Morgunblaðið - 18.09.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.09.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1982 35 Minning: Kristín Ingunn Pétursdóttir Fædd 12. október 1895 Dáin 11. september 1982 Föðursystir mín Kristín Ingunn Pétursdóttir, eins og hún hét fullu nafni, andaðist að heimili sínu í Stigahlíð 26, laugardaginn 11. september sl. og vantaði þá mánuð og dag upp á 87. aldursárið, en hún fæddist að Löngumýri í Skagafirði þann 12. október 1895. Barn að aldri fluttist hún með foreldrum sínum og systkinum að Stóra-Vatnsskarði og þar átti hún eftir að búa og starfa að mestu leyti alla ævi. ~ Kristín var yngst 6 systkina sem upp komust. Hálfsystkinin Guðjón Bjarna- son — Minning Að kvöldi 8. þ.m. lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, gamall maður austan úr Árnessýslu, Guðjón Bjarnason, kenndur við Hruna. Þar sem við systkinin áttum því láni að fagna að alast upp með þessum heið- ursmanni, viljum við nú minnast hans með nokkrum orðum. Guðjón fæddist að Vatnsleysu í Biskupstungum fyrir tæpri öld eða 2. júní 1889 og var því 93ja ára þegar hann lést. Foreldrar Guð- jóns voru Steinunn Jónsdóttir frá Drumboddsstöðum og Bjarni Run- ólfsson frá Miðhúsum. Tvö systk- ini átti Guðjón, Tómas og Krist- ínu, sem bæði eru látin, auk þeirra eina uppeldissystur, Guðrúnu Sig- urðardóttur; sem búsett er í Reykjavík. I Tungunum ólst hann upp hjá foreldrum sínum, en flutt- ist 1911 austur yfir Hvítá, í Hrunamannahrepp. Þegar Guðjón kom í Hreppinn réðst hann í vinnumennsku til Guðmundar stórbónda í Skipholti. Virðist honum hafa líkað vel í þessari vist og var oft létt yfir honum þegar hann minntist þess- ara daga sinna í Skipholti, en hon- um var einkar lagið að segja vel og skilmerkilega frá. Minntist hann þess t.d. þegar Guðmundur í Skipholti, einhvern tímann seint um haust í byrjun fyrrastríðs, sendi Guðjón vinnumann sinn af stað með nesti og nýja skó til þess að leita hrossa, sem tapast höfðu. Var vinnumanni sagt að hann skyldi vera svo lengi í burtu sem hann þyrfti, en koma ekki heim aftur, eins og segir í ævintýrinu, nema með hrossin öll. Er nú ekki að orðlengja það, að Guðjón geng- ur sem leið liggur niður Árnes- sýslu og yfir í Rangárþing, alla leið austur að Rauðafelli undir Eyjafjöllum, og finnur á þessari leið sinni og til baka, hrossin öll. Segir sagan að bóndinn í Skipholti hafi orðið léttbrýnn þegar hann hafi litið í suðurátt og séð hvar vinnumaður sinn kom með hrossa- hóp á undan sér eftir viku ferða- lag. Þessi saga er látin fylgja hér Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. með því að okkur finnst hún lýsa tveimur eiginleikum Guðjóns vel, samviskusemi og þrautseigjunni. Frostaveturinn mikla 1918 er Guðjón vinnumaður á Grafar- bakka en byrjar fljótlega eftir það búskap í Jötu í félagi við Stein- unni móður sína. í Jötu bjó Guð- jón í 12 ár en flutti þá að Hruna þar sem hann átti heima til ævi- loka. Síðustu 6 árin dvaldi hann á Grund eða Hælinu eins og hann orðaði það af sinni sérstæðu kímni Viljum við færa öllum sem önnuðust hann þar sérstakar þakkir. Guðjón var félagslyndur og tók virkan þátt í málefnum hreppsins. Sat m.a. í hreppsnefnd og var lengi fulltrúi í Sláturfélagi Suður- lands fyrir sveit sína. Áhugamál Guðjóns voru mörg, en án efa má segja að fjallaferðir og hestamennska hafi borið hæst, enda átti hann alltaf góða hesta og tamdi bæði fyrir sig og aðra. Eitt var áberandi í fari Guðjóns en það var hversu gott minni hann hafði og voru frásagnarhæfileikar hans sérstæðir. Ögleymanlegar eru okkur systkinunum þær kvöld- stundir þegar Guðjón sat á rúm- stokknum hjá okkur og ýmist sagði okkur sögur eða las úr bók og urðu þá Þjóðsögur Jóns Árna- sonar býsna oft fyrir valinu. Ekki þótti Guðjóni það tiltökumál þó hann yrði að lesa sömu söguna aftur og aftur, heldur kímdi gjarnan út í annað og hélt áfram. Eftirtektarvert var hversu Guð- jón hélt minni sínu og andlegri reisn fram á síðasta dag og fylgd- ist vel með öllu sem gerðist í heimabyggð sinni. Og sérstök var umhyggja hans og áhugi á velferð barnanna okkar. Að lokum viljum við þakka Guð- jóni samfylgdina og munum við ætíð minnast hans sem afa í fjöl- skyldunni. Hvíli hann í friði. Systkinin Hnina „íslenzka ríkið44 í 2. útgáfu AB frá fyrra hjónabandi ömmu minn- ar og afa, þeirra Guðrúnar Þor- valdsdóttur og Árna Jónssonar, voru Ingibjörg, Jón, faðir minn, og Árni, en alsystkinin frá síðara hjónabandi ömmu og Péturs Gunnarssonar, sem hún giftist eftir lát Árna, voru Benedikt, Þorvaldur og svo Kristín, og eru