Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Til himnaríkis — og heim aftur Bókmenntír jóhanna Kristjónsdóttir Jón Ormur Halldórsson: SPÁMAÐUR f FÖÐURLANDI Útg. Vaka 1982. Þessi fyrsta bók Jóns Orms Halldórssonar hefur verið umtöl- uð, og það áður en hún hafði gengið á þrykk út og birzt iesend- um. Sú staða sem höfundur gegn- ir sem aðstoðarmaður forsætis- ráðherra á þar sjálfsagt drýgstan þátt; ég minnist ekki í fljótu bragði annarra skrifa Jóns Orms en býsna smellnar frásögu í dagbókarformi, sem hann skrif- aði í Helgarpóstinn fyrir einu ári eða tveimur. Sjálfsagt hafa ýmsir lesendur gert sér ákveðnar hugmyndir um efni bókarinnar; skyldi hér vera ljóstrað upp einhverjum meiri- háttar trúnaðarmálum um störf ríkisstjórnarinnar, ætli hér sé sem sé um lykilsögu að ræða? Er þá skemmst frá að segja, að því fer víðs fjarri, þó að vitanlega sé ýmislegt, sem kemur kunnug- lega fyrir sjónir, en á væntanlega ekkert frekar við um ráðuneyti en vinnustaði, að ekki sé talað um saumaklúbba, lýst er á sérdeilis „írónískan" hátt hinni frjóu, óslökkvandi þörf til að gera út- tekt á högum náungans og skiptir þá vitanlega ekki meginmáli, hvort í er sannleikskorn. Svo að vikið sé nú að efni bók- arinnar segir hér frá Júlíusi, deildarstjóra í atvinnumálaráðu- neytinu. Hann er hinn dæmigerði smáborgari og blók, þrátt fyrir deildarstjóratignina. Reyndar ætti hann að vera kominn mun lengra í metorðastiganum, en einhvers staðar á leiðinni hefur uppgangan stöðvast. Júlíus hefur ekki ýkja mikinn áhuga á því, sem gerist í kringum hann og það er: „Heimurinn hafði sáralítinn áhuga á manninum, sem var að vakna. Þetta var gagnkvæmt. Júlíus Jónsson, en svo hét maður- inn, hafði fyrir löngu gert sér ljósa grein fyrir þýðingarleysi til- verunnar." Júlíusi var þó kappsmál að sneiða hjá skerjum, enda hafði hann „snemma orðið þess var að til eru skjalfestar reglur um flestan vanda þessa heims. Glúrinn maður gat fundið reglur, sem tóku af öll tvímæli um hið rétta og ranga í þessu þjóðfélagi. Þegar vel var að gáð, var það undirrót flestra vanda- mála að þeir lifðu ekki með tilvís- un í rétta reglugerð á hverjum tíma. Eða það sem verra var, um- gengust reglur af léttúð." í einkalífi er Júlíus ekki síður reglunnar maður og vinnur markvisst að því að útrýma hjá sér öllum veraldlegum ókostum. Eitt haustið hafði hann ákveðið að hætta að bragða áfengi, síðar tók hann upp heimilisbókhald og hann hefur meira að segja ákveð- ið að vera kurteis við tengdamóð- ur sína, sem er bersýnilega veru- legt átak. Þann dag sem sagan hefst hefur Júlíus ákveðið að borða eina samloku í hádeginu í stað tveggja áður. Eins og vænta má á svona maður heldur leiðin- lega konu, Sigríði, þó er honum vel til hennar á sinn hátt, hún er dugleg að koma ýmsu í verk um miðjan daginn en geðstirð á morgnana og oft á kvöldin. Þau hjón iðka kynlíf á fimmtudags- kvöldum, það kemur einnig fram að Júlíusi er ekki kunnugt um, hvort konu hans hugnast það eða ekki. Sigríður Sveinsína móðir hennar og börnin eru öll í lífs- gæðakapphlaupinu og Júlíus hef- ur orðið að steypa sér í skuldir til að koma fjölskyldunni upp rað- húsi og dugir ekki til. Persónurn- ar