Morgunblaðið - 12.09.1982, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
39
Áhöfn R/ V Shakwe árið 1980. Joseph, sem nefndur er í viðtalinu, er lengst til vinstri.
Að fengnum góðum afla á Malindi-banka. Mest sardínur og rækja.
Trollið komið í sjóinn í fyrsta róðri, 3—4 mílur út af Malindi.
Bátar innfæddra á Viktoríuvatni. Þeir stunda eingöngu netaveiði og nota mjög stórriðin net,
12—14 tommu.
nú einmitt hugmyndin með
þessu."
Fiskurinn ellidauður
í vötnunum
„Hin litla fiskveiði við austur-
strönd Kenya stafar ekki hvað síst
af því, hve landgrunnið er lítið.
Það snardýpkar strax fyrir utan
kóralrifin. Síðan bætast við mjög
sterkir straumar, sem fara upp í
allt að 5% mílu þegar mest er, en
hálft árið blæs sterkur monsún-
vindur frá suðaustri.
Það, sem var erfiðast við þetta
allt, var að útvega varahluti í bát-
inn. Það er óskaplega seinlegt að
koma hlutum í gegnum kerfið. Við
heyrðum fyrst undir ráðuneyti
sem fjallar um málaflokkinn
ferðamál og villt dýr (Tourism
and Wildlife), en síðar um skeið
undir umhverfisrannsóknaráðu-
neytið, en loks vorum við aftur
sett undir ferðamálaráðuneytið.
Rikisstjórn Kenya átti bátinn
og sá um að reka hann, að öðru
leyti en því að Þróunarsamvinnu-
stofnunin borgaði mín laun og
veiðarfærakostnað auk smáupp-
hæða til að standa straum af
minniháttar viðgerðum.
Á meðan ég dvaldi í Mombasa
fór ég tvívegis upp að Viktoríu-
vatni til að leiðbeina þar. Það var
á ýmsan hátt skemmtilegra en við
ströndina, því í vatninu er veru-
lega mikill fiskur og mikið hægt
að gera. Ég mun mæla með því við
ráðherra hér heima, að aðstoð
okkar verði beint þangað upp eftir
í auknum mæli ef um áframhald-
andi aðstoð verður að ræða. Það er
hræðilegt til þess að vita að á
sama tíma og geysilegur skortur
er á eggjahvíturíkri fæðu í þessum
heimshluta verður fiskur ellidauð-
ur í stórum stíl, bæði í Viktoríu-
vatni og Turkana-vatni. Þetta er
fyrst og fremst vegna lélegs út-
búnaðar fiskimannanna. Þeir eru
að veiðum á litlum seglbátum,
með léleg net. Engar togveiðar eru
stundaðar.
Annað vandamál er svo við
sjávarsíðuna, en það er að stund-
um er logn kannski allan daginn,
svo seglbátarnir sem þar hafa ver-
ið að veiðum, komast ekki að landi
með aflann í tæka tíð og verða að
fleygja honum, enda hitinn oft um
40 gráður og sólin beint í hvirfil-
i inn.“
Aflinn tífaldaðist
„Á Viktoriuvatni gerðum við til-
raunir með togveiðar, bæði á ein-
um bát og tveimur, og gáfu þær
góða raun. Þeir voru eitthvað
byrjaðir sjálfir að prófa þetta þeg-
ar ég kom þangað, en það gekk
ómögulega, trollið var allt í vit-
leysu og rangt tengt í hlerana og
án „grandara".
í vatninu lifir stór ránfiskur,
sem heitir Mbuta á máli þarlendra
en er kallaður Nile Perch á ensku.
Þennan fisk er auðvelt að veiða í
troll' og það er reyndar orðið að-
kallandi að margra áliti, því hann
er að éta upp aðra fiskistofna í
vatninu. Þessi fiskur lifir í allt að
því 25 ár og getur orðið 200 kíló á
þyngd. Meðallengd er 80—90
sentimetrar. Nú er árlega veidd
um 31 þús. tonn af ýmsum fiski í
Viktoríuvatni og telst það tæplega
60% af heildarafla landsmanna.
