Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 179. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982
31
Meistaraheppni!
— Víkingar lögðu óheppna Eyjamenn
VÍKINGAR færðust skrefi nær ís-
landsmeistaratitlinum i gærkvöldi er
liðið sigraði óheppna Vestmanney-
inga í Laugardalnum. Já, nokkur
heppnisstimpill var á sigri meistar-
anna, og hefðu Eyjamenn í þaö
minnsta verðskuldaö annað stigið.
Heimir Karlsson, markahæsti leik-
maður 1. deildar, skoraði eina mark
leiksins í fyrri hálfleik. Leikurinn
var mjög fjörugur og ágætlega leik-
inn. Liðin spiluðu bæði vel úti á vell-
ínuin en einhvern brodd virtist
vanta í sóknina, og þá sérstaklega i
fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari
voru það Vestmanneyingar sem réðu
gangi leiksins lengst af og gerðu oft
harða hríð að Víkingsmarkinu.
Tíðindalítið var fyrstu mín.
leiksins, en síðan tóku Víkingar
kipp eftir 15 mín. Ómar Torfason
átti fallegt skot sem Páll varði
glæsilega í horn og upp úr því kom
markið. Stefán Halldórsson
spyrnti fyrir markið og þar stökk
Heimir Karlsson vel upp fyrir Pál
markvörð og skallaði örugglega í
netið. Fallegt mark.
Síðan liðu aðrar 15 mín. áður en
mörkin kæmust verulega í hættu,
en fyrir utan vítateiganna tókst
leikmönnum hins vegar ágætlega
upp. Boltinn gekk vel milli manna.
Þremur mín. fyrir hlé fékk ÍBV
síðan gullið tækifæri til að jafna.
Sigurlás fékk góða sendingu inn á
teig, og þar barðist hann um bolt-
ann við Ómar Torfason, og lyktaði
viðureigninni með því að Sigurlás
fékk dæmda vítaspyrnu eftir að
Ómar hafði hrint aftan á hann.
En heilladísirnar voru svo sann-
arlega ekki með Vestmnnaeying-
um í leiknum, boltinn rataði ekki
VERÐIÐ
H JA OKKUR
ER
SKORIÐ
NIÐUR
einu sinni í netið í þetta sinn. Örn
Óskarsson tók spyrnuna og var al-
deilis ekki um neitt lúsaskot að
ræða. En boltinn buldi í þver-
slánni og þeyttist þaðan langt út á
völl.
ÍBV byrjaði svo mun betur í síð-
ari hálfleiknum, en þá léku þeir
undan nokkrum vindi, og var Vík-
var um stöðuga sókn ÍBV að ræða
fyrsta hálftímann.
Svo rennt sé yfir færin í stuttu
máli, þá varði Ögmundur virkilega
vel frá Kára Þorleifssyni, aftur
varð hann að bjarga er Ómar Jó-
hannsson átti þrumuskot af 35 m
færi og síðan skallaði Þórður
Hallgrímsson yfir af stuttu færi
eftir fyrirgjöf Lása.
um, og komu þeir meira inn í leik-
inn. Helgi Helgason var klaufi að
skora ekki eftir að Páll Pálma
hafði misst boltann eftir horn en
skot Helga fór í hliðarnetið.
Ómar Jóhannsson svaraði þessu
fyrir hönd Eyjamanna með frá-
bæru skoti úr aukaspyrnu nokkuð
utan teigs strax á eftir. Hann
sendi boltann framhjá veggnum,
en hann hafnaði í hliðarnetinu,
skall þar í aftari stönginni.
Síðustu 5 mín. var eins og
leikmenn ÍBV hefðu gefið upp alla
von og meistararnir fengu síðustu
tvö færin. Fyrst var mikill darrað-
ardans í teig IBV eftir horn, og
síðan fékk Heimir Karlsson al-
gjört dauðafæri til að innsigla sig-
urinn stuttu fyrir leikslok. Komst
hann þá aleinn inn fyrir vörnina,
svipað og gegn IA á dögunum, en
Páll kom út á móti og varði vel.
Eins og áður kom fram voru
Vestmanneyingar óheppnir að ná
ekki a.m.k. öðru stiginu í þessari
viðureign. Þeir voru mun sterkari
í síðari hálfleiknum, en náðu ekki
að nýta yfirburði sína til marka.
