Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 188. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR'2fcIÁGÚ6T 1982
15
Píanóleikur
Tonlist
Jón Ásgeirsson
Ungur píanóleikari, Pauline
Martin, Vestur-íslendingur, hélt
tónleika að Kjarvalsstöðum sl.
þriðjudag. Hún flutti tónlist eft-
ir Bach, Schubert, Chopin og
Rachmaninoff. ítalski konsert-
inn eftir Bach, sem var fyrsta
verkið á efnisskránni, var nokk-
uð hratt leikinn, svo að hann
missti eilítið af þeirri ró, sem
fellur svo vel að allri Barokk-
tónlist. Annað verkefnið var B-
dúr sónatan eftir Schubert. Þar
gat ýmislegt fallegt að heyra í
leik Pauline Martin, eins t.d. ein-
kennilega einsemd, sem er svo
sterk í verkum Schuberts. „Það
er eins og kvöldkyrrðin setjist að
honum, er hann læðist hljóðlega
gegnum hægferðuga nóttina, í
fylgd með stórum flöktandi
skuggum frá daufri skímu kerta-
ljóss, einmana skáld, sem þó nýt-
ur verndar og leyndra samvista
við heilaga Sesseliu." Síðustu
verkin, Andante Spinato og pól-
ónesan op. 22, eftir Chopin og
þrjú smáverk eftir Rachmanin-
off, sem öll eru þó þræl erfið í
flutningi, voru glæsilega leikin.
Pauline Martin er kraftmikill og
tekniskur píanóleikar, og í leik
hennar er allt skýrlega fram
sett, þó á stundum sé framsetn-
ingin einum of augljós og með-
vituð og túlkunin því nokkuð
köld, einkum þar sem kraftur og
skapfesta ræður ríkjum.
Ein af myndum
amerísku kvik-
myndavikunnar
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Nafn á frummáli: The Return of
the Secausus Seven.
Sýningarstaður: Tjarnarbíó.
Leikstjórn: John Sayles.
Handrit: John Sayles.
Tónlist: Mason Daring.
Stjörnubíó: Allt er fertugum fært.
(„Chapter Two".)
Handrit: Neil Simon, byggt i sam-
nefndu leikriti. Leikstjórn: Robert
Moore. Tónlist: Marvin Hamlisch.
Kvikmyndataka: Richard Kratina.
Aðalhlutverk: James Caan,
Marsha Mason, Joseph Bologna,
Valerie Harper. Banadrísk frá
1980. Columbia.
í upphafi myndar kynnumst
við tveim einmana sálum. Rit-
höfundinum, James Caan, sem
nýlega hefur misst konu sína, og
leikkonunni, Mörshu Mason, sem
er nýskilin við mann sinn sökum
gjálífis hans, að manni skilst.
Eru þau bæði tvö enn í sárum, er
þau kynnast fyrir tilviljun.
Allt gerist nú á amerískum
hraða. Þau fella á fysta degi
brennandi ástarhug hvort til
annars, og eftir tólf daga sælutíð
láta hjúin pússa sig saman. Þó í
óþökk bróðurins, Joseph Bol-
ogna, sem finnst sem þau hraði
sér um of.
Úr kirkjunni er haldið til
Karabíska hafsins, þar sem
hjónakornin njóta lífsins um
hríð. Adam er þó ekki lengi í
Paradís, þar sem Caan tekur nú
að sakna fyrri konu sinnar svo
sárt, að haldið er heim til New
York í miðri brúðkaupsferð. Þá
tekur ekki betra við, því nú
leggst skáldið í hugarvíl og
sjálfsmeðaumkun sem leiðir til
þess að hann heldur vestur til
Hollywood í atvinnuleit og skilur
konuna örvinglaða eftir heima.
