Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 188. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLApH*, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982
Enn einn
skrautpakkinn
eftir Birgi
Isl. Gunnarsson
Maður einn á Norðurlandi var
að því spurður, hvort hann væri
giftur. „Nei," sagði hann, „ég er
ekki giftur, en ég hef verið í
Hrísey." Þó að maðurinn hafi
e.t.v. uppiifað ljúf ævintýri úti í
Hrísey, þá er þetta dæmigert
svar út í hött.
Slík svör út í loftið koma
óneitanlega upp í hugann, þegar
efnahagstillögur Alþýðubanda-
lagsins eru skoðaðar, en þær
mynda undirtóninn í þeirri yfir-
lýsingu „vegna aðgerða í efna-
hagsmálum", sem ríkisstjórnin
sendi frá sér með bráðabirgða-
lögunum. Þegar alþýðubanda-
lagsmenn eru spurðir: „Hvernig
ætlið þið að leysa efnahagsvand-
ann?" þá er svarað m.a.: „Að
ráða stjórnendur ríkisstofnana,
ráðuneyta og ríkisbanka til
fimm ára í senn." Eða að stór-
auka fræðslu „um gæði og vöru-
vöndun í íslenzkri framleiðslu".
Þannig mætti tína upp mörg
fleiri atriði úr yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar og enn fleiri atriði
úr tillögum Alþýðubandalagsins,
þar sem algjörlega er talað út í
hött miðað við þann mikla
vanda, sem að okkur steðjar í
efnahagsmálum.
Sýndarumbúðir ein-
kenni stjórnarinnar
Það hefur verið einkenni þess-
arar ríkisstjórnar að vefja alla
hluti í sýndarumbúðir. Fögur
orð og fyrirheit hafa verið vöru-
merki hennar, en lítið orðið úr
efndum. Stjórnarsáttmálinn var
fyrsta yfirlýsingin. Þar stendur
ekki steinn yfir steini, nema
ákvæðið um flugstöðvarbygging-
una. Það virðist eina ákvæðið
sem ríkisstjórnin ætlar að ríg-
halda sér í, enda er Alþýðu-
bandalaginu þar veitt neitunar-
vald þrátt fyrir vilja yfirgnæf-
andi meirihluta Alþingis.
Þann 31. des. 1981 var
svonefnd efnahagsáætlun ríkis-
stjórnarinnar kynnt með pomp
og pragt og allir landsmenn
minntir á það á gamlárskvöld, að
„vilji er allt sem þarf". Fæst af
því, sem ekki fólst í bráðabirgða-
efnahagsaðgerðunum     hefur
komist í framkvæmd.
I febrúar 1981 var enn gripið
til skammtímaaðgerða og því
fylgdi „skýrsla frá ríkisstjórn-
inni um aðgerðir í efnahagsmál-
um". Allt það, sem horfði til
lengri tíma, hefur reynst orðin
tóm. Var þar þó margt fallega
sagt.
Enn eitt sýndarplaggið
Knn  er landsmónnum  kynnt
samskonar plagg. Nú heitir það
„yfirlýsing ríkisstjórnarinnar
vegna aðgerða í efnahagsmál-
um". Enginn hefur lengur trú á
því, að neitt verði úr efndum
frekar en fyrri daginn.
Ef allar þessar yfirlýsingar
eru lesnar í heild og þær bornar
saman, má sjá, að stöðugt er ver-
ið að lofa sömu hlutunum, en að-
eins með mismunandi orðalagi.
Mörg dæmi má um það nefna.
Hér skulu örfá tilgreind.
í stjórnarsáttmálanum frá því
í febrúar 1980 segir m.a.: „Er-
lendar lántökur verði takmark-
aðar eins og kostur er og að því
stefnt að greiðslubyrði af erlend-
um skuldum fari ekki fram úr
u.þ.b. 15% af útflutningstekjum
þjóðarinnar á næstu árum." í
skýrslunni frá því í febrúar 1982
segir: „Ráðstafanir verði gerðar
til að draga úr erlendum lántök-
um." I yfirlýsingunni núna segir:
„Þýðingarmesta verkefnið er að
draga úr viðskiptahallanum og
þar með erlendri skuldasöfnun."
