Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 198. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982
Eg heilsa þér Is-
land, föðurland mitt
eftir Sigurjón
Sigurðsson
Fyrirhuguð er sýning á verkum
Alberts Thorvaldsens hér í
Reykjavík á Kjarvalsstöðum nú á
árinu 1982.
Albert Thorvaldsen er íslend-
ingur og hafði íslenska menningu
að leiðarljósi sínu í föðurgarði;
hann fæddist á Islandi árið 1770
eftir því sem ísl. heimildir benda
til og lést í Danmörku árið 1844.
Hann ólst upp á heimili foreldra
sinna í Kaupmannahöfn, hjá föður
sínum sem þar dvaldi um áraraðir
og  rak  þar  tréútskurðar-  og
myndhöggvaraverkstæði. Þar tók
Albert sín fyrstu spor á lista-
brautinni.
Albert Thoryaldsen var stoltur
af því að vera íslendingur og bera
íslenskt nafn, það sýnir skírnar-
fontur sá er hann hjó með eigin
hendi í Rómaborg árið 1827 og
ætlaði föðurlandi sínu íslandi í
ræktarskyni, eins og hann orðar
það. Á milli lína má lesa boðskap
hans, mitt nafn, mín þjóð, mitt
land — ísland. Verk mín, kórónu
lífs míns, mitt himnaríki, sendi ég
þér, mitt ástkæra land. Um afdrif
þessa drifhvíta marmaraskírnar-
fontar Alberts Thorvaldsens er
það að segja,  að  hann  er enn
Blac5buröarfólk
óskast!
Austurbær
Laugavegur neöri
Lindargata
Skólavöröustígur
Hverfisgata
63—120
Þingholtsstræti
Vesturbær
Tjarnarstígur
Kópavogur
Fagrabrekka
Uthverfi
Síöumúli
Drekavogur
Karfavogur
35408
Mafeift
Upplýsingar
í síma
ókominn til íslands, hann hefur
numið staðar með torkennilegum
hætti í Heilagsanda-kirkju í
Kaupmannahöfn, um stundarsak-
ir vonandi.
Myndhöggvarinn Albert Thor-
valdsen ætlaði Miklabæjarkirkju í
Skagafirði grip þennan (heimild
Jónas Hallgrímsson í Fjölni), enda
er Skagafjörður ættbyggð lista-
mannsins og fæðingarstaður hans,
sem skóp stórbrotin örlög hans,
allt frá Miðjarðarhafi að norður-
hveli jarðar.
Danir hafa ekki ennþá komið
því í verk, að senda gjöf þessa til
ættlands Alberts, þar sem skírn-
arfonturinn á heima, samkvæmt
eigin áletrun, ósk og gjöf lista-
mannsins sjálfs, þeim hlýtur þó að
vera áhugamál að bæta fyrir mis-
tök sín. Þetta listaverk er íslend-
ingum alveg sérstaklega hjart-
fólgið vegna þess, að það er stað-
festing á hinu íslenska nafni Al-
berts Thorvaldsens, meitlað með
eigin hendi listamannsins, til að
lýsa yfir á ótvíræðan hátt og taka
af allan vafa um uppruna hans og
lífsstíl, af hvaða bergi hann er
brotinn og af hvaða rótum hann er
runninn. Vegna þessa verður
dýrmæti gjafar hans aldrei metið
til fjár. Við íslendingar vitum
hvar frumsmíðin er niðurkomin,
þakkað sé Sigurði Ólasyni. Við
höfum nægar heimildir oggögn til
að krefjast hennar, enda gekk
listamaðurinn þannig frá henni,
að það er eiginlega alveg ómögu-
legt að óheiðarlegir menn geti
haldið henni nema um stundar-
sakir. Þetta ættu Danir og
forráðamenn Heilagsanda-kirkju í
Kaupmannahöfn að gera sér ljóst
vegna áletrunarinnar, sem á
skírnarfontinum er, það breytir
engu hér um þó eftirmynd af
gripnum hafi verið send hingað til
Reykjavíkur árið 1839 og sett upp
í Dómkirkjunni, áletrunin er það
greinileg á skírnarfontinum í
Heilagsandakirkju, frumsmíðinni,
að hún ber greinilega með sér
hverjum gripurinn var ætlaður og
hver er eigandi hans.
