Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 188. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982
fltofginstMa&ifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiosla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 120 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö.
Hin stjórnskipulega
sjálfhelda
Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, viðurkenndi í út-
varpsviðtali á fimmtudagskvöldið, að við þær aðstæður,
sem nú ríkja í landsstjórninni, gæti í rauninni „komið upp
stjórnskipuleg sjálfhelda". Síðan bætti forsætisráðherra við:
„Við skulum segja, að ríkisstjórnin hafi meirihluta á þingi,
31 þingmann, en minnihlutinn, sem hefur stöðvunarvald í
neðri deildinni — hann vill nýta þá aðstöðu til að fella eða
stöðva frumvarp fyrir stjórninni. Hvað á þá að gera? Á
stjórnin sem styðst við meirihluta að segja af sér til þess að
hinir geti tekið við, sem í rauninni geta ekki myndað stjórn,
eru í minnihluta?" I útvarpsviðtalinu svaraði forsætisráð-
herra síðan þessum spurningum á þann veg, að hann byggist
við því að „þessi meirihlutastjórn (!) okkar haldi áfram út
þetta kjörtímabil". í viðtali við Helgarpóstinn í gær ítrekar
Gunnar Thoroddsen að útilokað sé fyrir ríkisstjórnina að
segja af sér, svo að stjórnarandstaðan geti tekið við, af því að
hún geti ekki myndað stjórn. Síðan segir forsætisráðherra:
„Menn geta sagt að þá verði að rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga. Það er hugsanlegt en það er engan veginn tryggt
að nýjar kosningar leysi vandann."
Eins og forsætisráðherra bendir sjálfur á í fyrrgreindum
viðtölum eru að sjálfsögðu til leiðir út úr þeirri stjórnskipu-
legu sjálfheldu sem hefur skapast fyrir frumkvæði ráðherr-
ans og ríkisstjórnar hans. En forsætisráðherrann vill ekki að
þessar leiðir séu farnar, því þar með yrði hann að biðjast
lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hin stjórnskipulega
sjálfhelda felst í því, að ríkisstjórnin kemur málum ekki
fram á Alþingi, þar sem hana skortir meirihluta í neðri deild
Alþingis. Ríkisstjórnin nýtur ekki lengur starfhæfs meiri-
hluta á Alþingi, fari hún ekki frá hefur hún þingræðisregl-
una að engu, stofnar til stjórnskipulegrar sjálfheldu — sam-
hliða efnahagslegri óreiðu mun ríkja pólitísk upplausn.
Aðdragandinn að myndun þessarar ríkisstjórnar var
óskemmtilegur en ekki sýnast endalokin ætla að verða betri,
ef stjórnin ætlar að neita að horfast í augu við augljósar
staðreyndir og viðurkenna meginreglurnar í stjórnskipan
íslenska lýðveldisins. Með því að þrástagast á yfirlýsingum
um að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið hvað sem líður fylgi
við hana á Alþingi er löggjafarvaldinu ögrað með mjög
ósæmilegum hætti. Ríkisstjórnin neitar að verða við þeirri
eðlilegu kröfu við núverandi aðstæður, að þing verði kallað
saman til aukafundar. Forsætisráðherra leyfir sér að svara
óskum um aukaþing með þeim rökum einum, að engin
ástæða sé til að efna „til þess aukakostnaðar nú að kalla
saman aukaþing". Á nú að leggja fjárhagslegt mat á virðingu
Alþingis? Á að viðhalda stjórnskipulegri sjálfheldu í land-
inu, af því að það kostar einhver aukaútgjöld að kalla Al-
þingi saman nú?
Rök stjórnarherranna fyrir efnahagsaðgerðunum sem þeir
gripu til eru ekki sannfærandi, enda blasir við að aðgerðirn-
ar eru gagnslausar eins og að þeim er staðið. Það ríkir
efnahagsleg sjálfhelda í því öngþveiti sem af störfum ríkis-
stjórnarinnar hefur leitt. Nú bætist stjórnskipulega sjálf-
heldan við. Það er athyglisvert, að við þessar aðstæður telja
alþýðubandalagsmenn skynsamlegt fyrir sig að efna til póli-
tískrar útrásar með fundum og öðru. Kommúnistar hreykja
sér helst af því, að nú takist þeim líklega að koma verslun-
inni á vonarvöl eins og útgerð, iðnaði og heimilum launþega.
