Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 188. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Síminná QQflQO
afgreédslunnier OOUOO
Jto*v$unblabit>
m$nuhlmHb
Símiáritstjóm  -ir)"|nn
LAUGARDAGUR 28. AGUST 1982
Verðlagsráð:
Heimilar hækkan-
ir á bilinu 5—31,6%
Benzín hækkar um 8,9%, gasolía um 14,3% og svartolía 15,6%
VERÐLAGSRAÐ samþykkti á fundi
sínum í gær, að heimila 8,9% hækk-
un á benzíni, þánnig að hver lítri
hækkar úr 11,20 krónum í 12,20
krónur. Hækkunin tekur þegar gildi.
Olíufélögin höfðu farið frani á 14,3%
hækkun, þannig að hver lítri hefði
hækkað í 12,80 krónur.
I'a samþykkti ráðið að heimila
14,3% hækkun á gasolíu, þannig að
hver lítri af gasolíu hækkar úr 4,55
krónum í 5,20 krónur. Olíufélögin
höfðu hins vegar farið fram á 23%
hækkun, þannig að hver lítri hefði
farið í 5,60 krónur.
Ráðið samþykkti að heimila
15,6% hækkun á svartolíu, þannig
að hvert tonn hækkar úr 3.210
krónum í 3.710 krónur. Olíufélögin
höfðu hins vegar farið fram á
26,5% hækkun, þannig að hvert
tonn hefði farið í 4.060 krónur.
Á fundi verðlagsráðs var síðan
samþykkt að heimila 19,9% hækk-
un á smjörlíki. Ráðið samþykkti
og að heimila 24,2% hækkun á
kaffi. Þá var samþykkt að heimila
16,5—19,9% hækkun á brauðum.
Þá var heimiluð 25% hækkun á
aðgöngumiðum kvikmyndahúsa,
31,6% hækkun á saltfiski og 7,5%
hækkun á útseldri vinnu. Loks var
samþykkt 5% viðbótarhækkun á
öli og gosdrykkjum, vegna gífur-
legrar hækkunar á sykri, en í síð-
ustu viku var heimiluð 12% hækk-
un á öli og gosdrykkjum.
Að sögn Georgs Ólafssonar,
verðlagsstjóra, eru flestar þessar
hækkanir fyrst og fremst til
komnar vegna gengisfellingarinn-
ar á dögunum auk gengissigs á
undanförnum vikum. Þá má geta
þess, að talsímagjöld til útlanda
hækka nú um 40%, en verð þeirra
hefur verið óbreytt frá því 1.
febrúar sl.
Órói við Kötlu
NOKKUR órói hefur verið á jarð-
skjálftamælum við Kötlu að undan-
förnu. Er óróinn nú nokkru meiri en
þær árvissu hrinur sem verið hafa i
Kötlu á haustin, eða um 4 stig á
Richter.
Af þessu tilefni vill Almanna-
Trúnaðarmannaráð LIU saman á fimmtudag eftir margra ára hlé:
Rætt verður um hugs-
anlega stöðvun flotans
Tvær olíuverðshækkanir á þremur vikum kosta útgerðina um
170 milljónir króna, segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ
„OLÍAN hefur nú hækkað um
24% á sama tíma og
sjávarútvegsráðherra ætlaði að
lækka hana um 20% og það er
augljóst hvert stefnir," sagði
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenzkra út-
vegsmanna, í samtali við Mbl.,
er hann var inntur álits á þeim
hækkunum, sem heimilaðar hafa
verið á gasolíu og svartoiíu, en
frá og með deginum í dag hækk-
ar gasolía um 14,3% og svartolía
um 15,6%.
„Hækkunin nú kostar út-
gerðina um 110 milljónir króna
og sú hækkun, sem var heimil-
uð fyrir þremur vikum kostaði
útgerðina um 60 milljónir
króna, þannig að samtals kost-
ar þetta útgerðina um 170
milljónir króna," sagði
Kristján Ragnarsson ennfrem-
ur.
„Ástandið er þannig í dag,
að togari þarf að meðaltali að
fiska 5—6 tonn af þorski á dag
til þess eins að hafa upp í olíu-
kostnaðinn, eða þá að hann
þarf að fiska 12—13 tonn af
karfa á dag til þess að borga
olíukostnaðinn. Okkur er því
alveg fyrirmunað að skilja
þessar ráðstafanir. Það er
óskiljanlegt, að ríkisstjórnin
ímyndi sér, að málið geti geng-
ið á þennan hátt. Vandamál
útgerðarinnar eru alveg óleyst
í efnahagsmálapakka ríkis-
stjórnarinnar og svo kemur
þetta í ofanálag," sagði
Kristján Ragnarsson ennfrem-
ur.
Aðspurður um hversu mikið
fiskverð þyrfti að hækka, ef sú
leið yrði farin til. að rétta við
hag   útgerðarinnar,   sagði
Kristján Ragnarsson augljóst,
að það þyrfti að hækka um
tugi prósenta. „Það má því
segja, að sú leið sé í raun
ófær," sagði Kristján Ragn-
arsson ennfremur.