Fyrri grein
eftir Sigurð Péturs-
son, gerlafrœðing
I grein, sem ég skrifaði í Morg-
unblaðið 19. maí sl. um hættuna af
vinstra armi Framsóknarflokks-
ins, er nú fer með formennsku
þcss flokks, komst ég svo að orði
um aðild kommúnista að ríkis-
stjórn Gunnars Thoroddsen: „Af
illri nauðsyn þurfti að sýna þessa
ráðherrategund í núverandi ríkis-
stjórn og sérstaklega, hvernig þeir
tækju sig út við hlið ráðherra
Framsóknarflokksins." Hér var
átt við það, að reyna þyrfti á það í
eitt skipti fyrir öll, hvernig ís-
lenzkir kommúnistar færu að því
að efna sín hástemmdu kosninga-
loforð, en slyppu ekki með orðin
tóm, eins og venjulega. Að sjálf-
sögðu var svo hægt að stöðva sýn-
inguna, þegar nóg var komið, og
virðist það úrræði nú skammt
undan.
I kosningabaráttunni haustið
1979 var krafa sósíalistanna allra:
„Samningana í gildi", en slagorð
framsóknarmanna: „Allt er betra
en íhaldiö"" átti að stuðla að
vinstri samfylkingu á móti
Sjálfstæðisflokknum. Þetta leiddi
til þess, að stjórnarmyndun að
loknum kosningum reyndist mjög
erfið, svo að utanþingsstjórn var á
næsta leiti.
Formenn allra stjórnmálaflokk-
anna reyndu hver af öðrum að
mynda þingræðisstjórn, en höfðu
ekki erindi sem erfiði. Formaður
Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall-
grímsson, komst einna lengst í
þessari viðleitni, enda sá flokkur
stærstur. En harðasti kjarni
Sjálfstæðisflokksins mun hafa
þótt þarna nokkur áberandi og
óvinsældir febrúarlaganna frá
1978 ekki gleymdar, svo að hér
þurfti víst að koma meiri breidd í
stefnuskrána. Átti það að vera til-
tölulega auðvelt, þar sem Sjálf-
stæðisflokkurinn er yfirlýstur
„flokkur allra stétta" og hefur
aldrei verið neitt sérstaklega á
móti nokkurri stétt þjóðfélagsins.
Ný tilraun —
Sögulegar sættir?
Hér var það, að varaformaður
Sjálfstæðisflokksins,     Gunnar
Thoroddsen, tók til sinna ráða og
myndaði núverandi ríkisstjórn.
Þetta þóttu mikil tíðindi, og var
meira sett út á framtak Gunnars
en ástæða var til. Sé betur aðgætt,
þá mun það almennt talið hlut-
verk varaformanna að koma for-
manninum til aðstoðar, ef nauð-
syn krefur, og gat það síst talist
óeðlilegt í þessu tilfelli, sökum
mjög langrar reynslu varafor-
mannsins af störfum Alþingis og
fjölda trúnaðarstarfa hans í for-
ystu Sjálfstæðisflokksins.
Margir sjálfstæðismenn brugð-
ust hér samt reiðir við, og þótti
þeim hart, að kommúnistar skyldu
settir hér í ráðherrastóla fyrir til-
verknað varaformanns Sjálfstæð-
isflokksins. Sú reiði gat í sjálfu
Sigurður Pétursson,
um, hefur Gunnar tekið þá með í
stjórn sína. Til svipaðra ráðstaf-
ana greip Ólafur Thors, er hann
myndaði „nýsköpunarstjórnina"
1944. Þá ríkisstjórn neituðu
nokkrir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins að styðja.
Verkin tala
Hver hefur svo reynslan orðið af
núverandi ríkisstjórn og hvað
hafa ráðherrar Alþýðubandalags-
ins lagt til málanna? Eins og við
mátti búast, áttu þessir ráðherrar
engin úrræði fram yfir þau, sem
hér hefur verið beitt árangurslítið
árum saman. Helzta úrræði
kommúnista reyndist enn sem
fyrr þetta eilífa eina, fyrst og
fremst að umturna þjóðfélaginu
Reynslan af
kommúnistum
í ríkisstjórn
sér talist eðlileg, því að kommún-
istar hafa einir allra flokka lýst
yfir sem stefnu sinni, að útrýma
beri hér einni stétt þjóðfélagsins,
þ.e. atvinnurekendum. Hér skuli
allt ríkisrekið að sovézkri fyrir-
mynd.
En hvað skal gera, þegar róttæk
vinstri öfl hafa náð þeim tökum á
samtökum verkalýðsins og fleiri
launþega, að þau geta stöðvað
hvers konar vinnu í landinu með
verkföllum og þar með grafið und-
an núverandi þjóðskipulagi.
