TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

TÝminn

and  
M T W T F S S
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
TÝminn

						Verða7 Kerling-

arfjöllum í kvöld

MB-Reykjavík, mánudag.

Ferðalag fimnuucnninganna á

hestum um Öræfin hefur tafizt

nokkuð' vegna óvæntra atvika og

munu þeir hafa lagt af stað frá

Tunguafcllsjökli í morgun, en

þangað komu þeir s. I. fimmtudags

kvöld. Þeir töpuðu þrem hestum

frá sér aðfaranótt föstudagsins og

leituðu þeirra mikið', en hestarnir

komu fram á Brú á Jökuldal á

sunnudagsmorgni.

Þeir félagar fóru úr Hvannalind-

mn að Tungnafellsjökli á fimmtu-

dag og var það lengsti áfangi leið-

arinnar. ÁJföstudag söknuðu þeir

svo þriggja hesta og leituðu þeirra

Skúli Skúlason, rit-

stjóri, 75 ára í dag.

Skúli Skúlason, ritstjóri, er 75

ára í dag. Skúli er fæddur í Odda

á Rangárvöllum 27. júlí 1890.

Hann varð stúdent 1910 og cand.

phil. í Kaupmannahöfn 1911.

Stundaði nám í náttúrufræði og

landafræði. Hann var blaðamaður

við Morgunblaðið og fsafold

Framhald á 3. síðu.

mikið, en í gærmorgun komu þeir

að Brú á Jökuldal. í morgun fóru

þeir svo áleiðis í Nauthaga og

áætla að koma þangað í kvöld, og

annað kvöld, þriðjudag, áætia

þeir svo að verða í Kerlingarfjöll-

um. Eins og fyrr hefur verið sagt

frá ætla þeir svo að fara norður

Kjöl og vestur fyrir norðan Lang-

jökul og koma niður að Kalmanns-

tungu, þaðan suður Kaldadal og

niður í Hvalfjörð.

EJ-Reykjavík, mánudag.

Selfoss kom hingað úm helg

ina og flutti m. a. 75 Moskvits-

bifreiðar. Blaðið hafði í dag

samband við Jón Guðjónsson

hjá Bifreiðum og landbúnaðar

vélum og sagðí hann, að þetta

væri síðasta sendingin af þess

um árgangi, sem kæmi hingað

til lands, og væri enn sama

verð á þeim. Þá sagði hann, að

nýja árgerðin, sem að útliti til

er frekar ólík eldri árgerðum,

kæmi hingað um miðjan ágúst

mánuð, en áður, eða 2. ágúst

kæmu sýningarbílar.

Myndin hér að ofan er tekin

af Selfossi og sjást bílarnir á

dekkinu.   —   Tímamynd^GE

BAUÐ TELPUM VIN 0G ATLOT

¦ VARÐ 6000 KR. FÁTÆKARI

JHM-Reykjavík, mánudag.

Fyrir nokkrum dögum siðan

kom eldri maður að máli við lög-

regluna hér í borg og kvartaði

undan því að frá sér hefði verið

stolið 2.000 krónum. Fimm dög-

um seinna hurfu 4.000 til viðbót-

ar, meðan hann hafði brugðið sér

út. Gamla manninn grunaði tvær

ungar stúlkur um verknaðinn, sem

síðan voru teknar til yfirheyrslu,

þar sem þær játuðu á sig þjófnað-

inn, en bættu við að sá gamU hefði

boðið þeim áfengi og síðan viljað

vera þeim góður.

Stúlkurnar, sem eru 14 og 16

ára, höfðu frétt af þessum manni

frá vinkonum sínum, og gengu á

hans fund til að fá lánaða hjá hon-

um peninga til að komast á ball.

Þær heímsóttu manninn, , sem

er á sjötugs aldri, og tók hann

þeim vel og bauð þeim upp á vín,

sem þær þáðu með beztu lyst. Nú

vildi karl vera blíður við þær, en

þær sneru sér undan öllu slíku.

Þeim tókst hins vegar að næla sér

í tvö þúsund krónur frá honum,

án , þess að hann . tæki eftir því.

Þegar þær fóru, gaf hann þeim

200 krónur, að þeifra eigin sögn.

Karlinn lét þær skrifa nöfn sín

niður,  sem  síðan  reyndust  vera

fölsk, en hann mundi hvernig þær

litu út.      ,

Fimm dögum seinna vildu litlu

stúlkurnar komast á ball og

ákvá'ðu að heimsækja manninn aft

ur. Þegar þær komu til hans, þá

var hann ekki heimá, jsvo að þær

skriðu inn um glugga og fundu

4000 krónur, sem þær tóku. Þeg-

ar maðurinn varð var við að pen-

ingarnir voru horfnir, lét hann lög

regluna vita, sem þegar kannað-

ist við lýsinguna á vinkonunum,

enda voru þær kunnugar hjá lög-

reglunni fyrir önnur mál.

