Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 49 Byggdasafnid í Gördum. í/Acéjfat* V ri'**y^ ^ ^4». i í ■ /WY/'i /1 ef Ajf /V// 4^ > y^!t> s&ÍUj tó. t v JtstecC*/* c///f £$*(,*'*/ 'f +t*o / ' Js// / V/y»« . -» | tápjjs /# lAO'? -C"t r /fi& /*/y 1 /?£ /# * á!á , ■< <y* * /A <£< Á/. cÆt+' V /■ iftfíjjf t/rZ/b*HA. C& •* **r<C'4'9 /ít/ s*** Jb'/Aý /1', Í^--K /,< //'< {/> * í -*-/ X /, *• /4<4 <//jyj >t<. /Ly*/fA> S// -----------J/ -»rt /C/ Áx.4* 'Jy/.; j4»/<4. <*vÆ ,l5>./// ~>/yJ/**A* \ý? /&£*%*+**& Átt jír*c/**~r* / f' ** J***. | ^ ÁJ+As'T /f/. trr//4 /v,/. tfu. 4S* *■/-*&< y , Sigurfari um 1930. Innfellda myndin er af Sigmund Mikkelsen skipstjóra, sem var með skipið er það lenti í miklum hrakningum á leið frá íslandi til Færeyja. Fyrir ofan er mynd af flöskuskeytinu, sem hann sendi er hann taldi að dagar þeirra væru taldir. Greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthús- um og er reikningsnúmer Sigur- farasjóðs 2255 (ávr. í Samvinnu- bankanum á Akranesi). Brot úr sögu Sigurfara 1885: Þetta ár er byggður 85,10 tn. kútter í skipasmíðastöð John Wray & Sons í bænum Burton- on-Stather (nálægt Hull) á Eng- landi. Skipinu er þá trúlega strax gefið nafnið „Bacchante", og mun hafa verið gert út á togveiðar frá Hull næstu 12 árin. 1897: Jón Jónsson skipstjóri og út- gerðarmaður í Melshúsum á Sel- tjarnarnesi fer til Hull til kaupa á kútterum. Hinn 16. júlí gengur hann frá kaupum á „Bacchante“ af skútueigandanum George William Gook og greiðir fyrir skipið 325 £. Hinn 17. september sama ár sel- ur Jón kútterinn Magnúsi Th.S. Blöndahl, trésmið í Hafnarfirði, með rá og reiða. Magnús gerði út skipið í rúmt ár og gaf því nafnið „Guðrún Blöndahl", en svo hét kona hans. 1898: Magnús Th.S. Blöndahl selur skipið hinn 28. sept. þeim Pétri Sigurðssyni útvegsmanni í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi og Gunnsteini Einarssyni skipstjóra í Skildinganesi. Átti Pétur % í skipinu, en Gunnsteinn 'Á. Þeir gáfu kútternum nafnið „Sigur- fari“, en það nafn hafði verið not- að um langan aldur á opnum bát- um frá Hrólfsskála. Nafnbreyt- ingin átti sér stað í maí árið 1900. Pétur og Gunnsteinn gerðu út Sig- urfara til ársins 1908 og var Gunnsteinn skipstjóri öll árin. Sigurfari bar þá einkennisstafina GK 17. 1908: Hinn 30. janúar það ár selja Pétur Sigurðsson og Gunnsteinn Einarsson Sigurfara verslunar- og útgerðarfyrirtækinu H.P. Duus í Reykjavík. Duus-verslun var um langt árabil stærsti útgerðaraðili þilskipa hér á landi. Sigurfari var gerður út frá Reykjavík næstu 12 árin og bar nú einkennisstafina RE 136. Skipstjórar á Sigurfara voru margir á þessu tímabili, en síðastur þeirra var Jóhannes Guð- mundsson frá Hamri á Barða- strönd, kunnur aflamaður og góð- ur sjómaður. Sigurfari þótti ágætt sjóskip, happasælt og mörg ár meðal aflahæstu þilskipa á Faxa- flóasvæðinu. Aðeins er vitað um einn mannskaða á Sigurfara, en það var 21. apríl 1909, þegar báru- hnútur kom á skipið, sem statt var út af Selvogi, og skipstjórinn Ein- ar Einarsson kastaðist útbyrðis og i.josmynd H.Bj. I.