað. Til sölu. Hrafnhólar Mjög góð 3ja herb. íbúö á ann- arri hæð. Vandaöar innréttingar, falleg íbúö. Bílskúr. Laugarnesbegur Góð 3ja—4ra herb. íbúö á efri hæð i timburhúsi. Nýjar innrétt- ingar. Til sölu. Krummahólar Góð 2ja herb. íbúö í lyftuhúsi meö góöum innréttingum. Laus strax. Hringbraut Góð 2ja herb. íbúð i kjallara, rétt við Háskólann. Góð stofa, svefnherb., stórt baö og gott eldhús, auk geymslu. Laus strax. Fífusel 4ra—5 herb. íbúð á 1. hæö, aukaherb. í kjallara, til sölu. Hveragerði Glæsilegt einbýlishús á einni hæð. Húsið er ca. 150 fm. Bíl- skúr, heimilisgróöurhús, mikil og falleg lóö. Austurstræti 7, Heimasímar 30008, 43690, 75482. Til sölu LAUGAVEGUR Stór og góð húseign á einum besta staö viö Laugaveginn. Upplysingar á skrifstofunni. SKÚLAGATA 3ja herbergja íbúö á 4. hæð. Laus strax. GARÐABÆR Einbylishús viö Smáraflöt. Hús- iö er 200 fermetrar og heimilt aö byggja tvöfaldan bílskúr. TJARNARBÓL SELTJ. Einstaklingsíbúö á jaröhæö í fjölbylishúsi. ibúöin er ósam- þykkt og tilbúin undir tréverk. Hafsteinn Hafsteinsson hrl. Suöurlandsbraut 6. Sími 81335. EIGNAÞJÓNUSTAN FASTEIGNA OG SKIPASALA NJÁLSGOTU 23 SÍMI: 2 66 50 Til sölu m.a. Neðra Breiöholt Góð 4ra herb. íbúð á 2. hæö við Kóngsbakka. Þvottaherb. inn af eldhúsi. Mjög stór geymsla. Laus fljótl. í austurborginni 3ja herb. íbúöir í nýjum og eldri húsum. Vantar allar stærðir íbúöa og húseigna á söluskrá, eignaskipti oft möguleg. Sölustj. Örn Scheving. Lögmaður Högni Jónsson. Baldur Ágústsson kynnir eitt þjófavarnakerfid á fundi með úr- og gullsmið- um á HÓtel Loftleiðum. Ljósmynd Mbl. köe Þjófavarnir: Fólk grandalaust gagnvart innbrotum Á þriðjudagskvöldið bauð „Vari“, sem er þjónustufyrirtæki á vettvangi þjófa- og brunavarna. gull- og úrsmiðum á fund um þjófavarnir. Þar kynnti Baldur Ágústsson fundarmönnum margs konar tæki og aðstoð, sem fyrirtæki hans hefði á boðstólum til öryggisvarna, hvað varðaði þjófnaði, innbrot og brunavarnir. Hefur Vari starfað í um áratug og ætlar að fara á kreik með nýja þjónustu. Ætla þeir hjá Vara að koma á fót öryggismiðstöð að erlendri fyrirmynd. Er þessi öryggismiðstöð eins konar miðstöð, þar sem sjálfvirk tæki senda til stöðvarinnar símaboð í gegnum símakerfið tilkynningar um innbrot, eld, rafmagnstruflanir, vélabilanir o.fl. Öryggismiðstöðin starfar allan sólarhringinn, og þegar hún fær boð um eitthvert það atriði, sem farið hefur úrskeiðis, þá lætur starfsmaður öryggismiðstöðvar- innar viðkomandi aðila vita, eig- anda, lögreglu, brunalið eða um- sjónarmenn tækja, ef frost fer af geymsluklefa, vatn flæðir um gólf eða þrýstingur fellur af vökva- kerfi. Einnig er unnt fyrir nætur- vörð að hafa þráðlausan hnapp, sem hann getur þrýst á ef hann verður fyrir árás, eða sjúkling, sem óskar eftir heimsókn læknis, sjúkrabíls eða ættingja. Baldur, sagði, að margs konar búnaður væri til sem skynjaði þjófa eða umgang þar sem ekki ætti að vera umgangur, t.a.m. hurðarofar, sem felldir eru í karm hurðar eða glugga, gluggaborðar, sem límdir eru á rúður til að skynja brot, ljósgeislar, sem skynja umferð er þeir eru rofnir, hreyfiskynjarar, sem skynja að- komu að ákveðnum hlutum svo sem peningaskáp, vél eða lista- verki, titringsskynjarar til að skynja meitlun, sprengingar eða logsuðu, snertiskynjarar, sem skynja snertingu við málm, og þrýstimottur, sem settar eru undir teppi framan við verðmæti eða aðra þá staði, þar sem ekki er ætl- ast til umferðar. Jafnframt eru hefðbundnar