Sama er að segja um arfleiðslu-
skrá Alberts Thorvaldsens. Hún
er þannig fengin hjá Dönum, að
enginn maður með réttu ráði tek-
ur fullt mark á henni, enda er hún
að hálfu leyti danskur ránsfengur,
eins og með fleiri íslenska gripi.
Með þessari fyrirhuguðu list-
sýningu á verkum Alberts Thor-
valdsens á Kjarvalsstöðum fá
Danir enn eitt tækifæri til að skila
einhverju af ránsfeng sínum til
baka til íslensku þjóðarinnar.
Væri ekki tilvalið fyrir Dani að
byrja á að skila til dæmis skírn-
arfontinum úr Heilagsanda-
kirkju?
Sterk íslensk litaráhrif Gott-
skálks og Alberts sköpuðu smá
þjóðfélagsaðstöðu úr lífsbaráttu
þeirra feðga við höfnina þarna í
Kaupmannahöfn.       Tamning
Gottskálks á Albert á æskuárun-
um var mjög þýðingarmikil og
fylgdu handbrögð þau sem Gott-
skálk kenndi honum í bernsku Al-
bert alla ævi.
Starf Gottskálks myndhöggv-
ara, föður Alberts, hvarf og
gleymdist eftir langan og strang-
an starfsdag hans, eins og svo
margra annarra listamanna í ár-
anna rás á þessum tíma, en áður
en svo varð, hafði Gottskálk lengi
verið kóngur í ríki sínu á verk-
stæði sínu við hafið og gert mörg
fræg stafnlíkön, eða meðan kraft-
arnir leyfðu og hann gat beitt
listrænum hæfileikum sínum til
fulls, þar til elli og slit hinnar
miklu örlagasögu hans tóku af
honum völdin, en áður en svo varð
hafði Albert, sonur hans, tekið við
merkinu af föður sínum. Vonandi
fáum við að sjá ávöxt þess á kom-
andi listsýningu hér á Kjarvals-
stöðum í verkum Alberts
Thorvaldsens.
Menningarþættir íslensku þjóð-
arinnar hafa legið vítt og breitt
um Evrópu, enda er menning
okkar nátengd Evrópuþjóðunum
og menningu þeirra.
Okkar norræna menningar-
munstur er ofið í asískum, ger-
mönskum, keltneskum, rómversk-
um stíl, vængjað og fléttað saman
úr baráttusögu lands okkar og
þjóðar. Verk Alberts Thorvald-
sens eru dreifð um alla Evrópu,
eins og sólir og tungl um himin-
hvolfið.
Huginn og Muninn fljúga um
heim allan, Glaður og Gyllir
standa vörð við dyrnar í safni
hans. Urð og Verðandi koma til
hvers barns, sem borið er, að
skapa aldur þess. Sjá, allt þetta
hefur borið ríkulegan ávöxt í lífi
og starfi íslensku þjóðarinnar vítt
og breitt um heiminn.
Nú þegar þessi sýning á verkum
Alberts Thorvaldsens stendur
fyrir dyrum hér á Kjarvalsstöð-
um, vil ég biðja allra náðarsam-
legast alla fjöímiðla á íslandi að
gæta þess, að ekki gangi á þrykk
gælunafn Dana á Albert Thor-
valdsen, heldur verði hann í ísl.
sýningarskrám og öllum blöðum,
sjónvarpi og útvarpi, nefndur sínu
rétta íslenska nafni, Albert
Thorvaldsen.
Því leitt er til þess að vita, að
þjóð hans skuli ekki ætíð geta haft
nafn hans rétt, samkvæmt skírn-
arsáttmála þeim, sem hann sendi
þjóð sinni að gjöf árið 1827, með
ákveðinni áletrun og fyrirmælum.
Sigurjón Sigurðsson
7970-3079
Aths.:
Vegna mistaka hefur birting
þessarar greinar dregizt úr
hófi, en eins og fram kemur,
var hún skrifuð áður en sýning
á verkum Thorvaldsens var
opnuð. Er beðizt velvirðingar á
þessu.
raðauglýsingar  —  raðauglýsingar  —  raðauglýsingar
tilkynningar
]
Frá Öskjuhlíðarskóla
Dvalarheimili óskast fyrir unglinga utan af
landi, skólaveturinn 1982—1983.
Upplýsingar í símum 17776 eöa 23040.
Fríkirkjusöfnuöurinn
í Reykjavík
auglýsir safnaöarfund strax aö lokinni messu
sunnudaginn 12. sept.