Það kom einnig fram hjá
Kristjáni Ragnarssyni, að nk.
fimmtudag hefur trúnaðar-
mannaráð LÍÚ, sem skipað er
25 mönnum víðs vegar að af
landinu, verið boðað til fundar,
en það hefur ekki verið boðað
saman í mörg ár. „Vandamál
útgerðarinnar verða þar til
umræðu og má m.a. búast við,
að hugsanleg stöðvun flotans
verði til umræðu og það má
reyndar geta þess, að sam-
þykki þrír fjórðu hlutar fund-
armanna að stöðva flotann,
eru allir aðildarfélagar LÍÚ
bundnir af þeirri samþykkt,"
sagði Kristján Ragnarsson,
formaður LIÚ, að síðustu í
samtali við Mbl.
varnanefnd ríkisins beina því til
fólks að það haldi sig nærri al-
faraleið og leggi ekki leið sína um
fáfarna staði. Þá eru ferðamenn
og aðrir á þessum slóðum beðnir
að hlusta eftir hugsanlegum til-
kynningum í útvarpi. Guðjón Pet-
ersen forstjóri Almannavarna
sagði, að þeir almannavarnamenn
væru búnir að yfirfara öryggis-
ráðstafanir ef til þyrfti að grípa.
16 sandreyðar
komnar á land
SEXTÁN sandreyöar eru komnar á
land i MvalfirAi, en heimilt er að
veiða 100 sandreyðar á vertiðinni.
Langreyðar komnar á land eru
188 og á aðeins eftir að veiða 6 til
að fylla kvótann. Alls hafa veiðst
39 búrhvalir, en heimilt er að veiða
87. Sandreyðar veiðast venjulega
síðari hluta sumars. Fyrstu sand-
reyðarnar veiddust í júlí, þá veidd-
ust tvær. Hinar veiddust núna síð-
ustu dagana.
Ráðgjafar iðnaðarráðherra í ál-
málinu deila hart um anóðuverð
ÁGREININGUR er kominn upp milli erlendra ráðgjafa lljörleifs Gutt-
ormssonar, iðnaAarráðherra, um anóAuviAskipti Alusuis.se og álversins í
Straumsvík. Iðnaðarráðuneytinu bárust nýlega drög aA skýrslu frá
endurskoðendafyrirtækinu ('oopers & Lybrand í London um anóAuverð á
árinu 1980. ('arlos M. Varavsky, einn af erlendum ráAgjöfum iAnaAarráA-
herra, fékk þessi drög til umsagnar og í bréfi til Halldórs J. Kristjánssonar,
starfsmanns i iAnaAarráAuneytinu, dags. 9. ágúst sl., mótmælir Varavsky
ýmsum mikilvægum atriAum í drögunum harðlega. Lokaskýrslan frá ('oop-
ers & Lybrand um þetta mál mun væntanleg innan skamms.
Samkvæmt  þeim  heimildum   í Straumsvík, anóður á of háu
sem Morgunblaðinu eru tiltækar í
þessu máli snýst deilan milli er-
lendra ráðgjafa iðnaðarráðherra
um það við hvað skuli miða, þegar
leitað er eftir hæfilegu verði til að
sýna fram á, að Alusuisse hafi
selt dótturfyrirtæki sínu, álverinu
verði. Vill Carlos M. Varavsky að
miðað sé við verksmiðju, sem ekki
er til nema á pappírnum og í
reiknilíkönum og það verð sem
hún gæti lagt á anóður. Þessari
aðferð hafna Coopers & Lybrand
og  vilja  miðá  við  framleiðslu-
kostnað fyrirtækisins Aluchemie,
sem framleiðir anóðurnar fyrir
álverið í Straumsvík. Af þessari
reikniaðferð leiðir, að Coopers &
Lybrand telja yfirverð á anóðum
lægra í viðskiptum Alusuisse og
álversins en þeir höfðu áður talið,
en jafnframt segja þeir, að Alu-
suisse muni hafa ýmislegt við
þessa niðurstöðu að athuga.
Iðnaðarráðherra hefur farið sér
hægt í álmálinu opinberlega und-
anfarna mánuði en hefur ráðið
innlenda og erlenda sérfræðinga
til að vinna að ýmsum hliðum
þess, meðal annars er hafin ritun
sögu málsins á vegum ráðherrans.
I vor kom hingað bandarískur
lögfræðingur, prófessor Lipton,
sérfróður um samskipti ríkis-
stjórna og alþjóðafyrirtækja.
Hélt hann fyrirlestur á ráðstefnu
sem iðnaðarráðuneytið efndi til
fyrir nokkra lögfræðinga. Iðnað-
arráðherra fól Lipton að semja
skýrslu um réttarstöðuna ef til
þess kæmi, að samningunum við
Alusuisse yrði rift með einhliða
aðgerðum. Prófessor Lipton hefur
skilað áfangaskýrslu um málið og
mun væntanlegur hingað til lands
í byrjun september um leið og von
er á lokaskýrslu Coopers & Ly-
brand um anóðuverðið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40