Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 201. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
71
Myndin er tckin af hjónunum Árna Samúelssyni og Guðnýju Áberg Björnsdóttur í stóra salnum í Bíóhöllinni.
Travolta kemur ekki en
aðrar stjörnur seinna
— „Reksturinn hefur gengiö vel," sagöi Árni
Samúelsson eigandi Bíóhallarinnar
„Þetta hefur gengið vel, enda
hefur aðsóknin verið góð og í sam-
ræmi við þær vonir sem við gerð-
um okkur þegar við fórum af stað
með bíóið," sagði Árni Samúels-
son, eigandi Bíóhallarinnar í
Breiðholti, en nú eru liðnir rúm-
lega sex mánuðir frá því bíóið var
formlega tekið í notkun, 2. mars
sl. Að sögn Árna verða nú á næst-
unni teknir í notkun tveir nýir
sýningarsalir, sem taka 18 manns
í sæti hvor, og verða því sýn-
ingarsalirnir alls sex og taka 1.040
manns í sæti alls. Þá verður og í
samræmi við fyrri ráðagerðir sett
upp myndbandaleiga í anddyri
Bíóhallarinnar fljótlega.
Mörgum er eflaust enn í fersku
minni, að til stóð að leikarinn
heimskunni, John Travolta, myndi
koma til landsins og verða við-
staddur frumsýningu myndarinn-
ar „Hvellurinn" (Blow Out) og í
því sambandi átti Árni m.a. við-
ræður    við    „stórstirnið"    sjálft.
Ekkert hefur bólað á Travolta og
sýningar á „Hvellinum" eru þegar
hafnar. Þótti því ekki úr vegi að
inna Arna eftir því hverju liði.
„Jú, það stóð til að hann kæmi.
Ég fékk frá honum skeyti þar sem
hann kvaðst önnum kafinn við
sviðs- og kvikmyndaleik og sæi sér
því ekki fært að koma á þeim tíma
sem ég ráðgerði að frumsýna
myndina, en hann kvaðst geta
komið í haust. Ég átti ekki kost á
að bíða með sýningu myndarinnar
til haustsins, svo ég frestaði þessu
að sinni. Það er þó öruggt, að
hingað koma frægir kvikmynda-
leikarar á vegum bíósins til þess
að verða við frumsýningu mynda,
en hverjir það verða get ég ekkert
sagt um að svo stöddu."
Þá var Árni beðinn að segja álit
sitt á myndbandaþróuninni hér á
landi og þá í því sambandi inntur
eftir því hvort hún hefði ekki haft
áhrif á rekstur Bíóhallarinnar.
„Myndbandaþróunin   hefur   jú
komið niður á öllum kvikmynda-
húsunum. Leiðinlegast við þessa
þróun er sú staðreynd, að flest
þeirra fyrirtækja sem með
myndböndin sýsla, reka starfsemi
sína kolólöglega. Ég held að um 80
prósent af því efni sem mynd-
bandaleigurnar eru með, sé ólög-
legt. Við erum trekk í trekk að
stöðva sýningu mynda í kapalkerf-
um, sem bíóið hefur rétt á, en á
eftir að sýna. Það virðist sem að-
standendur þessara kapalkerfa
fari á myndbandaleigur, leigi þar
myndir og sýni þær síðan ólöglega
opinberlega, þrátt fyrir yfirlýs-
ingar þess efnis að starfsemi
þeirra sé rekin löglega.
Það er raunar furðulegt að þetta
skuli látið viðgangast hér á landi
og ætti fyrir löngu að vera búið að
grípa í taumana. Víða erlendis er
farið að taka mjög strangt á
lögbrotum á þessu sviði og í Sví-
þjóð til dæmis geta þau varðað
fangelsisvist og háum sektum."
Guðmundur á vinnustaðafundi Alþýðubandalagsins
Nokkuð befur verifl rætt um það manna á meðal og I fjölmiðlum, hvað lítið hefur heyrat til Guðmundar J. Guðmundssonar
eftir margumtalaðar efnahagsradstafanir ríkisstjórnarinnar i síðasta mánuði og hafa sumir getum að því leitt, að hann hafi
verið mönnum týndur. Annað hefur komið á daginn enda ku Guðmundur hafa staðið fyrir vinnustaðafundum að undanförnu
og viljað ræða efnahagsúrræði kollega sinna. Ja, allténd rakst Ijósmyndari Morgunblaðsins á hann á einum slíkum nú fyrir
skömmu.