í fjölskyldunni eru þó ósköp almennt dregnar, Júlíus er sá sem allt stendur og fellur með. Að kvöldi þessa fyrsta dags deyr Júlíus og fer til himna. Þar komast englar að þeirri niður- stöðu að líf hans hafi verið heldur gagnslítið og hann hafi jafnan komið sér hjá öllum alvarlegum sjálfsígrundunum. Því er hann sendur til baka að boða fagnaðar- Jón Ormur Halldórsson erindið og Júlíus er breyttur maður þegar hann vaknar og uppgötvar að honum hefur veizt það sem ekki er vitað til að hafi gerzt síðan í árdaga og hann er staðráðinn í að gera sitt bezta. En hann verður þess fljótlega áskynja, að hlutskipti spámanns- ins er ekki öfundsvert, hann er talinn alvarlega klikkaður, send- ur í frí og síðan til sálfræðings. Hann snýr sér til Síðdegisblaðs- ins. . „Síðdegisblaðið yrði ígildi lögmálstaflna þar sem lýðurinn gæti kynnt sér spásagnir ferða- langs frá himnum. Dagar gull- kálfsins yrðu brátt taldir." Það er engin þörf að þræða nákvæmlega það sem síðar gerist en í bókarlok er Júlíus hetja dagsins, vegna spádómsgáfu hans riðar ríkisstjórnin til falls, og allt er í uppnámi. Fjölskylda, vinir og þjóðin öll stendur á öndinni í bók- arlok, þegar Júlíus kemur fram í sjónvarpi með boðskap sinn. Stíll Jóns Orms er stuttara- legur, fremur þurr, stundum eins og skýrsla. En það er með ráðum gert. Og það er grunnt á húmorn- um, eða kannski öllu heldur „ír- óníunni„. Væri bókin lesin á hundavaði gætu ugglaust ein- hverjir sagt að hún vær sneydd kímni, en það er nú öðru nær og það er kímnin ásamt með rit- færni höfundar, svo og hversu glöggur hann er að átta sig á smærri atriðunum, sem gefa þessari bók umtalsvert gildi. Ég læt liggja milli hluta hver boðskapurinn er, hann er trúlega að gera grín að ýmsu í þjóðfélag- inu og verður ekki annað sagt en það takist bara prýðilega, m.a. fær frasa- og fræðingamál sinn skammt. Að minnsta kosti í öll- um meginatriðum. Ég var ekki sátt við síðustu línur bókarinnar, það hefði verið við hæfi — miðað við að efni hennar er ansi „ab- súrd“ í bland — að láta lesanda um það sjálfan, hvort hann hefði komist að þeirri niðurstöðu. sem höfundurinn skenkir manni. Saga af sérstæð- um viðskiptum Bókmenntir Erlendur Jónsson Sveinbjörn Blöndal: SAUÐASALAN TIL BRETLANDS. 87 bls. Sagn- fræóistofnun Hiskóla íslands. Rvík, 1982. Sauðasala til Bretlands á sein- ustu áratugum 19. aldar — varla getur það nú talist rómantískt rannsóknarefni. Málefnið var ekki þess eðlis að menn flyttu um það höfgar ræður, né tjóir heldur að leita það uppi í ættjarðarljóðum þjóðskáldanna; þau sáu ekki dagsbrún hins langþráða þjóð- frelsis í þvílíkum viðskiptum. Éigi að síður varð sauðasalan svo mik- ilvæg fyrir Islendinga að sumir hafa viljað rekja til hennar helstu framfarir hér á umræddu tímabili — eins og höfundur þessarar bók- ar tekur réttilega fram. Nú orðið kunna þetta að þykja hafa verið nokkuð sérstæð við- skipti: Sauðum var smalað hér saman, fluttir lifandi til skips, síð- an tóku breskir bændur við þeim og létu þá safna meiri holdum, uns þeir voru að lokum til slátrunar leiddir og enduðu á borði þegna hennar hátignar sem um þetta leyti töldust mestir og ríkastir og glæsilegastir