Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 188. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 28. AGUST 1982
Guðbjörg Páls-
dóttir — Minning
Fædd 3. mars 1899
Dáin 17. ágúst 1982
Að kynnast góðu fólki er lífs-
fylling og lærdómur, sem ekki
verður metinn til fulls. Þessi vin-
kona mín var af þeirri gerð, að
vera lítillát og hógvær fyrir sjálfa
sig. En aldrei var fullgoldið
öðrum. Hún var fíngerð og fríð
sýnum, og bar með sér látlausa
reisn og góðvild.
Guðbjörg var fædd í Halakoti í
Biskupstungum 3. mars 1899. For-
eldrar hennar voru hjónin Guð-
björg Ögmundsdóttir, ættuð úr
Biskupstungum, og Páll Árnason,
en hans ættir voru af Alftanesi.
Guðbjörg er með foreldrum sín-
um fyrstu árin í Halakoti. Þá
fluttust þau með fimm dætur að
Eyrarbakka. Þær eru Guðrún, sem
er nýlátin, Guðbjörg, Anna, Mar-
grét og Katrín, sem dó ung.
I uppvextí Guðbjargar var allt
með hefðbundnum hætti alda-
mótakynslóðarinnar. Það var
vinna, trúmennska og sparsemi.
Enda hafði enginn ofan í fólk sitt
og fénað sem ekki nýtti hverja
stund. Allt þurfti að vinna heima,
bæði fæði og fatnað. Um fermingu
þótti sjálfsagt og hver fullfær að
vinna fyrir sér utan heimilis.
A þeim árum þurftu konur að
sækja vatn í brunn. Skola þvott í
köldum læk. Standa á engjum í
nær hvaða veðri sem var, og svo að
vinna að gegningum að vetrinum,
meðan karlmenn voru við sjó.
24. maí 1927 giftist Guðbjörg
Ólafi Gíslasyni frá Björk í Sand-
víkurhreppi. 1928 hófu þau búskap
í Björk með foreldrum Ólafs.
1937 flytja þau að Þórðarkoti í
Sandvíkurhreppi, og svo þaðan að
Stokkseyrarseli árið 1941. En 1943
deyr Ólafur. Þá stendur hún eftir,
ekkja með sex börn, það yngsta á
fyrsta ári.
Þeir erfiðleikar, sem þá steðja
að heimilinu, verða ekki færðir á
blað. En í fyrstu er hún ein í
Stokkseyrarseli með börn sín.
Þá er það Lárus, bróðir Ólafs,
sem stundað hafði sjóinn. Hann
tók sjópoka sinn og kom austur að
Stokkseyrarseli til mágkonu sinn-
ar og varð henni sú hjálp, ásamt
börnunum, sem komin voru á legg,
að heimilið gat haldist saman.
Minntist Guðbjörg Lárusar mágs
síns með hlýju og þakklæti.
Eldri börnin fóru í vinnu utan
heimilisins svo fljótt sem kostur
var. En Guðmundur vann búi
móður sinnar þessi ár. Hann var
fermdur vorið sem faðir hans dó.
Árið 1948 hætti Guðbjörg bú-
skap og flytur að Selfossi, en held-
ur eftir einni kú fyrir heimili sitt,
sem hún hafði í Björk hjá mág-
fólki sínu, og vann fyrir henni um
sláttinn. Var hún þá með yngstu
telpurnar tvær, Kötu og Mundu.
Hún eldaði fyrir þær mæðgur í
skúr á hlaðinu. Ekki vildi hún
íþyngja heimilinu. Þetta lýsir
henni vel, hún var alltaf veitandi.
Líka hafði hún kartöflugarð á
Stokkseyri, eftir að hún fluttist að
Selfossi. Eitthvert sinn er hún aö
vinna í garðinum, og er með þær
Kötu og Mundu með sér. Þær
hvarfla eitthvað frá með leikfélög-
um, og taka það fyrir að tína söl
úti í skeri, því fjara var, og ekkert
athugavert fyrir litlar manneskj-
ur. Svo þær ugga ekki að sér fyrr
en nokkuð er flotið við skerið.
Og hvað hún sagðist hafa flýtt
sér. Og hve hratt hana bar yfir
nokkuð langan veg. Það mátti ekki
seinna vera að koma til hjálpar.
