Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
33
Karólína að
Kjarvalsstöðum
Myndhst
Valtýr Pétursson
Nú stendur yfir umfangsmik-
il sýning á verkum ungrar
listakonu, Karólínu Lárusdótt-
ur að Kjarvalsstöðum. Vestur-
salurinn er svo setinn, að mann
rámar ekki í annað eins. Hvorki
meira né minna en 176 myndir
eru þar á veggjum. Þarna eru
olíumálverk, teikningar, grafík
og vatnslitamyndir. Þröngt er
um þessi verk, og það listræna
virðist stundum ekki njóta sín
sem æskilegt væri, vegna þess
hve lítið svigrúm er fyrir hvert
og eitt verk. Þetta er nokkur
galli á sýningunni og hefði ver-
ið hægt að ná miklu meiri
áhrifum með minna magni og
markvissara fyrirkomulagi.
Karólína hefur verið búsett
erlendis um langt skeið og
numið list sína í breskum skól-
um. Þessi sýning ber þess vitni,
einkum og sér í lagi eru það
vatnslitamyndir hennar, sem
sverja sig í hefðbundinn bresk-
an stíl: Litur hvergi til óþæg-
inda og samræmi í myndbygg-
ingu og meðferð fyrirmyndar.
Þssara einkenna gætir einnig í
olíumálverkunum, og dettur
manni í hug að málarar eins og
Coldstream og Patrick George.
Karólina Lárusdóttir
En allt er þetta vel unnið og
skólað, fellt og hnökralaust. Að
mínu mati of slétt, ef svo mætti
til orða taka. Liturinn hefur
ekki mikinn kraft, en hefur
mýkt og fellur vel að. Hug-
myndaflug listakonunnar er
dálítið sérstakt. Það er
skemmtilegt hvernig hún
tvinnar saman landslag og fólk.
Hvernig hún fær mann til að
taka þátt í þeirri innbyrgðu
löngun, sem svo áberandi verð-
ur vart í þessum verkum. Karó-
lína er ekki fullmótuð lista-
kona, en leitar fyrir sér og gerir
það með nærfærni. Þetta er
önnur sýning hennar hér
heima, og það skal engan furða,
þótt sýningarefnið að sinni sé
misjafnt að gæðum. Því verður
heldur ekki neitað. Nokkur
verk urðu mér föst í minni eins
og: No. 25, 94, 102, 57, 67, 71, 86,
143 og 130. 011 þessi verk eiga
það skilið, að þau séu sýnd á
viðunandi hátt, en ekki eins og
nú í svo miklu kraðaki að vart
verði séð.
Það mætti margt og mikið
um þessa sýningu segja, en ég
er hræddur um, að það yrði of
langt mál, ef farið væri út í þá
sálma. Því verður farið fljótt
yfir sögu hér. Þetta er misjöfn
sýning og það virðist langur
vegur milli þess besta og þess
lakasta. Það er ung og fram-
sækin listakona sem í hlut á, og
hún hefur fullan rétt á að
hlaupa af sér hornin. Hún er
langt frá því að hafa náð
merkilegum ávangri. en hæfi-
leikar hennar virðast augljósir.
Þarna má finra ágæta hluti og
hefði verið stillt í hóf með
fjölda verka á þessari sýningu,
er ég ekki í neinum vafa um, að
listræn áhrif liennar hefðu orð- <•
ið mun meiri. Þessari sýningu
hefur verið mjög vel tekið af
almenningi, og ef ég veit rétt,
er um algert sölumet að ræða.
Þegar þetta er skrifað, eru seld-
ar hátt á annað hundrað mynd-
ir, og svo segja menn að hér á
landi sé kreppa. Ég óska lista-
konunni til hamingju með þann
árangur, sem í þessu felst. Ég
vonast til, að hún eigi eftir að
sanna hæfileika sína enn betur
en hún gerir á þessari sýningu.
Við því má búast.
GEISLI
Séra Björn Björneboe prestur
úr Niðarósi er kominn tíl lands-
ins og sýnir myndverk sín um
þessar mundir í anddyri Nor-
ræna hússins. Þetta eru frum-
myndir að myndskreytingu hans
við helgiljóðið Geisla, er Einar
Skúlason kvað á 12. öld. Geisli er
eitt af öndvegisverkum í íslensk-
um bókmenntum og hefur nú
verið þýtt á norska tungu og gef-
ið út með myndskreytingum séra
Björneboes. Hann hefur einnig
gert myndir við Lilju Eysteins
og mun vera þekktur í Noregi
fyrir bókaskreytingar.