í heimi hér. Sveinbjörn Blöndal bendir á að eitt séreinkenni milliríkjaverslun- ar 19. aldar hafi verið »mjög ör vöxtur i verslun með matvæli«. Kælitækni var hins vegar skammt á veg komin, því varð að flytja gripina á fæti og slátra þeim sem næst markaði. Höfundur segir svo um álit fræðimanna á sauðasölunni og gildi hennar fyrir Islendinga: »Margar róttækustu breytingar í sögu þjóðarinnar undir lok 19. aldar hafa verið raktar til áhrifa hennar, s.s. stofnun kaufélaga, Vesturheimsferðir og jafnvel hafa henni verið eignaðar allar efna- hagslegar framfarir á landshöfð- ingjatímanum.« Sveinbjörn Blöndal Sveinbjörn Blöndal tekur ekki sjálfur jafndjúpt í árinni en telur íslenska bændur hafa haft margs konar hag af þessum viðskiptum og tiltekur sérstaklega þrjú atriði í því sambandi. »1 fyrsta lagi fengu þeir mun betra verð fyrir sauði sína hjá bretum en innlendum verslunum en þær urðu er frá leið að hækka verð sitt til að verða ekki af við- skiptum. Það þýddi betra verð fyrir afurðir bænda almennt. í öðru lagi hafði sauðasala á mörk- uðum í héraði verulegan tíma- sparnað í för með sér fyrir bænd- ur, einmitt þegar þeir þurftu á því að halda. Og í þriðja lagi gátu bændur fengið peninga fyrir af- urðir sínar hjá allflestum sauða- kaupmönnum.* Peningana notuðu margir til að kaupa fyrir nauðsynjar og greiða skatta. Én sumir notuðu þá líka til að koma sér til Vesturheims! Svo umfangsmikil var þessi sauðasala að sum árin voru fluttir héðan fleiri tugir þúsunda fjár, eitt árið yfir áttatíu þúsund! Margir hafa talið að bændur hafi haft af því mest hagræði að fá sauðina greidda í peningum og hafi annar ávinningur af viðskipt- um þessum vegið minna. En Sveinbjörn Blöndal telur að helsti fjárhagslegi ávinningur íslenskra bænda af sauðasölunni hafi verið sá »að sauðfjárafurðir þeirra stigu í verði vegna aukinnar samkeppni kaupenda, danskra og breskra kaupmanna.« En viðskipti þessi urðu skammæ. Árið 1896 settu Bretar lög sem í raun bundu enda á þau. Islendingar reyndu að fá þeim hnekkt en tókst ekki. Þá tók við kreppa í íslenskum landbúnaði. Höfundur telur að sauðasalan hafi seinkað þeirri kreppu, ella hefði hún skollið á fyrr. En nú var sú breyting að verða á íslenskum at- vinnuháttum að sjávarútvegurinn var að eflast og brátt tóku sjávar- afurðir við sem aðalútflutnings- vara Islendinga. Þó sjálfstæðisbaráttan skipi veglegast rúm í þeim kafla þjóðar- sögunnar þegar þessi sauðasala fór fram er ekki vafi á að það tvennt var með ýmsum hætti sam- tvinnað. Það efldi ekki svo lítið sjálfstraust Islendinga að geta nú sannað fyrir sjálfum sér að þeir þyrftu ekki að vera upp á náð Dana komnir í viðskiptum. Sauðasalan til Bretlands er því alls ekki ómerkilegur kapítuli í viðburðaríkri sögu landshöfð- ingjatímabilsins heldur þvert á móti. Sveinbjörn Blöndal hefur hér með gert efni þessu góð skil, og er það bæði lofsvert og þakk- arvert. Eins og góðum fræði- manni sæmir lætur hann fylgja nákvæma skrá yfir heimildarit. Og þar kennir margra grasa. En ég sakna þar ritsins Viðskipta- samvinna Vestur-IIúnvetninga á ní- tjándu og tuttugustu öld eftir Skúla Guðmundsson því þar er t.d. heill kafli sem