Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 29 Þessir hringdu Þakklætisvottur Gunnar Sverrisson, Freyjugötu 8b, hringdi og vildi koma á fram- færi ljóði, sem til varð vegna kvikmyndarinnar „Okkar á milli — í hita og þunga dagsins" eftir Hrafn Gunnlaugsson. Ljóðið er ort 28. júlí, en kveikjan að því var þáttur í fréttaauka útvarpsins, þar sem fólk var hvatt til að geta upp á lagi sem spilað var og þeim er rétt gátu var lofað miða á kvikmynd Hrafns. Ljóðið er þakklætisvottur til Hrafns og er einfaldlega nefnt „Hrafn". (iuó hefur gefið þér gæfunnar lind, dygjjð til að gleðja, bæU. Í4J vænti svo verði um þína kvikmynd, þann boðskap allt illt uppræta. <*uð hefur gefið þér gáfur og ráð, hressa og fræða þegna, brátt uppsker þú jákvætt, svo til hefur sáð, nýjasU kvikverki vegna. (■uð hefur gefið þér gæfunnar dyggð, þakka þér fyrir mig góði, ég vænti að þitt kvikverk á íslandsbyggð, verði lofað og sungið í Ijóði. Krakkarnir verða að komast heim til sín Kona úr Breiðholtinu hringdi: „Ég var að hugsa um krakkana, sem eru að skemmta sér niðri í bæ um helgar og eiga erfitt með að komast áleiðis heim til sín, vegna þess að „strætó" hættir að ganga klukkan eitt, en það er kannski svolítið snemmt fyrir suma. Væri það nokkuð mikið fyrirtæki, að einn strætisvagn færi hringleiðina um bæinn á klukkutíma fresti fram eftir nóttu, þannig að krakk- arnir kæmust am.k. í hverfin sem þau búa í. Mér finnst þetta þarfur hlutur því margir hverjir eiga ekki mikinn vasapening og hrökkva þeir því skammt fyrir leigubílakostnaði. Þetta er orðið verðugt umhugsunarefni, sér- staklega þegar borgarstjórn er farin að veita leyfi til unglinga- skemmtanahalds í miðbænum og vitað er að þangað sækja krakkar úr úthverfum bæjarins." Vandið betur textasetningu Gömul kona frá Húsavík hringdi: „Ég vil endilega koma á framfæri vinsamlegum tilmælum til sjón- varpsins, að það vandi betur til textasetningar mynda er það sýn- ir. Ég var að horfa á framhalds- myndina „Kristófer", sem ég er nokkuð spennt fyrir, en það olli mér vonbrigðum hve erfitt var að fylgjast með íslenska textanum, vegna þess hve hratt hann var keyrður í gegn. Ásamt mér var ungt fólk að horfa á myndina og var það mér sammála um þetta atriði. Það er betra að textinn sé styttri en lengri, ef annar val- kostur er ekki fyrir hendi, til að fólk geti fylgst með söguþræði." Tvær stór- móðgaðar Tvær ungar stúlkur höfðu sam- band við Velvakanda og kváðust stórmóðgaðar eftir að hafa ætlað að sjá myndina „Amerískur var- úlfur í London", sem sýnd er í Bíó- höllinni. í auglýsingu Bíóhallar- innar í dagblöðunum stendur, að hún sé bönnuð börnum. Við héld- um auðvitað að hún væri bönnuð börnum innan 12 ára eða 14 ára aldurs. Við brugðum okkur í Bíó- höllina og ætluðum að kaupa miða — en nei, við fengum ekki af- greiðslu vegna þess að hún er bönnuð innan sextán ára aldurs. Við viljum beina því til kvikmyndahúsanna, að þau skrái aldurstakmarkið á auglýsingarn- ar. Þá viljum við koma því á fram- færi, að við bíðum spenntar eftir því að lækurinn í Nauthólsvík verði opnaður." Stórmerki- leg grein um kosninga- réttinn Aðeins nokkrar línur til að koma á framfæri kæru þakklæti til Guðjóns Lárussonar læknis fyrir stórmerkilega grein hans í Mbl. þann 14. þ.m. um kosn- ingaréttinn. Jafnframt vil ég hvetja þá, sem ekki lásu þessa grein, að gera það nú þegar. Unga fólkinu, sem er svo frjálslynt í hugsun, vil ég benda á eftirfarandi í grein Guðjóns: „Nú eiga 18 ára unglingar að fá kosningarétt — en ekki allir jafn mikinn." Það væri verðugt verk- efni fyrir unga fólkið að kynna sér ástæðuna fyrir þessu órétt- læti og gera eitthvað í að leið- rétta það. Að endingu vildi ég koma því á framfæri hvort ekki væri nú full ástæða til, að koma á borgarfundi til að ræða þetta furðulega fyrirbrigði, að árið 1982 þurfi að vera til umræðu hvort við Islendingar eigum (ekki) allir að hafa jafnan at- kvæðisrétt! 