Oagskrá:
Væntanleg prestskosning.
Kosning kjörstjórnar.
Safnaðarstjórn.
Badminton
íþróttahús Fellaskóla
Nokkrir tímar lausir á þriðjudögum, fimmtu-
dögum og sunnudögum. Uppl. í síma 72359
kl. 18.30—21 næstu kvöld.
íþróttafélagið Leiknir.
Njarðvíkingar
Innritun í Tónlistarskóla Njarövíkur fer fram í
skólanum í dag, fimmtudag 9. sept., og á
morgun, föstudaginn 10. sept., frá kl. 13—18
báöa dagana.
Skólastjóri.
nauóungaruppboö
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavik, Gjaldheimtunnar í Reykjavík,
skiptaréttar Reykjavíkur, ymissa lögmanna, banka, stotnana og Vöku
hf., fer fram opinbert uppboö á bifrelöum, vinnuvélum o.fl. aö Smiös-
höfða t, (Vöku hf.) fimmtudaginn 9. september kl. 18.00.
Seldar verða væntanlega eftirtaldar bifreiöar:
R-12442, R-14921, R-22163, R-24378, R-24394, R-26771, R-28902,
R-31246, R-34126, R-35258, R-50562, R-56231, R-56734, R-59046,
R-59267,, R-63070, R-68109, R-70137, R-72449, R-72556, R-73250,
A-6263, G-15898, S-1688, Y-6761, Y-10322, X-4171, X-4927,
0-6549,0-7151, G-11515.
Ettir kröfu Vöku hf.: R-19240, R-23416, R-28840, R-23416, R-28840,
R-54172, R-56734, R-59046, R-64613, R-65681, R-69161, R-70004,
R-70137, R-70901, A-3973, E-2097, E-2449, G-1281, G-4435,
G-4613, G-15656, K-986, Y-2874, Y-4002, Y-9176, X-1395, X-2246,
X-3719, Ö-4666.
Auk pess verða væntanlega seldar fleiri bifreiöar og vinnuvélar.
Avisanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með sampykki upp-
boðshaldara eða gjaldkera.
Greiösla við hamarshögg.
Uppboöshaldarlnn i Reykjavik.
Hvöt,
félag sjálfstæðiskvenna
I tilefni af 45 ára afmæli Hvatar kemur út afmælisrit fólagsins í lok
október. Söfnun afmælisáskrifta stendur nú yfir.
t>eir sem hafa áhuga á þvi að gerast áskrifendur vinsamlega hafi
samband i sima 82900 og 82779.                     Stjórnin.
Akurnesingar
Fundur um bæjarmálefni veröur haldinn í Sjálfstæðishúslnu, sunnu-
daginn 12. september, kl. 10.30.
Aformað er aö slíkir fundir verðl haldnir annan og fjóröa hvern
sunnudag hvers mánaðar á sama líma á komandi vetri. Bæjarfulltrúar
Sjalfstæöisflokksins munu koma á þessa fundi. Allt sjálfstæöisfólk er
hvatt til þess aö koma á tundina og fá sér morgunkaffi.
Sjálfstæölsfélögin Akranesi.
Fulltrúaráö sjálfstæöisfélganna í Reykjavík:
Kosning kjörnefndar
Fulltrúaráösmeðlimlr eru mlnntir á kjörnefndarkosningu Fulltrúaráðs-
ins vegna skipunar á framboðslista Sjálfstæðisflokksins viö næstu
alþingiskosningar.
Koaningu týkur kl. 19.00 Hmmtudaglnn 9. aaptambar og skulu tull-
trúar skila atkvæðaseðli sinum paraónulaga (samkvæmt ákvæöi i
reglugerð um kjörnefndarkosningu) í innsiglaðan kjörkassa á skrifstofu
Fulltrúaráösins i Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Skrifstofa Fulltrúaráösins er opln á venjulegum skrifstofutíma.
Opið veröur til kl. 19.00 fimmtudaglnn 19. september
Hamli veikindi fulltnjaráösmanni aö skila atkvæðaseðli sínum, per-
sonulega, er trúnaöarmanni kosningastjórnar heimllt aö sjá um aö
seöillinn veröi sóttur tll viðkomandl. Ber fulltruum f slíku tllviki aö hafa
samband viö skrifstofu Fulltrúaráðsins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, simi
82963 og 82900.                       stjorn Fulltrúaráosins
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48