Þessi sýning kom mér svolítið
á óvart. Satt að segja bjóst ég
ekki við eins sterkri sýningu og
raun ber vitni. Björneboe er afar
fær teiknari, sem nær mikilli
spennu og lífi í svart/hvítar
myndir sínar. Það er einnig
sterk tilfinning fyrir því efni,
sem hann er að fást við í það og
það skiptið. Ég held, að það sé
trúarkraftur í þessum myndum,
sem sjaldséður er í nútímanum,
og það gneistar af vinnugleði hér
og þar. Sumar af krossfest-
ingarmyndum      Björneboes
fannst mér það eftirminni-
legasta af þessum verkum, en
einng má finna verulegt átak í
mörgum kolteikningum hans.
Það eru samtals 51 verk á þess-
ari sýningu, og af því eru 28
myndir, skreytingar við Geisla.
Það er óhætt að fullyrða, að hér
er á ferð sýning, sem á eftir að
vera í minnum höfð, ekki ein-
göngu fyrir trúarlega þýðingu
verkanna, heldur og ekki síður
fyrir það, hve vel hún sýnir þann
mátt, er felst í teikningu yfir-
leitt, ef hún er rétt notuð og allt
lagt í ljós, línu og form. Hér
leika þessir þættir í höndum
prests, og maður tekst svolítið á
loft yfir því samstarfi í trúnni,
sem svo greinilega kemur fram
hjá Einari Skúlasyni á 12. öld og
séra Björneboe á þeirri tuttug-
ustu. Það er óðurinn til almætt-
isins, sem ekki hefur tekið
stakkaskiptum  á  þessu  tíma-
skeiði. Enda er orðið og myndin
þeir túlkendur, sem einna lengst
hafa dugað, og það sem framtíð-
artæknin byggir sínar vonir á.
Það sannast verulega á þeim
teikningum, sem nú hanga í
Norræna húsinu. Það er alveg
óhætt að segja fólki að sjá þess-
ar teikningar. Við hér í Reykja-
vík höfum ætíð orðið nokkuð út-
undan, hvað teikningu snertir á
þeim sýningum, sem einna mest
hafa verið sóttar. Því er það
áríðandi að sem flestir sjái sýn-
ingar sem.þessa. Það er ekki allt
trúarlegs eðlis á þessari sýningu.
Þarna eru einnig bardagar og
annað veraldlegt vafstur, en það
versnar ekkert teikningin fyrir
það.
Það má vel þakka séra Björne-
boe fyrir þessa heimsókn og von-
andi verða einhverjir til að meta
þessi verk að verðleikum. Það,
sem hér er á ferð, er ekki nýstár-
legt í eðli sínu, en hefur samt
svip af sínum tíma jafnframt því
sem það styðst við hefðina.
Drengjasaga með
nýstárlegu ívafi
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Einar Már Guðmundsson:
RIDDARAR HRINGSTIGANS
Almenna bókafélagið 1982
Það tíðkast nú að ungir rithöf-
undar skrifi um bernsku sína. Pét-
ur Gunnarsson hefur sent frá sér
minningaskáldsögur. Einar Már
Guðmundsson, galvaskur ljóða-
smiður, skrifar í Riddurum
hringstigans um stráka í ný-
byggðu Reykjavíkurhverfi. Eigin-
lega er hér á ferðinni skáldsaga
fyrir börn og unglinga, en full-
orðnir ættu líka að geta lesið hana
sér til ánægju.
Pétur Gunnarsson sagði frá
Vesturbænum, Einar Már Guð-
mundsson er greinilega staddur
fyrir austan Læk. Það eru ekki
nema tíu til fimmtán ár síðan sag-
an gerðist, en hún hefði líka getað
gerst fyrr. Hjá báðum þessum
höfundum er það áhyggjuleysi
bernskunnar sem lýst er, síðan
tekur við skelfing sem veldur því
að hriktir í kyrrstæðri heims-
mynd. Dauðinn kemur í heimsókn.
Eftir að ég hóf lestur Riddara
hringstigans hélt ég að sagan ætl-
aði eingöngu að snúast um eitt af-
mæli, en loks tókst höfundinum að
slíta sig frá afmælinu og við tóku
alkunn prakkarastrik. Strákarnir
í Riddurum hringstigans eru eins
og allir aðriar strákar, stríða,
fljúgast á og reyna að blekkja for-
eldra sína. Sumir þeirra hafa til-
hneigingu til að hnupla. Siðferði-
leg niðurstaða höfundar verður sú
að slíkt borgi sig ekki. Auðvitað
kemst allt einhvern tíma upp.