Þessi litla saga, litla, af því að
allt fór vel, festist í hug mér, og
sýnir hve tæpt við stöndum í önn
dagsins. Sú tilfinning bærðist með
mér, að svona tæpt hefði staðið, er
hún var orðin ein með börnin sín
sex. Viljinn að bjarga öllu heilu í
höfn, og þrekið „varð" að fylgja
með.
Einhverntíma færði ég í tal við
Guðbjörgu, hversu erfitt hefði
verið, er hún missti manninn frá
svona stóru heimili. „Ég fékk nú
góða hjálp, en það er þó margt
sem maður verður að ráða fram úr
einn."
Fá orð, er segja þó svo mikið. En
smám saman batnar hagurinn.
Guðbjörg flytur í nýtt hús með
Guðmundi syni sínum, og konu
hans, Guðrúnu Ingvarsdóttur. Þar
á hún heimili með yngstu dæturn-
ar tvær, Katrínu og Guðmundu, og
síðan ein, eftir að þær stofna sín
heimili.
Á þessum árum vinnur hún við
að þrífa Landsbankann á Selfossi,
og svo í sláturhúsinu á haustin.
Árið 1971 flyst hún til Sigríðar
dóttur sinnar og Jóns Pálssonar,
tengdasonar síns, að Hrauntungu
105, Kópavogi. Þar hafði hún íbúð
t
Eiginmaður minn og faöir okkar,
JÓSEF KJARTANSSON,
bóndi,
Nýjubúð, Grundarfirði,
andaðist i Landspítalanum þann 26. ágúst.
Sigurlín Guömundsdóttir
og börn.
+
Fósturmóöir okkar.
OKTAVÍA SIGURÐARDÓTTIR,
Safamýri 79,
lést 26. ágúst.
Garöar Einarsson,
Sigurður Ingvarsson.
+
Innilegt þakklaeti sendum viö ykkur öllum, sem sýnduö okkur
samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns og fööur
okkar.
MAGNÚSAR GUOMUNDSSONAR,
Laugarnasvegi 86,
fyrrum bonda aö frafelli, Kjós.
Kristín Jónsdóttir og börn.
+
Þökkurn innilega auösýnda samúö við andlát og útför
ÞÓRHILDAR Olafsdóttur,
fyrrum forstöðukonu.
Sigríður Gisladóttir,
Þóra Helgadóttir,
Kristín Helgadóttir Kvaran,
Gisli Ólafsson,
Ólafur Helgason,
Guðmundur Helgason.
út af fyrir sig, en var þó í tengsl-
um við heimilið, eftir því sem hún
vildi, og að síðustu að öllu leyti,
eftir að heilsa og kraftar þrutu.
Sú umhyggja sem Sigríður dótt-
ir hennar sýndi henni var aðdáun-
arverð, bæði hlýja, glaðværð og
góðvild. Hún var líka þægur sjúkl-
ingur, en þurfti þó mikla umönnun
síðustu árin, sem henni var veitt
af þeim hjónum og börnum henn-
ar öllum, er sýndu henni ræktar-
semi og elsku.
Síðast í sumar hittum við Her-
mann hana hjá Mundu, dóttur
hennar, á Selfossi. Þar var hún
umvafin hlýju, sem lítið barn. Það
er gæfa að hafa lagt slíkt lóð á
vogarskálina, og uppskera sína
umbun þegar kraftarnir eru
þrotnir.
Börn Guðbjargar eru: Hulda
Guðbjörg, maki Hörður Vil-
hjálmsson; Bjarni, maki Jónína
Kristjánsdóttir;     Guðmundur,
maki Guðrún Ingvarsdóttir; Sig-
ríður, maki Jón A. Pálsson; Katr-
ín, maki Stefán Jónsson; Guð-
munda, maki Guðjón Jónsson.
Fyrst sá ég Guðbjörgu þegar
dætur hennar tvær gengu að eiga
frændur okkar hjóna, Stefán og
Guðjón Jónssyni. En kynni okkar
jukust er hún tók dóttur okkar
veika á heimili sitt og annaðist
hana, meðan hún þurfti að vera
undir læknishendi.
Eins, þegar sonur okkar slasað-
ist, var gott að eiga athvarf hjá
Guðbjörgu og þeim Guðmundi og
Rúnu á Víðivöllum 8. Þar var
manni tekið opnum örmum og
þótti sjálfsagt að gera manni
hvern þann greiða sem með þurfti.
