Morgunblaðið - 28.09.1982, Síða 43

Morgunblaðið - 28.09.1982, Síða 43
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1982 23 Tim Dwyer og Símon Ólafsson eru báðir drjúgir við að hirða fráköstin og hér hefur Dwyer betur. Reykjanesmótið: Njarðvík bar sigur úr býtum Reykjanesmótiö í körfubolta hófst á föstudagskvöldið. Njarð- víkingar sigruðu Grindvíkinga, 110—47. ÍBK sigraði Hauka 85—71. Á laugardaginn áttust viö Njarö- vík og Haukar. Njarövíkingar komu ákveönir til leiks og náöu góöri for- ystu í hálfleik (53—36). Einar Bollason hefur heldur betur lesiö yfir sínum mönnum í hálfleik því Haukarnir komu eins og grenjandi Ijón til leiks. Undir lok leiksins náöu þeir 9 stiga forystu en leik- reyndir Njarövíkingar gáfust ekki upp og minnkuöu forskotiö i eitt stig. Þegar 3 sek voru til leiksloka fékk Gilmore knöttinn sinn undir körfunni og tróö meö tilþrifum. Njarövíkingar sigruðu því 85—84. Stigahæstur Njarövíkinga var Alex Gilmore, 29 stig. Pálmar Sigurös- son var stigahæstur Haukanna með 20 stig. Síöan kepptu ÍBK og UMFG: Keflvíkingar sigruöu meö yfirburöum, 97—53. Á sunnudag hófst síöan úrslita- keppnin. Haukar og UMFG kepptu um þriöja sætiö. Haukarnir sigruöu örugglega, 89—36. Pálmar Sig- urðsson fór á kostum í liði Hauka, skoraöi 23 stig. Eftir leik Hauka og UMFG fór fram úrslitaleikurinn. Þar áttust við (BK og UMFN í fyrsta skipti á opinberu móti. Njarðvíkingar kom- ust í 17—6 í upphafi leiksins. Þeg- ar fjórar mín. voru eftir af fyrri hálf- leik komust Keflvíkingar yfir og héldu forystu til loka fyrri hálfleiks (48—44). Seinni hálfleikinn hélst jafnt framan af. Liöin skiptust á um aö hafa forystu. Um miöbik seinni hálfleiks náöu Njarövíkingar for- ystu og héldu henni til leiksloka þrátt fyrir hetjulega baráttu Kefl- víkinga. Lokatölur uröu 84—79 Njarövíkingum í vil. Leikurinn ein- kenndist af mikilli baráttu og leikmenn seldu sig dýrt. Valur Ingi- mundar sýndi snilldartilþrif í liöi UMFN og skoraði 29 stig. Gilmore (24 st.) var góöur meöan hans naut viö. (Fékk sína 5. villu 9 mín. fyrir leikslok.) Lokastaðan Njarðvík 3 3 0 297—210 6 Keflavík 3 2 1 261—208 4 Haukar 3 1 2 244—206 2 Grindavík 3 0 3 136—296 0 Stigahæstu menn: Valur Ingimundarson 82 stig Pálmar Sigurðsson 60 stig Tim Higgins 51 stig „Undankeppninni" í Svíþjóo lokið KEPPNI er nú lokið í sænsku deildarkeppninni, en að sögn fréttaskýrenda eru úrslit þó enn ekki kunn, því átta efstu liðin eiga eftir að leika í sérstakri úrslita- keppni. Þaö mun því ekki rétt vera sem skýrt var frá í Mbl. fyrir skömmu, aö titillinn væri í höfn hjá Gautaborg. Síðasta umferðin í „undankeppninni" fór fram um helgina og uröu úrslit leikja þessi: Hammarby — Gautaborg 4—1 Malmö FF — Brage 0—0 Halmstad — AIK 2—2 Atvidaberg — Elfsborg 0—2 Örgryte — Kalmar 2—1 Öster — Norrköping 2—1 Lokastaöan í deildinni varö sem hér segir: IFK (löteborg 22 11 7 4 45- 22 29 llammarhy 22 12 4 6 42- -27 28 Klfsborjr 22 9 8 5 31- 21 26 iVlalmö FF 22 7 11 4 23- 1 ft 25 ()ster 22 10 4 8 28- 20 24 Brage 22 9 6 7 24 27 24 Orgryte 22 7 7 8 27- -28 21 llalmstad 22 7 7 8 39- -45 21 kalmar 22 6 7 9 21- 27 19 Norrköping 22 5 9 8 28- -38 19 AIK 22 4 10 8 21 -31 18 Atvidaberg 22 4 2 16 17- -45 10 Valur