Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 188. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 28. AGUST 1982
39
Enska deildarkeppnin hefst í dag:
Tekst Liverpool að verja titilinn?
í dag hefsl enska deildarkeppnin í
knatLspyrnu cnn eina ferðina og ef-
laust margir farnir að hlakka til að
sjá hvernig „sinum mönnum" muni
ganga. Heil umferð er að sjálfsögðu
i deildunum fjórum, og mikið af
stórleikjum.
Mikið hefur verið rætt og ritað um
liðin í Englandi að undanförnu, og
reynt að finna út hvert þeirra sé
sterkast. Telja flestir að baráttan
um Englandsmeistaratitilinn komi
til með að standa á milli núverandi
meistara, Liverpool, Manchester Un-
ited, Tottenham og Arsenal, og einn-
ig gætu Ipswich og Southampton
blandað sér í baráttuna. Leikirnir
sem fara fram í 1. deildinni í dag eru
pessir:
Aston Villa — Sunderland
Brighton — Ipswich
Coventry — Southampton
Liverpool — WBA
Man. Utd — Birmingham
Norwich — Man. City
Notts County — Swansea
Stoke — Arsenal
Tottenham — Luton
Watford — Everton
West Ham — Nott. Forest.
Margir athyglisverðir leikir eru
á dagskrá í fyrstu umferðinni eins
og sjá má. Nýliðarnir Norwich og
Watford eiga heimaleiki, fyrr-
nefnda liðið við Man. City, en það
síðarnefnda við Everton. Gaman
verður að fylgjast með Watford
liðinu í vetur, en Graham Taylor,
hinn ungi framkvæmdastjóri þess,
hefur byggt upp mjög léttleikandi
lið. Þá verður einnig gaman að
fylgjast með því hvernig Luton
gengur gegn Tottenham á White
Hart Lane. Luton leikur mjög
skemmtilega knattspyrnu, opinn
sóknarleik, og eru taldir með eitt
athyglisverðasta liðið í Englandi.
Aðalbaráttan um meistaratitil-
inn er talin koma til með að
standa milli Liverpool og Manch-
ester. Bæði hafa liðin keypt nýja
leikmenn fyrir tímabilið, og skul-
um við líta fyrst á United. Arnold
Muhren, hinn frábæri hollenski
miðvallarspilari, kom til þeirra
frá Ipswich og gæti hann verið sá
hlekkur sem liðið hefur vantað
undanfarið til að vinna til verð-
launa. Víst er að miðjan hjá liðinu
verður geysilega sterk í vetur, og
samþykkja víst flestir að þeir Ray
• Kenny Dalglisa, Liverpool. Marg
ir spá því að liði han.s Ukist að verja
Englandsmeistaratitilinn.
Samband málm- og skipasmjðja
— Iðnþróunarverkelni og
Landssamband
ísl. útvngsmanna
VESTFIRÐIR
efna til fjögurra daga námskeiö, sem fjallar um
undirbúning og framkvæmd
skipaviðgerða
Námskeiðið er sniðið að norskri fyrirmynd og er ætl-
að þeim aöilum í smiðjum, sem taka á móti og skipu-
leggja skipaviðgerðaverk, vélstjórum og / eða þeim
sem hafa umsjón með viöhaldi skipa í umboði út-
geröa, svo og þeim öðrum, sem afskipti hafa af fram-
gangi skipaviögeröa.
Námskeiðiö miðar aö því aö skýra fyrir þátttakendum
mikilvægi vandaös undirbúnings áöur en skipaviö-
gerö hefst og markvissrar stjórnunar, eftir að hún er
hafin. Þátttakendur fjalla einnig með dæmum og
verklegum æfingum um þá þætti sem ráða úrslitum
um vel heppnaöa viðgerð og þeim leiöbeint um
meginatriöi þeirra.
M.a. verður fjallaö um:
—  verklýsingu
—  aætlanagerð
—  mat á verkum
—  mat á tilboöum og val verkstæða
—  undirbúning fyrir framkvæmd viðgeröa
—  uppgjör
Auk þess veröa gestafyrirlestrar frá Siglingamála
stofnun ríkisins og um flokkunarfélög. Leiðbeinendur
eru Brynjar Haraldsson tæknifræðingur og Kristinn
Halldórsson úgeröartæknir.
Þátttökugjald er kr. 4.500.— (hádegisveröur og kaffi
innifalið). Námskeiðiö fer fram á Hótel ísafiröi, dag-
ana 7.—10. september frá kl. 09.00 til kl. 19.00 alla
dagana.
Þátttöku ber að tilkynna til SMS (91—25561) eða LÍÚ
(91—29500) fyrir 1. sept. Fjöldi þátttakenda tak-
markaöur viö 20.