Einhverntíma skrifaði ég á af-
mæliskort til hennar, að ég óskaði
henni þess, að hún mætti njóta
þeirrar góðvildar á ævikvöldinu,
sem hún hefði sýnt öðrum. Og það
er víst, að þess varð hún aðnjót-
andi í ríkum mæli. Það var kært
að frétta að hún væri sofnuð frá
þessu lífi, því heilsan og þrekið
var búið. Og nú er hún komin til
æðri heima, þar sem henni var bú-
inn staður meö lífi sínu hér á jörð.
Við hjónin sendum börnum
hennar samúðarkveðjur, og þökk-
um fyrir okkur.
Katrín Jónsdóttir
í dag, laugardaginn 28. ágúst,
verður jarðsungin frá Stokkseyr-
arkirkju frú Guðbjörg Pálsdóttir.
Um leið og ég kveð kæra tengda-
móður mína með söknuði, vil ég
minnast hennar með nokkrum
orðum og þakka henni samfylgd-
ina síðustu 11 æviár hennar.
Guðbjörg fæddist að Halakoti í
Biskupstungum 3. mars 1899. For-
eldrar hennar voru hjónin Guð-
björg Ögmundsdóttir og Páll
Árnason.
Dætur Páls og Guðbjargar voru:
Guðrún, Guðbjörg, Anna, Guð-
mundína Margrét og Katrín.
Katrín dó ung. Stutt var á milli
Guðrúnar og Guðbjargar, en Guð-
rún lést í Landspítalanum eftir
nokkra legu 3. ágúst sl. Var því
aðeins hálfur mánuður á milli
þeirra systra, en þær voru mjög
samrýndar og kært með þeim.
Guðbjörg ólst upp í foreldrahús-
um, fyrst í Halakoti og síðar á
Eyrarbakka.
Eiginmaður Gubjargar var
Ólafur Gíslason frá Björk í Flóa.
Giftu þau sig árið 1927 og hófu þá
búskap í Björk. Að Þórðarkoti
flytja þau árið 1937 og búa þar til
ársins 1941, er þau flytjast að
Stokkseyrarseli.
Þau hjónin eignuðust 5 börn, en
eina dóttur, Huldu Guðbjörgu, gift
Herði W. Vilhjálmssyni, átti Guð-
björg áður en hún gifti sig. Öll eru
þau dugnaðar- og mannkostafólk
Þau eru: Bjarni giftur Jónínu
Kristjánsdóttur, Guðmundur gift-
ur Guðrúnu Ingvarsdóttur, Sigríð-
ur gift Jóni A. Pálssyni, Katrín
gift Stefáni Jónssyni og Guð-
munda gift Guðjóni Jónssyni.
Guðbjörg missir mann sinn 1.
apríl 1943, en heldur áfram bú-
skap til ársins 1948, með hjálp
mágs síns, Lárusar. Þegar hún
flytur frá Stokkseyrarseli, sest
hún að á Selfossi og býr þar með
börnum sínum.
Árið 1971 flytur hún til dóttur
sinnar, sem býr í Kópavogi.
Kynni mín af Guðbjörgu fæ ég
aldrei nógsamlega þakkað. Guð-
björg var einstaklega geðþekk í
öllu viðmóti, glaðlynd, hlý og bros-
andi, þannig að fólk ósjálfrátt lað-
aðist að henni. Gestrisni henn.
var mikil og mátti helst engii
koma inn fyrir hennar dyr, í
þess að þiggja einhverjar góðger
ir. Þá var gjafmildi stór þáttur
lífi hennar. Þeir voru margir jól;
pakkarnir sem fóru frá henni, c
skipti þá ekki máli hvort fólk va
venslað henni eða ekki, sem flest
þurfti að gleðja.
Fjölskyldutengsl Guðbjarga
voru mikil og góð, og henni ákal
lega mikils virði, og naut hún mik
ils ástríkis barna sinna, barna
barna og allra ættingja og vina.
Barnabörn hennar eru orðin l'
og barnabarnabörnin 9. Ég veit ai
ég tala ekki aðeins fyrir hönd soni
minna, þegar þeir þakka ömmi
fyrir alla ástúðina og umhyggj
una, og fyrir alla vettlingana oj
sokkana, sem hún prjónaði, sv<
engum yrði nú kalt.
Eftir að hún fluttist í Kópavog-
inn fór hún árlega í orlofsferð
austur fyrir fjall, að heimsækja
börn og vini. Ein dóttir hennar
býr sveitabúskap og hafði Guð-
björg mikinn áhuga á búskapnum,
hvernig slátturinn gengi og að nóg
væri til af vettlingum og sokkum
fyrir fjallferðina, svo eitthvað sé
nefnt.