Reyk javíkurmeistari í körfuknattleik VALUR varö Reykjavíkurmeistari í körfuknattleik karla um helgina, er liðið sigraði Fram í hreinum úrslitaleik. Lokatölur urðu 84:77 Val í vil en í leikhléi var staðan 44:30 fyrir Val. Það var einkum mjög góður leikkafli hjá Vals- mönnum í byrjun fyrri hálfleiks sem tryggði þeim sigur. Á meöan allt gekk upp hjá Val og Torfi og Ríkharður hittu nánast úr hverju skoti gekk allt á afturfótunum hjá Fram og Valsmenn náöu yfir- burðastööu 24:6 á 10. mínútu. Gangur leiksins var annars sá, aö jafnt var í upphafi 2:2 og 4:4, en síðan kom áöurnefndur leikkafli og Valsmenn hreinlega rúlluðu Fröm- urum upp og náöu yfirburöa stööu um miöjan fyrri hálfleikinn. Eftir þaö fengu varamennirnir aö spreyta sig og náöu Framarar þá að halda í viö Valsmenn, en tókst ekki aö saxa aö ráöi á forskot þeirra og í leikhléi var munurinn 14 stig, 44:30 Val í vil. í síöari hálfleik mættu Framarar ákveönari til leiks og náöu aö saxa talsvert á forskot Valsmanna, mest fyrir tilstilli þeirra Símons og Þor- valds og á 6. minútu höföu þeir minnkað muninn í 6 stig, 54:48. Valur Fram 84 77 Valsmenn voru hins vegar ekkert á þeim buxunum að gefa Frömurum eftir titilinn og mínútu seinna var munurinn oröinn 12 stig. Ríkharö- ur og Dwyer hittu nánast úr hverju skoti og stóöu ásamt félögum sín- um uppi sem öruggir sigurvegarar. Lokastaöan 84:77, eöa 7 stiga munur. Valsmenn léku leikinn allan tím- ann af miklum krafti undir öruggri stjórn Dwyers og gáfu hvergi eftir þrátt fyrir aö varamennirnir fengju aö spreyta sig talsvert. Allir leik- menn liösins komust vel frá leikn- um en mest bar á Torfa, Ríkharöi og Dwyer. Framarar voru meö daufasta móti í fyrri hálfleik, en sóttu í sig veðrið í þeim síöari, sem þeir reyndar unnu meö 47 stigum gegn 40. Þaö var helzt aö Símon og Þorvaldur reyndu aö berjast og ameríski leikmaöurinn Douglas Kintzmger sótti sig mjög-í síðari hálfleik, eftir daufan fyrri hálfleik. Stigahæstu menn voru hjá Val Ríkharður meö 24, Dwyer meö 22 og Torfi 16. Hjá Fram voru stiga- hæstir Kintzmger meö 24, Símon meö 23 og Þorvaldur meö 20. ÍS sigraði A undan leik Vals og Fram léku ÍS og ÍR og fóru leikar svo aö ÍS sigraöi með 77 stigum gegn 72 (37:32). ÍR tapaði því öllum leikjum sínum, en ÍS varö næst neöst meö 2 stig. Var þetta fyrsti leikurinn, sem Pat Bock vinnur meö ÍS-liöinu síöan hann hóf aö leika meö því skömmu eftir síöustu áramót. Stigahæstu menn ÍS voru Pat Bock með 31 stig og Gísli Gíslason meö 13. Hjá ÍR voru stigahæstir Kristinn Jörundsson meö 16 stig og Hjörtur Oddsson með 14. HG Reykjavíkurmeistarar Vals 1982: Fremri röð frá vinstri: Páll Arnar, Einar Ólafsson, Ríkharður Hrafnkelsson, Tómas Holton og Þórir Magnússon. Aftari röð frá vinstri: Björn Zoéga, Sigurður Hjörleifsson, Leifur Gústafsson, Hafsteinn Hafsteinsson, Torfi Magnússon, Tim Dwyer og Kristján Ágústsson. Ljósmynd Mbl. Emilía. • Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, fylgdist með úrslitaleiknum og afhenti verðlaun að honum loknum. Hér afhendir hann Stewart Johnson verðlaun fyrir beztu vítaskotanýtinguna og fyrir að vera stigahæsti leikmaður mótsins. Ljósmynd Mbi. EmUU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.