Og með því að sitja sem fastast í ríkisstjórninni og hvetja
stuðningsmenn sína til fylgis við það sjá flokksbroddar
kommúnista sér þann leik á borði að vega að stjórnskipan
lýðveldisins og þeim lýðræðisreglum sem til þessa hafa verið
hafðar í heiðri.
Býdst samn-
ingur hjá
Ford Models
INGA lirvndís Jónsdóttir, fulltrúi
íslands í keppninni „Andlit ní-
unda áratugarins" sem haldin var
í New York á vegum Ford
Models fyrirtækisins hinn 14. ág-
úst sl., er nú komin heim eftir ár-
angursrika ferð.
Ford Models er eitt virtasta
fyrirtæki sinnar tegundar í
heiminum og bauðst Ingu samn-
ingur við fyrirsætustörf hjá því
að keppni lokinni. I viðtali við
Mbl. sagði Inga að hún hefði
enga afstöðu tekið til tilboðsins.
Keppnin og undirbúningur
hennar hefðu opnað augu henn-
ar fyrir því hvað fyrirsætustarf-
ið væri í raun erfitt, og því
þyrfti hún að hugsa málið vand-
lega áður en hún tæki ákvörðun.
„Þetta tækifæri er einstakt og
býðst aðeins einu sinni," sagði
Inga, „en starfið er erfiðara en
ég gerði mér grein fyrir. Það
vita ábyggilega fæstar þeirra,
sem dreymir um fyrirsætustörf,
hve erfið þau eru í raun."
Keppninni var sjónvarpað um
öll Bandaríkin og fylgdu henni
þrotlausar æfingar vikunni áður
en hún var haldin. Sigurvegari
varð 17 ára dönsk menntaskóla-
stúlka, Renée Toft Simonsen.
Inga sagði að henni hefði þótt
Renée eiga sigurinn skilið. Hún
hefði hið sérstaka andlit sem
v'erið var að leita að og myndað-
ist óvenjulega vel.
Inga Bryndís, eftir að hafa veri* valin fullt
„Samfélagið heftir
sett Hofsós hjá"
— segir Ofeigur Gestsson, nýráðinn sveitarstjóri
„Meö starfi mínu hjá Búnaðarsam-
bandi Borgarfjarðar var ég mikiö í fé-
lagsmálum í mínum frístundum, með-
al annars í hreppsnefnd Andakíls-
hrepps, í stjórn Ungmennasambands
Borgarfjarðar og ýmsu fleiru. Þaö hef-
ur þýtt að ég hef eytt hluta af kaupinu
mínu í félagsmálin. Með sveitarstjóra-
starflnu skapast aftur á móti mögu-
leikar til að sinna áhugamálunum í
vinnutímanum og á kaupi. Einnig
kemur það til að ég er ættaður héðan,
ég var hérna alla tið i sveit á sumrin
og hér er ákaflega fallegt, þetta er
með allra fegurstu sveitum landsins.
Hofsós er litið sveitarfélag og þess
vegna ætti að vera auðveldara að hefja
störf hér, að sjá út yflr verkefnin frá
degi til dags en á ýmsum stærri stöð-
um." Þetta var svar Ófeigs Gestsson-
ar, þegar hann var spurður hversvegna
hann hafi tekið sig upp og ákveðið að
taka við starfl sveitarstjóra á Hofsósi.
Ófeigur hefur verið búsettur á
Hvanneyri í Borgarfirði undanfarin
20 ár og starfað sem frjótæknir hjá
Búnaðarsambandi   Borgarfjarðar
auk þess sem hann hefur starfað
þar mikið í félagsmálum.
— Hverjar eru helstu fram-
kvæmdir á Hofsósi í ár?
„Helstu framkvæmdir sem unnið
er að á þessu ári eru endurbætur við
höfnina, þ.e. viðgerð á hafnargarði
og klæðning og dýpkun hafnarinnar
og íþróttavallargerð. Til stóð að
hefja framkvæmdir við varanlega
gatnagerð og var boðinn út áfangi í
því verki, en ekkert tilboð kom og
var þá ákveðið að fresta því verki til
næsta árs. Þetta er brýn fram-
kvæmd því engar götur eru hér með
bundnu slitlagi.
Brýnustu  verkefni  sem  eru  á
dagskrá næstu árin eru áframhald-
andi endurbætur á hafnaraðstöð-'
unni og áframhald gatnagerðar.