þjófavarnir, öryggis- grindur, gler, sírenur, sjónvarps- kerfi o.fl. Baldur sagði að margs konar varúðarráðstafanir mætti gera og allt eftir því hvað menn teldu sig hafa mikil verðmæti að geyma. Þetta væri líkt og um klæðskera- saumuð föt. Það væri spurning um, hve marga vasa og hve breið- an kraga menn vildu. En hann mælti með kerfum sem hringja í lögreglu eða eiganda. Þar ætti Ör- yggismiðstöðin að koma að góðum notum í framtíðinni. í framhaldi af þessu var haft samband við Grétar Norðfjörð, fulltrúa lögreglunnar í Reykjavík í afbrotavörnum, og hann spurður að því hvort þau fyrirtæki, sem hefðu þjófavarnir, yrðu minna fyrir barðinu á þjófum. Hann sagði, að þau þjófavarn- arkerfi, sem sett hefðu verið upp hjá fyrirtækjum, gerðu það að Einstaklingsíbúð á 6. hæö í háhýsi viö Austurbrún, í mjög góöu ástandi. Laus nú þegar. DR. GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON, SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 82455 KVÖLDSÍMI 16410. verkum, að mun minna væri um þjófnaði hjá þeim. Það væri bæði, að þjófar forðuðust frekar þá staði, þar sem þeir gætu átt það á hættu að setja í gang einhvers konar viðvörunartæki, og eins hitt, að það væri nóg um þá staði, sem ekki hefðu neins konar varúðarráðstafanir. Þangað væri vitaskuld fyrst leitað, því þar væri mun minni hætta, að upp um þá kaemist. I þessum innbrotum, sem fram- in hafa verið nú upp á síðkastið hjá gullsmiðum, þá hafa þeir ekki haft þjófavarnir og eins um síð- ustu helgi, þegar brotizt var inn og mikið eyðilagt í 3 fyrirtækjum. Ef verið hefði til staðar þjófavörn, þá mætti ætla, að einhver þessara staða hefði sloppið við innbrot. Grétar sagði að það hefði verið að jafnaði um eitt innbrot framið á degi hverjum fyrstu sex mánuði ársins. Hafa þau ekki verið jafn fá í mörg ár og núna. Taldi hann það vera m.a. vegna þess, að fyrirtæki og verslanir hefðu aukið það mikið að setja upp þjófavarnir af ýmsum toga. Það væri hreint og beint nauðsynlegt fyrir afskekkt fyrir- tæki að setja upp einhvers konar þjófavarnir. Sum fyrirtæki eru þannig staðsett, að það verður enginn var við það, þótt brotist sé inn í þau. Grétar vildi brýna fyrir fólki, að það skipti um skrá, þegar það flytti inn í íbúðir. Fyrri eigendur eða þeir sem hefðu haft aðgang að íbúðinni gætu haft lykla undir höndum, sem ekki væri skilað. Gilti þetta einnig, þegar eigenda- skipti yrðu á verslunum. Það þyrfti ekki endilega að vera fyrri eigandi, sem hefði lykla, heldur gæti líka verið um starfsmenn að ræða. Undantekningarlítið léti hver maður smíða eftir þeim lykli, sem hann hefði, til þess að hafa, ef hann týndi lyklinum. Þá þyrfti ekki að fara til eigandans og biðja um nýjan, heldur grípa til þess sem gerður hefði verið. En þegar ætti að skila lyklinum, þá væru til aðrir, sem ekki hefðu verið notaðir og þeim því ekki skilað. Þetta væri ástæða þess m.a. hversu ótrúlega mörg innbrot væru framin,. þar sem notaðir hefðu verið lyklar til þess að fara inn og hlutir teknir ófrjálsri hendi. Og þar væru engin verksummerki um innbrot á staðnum, en margir gætu komið til greina, sem hefðu haft aðgang að. Það væri því aldrei ofbrýnt fyrir mönnum að skipta um skrá strax og eigendaskipti hefðu orðið á verslun, fyrirtæki eða íbúð. Fólk væri allt of grandalust fyrir inn- brotum og ekki nógu vel á verði. Lögreglan óskaði eftir sem bestu samstarfi við almenning og borg- ara, sem síðan leiddi af sér betri öryggisvörslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.