Á FORNUM
VEGI
Flugleidir:
Silli með nafnið
á bókanakerfið,
— en nú vantar nöfn á farskjótana
Hjónin Samúel Gústafsson og María Maríusdóttir að leggja upp í belgarferð til
London, en það var einmitt vinningurinn sem Silli fékk fyrir að eiga bestu
tillöguna um nafn i bókanakerfi Flugleiða í nafnasamkeppni sem haldin var ekki
alls fyrir löngu.
Flugleiðamenn hafa nú farið af stað
með samkeppni meðal starfsmanna
sinna og almennings i landinu til þess
að fínna upp á nafni á farskjóta félags-
ms, en þeir hafa verið nafnlausir frá
því Flugfélag íslands og Loftieiðir
lögðust í eina sæng saman og Flugleið-
ir voru stofnaðar. Sérstök dómnefnd
mun velja úr tillögum um besta nafnið
eða nafnaröð, en sá er á bestu tillög-
una hlýtur að launum ferð fynr tvo til
Puerto Rico, gullpenna félagsins og
sérstakt heiðursskjal.
Eitthvað virðast Flugleiðamenn
hafa verið andlausir í nafngiftum
frá því er félagið var stofnað, en
þetta er önnur nafnasamkeppnin
sem þeir efna til á árinu. Ekki alls
fyrir löngu efndi félagið til sam-
keppni, meðal starfsmanna sinna,
þar sem þeir voru beðnir um tillögur
um nafn á tölvubókanakerfi, sem nú
er verið að taka að fullu í notkun.
Um 100 tillögur bárust frá starfs-
mönnum hér heima og heiman og
mátti líta ýmis nöfn eins og t.d. Sim-
on, Smart, Icepacks, Gabriel 11 og
fleira.
Sérstök dómnefnd komst að þeirri
niðurstöðu að Samúel Gústafsson
(Silli), afgreiðslumaður á fsafjarðar-
flugvelli hafi átt bestu tillöguna,
sem var nafnið Alex. Það sem dóm-
nefndin lagði m.a. til grundvallar í
vaii sínu var, að nafnið minnir á
einn af frumkvöðlum flugsins, Alex-
ander Jóhannesson, en hann var
fyrsti framkvæmdastjóri Flugfélags
tslands. Þá hljómar Alex ekki ólíkt
og nöfnin á afsláttarfargjöldum fé-
lagsins, Apex og Tex. Tölvukerfið
Alex er nú víða komið í notkun hér
innanlands og stefnt er að því að það
leysi gamla kerfið, Gabrieí, alveg af
hólmi á næstunni.
Karólína við eitt verka sinna i raðstefnunni.
Verkalýósleiðtogar skoða
verk Karólínu Lárusdóttur
— Veröur með sýningu á
í bænum Bishop's Stortford í Bret-
landi var haldin riðstefna ekki alls
fyrir longu, þar sem nokkrir meðlimir
Verkamannaflokksins og verkalýðs-
leiðtogar komu saman til skrafs og
riðagerða. Þetta þykir kannski ekki f
frisögur færandi, en það sem meira
var um vert, var, að verkalýðsleiðtog-
inn Clive Jenkins fékk íslensku mynd-
listarkonuna Karólfnu Lárusdóttur til
þess að skreyta riðstefnusalina með
vatnslitamyndum sínum, en hann i
nokkur olíumilverk eftir hana. Þi kom
Karólína nú fyrir skömmu fram i ein-
um vinsælasta umræðuþætti BBC-sjón-
Kjarvalsstöðum í október
varpsstöðvarinnar, „Friday Night, Sat-
urday Morning", og ræddi þar m.a. um
verk sín.
í október ætlar Karólína að halda
sína fyrstu einkasýningu hér á landi
á Kjarvalsstöðum og má búast við að
þar verði um 80 verk, aðallega
vatnslita- og olíumálverk.
Eftir að Karólína lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík, fór hún til náms í Ruskin-
listaakademíunni í Oxford. Karólína
hefur vorið búsett í Stortford undan-
farin ár.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80