En eins og í fallegu ævintýr-
unum (og leikritum Neil Simon),
fellur allt í ljúfa löð undir leiks-
lok. Skáldið hafði semsé gleymt
því óbrigðula ráði við geðfýlu, að
tölta hana úr sér. En því slær
loks niður í huga hans þegar
vestur er komið, og hann heldur
til baka og allt verður gott og
blessað á nýjan leik.
Talsvert bragð hlýtur að hafa
skolast úr verkinu við umbreyt-
ingu þess í kvikmynd, einkum
þegar haft er í huga að Allt er
Leikstjórinn John Sayles
fertugum fært er álitið eitt besta
sviðsverk Neil Simons. Enda er
það byggt á reynslu höfundar,
segir frá því skeiði er hann
kynntist seinni konu sinni —
sem er engin önnur en Marsha
Mason. Maður fær frekar litla
tilfinningu fyrir söguper-
sónunum og enga samúð með
skáldinu í sorgum hans og sút.
Hér kemur og berlega í ljós
grundvallar mismunur á skoðun-
um okkar og Bandaríkjamanna á
undirstöðu hjónabandsins. Mis-
munur sem við höfum oftsinnis
furðað okkur á hér heima. Þær
persónur þættu vitsmunalega
skertar sem rykju út í hjóna-
band án þess að þekkja hvort
annað nokkurn skapaðan hlut,
að maður tali nú ekki um eftir
slíka lífsreynslu sem um getur.
En þetta er víst alltítt vestra. Af
þessum ástæðum þykir mér, og
sjálfsagt flestum löndum mín-
um, efnisþráður Allt er fertug-
um fært hálfgerð endaleysa.
Hér bólar full sjaldan á hinni
velþekktu kímnigáfu Simons, á
hann þó nokkra góða spretti,
einkum í fyrri hluta myndarinn-
ar.
Ekki bætir úr, að James Caan,
sá annars ágæti leikari, passar
engan veginn í hlutverkið, er
satt að segja ómögulegur á köfl-
um, verstur er hann þegar hann
er að tjá hugarvíl sitt sökum
konumissisins. Marsha Mason
kemst miklu betur frá sínu, enda
hæg heimatökin þar sem hún er
að leika sjálfa sig. Þá er Joseph
Bologna hreint ágætur í hlut-
verki hins veraldarvana bróður.
Allt yfirbragð Allt er fertugum
fært er fallegt og fínpússað,
enda undir eftirliti smekk-
mannsins framleiðandans Ray
Stark.
Sýning helgarinnar
28.-29. ágúst
í sýningarsalnum viö Rauðageröi.
Opiö frá kl. 2—5.
/ dag sýnum viö hina storglæsilegu
Datsun Nizzan Cherry:
3ja dyra 1000 cc
*           3ja dyra 1500 cc
3ja dyra 1500 cc special
5 dyra 1300 cc
Ný gerö — gjörbreyttur bíll
meö frábæra aksturseiginleika
og á frábæru veröi!
Einnig veröa sýndir:
0 Datsun King Cab, þessi með konunglega kraft-
inn og snerpuna.
•  Subaru jeppinn, sem er ekki aöeins búinn
kostum allra bestu jeppa, heldur er hann einnig
búinn öllum kostum fólksbílsins.
•  Wartburg, þessi ódýri sem fæst meö svo stór-
kostlegum greiöslukjörum aö þú veröur aö fá uþþ-
lýsingar um þau frá fyrstu hendi.
•  Stúdentakadilakkinn, (Trabant) þessi sem
kostar ekki nema u.þ.b. 47þúsund kr. splunkunýr,
beint úr kassanum.
•  Notadir, vel med farnir bilar.
H
Ingvar Helgason
Sýningarsalurinn v/ Rauöagerði.
Sími 33560.
VANTARÞIGVLNNUQ
VANTARÞIGFÓLK   8
t2
Þl AIGLYSIR l M ALLT
LAND ÞF.GAR Þl Al G-
LÝSIR í MORGl NBLAÐIM
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40