Þessar veiðar mætti auka stór-
lega. Eftir fyrstu breytingarnar,
sem ég gerði á trollunum sem þeir
voru að prófa þar, fjórfaldaðist
aflinn og eftir frekari endurbætur
tífaldaðist hann. Tilraunirnar
með tveggja báta troll skiluðu
góðum árangri, en við urðum að
hætta þegar við urðum uppi-
skroppa með olíu. Á þessum slóð-
um vantar núna bráðlega skip-
stjóra á nýjan bát, sem sendur
verður þangað af stjórninni."
„Hef kunnað betur við
Kenya en ísiand“
En hvernig er að búa á svo fjar-
lægum stað. Ég spurði Helenu
Líndal, dóttur Baldvins, um það.
Hún er nú að hefja nám í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
„Já, bæði ég og bróðir minn,
Gísli Rúnar, erum að byrja núna í
MH og okkur líst mjög vel á þetta.
Þetta er svolítið erfitt með ís-
lenskuna, við erum búin að vera í
skólum úti í sex ár, en þar hefur
kennslan farið fram á ensku, bæði
í Yemen og í Kenya. En þótt við
séum töluvert á eftir í íslensku,
erum við á hinn bóginn búin neð
nám í ensku og eðlisfræði og
hálfnuð með þýskuna, svo þetta
ætti að ganga ágætlega.
Mig hefur aldrei langað heim,
þegar við höfum verið úti, og
reyndar alltaf kunnað betur við
Kenya en Island, en þess er nú
kannski rétt að geta í því sam-
bandi, að síðustu fjögur árin höf-
um við aðeins verð einn mánuð
hér á landi.
Mér finnst að það gæti nokkurr-
ar þröngsýni hjá vinkonum mín-
um, þegar ég segi þeim frá Kenya.
Þeim líst ekkert á þetta fjarlæga
land með ljónum og hvers kyns
villidýrum. Það er allt í lagi að
hafa ekki áhuga á að búa erlendis,
en það er varasamt að vera að tala
mikið um eitthvað sem maður
þekkir ekki. Það er helst slíkt tal
sem fer dálítið í taugarnar á mér.
Það hefur auðvitað haft mikil
áhrif á mig að búa á þessum stöð-
um. Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á dýrum og við jafnan átt
mikið af þeim og ég gæti hugsað
mér að læra dýralækningar, en
það er þó ekkert ákveðið. Ég hef
gaman af að ferðast og áhuga á að
kynnast sem flestu og ekki endi-
lega búa alltaf á sama stað. En ég
skrifast alltaf á við bestu vinkon-
ur mínar hér heima."
Rimlar fyrir gluggunum
„Við erum öll búin að upplifa
margt,“ bætir Baldvin við,“ og bú-
in að lenda í ýmsu. Það er mikið
um glæpi í Kenya og þannig var
jafnvirði 30 þús. króna stolið frá
okkur um daginn og skömmu síðar
var stolið fötum úr bílnum okkar.
Við vorum alltaf með tvo varð-
hunda, Úlf og Kát, og rimla fyrir
gluggunum á húsinu. Það var líka
alveg rafmagnað andrúmsloft,
þegar uppreisnin var gerð núna í
byrjun ágúst, en hún var strax
bæld niður af hörku, sem kunnugt
er. Sunnudaginn 2. ágúst voru all-
ir skotnir í Nairobi sem ekki voru
með skilríki á sér. Einn úr áhöfn
minni bjargaði lífi annars manns
með því að lána honum hafnar-
passann sinn.