Leiöbeinendur
tjvfc filh sdinQur
Wilkins, Steve Coppel, Bryan
Robson og Muhren séu allt annað
en árennilegir mótherjar. Þá hafa
þeir fengið til liðs við sig Peter
Bodak, ungan kantmann frá Cov-
entry og lék hann með liðinu hér á
landi fyrir skemmstu. Sýndi hann
að hann er stórhættulegur leik-
maður.
Liverpool festi kaup á David
Hodgson frá Middlesbrough, en
hann hefur verið einn besti maður
Boro um tíma. I æfingaleikjum
undanfarið, og svo í Charity
Shield leiknum gegn Tottenham á
síðasta laugardag, lék Liverpool
með þrjá miðverði, sem er sama
leikaðferð og ítalir beittu í heims-
meistarakeppninni. Alan Hansen,
„Beckenbauer Bretlands," lék sem
„sweeper" fyrir aftan Phil
Thompson og Mark Lawrenson,
sem voru miðverðir. Ætla verður
að ekki verði auðvelt að komast í
gegnum vörn Liverpool í vetur,
frekar en fyrri daginn, ef liðið
mun beita þessari aðferð. Ekki
vilja þeir Liverpoolmenn fallast á
að þeir leiki algeran varnarleik,
heldur munu þrír fyrrnefndir mið-
verðir taka virkan þátt í sóknar-
leiknum þegar svo ber undir.
Nú er bara að bíða og sjá hvern-
ig leikirnir fara. Eflaust verður
eitthvað um óvænt úrslit eins og
alltaf, knattspyrnan er óútreikn-
anleg og vonlaust að segja til um
útkomuna.
Urslitaleik öld-
unga frestað
ÚRSLITALEIK Eram og Víkings í
íslandsmóti öldunga hefur verið
frestað, en leikurinn átti að fara
fram í dag. Stefnt er að því að leik-
urinn geti farið fram í naestu viku.
Stórgott míluhlaup hjá
Joni Diðrikssyni
JÓN Diðriksson hlaupari úr
UMSB stóð sig með miklum
ágætum er hann setti nýtt ís-
landstnet í míluhiaupi á eín-
hverju mesta frjálsíþróttamóti
sumarsins, sem haldið var í
Koblenz í V-Þýzkalandi á mið-
vikudag.
Jón hljóp míluna á 3:57,63
mínútum og bætti íslandsmet
Svavars heitins Markússonar
KR um tæpar 10 sekúndur. Jón
verður því fyrstur íslendinga
til að hlaupa enska mílu undir
fjórum mínútum, og er tími
hans tæpum tveimur sekúnd-
um betri en tími Rogers Bann-
ister, sem fyrstur manna hljóp
míluna undir f jórum mínútum,
en það gerði hann á háskóla-
vellinum í Oxford fyrir 28 ár-
um, eða ári áður en Jón fædd-
ist
I hlaupinu í Koblenz sigraði
bandaríski hlauparinn SteVe
Scott, sem ógnað hefur heims-
meti Sebastians Coe hvað eftir
annað, m.a. í þetta sinn, hljóp á
3:49,6 mínútum. Mjög góður ár-
angur náðist í hlaupinu, mörg
landsmet sett, og nægðu 3:53
mínútur t.d. aðeins í níunda
sæti.
Arangur Jóns í míluhlaupinu
samsvarar til þess að hann
hafi hlaupið 1500 metra á um
3:41 mínútu, en íslandsmet
hans í þeirri grein er 3:41,65
mín. Jón hefur verið valinn til
þátttöku á Evrópumeistara-
mótinu í Aþenu í september-
byrjun vegna hins glæsilega
hlaups í Koblenz.
— ágás.
Fimm fara til Aþenii
EIMM íslenzkir frjálsíþrótta-
menn hafa verið valdir til þátt-
töku á Evrópumeistaramótinu i
frjálsiþróttum, sem haldið verður
í Aþenu 6.—12. september.
Frjálsíþróttamennirnir      eru
Óskar Jakobsson f R, sem keppir
í kúluvarpi. Oddur Sigurðsson
KR, sem keppir í 400 metra
hlaupi, Þórdís Gísladóttir ÍR,
sem keppir í hástökki, Einar
Vilhjálmsson UMSB, sem keppir
i spjótkasti, og Jón Diðriksson
UMSB, sem keppir í 1500 m
hlaupi. Fararstjórar með kepp-
endunum verða Örn Eiðsson
formaður Frjálsíþróttasambands
íslands og Sigurður Björnsson
varaformaður.
Frjílsar íbruttir
ÞAKJARN
í hvcrtta lengd
semer
-r^.
„Standard" lengdir eða sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans.
Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu-
bönd og rennur.
RB
• •
. BYGGINGAVORUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40