þau nú öll látin. Vatnsskarðsheim- ilinu helgaði Kristín mestan hluta starfsævi sinnar, sem var bæði löng og afkastamikil. Hún var hamhleypa til vinnu og verklagin, sérstaklega við umhirðu dýra. Sveitakonur hér á landi hafa alltaf þurft að sinna hinum fjöl- breyttustu störfum, t.d. sá Kristín að miklu leyti um rafmagnsstöð- ina, meðan hún var enn í bæjar- læknum. Ég man reyndar varla eftir henni öðruvísi en við vinnu og langur var vinnudagurinn, en samt hafði hún alltaf tíma. Þegar Kristín fór að reskjast nokkuð breytti hún til um hagi sína og fór að búa meir og meir með Ingibjörgu systur sinni og fósturdóttur hennar, Guðrúnu Þorvaldsdóttur, í Reykjavík, en ávallt fóru þær norður að Vatnsskarði á sumrin, og reyndar hvenær sem færi gafst. Eftir að Kristín veiktist hastarlega fyrir rúmum tveim árum og þar til yfir lauk, annaðist Guðrún hana af einstakri alúð, eins og reyndar Ingibjörgu áður, og verður henni það aldrei fullþakkað. Ekki ætla ég að fara nánar út í lífshlaup Kristínar í þessum kveðjuorðum, aðeins lýsa henni lítillega eins og hún kom mér fyrir sjónir. Ég hefi áður nefnt dugnað hennar og elju- semi, en samfara því var einkar ljúf lund sem best kom fram í því hve börn löðuðust fyrirhafnar- laust og náttúrulega að henni. Hún gat stundum virst þurr á manninn, en ekki risti það djúpt. Hún hafði til að bera ágæta kímnigáfu og kostulegan frásagn- armáta, sem hún flíkaði þó lítið, en ef maður kom henni af stað var unun að heyra hana segja frá. Ég held hún hafi verið mjög greind, harðger var hún og þoldi ekki víl eða vol. Hún var ekki fríð í venju- legum skilningi þess orðs, en það ljómaði af henni lífsþróttur og innra jafnvægi. Hún verður jörðuð að Víðimýri í dag, laugardag 18. september, og fylgja henni eingöngu góðar minn- ingar- og saknaðarkveðjur. Árni Jónsson ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér „íslenska ríkið“ eftir Hjálm- ar W. llannesson i 2. útgáfu og er hún allmikið breytt frá fyrstu útgáfu ritsins. íslenska rikið er samin sem kennslubók fyrir framhaldsskóla og er stuttorð lýsing á formlegri skipan íslenska ríkisins eins og hún er, „en ekki eins og hún ætti að vera samkvæmt mismundandi hugmyndakerfum," eins og segir í formála ritsins. Bókin hefur verið notuð við kennslu í þjóðfélags- fræðum í mörgum framhaldsskól- um landsins og er einnig þægileg til notkunar hverjum þeim sem fræðast vilja kennaralaust um skipan þjóðfélagsins. Taflfélag Seltjarnar- ness efnir til afmælis- móts félagsins Vetrarstarfsemi Taflfélags Seltjarnarness er hafin, að því er frá er skýrt í fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu hefur borizt, en félagið verður 5 ára síðar á þessu ári. Er ætlunin að halda upp á afmælið með skákmóti 25 stigahæstu félag- anna og verða veitt 5 peninga- verðlaun. I vetur verða æfingar fyrir fullorðna á fimmtudögum frá klukkan 20 til 23, æfingar fyrir unglinga eru á laugar- dögum frá klukkan 13 til 15 og fyrir 14 ára og yngri. Leiðbein- andi er Gylfi Gylfason. Hin árlega firmakeppni félagsins hófst þriðjudaginn 14. sept- ember. Breytingarnar sem gerðar hafa verið í þessari annarri útgáfu rits- ins eru allmiklar, nokkur atriði felld brott, en þó einkum nýjum upplýsingum bætt við. Margar myndir eru í ritinu. Það er 94 bls._ að stærð og unnið í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar. Leiðbeindi jass- balletkennurum í Kaupmannahöfn SÓLEY Jóhannsdóttir jassballett- kennari er nýkomin heim frá Kaup- mannahöfn, þar sem hún ásamt danskennurum frá Miinchen og New York leiðbeindi á stóru nám- skeiði fyrir jassballettkennara. Voru þátttakendur á námskeiðinu allir fremstu jassballettkennarar Norður- landanna, alls 60 manns. Sóley rekur eigin jassballett- skóla hér á landi, Dansstúdíó, og vinnur hún nú að undirbúningi þriðja starfsárs hans. Verður í vetur boðið upp á 12 vikna nám- skeið, jafnt fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Kennslu- húsnæði er í Brautarholti 6. Húseign Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að Hagamel 4, Reykjavík er til sölu. Eignin er aö grunnfleti 137 m2, kjallari og tvær hæöir. í risi er salur ca. 100 m2. Eigninni hefur ætíö veriö haldiö vel viö og er í mjög góöu ásigkomulagi. Eignin er til sýnis á venjulegum skrifstofutíma frá kl. 09:00—17:00, eöa utan skrifstofu- tíma eftir nánara samkomulagi. Tilboðum í eignina skal skiiaö á skrifstofu undirritaðs fyrir kl. 12:00 þann 30. september nk. Örn Clausen, hrl., Barónsstíg 21, 101 Reykjavík. S. 12994 — 18499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.