2461—8420 AUGLYSING ASIMEVN ER; 22480 JM«r«nnliIahíb Kosningaréttur — hvað er það? eftir Gudjón Lárusson, lœkni Stjórnarskrárnefnd er nú langt komin með stórf sín, að þv{ er fjól- miðlar sejua. Þótt störf hennar hafi dregist nokkuö á langinn, hef- ur hún ekki saett verulegri gagn rýni. Ekkert bendir til annars en að í henni sé samviskusamlega unnið og setning stjórnarskrár er vissulega vandasamt verk, því að vcntanlega líða áratugir, kannski aldir, áður en önnur verður sett. Almenningur hefur lítið látið á sér bera i fjölmiðlum um stjórn- arskrármálið, ef undan eru skilin skrif, sem þó hafa veriö furðu fá, um misvaegi atkvseða. Það hefur öllum verið Ijóst árum og áratug- um saman, að ekki hafa allir landsmenn setið við sama borð hvað atkvæðisréttinn snertir. Nú er svo komið, að mismunur á at- kvaeðum manna eftir búsetu er orðinn það mikill, að varla dettur neinum i hug annað en að ein- hverja leiðréttingu verði að gera. Deilurnar hafa snúist um að „rnmnka misréttið". 1 þvi felst, að þessu landi. „öll dýr eru jöfn, en sum eru jafnari en önnur,“ segir í Félaga Napoleoni. Það hafa líka alltaf verið til menn, sem telja sig eiga að vera Jafnari en aðrir". Á íslandi fer kosningarétturinn eftir búsetu í landinu. Sá þegn, sem býr á einum stað, hefur öðru- vísi kosningarétt en hinn, sem býr á öðrum stað Nú eiga 18 ára ung- lingar að fá kosningarétt — en ekki jafn mikinn. Ungmenni, sem býr í Reykjavlk og gengur þar í skóia, verður með minni koan- ingarétt en jafnaldri þess, sem gengur í skóla á Akureyri eöa ísa- firði. Einn unglingur hefur allt að fimmfalt meiri áhrif á stjórn landsins, þar með taiin utanrik- ismál, en annar. Mismunun eftir búsetu. Tvennskonar þegnar í landinu. Enginn skortur er á þeim, sem vilja viöhalda þessu ranglæti og rökin svipuð og þeirra, sem áð- ur hafa barist gegn lagfæringu á kosningarétti. Hvað er verið að halda i? Svarið er völd. En hver á að hafa valdið? Svarið er, að á kjördegi verða allir þegnar lands- ins að hafa jafn mikiö vald. Þann- ig er lýðræðið Ef ástæða er til hverju sinni að hygla mönnum vegna kynferðis, ættemis, búsetu, atvinnu, litar- hætti o.s.frv., o.s.frv., verður að gera það eins og hefur verið og er G3? SIGGA V/öGA t \HVtRAN vú \iÉm o& r % 'öíw mi\úúouA V(AN5 <Ö066I\ WAláföT, VA &LÚ66Am CJZL. k( öKAIGW, Utsala Karlmannaföt frá kr. 300. Terylinebuxur frá kr. 150. Gallabuxur, flauelsbuxur, úlpur o.m.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22, sími 18250. Hjartans þakkir votta ég fíllum vinum og vanda- mfínnum, nær og fjær, sem meö gjfífum, símskeyt- um og heimsóknum geröu mér 80 ára afmælisdag- inn ógleymanlegan. GuÖ blessi ykkur öll. Einar Einarsson, Hveragerði Innilegustu þakkir færi ég ykkur fíllum sem á margvislegan hátt glfíddu mig og heiðruðu á 70 ára afmæli mínu 5. ágúst sl. með heimsóknum, stórgjfífum og heillaskeytum. Lifið fíll heil. Arnór A. Guðlaugsson, Digranesvegi 83, Kópavogi. ALLTAFA FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR KOMA Viknskammtur af skellihlátri AUGLÝSINGASTÖFA KRtSTINAR MF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.