Stíll Einars Más Guðmundsson-
ar er hnitmiðaður og víða tekst
honum að vera gagnorður, segja
tnikið í fáum orðum um ástand
sögupersóna sinna:
„Á morgun reyni ég herfræði
mína til hins ýtrasta. Já þá fer hin
andlega herþjónusta Jóhanns Pét-
urssonar í gang. í kjallaratröpp-
unum andspænis þér Óli mun ég
sjá hvort ég þarf að grípa til
hettuúlpunnar eða hvort match-
boxbíllinn dugir sem aðgöngumiði.
Ég ætla minnsta kosti að verða
viðstaddur hina árlegu vöðvasýn-
ingu frænda þíns í löggunni. Ég
vona bara að hún verði með klass-
ísku sniði þótt nýstárlegt ívaf sé
ekki verra bókmenntalega séð."
Þannig hugsar drengurinn Jó-
hann sem hefur ekki getað stillt
sig um að berja vin sinn Óla með
klaufhamri í hausinn. Nú er af-
mæli Óla framundan og Jóhann
vonast til að bíllinn sem hann ætl-
ar að gefa honum í afmælisgjöf
muni koma á sáttum milli þeirra.
En Jóhanni dettur líka í hug „eitt
snjallasta herbragð í allri verald-
arsögunni, ekki laust við lymsku-
full klækjabrögð nútímans en þó
ættuð alla leið frá Jesú:
„Heyrðu Óli, segi ég, ef við verð-
um vinir þá mátt þú berja mig í
hausinn á morgun."
Eina sem gerir Riddara hring-
stigans frábrugðna venjulegri
drengjasölu er sú aðferð höfund-
arins að minna lesandann á að
hann er að semja bókmenntaverk,
samanber tilvitnun um klassískt
snið og nýstarlegt ívaf. Þegar líð-
ur á söguna ágerist þetta. Sögu-
þráðurinn er rofinn af athuga-
semdum höfundarins um frásagn-
armáta sinn. Lesandinn á að gera
sér grein fyrir að hér eru bók-
menntir á ferð. Raunsæ lýsing af-
mælisins tekur aðra stefnu, verð-
ur eilítið flóknari þegar sagt er frá
strákunum í könnunarferð í fok-
heldu húsi. Voveiflegur atburður
gerist. Hann er í mótsögn við allt
annað í sögunni, en á að sýna
hvernig drengirnir vakna til vit-
undar um alvöru lífsins, hið stutta
bil milli hláturs og gráts, milli lífs
og dauða. Lokasetning sögunnar
Einar Már Guðmundsson
gæti verið úr ljóði eftir Sigfús
Daðason: „Ég segi allaf færri og
færri orð." Hún er andstæða ein-
kunnarorða Davids Bowie: „Noth-
ing stands in your way/ When
you're a boy".
Dauðaslysið í sögulok er stað-
festing staðreyndar lífsins. En
einhvern veginn er það of óvænt
miðað við gang sögunnar. Na?gt
hefði að láta komast upp um
þjófnað Jóhanns í leikfangaversl-
uninni. Það er í sjálfu sér nógu
mikið áfall.
Riddarar hringstigans er ljóm-
andi vel samin saga. Myndrænn
stíllinn er í anda Ijóðsins, setn-
ingarnar eru margar hverjar
heimur út af lyrir sig en þjónar þó
heildarmvndinni. Einar Már Guð-
mundsson er hugkvæmur og fynd-
inn. Stundum er texti hans eins og
kvikmynd samanber atriðið með
lögregluþjóninum í afmælisveisl-
unni. Hann leggur áherslu á smá-
atriði án þess að vera langdreginn
í frásögn sinni eða hvarfla frá
þræði sögunnar. Það er af mörgu
að taka, lítum til dæmis á þessa
kvenlýsingu:
„Mamma hans Garðars heitir
Bára. Hún er þú veist týpan með
naglalakkið, dáldið lik dúkkulís-
unum á haframjölspökkunum, ein
af þeim sem blikkar gerviaugn-
hárum til að undirstrika kvenleg-
an einfaldleikann, vaggar á háu
hælunum en heldur samt alltaf
jafnvægi þegar hún talar blíðlega
út í loftið."
Riddarar  hringstigans  vekur
þann grun að vera upphaf þroska-
sögu. Sömu tilfinningu skildi Pét-
Gunnarsson eftir með Punkti
ikti komma strik.
F
róóleikur og
skemmtun
fyrirháasemlága!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48