Þetta gekk allt stórslysalaust
hjá mér. Einu sinni urðum við
fyrir vélarbilun úti á sjó og við
vorum að berjast við að koma
henni i gang aftur í 24 tima og það
tókst loks, þegar við áttum eftir
skammt að kóralrifinu, fimm míl-
ur norður af Mombasa, og við
komumst á lítilli ferð inn í höfn-
ina.
Annað sinn vildi það til að það
kviknaði í niðri í vél á meðan við
vorum með trollið úti, á Malindi-
banka. Okkur tókst fljótt að
slökkva en það urðu töluverðar
skemmdir og við urðum að sigla á
hálfri ferð til Mombasa.
Eitt síðasta verkefni mitt áður
en ég hélt heimleiðis var að draga
á flot strandaðan hafrannsókna-
bát og það er til marks um þá
sterku strauma sem þarna eru, að
við vorum 6 eða 7 tíma á leið norð-
ur að strandstaðnum, en 21 tíma
til baka, eftir þriggja daga stíma-
brak við björgunaraðgerðirnar.
Við fórum annars að jafnaði 34
túra á ári, frá einum degi og upp í
viku, átta daga túra. En það var
aldrei hægt að byrja að veiða í
þessum lengri túrum, fyrr en síð-
ustu dagana og stíma svo yfir nótt
til Mombasa, því frystigræjurnar í
iestinni voru aldrei í lagi.“
Kannski næst til Mauritius
„Fólkið í Kenya er mjög gott og
allir áhafnarmeðlimirnir urðu
heimilisvinir okkar. I öðrum lönd-
um eru menn oft fjandsamlegir í
garð yfirboðara sinna, sérstaklega
ef þeir eru reknir úr vinnu eða
eitthvað slíkt. í Yemen var klagað
í forsetann fyrir að ég væri að
klára allan fiskinn i Rauðahafinu,
eins skynsamlegt og það er.
Það eru talaðar 23 mállýskur í
Kenya, en fólk sameinast um
ensku annars vegar og Ki-Swahili
hins vegar.
Fiskurinn á þessum slóðum er
mjög góður til matar og ekki síður
rækjan og humarinn. Aðrar teg-
undir sem við borðuðum voru t.d.
Barracuda, King Fish, lúða og
Rock Cod, sem er svipaður okkar
þorski. Þá var líka mikið um Sard-
inellu, sem er lík smásíldinni á
Akureyrarpolli. Nautakjöt er
mjög ódýrt ennþá, en innfluttar
vörur allar mjög dýrar.
Það er dýrmæt reynsla að hafa
búið á slíkum stað og kynnst þessu
fólki sem um svo margt er ólíkt
okkur, og getað orðið því að liði.
Það er leitt til þess að vita, að nú
er ekki alveg ljóst hvort um fram-
hald verður að ræða á þessari að-
stoð og sérlega illt þykir mér, að
þeir efnilegustu af nemendum
mínum þarna suður frá hafa enn
ekki getað fengið að koma hingað
og fara á sjó og síðan í
Stýrimannaskólann, eða Vélskól-
ann. Slíkt væri mikils virði fyrir
þessa fjarlægu þjóð. Að minnsta
kosti einn þessara nemenda minna
er þannig tilbúinn til að greiða
fargjaldið sitt sjálfur, fái hann
leyfi tl að koma og læra hér og
vinna um skeið, sá heitir Joseph
Mwanthi.
Hvað tekur nú við hjá mér, er
ekki alveg ljóst. Ég er enn á laun-
um frá Þróunarstofnun og á eftir
töluvert sumarfrí. Rætt hefur ver-
ið um að fara til eyjarinnar Maur-
itius til starfa og er ég því hlynnt-
ur að við beinum aðstoð okkar að
litlum ríkjum, þar sem hún er bet-
ur metin en þar sem stór og rík
lönd eru líka með hjálparstarf-
semi. Staðreyndin er sú að hálp í
smáum stíl skilar oft betri árangri
en aðstoð stóru stofnananna."
SIB