Við yfirheyrslu játuðu þær á

sig verknaðinn, en sögðu um leið

frá því að karlinn hefði boðið

þeim vín og síðan viljað stíga í

væng við þær. Nú var hann kall-

aður fyrir og játaði að hafa bæði

gefið þeim vín og peninga, sem

þýðir það, að nú eru öll þrjú orð-

in brotleg við lögin. Mál stúlkn-

anna verður sent áfram til barna-

verndarnefndar, en gamli maður-

inn verður að svara fyrir dómi,

þar sem það er ekki leyfilegt að

gefa unglingum áfengi.

91

Fall er fararheilláá

EJ-Reykjavík, mánudag.

Fyrsta flugferðin á vegum hins

nýstofnaða félags Húnaflugs var

ekki með öUu áfallalaus, þar sem

flugvélinni hnekktist á í lendingu

Ari til USA

Ari  Brynjólfsson

BÞG-Reykjavík, mánudag.

Hinn þekkti íslenzki vísinda-

maður Ari Brynjólfsson, mag.

scient., sem um árabil hefur

starfað við kjarnorkustöðina f

Hrísey (Risö) í Danmörku er

nú farinn þaðan og tekur við

hærri stöðu í Bandaríkjunum.

Verður hann yfirmaður Army

Natick Laboratories nálægt

Boston, en það er stofnun

Bandaríkjahers, sem sér um

geislun matvæla, segir í skeyti

frá Aðils, fréttaritara Tímans i

Kaupmannahöfn.

Áður hefur ítarlega verið

skýrt frá starfi Ara hér í Tím-

anum, en þess má sérstaklega

geta, að í fyrra var hann um

tíma í Bandaríkjunum og sá þá

m. a. um smíði stærstu Ko-

Framhald á 3. síðu

á ReykjavíkurflugvelU, en þó ekki

alvarlega. Sagði Jón ísberg, for-

maður félagsins og aðalhvatamað-

ur að stofnun þess, að félagsmenn

teldu þetta sönnun þess, að „faU

er f ararhefll".

Húnaflug hefur enn ekki tekið

upp fast áætlunarflug, að því er

Jón tjáði blaðinu, en mun það lík

lega tekið upp um leið og öll nauð

synleg leyfi hafa fengizt. Á meðan

verður flogið þegar farþegar eru

fyrir hendi. Jón sagði, að Húnaflug

hefði þegar farið tvær ferðir. Fyrri

ferðin var á föstudaginn í síðustu

viku, en þá hnekktist vélinni á í

lendingu á Reykjavíkurflugvelli,

en hún skemmdist lítið. Síðara

flugið var sjúkraflug, sem farið

var á laugardaginn. Er flogið

frá flugvellinum að Akri, sem er

í um 12 km fjarlægð frá Blöndu-

ósi.

Flugsýn í Reykjavík sér Húna-

flugi fyrir flugvélakosti, a. m. k.

fyrst um sinn.

Svipuð selveiði i

Strandasýslu

EJ-Reykjavík, fimmtudag.

Guðbrandur Benediktsson, bóndí

á Broddanesi. var hér fyrir sunn

an á dðgunum og spjölluðum við

við hann um selveiðina þar um

slóðir. Sagði hann, að selveiðin

hafi verið svipuð og í fyrra, eða

um 100 selir veið'st, þótt veiði hafi

nú byrjað nokkuð seinna en í fyrra

Framhald á 3. síöo

SATTAFUNDUR

EJ-Reykjavík, mánudag.

Klukkan 14 í dag hófst sátta-

fundur í deilu farmanna og vinnu

veitenda og stóð hann enn, þegar

blaðið fór í prentun.

Sáttafundur hefur verið boðað-

ur í vinnudeilunni í Vestmanna-

eyjum klukkan 15 á morgun. Engir

sáttafundir hafa verið boðaðir í

vinnudeilum annarra félaga.

HERADSM0T

Snæfellsnes

Héraðsmót Framsóknarmanna

á Snæf ellsnesi verður haldið að

Breiðabliki, Miklaholtshreppi

laugardaginn 7. ágúst og hefst

kl. 21. Ræðumenn verða: Pró

fessor Ólafur Jóhannesson,

varaformaður     Framsóknar-

flokksins, og Ásgeir Bjarnason,

alÞingismaður. Jón Gunnlaugs

son, skemmtir, óperusöngvarinh

Erlingur Vigfússon syngur ein-

söng. Júnó og Eyþór leika fyr

ir dansi.

V-Skaftafellssýsla

Framsóknarmenn í V-Slkafta-

fells. halda héraðsmót sitt að

Kirkjubæjarklaustri laugard. 7.

ág. M. 21. Ræðu

maður verður

Björn Fr. Björns

son, alþm. Ást-

hildur Emils-

dóttir og Björg

Ingad. skemmta

með aðstoð Jóns

Sigurðss. Tóna

bi-æður leika fyr

ir dansi.

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16