Guðbjörg átti við heilsuleysi að
stríða síðustu árin, en var þó
ávallt glöð og kát og kvartaði aldr-
ei.
Það er stórt skarð höggvið í fjöl-
skyldu mína við fráfall Guðbjarg-
ar. Við söknum hennar öll, en
þökkum um leið, að fá að hafa haft
hana hjá okkur.
Ég votta börnum hennar og
systrum, sem nú hafa orðið með
stuttu millibili að sjá á eftir
tveimur systrum sínum, svo og
öðrum aðstandendum, samúð
mína.
Guð varðveiti sálu Guðbjargar
>?ngdamóður minnar.
Jón A. Pálsson
Elín Kjartans-
son — Minningarorð
Elín Kjartansson lést fimmtu-
daginn 19. ágúst sl. í Burlington,
Vermont, en í þeirri borg er Mar-
grét dóttir hennar búsett. Hún var
jarðsett í Bronxville, New York,
laugardaginn 21. ágúst við hlið
Jóns sonar síns, sem þar hvílir.
Elín hafði búið við skerta heilsu
um nokkurn tíma og kom því frá-
fall hennar vandamönnum ekki á
óvart.
Elín var fædd 15. ágúst 1914 í
Seattle, Washington, dóttir hjón-
anna séra Jónasar Sigurðssonar
og konu hans, Stefaníu Óiafsdótt-
ur. Séra Jónas, faðir Elínar, var
þjónandi prestur í íslendinga-
byggðum vestanhafs alla sína
starfsævi. Þótt Elín væri fædd
vestanhafs hafði hún fullkomið
vald yfir íslenskri tungu, enda
ávallt töluð íslenska á heimili for-
eldra hennar.
Elín stundaði verslunar- og
kennaranám í Seattle og í Winni-
peg og starfaði um hríð sem kenn-
ari í Winnipeg. Árið 1939 réðst
hún til starfa í íslandsdeild
Heimssýningarinnar í New York.
Þar kynntist hún manni sínum,
Hannesi Kjartanssyni, sem þá var
búsettur í New York vegna við-
+
Þökkum auösýnda samúö og hluttekningu við andlát og jarðarför
ODDNÝJAR JÓNÍNU PÉTURSDÓTTUR,
Sjónarhóli, Stokkseyri.
Synir, tengdadaetur og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jarö-
arför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
SIGURDÍSAR SNORRADÓTTUR
fré Geirshlíð.
Sérstakar þakkir faerum við starfsfólki á deild A, Hrafnistu, Reykja-
vík.
Josef Jónasson,          Elísabet Kristjansdóttir,
Guðný Jónasdóttir,       Guömundur Gíslason,
Ehn Jónasdóttir,         Ármann Eydal Albertsson,
Snorri Jónasson,
og barnabörn.
skiptastarfa fyrir fyrirtæki þeirra
bræðra Halldórs og Hannesar.
Giftust þau árið 1941.
Hannes ílentist í New York og
bjó þar til dauðadags, en hann lést
árið 1973. Börn þeirra hjóna urðu
þrjú, Jón, sem nú er látinn, og
dæturnar Margrét og Anna, sem
báðar eru giftar og búsettar í
Bandaríkjunum.
Hannes varð ræðismaður ís-
lands í New York 1948 og síðar
fastafulltrúi íslands hjá Samein-
uðu þjóðunum með sendiherra-
nafnbót. Lætur að líkum að vegna
þessara trúnaðarstarfa hafi oft
verið gestkvæmt á heimili þeirra
hjóna, Elínar og Hannesar, í New
York. Nutu margir mikillar gest-
risni þeirra hjóna á smekklegu og
aðlaðandi heimili þeirra, enda var
Elín frábær húsmóðir og veitandi,
sem annt var um að vel færi um
gesti og gangandi.
Elín var kona fríð sýnum og vel
greind. Hún flíkaði ekki tilfinn-
ingum sínum, var heldur hlédræg
og seintekin en traust þeim sem
kynntust henni og einstaklega
prúð og hlý í allri framkomu.
Aldrei heyrði ég hana fara hnjóðs-
orðum um nokkurn mann.
Að Elínu er mikil eftirsjá vinum
og vandamönnum, en minningin
um góða konu mun lengi vara.
Dætrum hennar svo og öðru
skylduliði er vottuð einlæg samúð.
Sigurður Helgason
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40