íkan af kútter Haraldi, þeim sögufræga kútter, sem fórst 1926. Líkanið smíðaði Runólfur Ólafsson. Um þetta skip orti Geir Sigurðsson skipstjóri á Haraldi „þjóðsöng" Akurnesinga, „Kátir voru karlar". Elzti bátur Byggðasafnsins, Sæunn, byggður i Engey 1874 með sérstöku Engeyjarlagi. Bátinn átti alla tíð Jón Gunnlaugsson. Sigurfari við bryggju í Aberdeen 1921, þá í eigu Færeyinga. drukknaði. 1919: Þá um haustið seldi Duus- verslunin Sigurfara Sörin Sören- sen á Viðareiði í Færeyjum. í nóv- ember komu 6 Færeyingar hingað til lands til að að sækja skipið, en þegar það var loks ferðbúið um miðjan janúar höfðu fjórir þeirra haldið til síns heima. í stað þeirra réðust 4 íslendingar á skipið. Haldið var úr höfn 19. janúar 1920. Skipstjórinn var Sigmund Mikkelsen og stýrimaður Ziska Jacobsen. Skömmu eftir að skipið lagði úr höfn gerði aftakaveður, sem hélst látlaust um mánaðar- skeið. Hraktist Sigurfari um hafið milli íslands og Færeyja vikum saman. Stórbóman brotnaði og seglbúnaður skemmdist, vistir þraut og eldivið. Til að bjarga sér frá sulti, gengu skipverjar í farm- inn, en hann var m.a. kjöt, mjöl- vara og rúsínur. Til eldunar not- uðu þeir bómuna og klæðninguna innan úr lúkarnum. Hinn 4. febrúar taldi Sigmund skipstjóri vonlítið að þeir næðu lifandi landi og kastaði því út flöskuskeyti er greindi frá hrakn- ingum þeirra og beðið var fyrir boð til unnustu hans í Færeyjum. Var Sigurfari talinn af og birtist um það frétt í Morgunblaðinu 17. febrúar. Réttum 10 dögum síðar náði Sigurfari inn til Seyðisfjarðar. Þá geisaði spánska veikin í kaup- staðnum, en þrátt fyrir það fengu skipverjar hinar bestu móttökur. Eftir 12 daga viðdvöl og viðgerð á skipinu var haldið til hafs á ný, og höfðu nú 5 Norðmenn bæst í hóp- inn. Tók ferðin til Færeyja aðeins 5 daga og hinn 16. mars létti Sig- urfari akkerum í Klakksvík. Skipverjar urðu þó vegna hættu á smiti af spönsku veikinni að hír- ast í 10 daga til viðbótar um borð í skipinu. Voru þá liðnir rúmir 2 mánuðir frá því að Sigurfarinn lét úr höfn í Reykjavík. Flöskuna með skeyti Sigmunds rak á fjörur í Skipsfjord á eynni Vannoy í Noregi og fannst í ágúst sama ár. 1921—1971: Sigurfari KG 378 var gerður út frá Viðareiði í eitt ár, én síðan í rétt 50 ár frá Klakksvík. Þann tíma var hann í eigu nokk- urra aðila, en lengst og síðast í eigu Pf. Joensen & Olsen. Á þeim tíma voru gerðar ýmsar breyt- ingar og endurbætur á skipinu, dekk og hluti byrðings endurnýj- aður, vél sett í bátinn 1929, stýr- ishús, beitningarskýli o.m.fl. Sig- urfara var síðast haldið út til fiskjar sumarið 1970 og var Ur- banus Olsen í Klakksvík skipstjóri á honum mörg síðustu árin. Af honum var Sigurfari keyptur til íslands 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.