Munaði greinilega mikið um að
Ómar Jóhannsson lék með á ný, og
var allt annað að sjá til iiðsins en
gegn Val á dögunum. Þá var Sig-
urlás ógnandi, og var ekki óalgeng
sjón að sjá 2—3 Víkinga á honum.
Ögmundur   markvörður   var
Staðan
Staðan í 1. deild er þessi eftir leik-
Sigurlás Þorleifsson og Ómar Torfason berjast hér um boltann. Stuttu síðar
hafði Guðmundur dómari blásið í flautu sína og fengu Vestmanneyingar
vítaspyrnu þar sem Ómar hrinti á bak Lása.
ingsvörnin mjóg óörugg fyrstu
mínúturnar. Síðari hálfleikurinn
bauð upp á meiri spennu en sá
fyrri, og voru Vestmanneyingar
betra liðið, og mun aðgangsharð-
ari. Víkingar drógu sig aftar, og
Áfram sóttu Eyjapeyjarnir og
næst var Ómar Jóhannsson aftur
á ferðinni með glæsilegt skot vel
utan teigs sem fór hárfínt yfir.
Eftir u.þ.b. hálftíma af síðari
hálfleik lifnaði aðeins yfir Víking-
inn i gær:
Víkingur
KR
ÍBV
Valur
ÍA
ÍBf
Breiðablik
KA
Keflavík
Fram
II
II
II
15
14
15
15
15
14
14
22—15 19
11 — 10 16
16—13 15
16—14 14
16—16 14
22—25 14
13—17 14
14—16 13
13—17 13
14—15 12
besti maður Víkings í leiknum, og
varði hann nokkrum sinnum mjög
vel. Þá var Þórður Marelsson góð-
ur, en hann var tekinn út af í síð-
ari hálfleik fyrir Gunnar Gunn-
arsson, þegar Víkingar vildu
styrkja vörn sína. Víkingar misstu
Aðalstein Aðalsteinsson út af rétt
fyrir hlé, en hann hafði meiðst
mjög fljótlega í leiknum.
I stuttu máli:
Laugardalsvóllur 1. deild: Vík-
ingur-IBV 1—0(1-0)
Mark Víkings: Heimir Karlsson
á 16. mín.
Gul spjöld: Snorri Rútsson og
Örn Óskarsson ÍBV og Jóhannes
Bárðarson Víkingi.
Dómari: Guðmundur Haralds-
son, og dæmdi hann virkilega vel,
hfði góð tök á leiknum.
Áhorfendur: 894.
- SH.
' Elnkunnagiöfln
Liö Víkings:
Ögmundur Kristinsson          7
Þórður Marelsson             7
Magnús Þorvaldsson           5
Stefán Halldórsson            6
Jóhannes Bárðarson           6
Omar Torfason               6
llelgi Helgason               6
Aðalsteinn Aðalsteinsson        4
Heimir Karlsson              6
Sverrir Herbertsson            6
Ragnar Gislason              6
Jóhann Þorvarðarson (vm)       5
Gunnar Gunnarsson (vm)        5
Lið ÍBV:
l'all Pálmason                6
Snorri Rútsson                6
Örn Óskarsson               6
Valþór Sigþórsson             6
Viðar Elíasson                6
Omar Jóhannsson             7
Jóhann Georgsson             5
Sveinn Sveinsson              6
Kári Þorleifsson              6
l'úrour Ilallgrímsson           6
Sigurlás Þorleifsson            7
Hlynur Stefánsson (vm)         6
STOR-
ÚTSÖLUMARKAÐURINN
KJÖRGARDI
Alltaf nýjar vörur
• Buxur á alla fjölskylduna.      • Herrajakkar.
• Herraskór.                 « Unglingapils.
• Skíðavesti.                 • Sokkar.
• Peysur á alla, konur og karla.  • Sængurver og barnafatnaður.
• Bolir.                     • Náttföt og margt, margt fleira.
Sjón er sögu ríkari.
*                    - ¦
STORUTSOLUMARKAÐURINN
Kjörgarði, Laugavegi 59, kjallara, sími 28640.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32