Það sem háir þessum stað mest er
hvað atvinnulífið er einhæft, það
vantar fjölbreyttari undirstöður.
Þetta 300 manna samfélag hefur þó
þrifist þrátt fyrir þetta en áberandi
er að unga fólkið, sem fer til fram-
haldsnáms, hefur ekki atvinnutæki-
færi hér heima.
Hofsós er eini þéttbýlisstaður
Skagafjarðar, austan Héraðsvatna,
og hefur öll skilyrði til að geta orðið
meira gildandi en verið hefur. Auð-
velt er að gera hér góða hafnarað-
stöðu, hér býr gott fólk og hér er
fallegt, það er ekki minnsta atriðið.
Sannleikurinn er sá að ég er
þeirrar skoðunar að samfélagið hafi
sett Hofsós hjá á tveimur síðustu
áratugum og það getur hver maður
séð sem skoðar sögu annarra þétt-
býlisstaða. Spurningin er sú hvort
hér á ekki að vera þéttbýlisstaður,
sem njóti sömu þjónustu og aðrir
staðir eða hvort á að láta staðinn
koðna niður.
Hér er til dæmis rekið iðnfyrir-
tækið Stuðlaberg hf. Það er vel rek-
ið og á allan hátt mjög vel um geng-
ið, góð framleiðsla og snyrti-
mennska mikil. Ef verkefni fyndust,
er það sannað mál með þessum
rekstri, að það er hægt að gera
þessa hluti jafn vel og annars stað-
Fjórðungsþing Norðlendinga:
Vilja staðsetningu orki]
freks iðnaðar á Norður
SauAárkróki, 27. ágúst. Frá hlm. Mbl.
Slefáni Friðbjörmwyni.
„MEÐ virkjun Blöndu er verið að
stórauka öryggi í orkubúskap þjóðar-
innar og skapa skilyrði fyrir meiri iðn-
þróun á Norðurlandi," segir i tillögu
frá Iðnþróunar- og orkumálanefnd
sem liggur fyrir fjórðungsþingi Norð-
lendinga, sem hófst á Sauðárkróki sl.
flmmtudag. Tillagan undirstrikar þá
staðreynd „að orkuiðnaðurinn mun í
vaxanili mæli verða undirstöðuat-
vinnuvegur þjóðarinnar við hliðina á
hinum  hefðbundnu atvinnugreinum.
Jafnframt leggur þingið áherslu á
að á sviði orkunýtingar sem undir-
stöðuatvinnuvegar eru ónýttir
möguleikar sem gætu skipt sköpum
fyrir þjóðarbúskapinn og byggða-
þróun í landinu ... því telur fjórð-
ungsþingið eitt meginverkefnið í
byggðaþróun í Norðlendingafjórð-
ungi að stuðla að því í framhaldi
Blönduvirkjunar og með tilliti til
væntanlegrar Fljótsdalsvirkjunar
að á Norðurlandi, t.d. á Eyjafjarð-
arsvæðinu, verði næsta stjóriðjuver
á sviði orkufreks iðnaðar. Gunnar
Rafnar bæjarfulltrúi á Akureyri
hafði framsögu um dagskrárliðinn
stóriðnað og sagði þá m.a.: „Við eig-
um hiklaust að snúa okkur að því að
nýta vatns- og hitaorkuna og breyta
henni í iðnaðarvöru og flytja hana á
þann hátt út úr landinu. Við skulum
nota tíma okkar til þess ef við ætl-
um að halda áfram á leið til bættra
lífskjara." Áskell Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands-
ins, sagði í sinni ræðu: „Næstu
misseri geta skipt sköpum hvort
Norðurlandið og þar með lands-
byggðin verði megnug að tryggja
sér skerf í hinni miklu iðnaðarupp-
byggingu sem hlýtur að koma. Stór-
iðnaður í dag hefur sama gildi og
togaraútgerðin og síldarbræðslur
höfðu á sínum tíma. Þessu fylgir að
sjálfsögðu áhætta eins og í öllum
stórrekstri. Sú áhætta er óhjá-
kvæmileg eins og á sínum tíma þeg-
ar ráðist var í togarakaup og upp-
byggingu síldariðnaðar."
Aðrir frummælendur voru Björn
Dagbjartsson um matvælaiðnað,
Páll Hlöðversson um almennan iðn-
að og Guðmundur Sigvaldason um
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40