ber yfirskriftina Við- skiptin við John Coghill. En Coghill þessi ávann sér hér ærnar vin- sældir fyrir sauðakaup sín og varð að lokum hálfgerð þjóðsagnaper- sóna eins og Sveinbjörn Blöndal tekur fram. Þeir eru fáir, sem gera betur Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Dire Straits Love Over Gold Vertigo/Fálkinn Mark Knopfler, David Knopfl- er og John Illsley deildu eitt sinn íbúð í Deptford í Suður-London. Þeir, ásamt Pick Withers, stofn- uðu síðan hljómsveit og hófu æf- ingar af kappi. Einn af vinum Withers blöskraði peninga- vandræði piltanna og stakk upp á því að þeir kölluðu sig „Dire Straits". („Hræðileg fjárhags- staða“, „Mikil peningavandræði" í grófri þýðingu.) Þrátt fyrir létta buddu skrapaði hljómsveit- in saman 120 pundum og fyrir þá upphæð voru gerðar prufuupp- tökur af lögunúm „Sultans of Swing", „Sacred Loving", „Wild West End“ og „Water of Love“. Illsley kom upptökunum til plötusnúðsins Charlie Gillett og hann spilaði þau i útvarpsþætt- inum „Honky Tonk“. Þannig er upphafið á sögu hinnar frábæru hljómsveitar „Dire Straits". Þetta gerðist seinnipart sumars og um haustið árið 1977. í febrúar árið 1978 hljóðrituðu þeir sina fyrstu breiðskífu og 8. júní sama ár kom hún út. Hljómsveitin spilaði á fjöldanum öllum af tónleikum og gerði allt hvað hún gat til að vekja athygli á sér og plötunni en allt kom fyrir ekki. Platan seldist svo að segja ekki neitt. Það var ekki fyrr en sex mánuð- um seinna sem hreyfing fór að komast á hlutina. 15. nóvember fór platan í fyrsta sæti í Astr- alíu og viku seinna var búið að selja 500.000 eintök á Nýja- Sjálandi. 20. des. 1978 sneri hljómsveitin aftur til Englands og var þá platan orðin meiri- háttar „hit“ í Bandaríkjunum, Kanada, víðsvegar í Evrópu og Ástralíu en salan í heimalandinu var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Áframhaldið þekkja flestir. Hljómsveitin vann sig upp í að verða ein vinsælasta hljómsveit síðustu ára, síðasta áratugar jafnframt því að tónlistin þótti með því ferskasta sem fram hafði komið í poppheiminum á síðustu árum. 21. maí 1979 var útgáfudagur annarrar plötu „Dire Straits", „Communique“. Platan hlaut frábært lof og varð strax mjög vinsæl. Til marks um þær vinsældir sem hljómsveitin hafði skapað sér þá fékk hún gullplötu fyrir fyrirfram seld eintök á Englandi einu saman. (Gullplata jafngildir 500.000 seldum eintökum.) 27. júní 1980 var hafist handa við hljóðritun þriðju plötunnar. Skömmu eftir að þessar upptökur hófust hætti David Knopfler í hljómsveitinni til að helga sig ritstörfum. „Making Movies" kom út 15. október. Ekki var að sökum að spyrja. Platan hlaut frábærar viðtökur og vinsældir „Dire Straits" voru í hámarki. 1. mars á þessu ári hófust upptökur á nýrri plötu í New York. Útkom- una fékk svo heimurinn að heyra 24. september síðastliðinn en þá var alheimsútgáfudagur fjórðu plötunnar, „Love Over Gold“. Roy Bittan, píanóleikarinn úr hljómsveit Bruce Springsteen „E Street Band“ spilaði sem aðstoð- armaður á „Making Movies" og á hljómleikaferðalögunum sem fylgdu í kjölfarið spiluðu Hal Lindes, gítarleikari, og Alan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.