Lengst hefur þessi skemmdar-
starfsemi gengið í verkfallinu
1978, þegar verið var að mótmæla
febrúarlögunum, en þau fólu í sér
skerðingu á vísitöluuppbótum  á
laun. Stóðu bæði Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag að þessum að-
gerðum, og náðu þær hámarki á
útflutningsbanni á sjávarafurð-
um. Þetta var óvænt og einstætt
óþokkabragð gegn lögum og sið-
gæði og hefði verið stöðvað hjá
hverri þjóð, sem til þess hefur
bolmagn með sterkri lögreglu eða
her.
Ur því svona er komið, er þá
ekki reynandi að gera þessa óróa-
seggi svolítið meðábyrga, án þess
þó að sleppa af þeim hendinni
þingræðislega? í von um að ráð-
herrar      Alþýðubandalagsins
myndu leggja metnað sinn í það,
að standa að raunhæfum aðgerð-
um í kaupgjalds- og verðlagsmál-
og síðan að gera ísland að ráð-
stjórnarlýðveldi í tengslum við
Sovétríkin. Það litla, sem ríkis-
stjórninni varð ágengt í því, að
draga úr verðbólgunni, var
þvingað í gegn í óþökk kommún-
ista. Formaður Alþýðubandalags-
ins var einfaldlega á móti öllu því,
sem máli skipti í baráttunni við
verðbólguna, ef ekki var byrjað á
því „að knýja fram breytt skipta-
hlutfall í samfélaginu". Þetta var
fyrsti lærdómurinn, sem fékkst af
stjórnarsamstarfinu, og hefur
þetta sennilega valdið forsætis-
ráðherra vonbrigðum.
Annar var sá lærdómur, er
stjórnarsamstarfið færði þjóðinni,
en  það  var  staðfesting  á  því,
hversu náinn skyldleiki í skoðun-
um og stefnu er með Alþýðu-
bandalaginu og vinstri hluta
Framsóknarflokksins. Reyndist
hann meiri en menn höfðu haldið
og leiddi nú til sterkrar samstöðu
þessara aðila í ríkisstjórninni.
Hefur þessi samstaða einkennt
sérstaklega af stöðugt vaxandi
ríkisafskiptum, valdbeitingu og
embættishroka. Og uppskeran
hefur orðið: Áframhaldandi víxl-
hækkanir kaupgjalds og verðlags,
gengisfellingar, skuldaaukning og
lántökur, síðan ríkisaðstoð til þess
að halda atvinnuvegum gangandi
og koma á laggirnar vonlausum
iðnfyrirtækjum, og síðast auðvit-
að stöðugt hækkandi skattar á
þegnanna til þess að greiða allan
kostnaðinn.
Stærstu tíðindin tengd núver-
andi ríkisstjórn urðu þó önnur og
lærdómsríkust. Launþegar úr öll-
um stéttum tóku að heimta ennþá
hærra kaup, og kröfunum var
fylgt á eftir með verkföllum, beint
eða óbeint gegn sjálfri ríkisstjórn-
inni. Mælirinn var sýnilega orðinn
fullur, og það áður en upplýst var
um stórlega versnandi fjárhags-
afkomu ársins 1982.
Þessi uppreisnarfaraldur hófst
með „verkfalli" lækna í ríkisspít-
ölunum í mars 1981, og þar sem
um líf eða dauða sjúklinga gat
orðið að ræða, létu heilbrigðis-
ráðherra og fjármálaráðherra og
þar með öll ríkisstjórnin undan.
Hér var ekki um eiginlegt verkfall
að ræða, heldur verkfallsbróðir
(sbr. taugaveikibróðir), sem kom á
sama stað niður. Á eftir fylgdu
alls konar verkföll og mörg þeirra
ekta, svo að af varð alvarlegur far-
aldur, sem aðeins ríkisstjórnin
getur læknað. Meðal þeirra sem
tekið hafa sóttina eru hjúkrunar-
fræðingar, bankastarfsmenn, sjó-
menn, iðnaðarmenn, verkamenn
og blaðamenn, og nú síðast
starfsmenn ríkis og bæja í einni
heild. Sterkasta vopni verkalýðsbar-
áttunnar, verkföllunum, er nú beint
hér gegn núverandi ríkisstjórn, og
þá um leið gegn fyrrverandi foringj-
um verkalýðsins, sem nú eru í spor-
um valdhafanna, og gegn forystu Al-
þýðubandalagsins. Hér stefnir því
að sama ástandi og í Póllandi, þar
sem verkalýðshreyfingin „Solid-
arnosc" stendur í allsherjarverk-
föllum gegn harðlínu-kommúnist-
um, sem fara með stjórn landsins
í anda og með aðstoð harðstjór-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40